Morgunblaðið - 23.05.1993, Qupperneq 44
44
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 23. MAÍ 1993
SUNWIPAGUR 23/5
SJÓNVARPIÐ
900 RADNAFFNI ►Mor9unsión-
DflRnHLrnl varp barnanna
Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir.
Heiða Þýskur teiknimyndaflokkur
eftir sögum Jóhönnu Spyri. Þýðandi:
Rannveig Tryggvadóttir. Leikraddir:
Sigrún Edda Björnsdóttir. (21:52)
Leikföng á ferðalagi Brúðuleikur
eftir Kristin Harðarson og Helga
Þorgils Friðjónsson. Hanna María
Karisdóttir les. Annar þáttur. Frá
1986. Þúsund og ein Ameríka
Spænskur teiknimyndaflokkur sem
íjallar um Ameríku fyrir landnám
hvítra manna. Þýðandi: Örnólfur
Árnason. Leikraddir: Aldís Baldvins-
dóttir og Halldór Bjömsson. (22: 26)
Sagan af Pétri kanínu og Benjam-
ín héra Bresk teiknimynd, gerð eftir
sögu Beatrice Potter. Þýðandi:
Nanna Gunnarsdóttir. Leikraddir:
Edda Heiðrún Backman. (2:3) Símon
í Krítarlandi Breskur teiknimynda-
flokkur. Þýðandi: Edda Kristjáns-
dóttir. Lesari: Sæmundur Andrésson.
(5:25) Felix köttur Bandarískur
teiknimyndaflokkur. Þýðandi: Ólafur
B. Guðnason. Leikraddir: Aðalsteinn
Bergdal. (19:26)
10.55 Þ-Hlé
16.45 Þ-Þjóð í hlekkjum hugarfarsins 3.
þáttur endursýndur.
17.35 Þ-Á eigin spýtur Smíðakennsla í
umsjón Bjama Ólafssonar. Sýnt
verður hvernig smíða má garðhús-
gögn. Framleiðandi: Saga film.
17.50 ÞHugvekja Séra Ólöf Ólafsdóttir
flytur.
18 00 RADNAFFUI ►Einu sinni voru
DARRHCrm tveir bangsar
(Det var en gang to bamser) Mynd
um ævintýri tveggja barna og bangs-
anna þeirra. Sögumaður: Elfa Björk
Ellertsdóttir. (Nordvision - Danska
sjónvarpið) Áður á dagskrá 7. júní
1992. (1:3)
18.30 Þ-Fjölskyldan í vitanum (Round the
Twist) Ástralskur myndaflokkur um
ævintýri Twist-fjölskyldunnar sem
býr í vita á afskekktum stað. Þýð-
andi: Guðni Kolbeinsson. (4:13)
18.55 ►Táknmálsfréttir
19.00 ►Roseanne Bandarískur gaman-
myndaflokkur. Aðaihlutverk: Rose-
anne Amold og John Goodman.
(4:26)
19.30 ►Auðlegð og ástríður (The Power,
the Passion) Ástralskur framhalds-
myndaflokkur. Þýðandi: Jóhanna
Þráinsdóttir. (113:168)
20.00 ►Fréttir
20.30 ►Veður
20.35 ►Húsið í Kristjánshöfn (Huset pá
Christianshavn) Sjálfstæðar sögur
um kynlega kvisti, sem búa í gömlu
húsi í Christianshavn í Kaupmanna-
höfn og næsta nágrenni þess. Þýð-
andi: Olöf Pétursdóttir. (16:24)
21.05 ►Þjóð i hlekkjum hugarfarsins
Fjórði þáttur: Blóðskammarþjóð-
félagið Heimildamynd í íjórum þátt-
um um þjóðlíf fyrri alda. í síðasta
þætti segir frá því hvernig bænda-
samfélagið tærðist innan frá, land
eyddist, landbúnaði hrakaði og upp
hófst ógnaröld í siðferðismálum. Þul-
ir: Róbert Arnfinnsson og Agnes
Johansen. Handrit og klipping: Bald-
ur Hermannsson. Kvikmyndataka:
Rúnar Gunnarsson. Framleiðandi:
Hringsjá. OO
22.25 ►íslenski boltinn Sýnt verður úr
leikjum í fyrstu umferð fyrstu deildar
karla á Islandsmótinu í knattspyrnu.
22.45 ►Gönguleiðir Gengið verður um
Þingvelli í fylgd Björns Th. Björns-
sonar. Umsjón: Jón Gunnar Grjetars-
son. Áður á dagskrá 20. júlí 1989.
23.05 |fll|tf l|YUn ►Gangan (The
R 1IRIYII RU March) Bresk sjón-
varpsmynd, gerð eftir handriti verð-
launahöfundarins Williams Nichol-
sons þar sem athyglinni er beint að
hungursneyðinni í Afríku. í flótta-
mannabúðum rís upp leiðtogi sem
hrífur fólkið með sér og leiðir það í
milljónavís á mikilli göngu frá Súdan
til Evrópu undir einkunnarsorðunum
„Sjáið okkur deyja“. Þegar leiðar-
enda er náð bregðast yfirvöld við af
mikilli hörku. Aðalhlutverk: Malick
Bowens og Juliet Stevenson. Þýð-
andi: Ýrr Berteisdóttir. OO
0.40 ►Útvarpsfréttir í dagskrárlok
Stöð tvö
9 00 RKDUAEEUI ►Skógarálfarnir
DflRNflLrRI Teiknimynd.
9.20 ►Sesam opnist þú
9.45 ►Umhverfis jörðina í 80 draumum
Teiknimynd.
10.10 ►Ævintýri Vífils Teiknimynd.
10.35 ►Ferðir Gúllívers Teiknimynd.
11.00 ►Kýrhausinn Fróðleikur um allt
milli himins og jarðar í forvitnilegum
og skemmtilegum íslenskum þætti
fyrir fróðleiksþyrsta krakka.
11.20 ►Ási einkaspæjari (Dog City) Þetta
er nýr og skemmtilegur leikbrúðu-
og teiknimyndaflokkur um ævintýri
ferfætts einkaspæjara. Hann er með
eindæmum þefvís þegar vandræða-
gemlingar eiga í hlut og oftar en
ekki kemur hann í veg fyrir að allt
fari í hundana. (1:13)
11.40 ►Kaldir krakkar (Runaway Bay)
Leikinn myndaflokkur fyrir börn og
unglinga. (8:13)
12.00 ►Evrópski vinsældalistinn (MTV -
The European Top 20) Vinsælustu
lög Evrópu kynnt.
13.00 ►NBA tilþrif (NBA Action)
13.25 ►íþróttir - úr einu í annað -
13.55 ► ítalski boltinn Bein útsending frá
leik Juventus og Sampdoria í fyrstu
deild ítalska boltans.
15.45 ►NBA-körfuboltinn Leikur Charl-
otte Homets og New York Knicks í
bandaríska körfuboltanum.
17.00
WETTIR
► Húsið á sléttunni
Prairic) Myndaflokkur um Ingalls-
fjölskylduna. (16:24)
17.50 ►Aðeins ein jörð Endurtekinn þátt-
ur frá síðastliðnu fimmtudagskvöldi.
18.00 ► 60 mínútur Bandarískur frétta-
gkýringaþáttur.
18.50 ►Mörk vikunnar Samantekt um
leiki liðinnar viku í ítalska boltanum.
19.19 ►19:19 Fréttir og veður.
20.00 klCTTID ►Bernskubrek (The
« »L IIIR Wonder Years) Banda-
rískur myndaflokkur um unglings-
strákinn Kevin Arnold. (22:24)
20.30 ►Töfrar tónlistar (Concerto!) í þess-
ari nýju bresku þáttaröð opnar stór-
stirnið Dudley Moore áhorfendum
heima sígildrar tónlistar á skemmti-
legan og fróðlegan hátt. Auk hans
koma fram margir af virtustu tónlist-
armönnum veraldar ásamt Sinfóníu-
hljómsveit Lundúna og flutt eru verk
eftir Mozart, Beethoven, Rachman-
inov, Saint Saen Bartok og Copland.
Fylgst er með æfingum á verkinu,
Dudley Moore ræðir við tónlistarfólk-
ið og að lokum er verk þáttarins flutt
í heild sinni. (1:6)
21.30 ►Fortíð föður (Centrepoint) Spenn-
andi bresk framhaldsmynd í tveimur
hlutum um ungan mann, Roland
Wearing, sem leitar upplýsinga um
látinn föður sinn. Þegar brotin úr
fortíðinni raðast saman verður til
mynd sem vekur upp margar spurn-
ingar í huga unga mannsins. Lést
faðir hans í bílslysi árið 1979? Ef
ekki, hvað olli því að hann ákvað að
fara huldu höfði? Hvers konar hætta
er það sem enn vofir yfir honum tíu
árum síðar og hver er það sem vill
hann feigan? Roland gerir sér fljót-
lega grein fyrir að málið er flóknara
en virtist í fyrstu og fleiri eru flæktir
í það. Annar hluti er á dagskrá ann-
að kvöld. Aðalhlutverk: Jonathan
Firth, Bob Peck, Cheryl Campbell,
Murray Head, Derrick O’Connor,
John Shrapnel, Patrick Fierry og
Abigail Cruttenden. Handrit: Nigel
Williams. Leikstjóri: Piers Haggard.
1990.
23.10 ►Charlie Rose og Alan Alda Gest-
ur Charlie Rose í kvöld er leikarinn
og leikstjórinn Alan Alda.
0.00 Vllltf UVIin ►óvænt örlög
RllRMINU (Outrageous Fort-
une) Maður nokkur hverfur í dular-
fullri sprengingu. Eftir standa tvær
konur sem áttu í ástarsambandi við
hann. Hvorug vissi af hinni og fer
heldur betur að hitna í kolunum.
Þetta er bráðskemmtileg gaman-
mynd með úrvals leikurum. Aðalhlut-
verk: Bette Midler, Shelley Long,
Peter Coyote og George Carlin. Leik-
stjóri: Arthur Hiller. 1987. Lokasýn-
ing. Bönnuð börnum.
1.35 ►Dagskrárlok
Á hátíðinni verða frumflutt nokkur verk eftir Pétur Grétarsson trommuleikara.
Tónlistarmenn alls staðar
að spila á RúRek hátíðinni
Útvarpad
verður frá
RúRek 93 á
hverjukvöldi
RÁS 1 KL. 17.00 Það er við hæfi
á tónlistarári æskunnar að Stór-
sveit Tónlistarskóla Félags ís-
lenskra hljómlistarmanna hefji Rú-
Rek sveifluna í beinni útsendingu.
Stjórnandi er Edward Fredriksen
og söngkona íris Guðmundsdóttir.
Að setningarathöfn lokinni leikur
bandaríski gítarleikarinn Doug
Raney nokkur Iög ásamt Jazzkvart-
etti Reykjavíkur. Á meðan á RúRek
hátíðinni stendur mun verða útvarp-
að frá tónleikum á hverju kvöldi. í
fyrstu miðnætursveiflunni kemur
fram kvartett Gunnars Hrafnssonar
bassaleikara. En hann skipa m.a.
Andrea Gylfadóttir söngkona og
Stefán S. Stefánsson saxafónleik-
ari. Á mánudagskvöld spilar Doug
Raney, einn fremsti bíboppgítaristi
djassins, og Jazzkvartett Reykja-
víkur á Sóloni íslandusi og verður
hljóðritun frá þeim tónleikum flutt
í miðnætursveiflunni. Einn af há-
punktum RúRek 93 er tónleikar
kvintetts bandaríska trompettleik-
arans Freddie Hubbards að kvöldi
þriðjudagsins 25. maí. Bæði verður
útvarpað frá tónleikum hans og
hljóðritun flutt í miðnætursveiflu
klukkan 24.10. Sami háttur verður
hafður á flutningi frá tónleikum
tríós japanska píanistans Hiroshi
Minami á miðvikudagskvöldið. Út-
varpað verður beint á fimmtudags-
kvöldið frá tónleikum trommuleik-
arans Péturs Grétarssonar, en hann
hefur samið nokkra ópusa í tilefni
af RúRek 93. Útsendingin hefst
klukkan 20.00.
anska píanóleikarans kemur
fram á RúRek 93.
Freddie Hubbard - Einn af
hápunktum RúRek 93 er tónleik-
ar kvintetts bandaríska trompet-
leikarans Freddie Hubbards.
Hlekkir lögðust
á bændur sjálfa
Slðasti þáttur
Þjóðar í
hlekkjum
hugarfarsins
SJÓNVARPIÐ KL. 21.05 Það er
komið að síðasta þættinum í hinni
heimildamyndaröð Baldurs Her-
mannssonar Þjóð í hlekkjum hug-
arfarsins og nefnist hann Blóð-
skammarþjóðfélagið. Kirsten Has-
trup, prófessor í mannfræði við
Kaupmannahafnarháskóla, hefur
bent á athyglisvert samband milli
haftastefnu Islendinga og blóð-
skammaráráttu þeirra. Blóðskömm
felur í sér saurgun þess sem helg-
ast er og næst stendur einstaklingn-
um, en í víðri merkingu birtist hún
meðal annars í óheyrilegum land-
spjöllum. í þessum lokaþætti er frá
því greint hvernig bændaveldið
tærðist smám saman innan frá,
hlekkir lögðust á bændurna sjálfa,
forn verkkunnátta lagðist af, jarðir
spilitust, atvinnulífi hrakaði og upp
hófst ógnaröld í siðferðismálum.
Þulir eru þau Agnes Johansen og
Róbert Arnfinnsson, Rúnar Gunn-
arsson kvikmyndaði, handritshöf-
undurinn, Baldur Hermannsson
klippti þáttinn en fyrirtækið Hring-
sjá er framleiðandi myndaflokksins.
Sesam
opnist þú
STÖÐ 2 KL. 9.20 Sesam opn-
ist þú er bandarískur barna-
þáttur sem hefur verið sýndur
um víða veröld. Aðalsöguhetj-
urnar eru brúður sem lenda í
margskonar ævintýru. í hveij-
um þætti er kenndur nýr bók-
stafur og börnunum er einnig
kennt að telja. Það er þess
vegna tilvalið fyrir foreldra að
horfa á þættina með börnum
sínum og aðstoða þau við lær-
dóminn. Þátturinn er talsetur
á íslensku og á verður dagskrá
á á sunnudagsmorgnum.