Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 Borgarstjórn Meiríhluti tapar hlut- kesti um fulltrúa í borgarráð Sjálfstæðisflokkurinn tapaði hlutkesti í kosningu um fulltrúa í borgarráð til eins árs, sem fram fór á fundi borgarstjórnar í gær- kvöldi. Magnús L. Sveinsson var endurkjörinn forseti borgar- stjórnar og þau Páll Gíslason og Katrín Fjeldsted varaforsetar. Kosið var um fimm fulltrúa í borg- arráði og lögðu sjálfstæðismenn fram tillögu um fjóra fulltrúa en minni- hlutinn um tvo. Hlutkesti var því varpað um fjórða mann sjálfstæðis- manna og annan mann minnihluta- flokkanna, þau Júlíus Hafstein og Sigrúnu Magnúsdóttur og varð Sig- rún hlutskarpari. Þetta er í fyrsta sinn á kjörtímabilinu sem Sjálfstæð- isflokkurinn tapar hlutkesti í kosn- ingu um fulltrúa í borgarráð. í borgarráði eiga þá sæti af D- lista þau Katrín Fjeldsted, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Ámi Sigifússon og af H-lista þær Guðrún Ögmunds- dóttir og Sigrún Magnúsdóttir. Guð- nín tekur nú sæti í borgarráði en Ólína Þorvarðardóttir var fulltrúi minnihlutans á síðasta ári. Varamenn voru kosnir Júlíus Haf- stein, Anna K. Jónsdóttir og Guðrún Zoega af D-lista og Siguijón Péturs- son og Ólína Þorvarðardóttir af H- lista. ♦ » » Forseti Portúgals í opinbera heimsókn FORSETI Portúgals, Dr. Mario Soares, kemur í opinbera heim- sókn hingað til lands í dag. í för með forsetanum verður eiginkona hans, frú María Barroso Soares, og sjávarútvegsráðherra Portúg- als, ásamt fleirum. Ráðgert er að heimsókninni Ijúki á sunnudag. í dag er áformað að Portúgalsfor- seti hitti að máli fiú Vigdísi Finn- bogadóttur, forseta íslands, og síðar Davíð Oddsson, forsætisráðherra. Utanríkis- og sjávarútvegsráðherrar munu einnig sitja þann fund af ís- lands halfu. Þá mun forsetinn heim- sækja Ámastofnun, Ráðhús Reykja- víkur, og hitta að máli fulltrúa stjóm- arandstöðunnar. Laugardeginum verður að mestu varið til skoðunarferða, en haldið verður af landi brott á sunnudags- morgun, eftir heimsókn á Listasafn íslands. Sjá miðopnu: „Einarður..." í dag Gleðikokteill___________________ Spaugstofan heldur upp á tíu ára afmæli sitt með „gleðikokteil“ 4 Listahátíð i Hafnarfirði________ Listamennirnir sjálfir hafa frum- kvæðið að Listahátíð í Hafnarfirði sem hefst í dag 11 Betlarqr sýni kurteisi__________ Borgarstjórnin í Washington hefur samþykkt kurteislegt beti 25 Leiðari Þjóðarsátt um atvinnuuppbygg- ingu 26 Mildi að ekki varð stórslys við Sundahöfn skammt frá íbúðarhúsum á ísafirði Unglingar fundu 40 kíló af dínamíti ísafirði. UNGLINGAR sem voru að sniglast í gömlum trillum við Sundahöfnuna á ísafirði í gær fundu 40 kg af sprengiefninu dínamíti í gamalli trillu sem stendur á þurru landi á uppfyll- ingunni á Suðurtanga. Einn unglingnna fór með einn staut- inn upp á lögreglustöð. Dínamítið hefur að sögn lögreglunn- ar á Isafirði verið um nokkurn tíma í bátnum því nítróglýser- ín var farið að leka úr stautunum, en við það skapast mikil sprengihætta. Ekki er vitað um hver hefur komið dínamítinu fyrir í trillunni, en að sögn lögreglu var það ekki eigandi sprengiefnisins. Ekki hafði verið tilkynnt um stuld á þvj. Hugs- anlegt er talið að dínamítið hafi verið í bátnum í allt að eitt ár, en böm eru oft að leik á þessum stað. Gríðarlegur kraftur Nítróglýserín er afar viðkvæmt fyrir höggi og getur það eitt orsak- að sprengingu. Dínamítið var í tveimur kössum og eru um tuttugu kílógrömm í hvorum kassa. Mikil mildi er að ekki varð þama stór- slys því hefðu drengimir farið að leika sér með dínamítúburnar hefðu þær hæglega getað spmngið í höndum þeirra en gríðarlegur sprengikraftur er fólginn í slíku magni af dínamíti. Þar sem sprengiefnið fannst em um 200 metrar í næstu hús. Sprengjusérfræðingar Land- helgisgæslunnar komu til ísafjarð- ar í gærkvöldi. Eftir að þeir höfðu skoðað dínamítið var það flutt út á Arnarnes þar sem það var sprengt. Úlfar Könnun Sambands íslenskra sveitarfélaga á staðgreiðslu fyrstu þijá mánuði ársins Heildarlaun hafa lækk- að um 931 milljón króna HEILDARLAUN hafa dregist saman um rúmlega 931 milljón króna fyrstu þrjá mánuði ársins 1993 miðað við sama tíma- bil árið 1992, samkvæmt samantekt Sambands íslenskra sveit- arfélaga. Fram kemur að staðgreiðsluhlutfall sveitarfélaga hefur dregist saman um 130 milljónir á sama tímabili en hluti þeirrar lækkunar er vegna lækkunar á útsvari úr 7,05% í 7,04% að meðaltali eða um 5 miHjónir króna. Yfírlit yfir heildarlaun í hveiju sveitarfélagi sýnir að munur er milli landshluta. í Reykjaneskjördæmi eru 15 sveitarfélög og hafa heildartekjur lækkað í 13 sveitarfélögum en hækkað í tveimur. Heildarlaun lækka mest um 17,49% í Kjósar- hreppi og 10,45% í Kjalamess- hreppi. Samtals er lækkunin 2,59% í Reykjaneskjördæmi. í Reykjavík lækka heildarlaun um 2,04% milli áranna. Hækkun í Lundarreykjadal Af 36 sveitarfélögum á Vestur- landi lækka heildarlaun í 28 sveitar- félögum en hækka í átta. í Skógar- strandarhreppi lækka heildarlaun um 22,72%. Laun hækkuðu í Lund- arreykjadalshreppi um 26,58%. Samtals lækka heildarlaun um 2,22% í kjördæminu. Af 24 sveitarfélögum á Vestfjörð- um lækka heildarlaun í 20 sveitarfé- lögum en hækka í fjórum. Þar lækka heildarlaun samtals um 7,60% í kjör- dæminu, mest í Barðastrandarhreppi eða um 38,55%. í Snæfjallahreppi hækkuðu laun um 44,32%. Á Norðurlandi vestra eru 30 sveit- arfélög og lækka heildartekjur í 18 þeirra. Mest í Skagahreppi í A- Húnavatnssýslu þar sem heildarlaun lækka um 32,35%. Heildarlaun hækka í 12 sveitarfélögum og hækka heildarlaun samtals um 2,56% í kjördæminu milli ára. Á Norðurlandi eystra eru 30 sveit- arfélög og lækka heildarlaun í 19 sveitarfélögum. f Reykjahreppi hækkuðu laun um 30,9%. Heildar- tekjur hækkuðu í 11 sveitarfélag- anna og er hækkun á heildarlaunum í kjördæminu um 0,23%. Á Austurlandi eru 30 sveitarfélög og lækka heildarlaun í 22 en hækka í átta. í Fljótsdalshreppi lækka heild- arlaun um 29,54%. Samtals lækka heildarlaun um 5,08%. Á Suðurlandi hækka heildarlaun um 1,20%. Þar lækka laun í 17 sveit- arfélögum. í 14 sveitarfélögum hækka heildarlaunin, mest í Þing- vallahreppi um 35,03%. BBAOU61 S, ~*r ciyp Geislavirk gullkoni notuö í sumum tilfellum í meófctó við lunjpukr*hÉ»jrve« L UV-M Rps? IfalAtlm «4 fetlirm Fasteignir Daglegt líf ► Aukin eftirspurn eftir húsnæði ^ Renault Nevada reynsluekið - við Laugaveg - Er bygginga- Nessie eignast norskan keppinaut markaðunnn mettaður? - Sumir . inn í regnskóga Perú - í doktors- vefja grænt - Beint úr stofunm á námi á áttræðisaldri - tískumerki golfvöllinn að detta úr tísku Heildarlaun í ^ kjördæmunum Yfirlit yfir greidd laun í kjördæmum landsins fyrstu þrjá mánuðina 1992 og 1993, byggt á skrám -2,04°/« ríkisskattstjóra Upphæðir I milljónum kr. -2.,o Laun Laun jan.-mars jan.-mars 1992 1993 Mis- munur Hlutfalls- breyting Reykjavík 18.710 18.329 -381 -2,04% Reykjanes 12.335 12.015 -320 -2,59% Vesturland 2.495 2.439 -55 -2,22% Vestfiröir 1.909 1.764 -145 -7,60% Norðurl. vestra 1.519 1.559 39 2,56% Noröurl. eystra 4.413 4.423 10 0,23% Austurland 2.341 2.222 -119 -5,08% Suðurland 3.284 3.324 39 1,20% Samtals: 47.006 46.075 -931 -1,98% Forsætisráðherra ræðirvið stjórnarandstöðu Jákvæðir fundir „MÉR fannst þetta vera jákvæðir fundir,“ sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra um fundi sína með forystumönnum stjórnar- andstöðuflokkanna í gær. Hann sagðist hafa kallað þá á sinn fund til að kynna þeim „þau viðhorf sem lægju til grundvallar þess að við vildum hafa viðtækt sam- ráð um þá vinnu sem þarf að fara fram í tengslum við ákvörð- un um hámarksafla á næsta ári.“ Davíð sagði að talsmenn stjórn- arandstöðuflokkanna hefðu farið yfir sín sjónarmið í málinu og tók fram að ekki hefði verið óskað eft- ir svörum þeirra nú heldur ákveðið að vera í sambandi aftur strax eft- ir helgi. „Menn höfðu misjafnar áherslur. Ég giska ekki á hver niðurstaðan verður en mér finnst öll rök benda til þess að menn hafni ekki boði um að fá að taka þátt í grundvallar- vinnu af þessu tagi,“ sagði forsætis- ráðherra. Hann bjóst við að tillaga sín um skipan tíu manna starfshóps til að gera tillögur um lausn á vanda sjávarútvegsins í kjölfar ákvörðun- ar um hámarksafla yrði afgreidd í ríkisstjóm á þriðjudag. -----» ♦ »----- Hjón flutt á slysadeild ELDRI hjón voru flutt á slysa- deild eftir harðan árekstur í Hafnarfirði í gærkvöld. Slysið varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Hafnarfjarð- arvegar. Bílunum var ekið í gagn- stæðar áttir, en öðrum þeirra var beygt til vinstri í veg fyrir hinn. í öðmm bílnum voru eldri hjón, kon- an festist inni í bílnum eftir árekst- urinn og þurfti að ná henni út með aðstoð tækjabfls. Hún slasaðist töluvert, að sögn lögreglu í Hafnar- fírði. Báðir bílamir em mikið skemmd- ir og vom þeir fjarlægðir af slys- stað með kranabíl. I I I i I I i I i I I 1 I I | 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.