Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 Fórnarlamba íkveikjuárásarinnar í Solingen minnst í gær Reuter Harmagrátur TVÆR tyrkneskar konur syrgja fórnarlömb íkveikjuárásarinnar í Solingen sl. laugardag. Kistumar vom sveipaðar tyrkneska fánanum og blómum skrýddar. Ættingjar hinna látna grétu sáran og hrópuðu upp yfir sig. Forsetinn segir árásina skipu- lagt átak hægríöfgamamia Solingen, Köln. Reuter. FÓRNARLAMBA ikveikjuárásarinnar í Solingen var minnst í gær í Þýskalandi. Fyrst var haldin stutt minningarathöfn í Solingen en opinber athöfn var síðan haldin í Köln áður en kistur hinna látnu voru fluttar til Tyrklands til greftrunar. Forseti Þýskalands, Rich- ard von Weizsácker, var viðstaddur jarðarförina og kvað íkveikjuna hluta af herferð hægriöfgamanna. Hann lagði áherslu á að Tyrkir í Þýskalandi nytu aukinna lýðréttinda, m.a. kosningaréttar. Fjarvera Kohls vakti reiði almennings. Óeirðir bmtust út í Köln að athöfn lokinni. Tvær minningarathafnir voru í Solingen fyrir hádegi í gær. Sú fyrri fyrir framan húsið þar sem ódæðið var framið sl. laugardag. Kistumar fimm, tveggja kvenna og þriggja stúlkna, voru sveipaðar tyrkneska fánanum og múslimskur klerkur fór með bænir. Fjöldi syrgj- andi ættingja og vina var viðstadd- ur ásamt fulltrúum borgaryfírvalda. Að því búnu voru kistumar fluttar til Kölnar þar sem seinni athöfnin fór fram. Skipulagt ofbeldi hægriöfgamanna Richard von Weizsácker, forseti Þýskalands, hóf athöfnina. Sagði forsetinn að ódæðið sl. laugardag væri hluti skipulagðrar pólitískrar herferðar hægriöfgamanna. Hann kvað ofbeldið í ætt við aðferðir stjómleysingja og sagði að þótt það beindist gegn saklausum borgurum væri markmiðið að koma höggi á stjórnvöld. Weiszácker sagði jafn- framt að Tyrkir í Þýskalandi, sem eru 1,8 milljónir, ættu að njóta aukinna lýðréttinda og að þeim bæri að hafa kosningarétt. „Olíkt öðmm þegnum þýska ríkisins verða Tyrkir að lúta landslögum án þess að hafa pólitísk áhrif,“ sagði forset- inn. íkveikjan verk afvegaleiddra brjálæðinga Helmut Kohl kanslari sótti ekki jarðarförina þrátt fyrir þrýsting frá flokksbræðrum sínum og vakti það reiði meðal almennings. Utanríkis- ráðherrann, Klaus Kinkel, sem kom fram fyrir hönd stjómvalda, sagði morðin verknað afvegaleiddra btjál- æðinga. Hann bað tyrkneska minni- hlutann að missa ekki traust á stjómvöldum. „Missið ekki sjónar af skynseminni þrátt fyrir reiðina og sársaukann," sagði hann. íkveikjuárásin var tekin fyrir á rík- isstjómarfundi í Bonn og afráðið að hefja samráð við ráðamenn á neðri stjómsýslustigum um hvemig koma megi í veg fyrir kynþáttaof- beldi í framtíðinni. Tyrkneskir ráðamenn vom við- staddir jarðarförina og gerðu nokk- ur hundrað Tyrkir hróp að þeim meðan á athöfninni stóð. Að henni lokinni bratust út óeirðir. Rúður vora brotnar, bílar eyðilagðir og létu óðeirðaseggimir greipar sópa um tvær nærliggjandi verslanir. Kohl vora ekki vandaðar kveðjum- ar. Ungur Tyrki sagði Kohl vera svín og að fjarvera hans og að- gerðaleysi hvetti nýnasista til dáða. 40.000 heimilislaus- ir eftir flóð á Kúbu GÍFURLEG úrkoma frá því á sunnudag hefur leitt nýjar hörm- ungar yfír Kúbumenn. í gær voru átta dauðsföll frá því um helgina rakin til hennar. Sex manns er saknað og rúmlega 40.000 hafa misst heimili sín í flóðum á svæði frá Cienfuegos til Guantanamo. Höfuðborgin Havana slapp hins vegar við óveðrið. Kínverjar leysi blaðamenn úr haldi SAMTÖKIN Blaðamenn án landamæra hvöttu kínversk stjórnvöld til þess í gær að láta lausa blaðamenn sem fangelsaðir voru fyrir að taka afstöðu með lýðræðissinnum, en vitað er um a.m.k. 27 slíka í haldi í Kína. í dag era fjögur ár frá því kín- verski alþýðuherinn braut með mikilli hörku á bak aftur mót- mæli umbótasinna á Torgi hins himneska friðar 1989. Tap hjá KLM HOLLENSKA flugfélagið KLM tapaði sem nemur 562 milljónum gyllina, jafnvirði 19,7 milljarða króna, á 12 mánaða tímabili til 31. mars sl. og er ástæðan sögð harðnandi verðstríð í millilanda- flugi. Árið áður var 125 milljóna gyllina hagnaður á rekstri KLM. Vegna taprekstursins verður hluthöfum ekki greiddur neinn arður þetta árið. Tóku sjö kíló af heróíní á Ar- landa-flugvelli SÆNSKA lögreglan lagði hald á sjö kíló af heróíni á Arlanda-flug- velli við Stokkhólm í gær eftir að hafa fengið ábendingu frá flugvallaryfírvöldum í Moskvu þar sem þotan hafði viðkomu á leið frá Indónesíu. Þrír menn frá Singapore hafa verið handteknir í tengslum við heróínsmyglið. Söluverðmæti farmsins er um 65 milljónir íslenskra króna. Kínveijar á móti skilyrðum KÍNVERJAR lögðu í gær að Bill Clinton Bandaríkjaforseta að endurskoða afstöðu sína og tengja ekki kjör sem Kínveijum bjóðast í viðskiptum við Banda- ríkin ástandi mannréttindamála í Kína. Talsmaður utanríkisráðu- neytisins I Peking gaf í skyn að Kínveijar myndu svara fyrir sig skipti Clinton ekki um skoðun. Brúðarvendir Skreytingar Þjónusta og ráðgjöf , fyrlrþig -BIÓMÍÁMVIIB HAFNARSTRÆTI 4, SÍMAR 12717 og 23317 Fundur stj órnlagaþingsins í Rússlandi Khasbúlatov verður á meðal þátttakenda Moskvu. Reuter. RÚSLAN Khasbúlatov, forseti rússneska þingsins, sagði í gær að þingið hefði falið honum að mæta sem fulltrúi þess á fund nýs stjórnlagaþings sem hefst á laugardag. Borís Jeltsín, forseti Rússlands, stofnaði stjómlagaþingið og fól því að semja nýja stjórnarskrá byggða á drögum sem hann lagði fram eft- ir sigur hans í þjóðaratkvæða- greiðslunni í apríl. Khasbúlatov hafði gagnrýnt drögin og látið í ljós efasemdir um lög- mæti stjórnlaga- þingsins. Ekki var vitað í gær hvort Jeltsín myndi samþykkja þátttöku Khasbúl- atovs í fundinum. Aðstoðarmenn forsetans hafa sagt að hann sé hlynntur því að fulltrúar hinna ýmsu fylkinga á þinginu mæti á fundinn. Jeltsín sagði í gær að hann vænti ekki „auðveldra sigra" á fundinum, sem á að ljúka 16. júní. Hann sagði að sér hefðu borist 1.500 tillögur um breytingar á drögunum. Þau væru ekki „fullkomin" og svo kynni jafnvel að fara að kafla um mann- réttindi úr tillögum Æðsta ráðsins yrði bætt við stjórnarskrárdrögin. Á fundinum verða fulltrúar 88 svæða og lýðvelda, stjórnmála- flokka, verkalýðssamtaka og fjár- málamanna, auk stjórnarinnar og þingsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.