Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 4l JÚNÍ 1993 15 Evrópuár aldraðra 1993 Lífsgleði og atorka aldraðra - eru breytingar í vændum? eftir Þóri S. Guðbergsson Ör þróun Ör þróun og uppbygging hefur átt sér stað á undanfömum áratug- um í málefnum aldraðra. Allt hefur sinn tíma, einnig stefnumörkun stjórnarvalda og skipulagsbreytingar. Á hveijum tíma erum við „börn okkar tíma“, skipuleggjum og framkvæmum samkvæmt reynslu og þekkingu. Fyrir rúmum tveim áratugum vom á annað hundrað fullorðnir og aldraðir sjálfboðaliðar í félags- og tómstundastarfi hjá Reykjavíkur- borg. Óhætt er að fullyrða að starf sjálfboðaliða hafi verið einn af horn- steinum í félagsstarfinu. Með lífs- gleði og atorku lögðu þeir lið sem seint mun gleymast og aldrei verður fullmetið og þakkað. Svipuð saga hefur og er enn að gerast í mörgum sveitarfélögum um allt land. Um aldamótin 1900 er talið að íbúar, 65 ára og eldri í öllum heim- inum, hafi verið talsvert innan við 17 milljónir, undir 1% af íbúafjöld- anum. Árið 1992 voru 342 milljónir í þessum aldurshópi eða um 6,2% af íbúafjöldanum. Og árið 2050 er áætlað að íbúar jarðarinnar, 65 ára og eldri, verði um 2,5 milljarðar eða um 1/5 hluti íbúaíjöldans. í kringum árið 2025, eftir rúma 3 áratugi, er gert ráð fyrir því að í nær öllum löndum Evrópu verði þessi aldurshópur yfir 13% af íbúa- fjöldanum og í mörgum löndum mun meiri, þar á meðal Islandi. Við þurfum áfram að vinna með uppbrettar ermar og skoða vand- lega hvernig best er að búa í hag- inn, hvaða gildi við teljum mikil- vægt í lífínu, í félags- og heilbrigðis- málum, í mennta- og menningar- málum og efnahagsmálum þjóðar- innar. Lífsgleði aldraðra Á undanförnum árum hef ég heyrt marga aldraða spyija með miklum þunga: „Getur verið að á sumum sviðum sé verið að hlaða undir rassinn á okkur? Getur verið að stefnan sé of mikið í þá áttina að við fáum ekkert að gera sjálf, séum sett til hliðar, séum mötuð og það endi með því að við verðum eins og „óþekk böm“ og komandi kynslóðir verði sífellt kröfuharðari? Flestir aldraðir búa heima hjá sér, fy'öldi við þolanlega heilsu, margir við hestaheilsu. Flestir aldraðir vilja vinna, vilja leggja hönd á plóg eftir getu og Þórir S. Guðbergsson „Lífsgleði og atorka margra aldraðra er með ólíkindum. Þeir búa yfir reynslu, þekk- ingu og varfærni sem við þurfum á að halda. Þeir eiga að vera virkir bæði meðal ungra og gamalla. Þeir eiga ekki að einangra sig og draga sig í hlé. Auðvit- að eru þeir misjafnir eins og allir aldurshóp- ar með ólíkar þarfir og óskir, mismunandi áhugamál, getu og hæfni, en samfélagið þarfnast þeirra.“ hæfni. í bókinni Lífsgleði sem kom út á síðasta ári kom þetta greini- lega fram hjá öllum höfundum sem eru aldraðir og einn þeirra segir m.a.: „í frumkvæðinu felst ákveðin lífsfylling og sjálfstæði sem eykur okkur kjark og eflir okkur til dáða. við þurfum að fá að gera sem mest upp á eigin spýtur.“ Eru breytingar í sjónmáli? í Danmörku er til félag sem stofnað var fyrir 5 árum og nefnist Ældre Sagen. Öllum 18 ára og eldri er opin þátttaka þó að flestir séu eftirlaunaþegar. Hátt á þriðja hundrað þúsund félagar eru nú í félaginu sem hefur aðalstöðvar í Kaupmannahöfn en útibú um alla Danmörku. Félagið gefur út fréttabréf og heldur uppi þróttmiklu starfi. I Kaupmannahöfn er rekin sauma- stofa, dagskóli með fjölbreyttum námskeiðum, þar er fjöldi klúbba aldraðra sem hefur þar aðsetur, þar er verslun með handavinnu og lista- verslun aldraðra o.s.frv. Eftirlauna- þegar sjá um þetta allt í sjálfboða- vinnu en hafa ráðið til sín sérfræð- inga í ýmis verkefni og hljóta styrk frá sveitarfélaginu. Félagið sendir einnig fulltrúa sína og „fréttamenn“ á bæjarstjóm- arfundi og á danska þingið í hvert sinn er málefni aldraðra eru rædd og eru fréttatilkynningar sendar til íjölmiðla og greinar skrifaðar í blöð ogtimarit. í mörgum nágrannalanda okkar eins og á Norðurlöndum hafa verið sett á laggirnar hverfafélög aldr- aðra. í einu sveitarfélagi sem ég heim- sótti fyrir fáeinum árum vom starf- andi 15 hverfafélög í 100.000 manna borg. í einu hverfanna höfðu aldraðir gert upp gamalt hús sem borgin afhenti þeim. Þar höfðu þeir inn- réttað í sjálfboðavinnu hlýlegar inn- réttingar og gert húsið að hverfa- miðstöð. Á öðrum stað hafði öldruðum áskotnast um 150 fm óinnréttað iðnaðarhúsnæði sem þeir breyttu í íþrótta- og heilsuræktarsali. Fyrir rúmu ári var samþykkt á norska þinginu að í öllum sveitarfé- lögum landsins skyldu starfa öldr- unarráð, þar sem aldraðir eru í meirihluta og er ráðinu ætlað að fylgjast með og vera til ráðgjafar um öll mál sveitarfélagsins sem varðar aldraða. Lífsgleði og atorka margra aldr- aðra er með ólíkindum. Þeir búa yfir reynslu, þekkingu og varfærni sem við þurfum á að halda. Þeir eiga að vera virkir bæði meðal ungra og gamalla. Þeir eiga ekki að einangra sig og draga sig í hlé. Auðvitað eru þeir misjafnir eins og allir aldurshópar með ólíkar þarfir og óskir, mismunandi áhugamál, getu og hæfni, en samfélagið þarfn- ast þeirra. Einn af höfundum í áðu.nefndri bók segir: „Það er því einiæg von mín, að ég fái að njóta þeirrar lífs- gleði sem felst í því að halda góðri heilsu, vera í samvistum við sína nánustu og vera virkur þátttakandi í lífinu allt til enda. “ Eru kannski miklar bretingar í sjónmáli? Höfundur er félagsr&ðgjafi og fræðslufulltrúi öldrunarþjónustudeildar Reykja víkurborgar. Opel Kadett, árg. '86 Ekinn 90 þús. km., rauöur, beinsk. Tilboösverö 250.000 kr. Ókeypis ábyrgöartrygging í 1 ár Lada Sport, árg. '88 Ekinn 50 þús. km., grænn, beinsk. Tilboösverö 280.000 kr. Ókeypis ábyrgöartrygging f 1 ár Lada Sport, árg. '88 Ekinn 65 þús. km., rauöur, beinsk. Tiiboösverö 280.000 kr. Ókeypis ábyrgöartrygging í 1 ár Toyota Camry, árg. '87 Ekinn 94 þús.,km., grár, sjálfsk. Tilboösverö 860.000 kr. Ókeypis ábyrgöartrygging f 1 ár MMC Colt GLX, árg. '86 Ekinn 117 þús. km., hvítur, beinsk. Tilboösverö 350.000 kr. Ókeypis ábyrgöartrygging í 1 ár Citroén AX 14, árg. '87 Ekinn 70 þús. km., svartur, beinsk. Tilboösverö 330.000 kr. Eigum örfáa notaöa bfla f eigu Globus hjá Bílahöllinni á einstöku tilboösveröi og með Ókeypis ábyrgöartrygging f 1 ár ókeypis ábyrgöartryggingu í kaupbæti. Fáöu þér góöan bíl á góöu veröi og þú sparar þér iögjald í heilt ár aö auki. Dodge Ram Wagon, árg. '87 Ekinn 89 þús. km.,12 manna, sjálfsk. Tilboösverö 85.000 kr. Ókeypis ábyrgöartrygging í 1 ár Dodge Shadow, árg. '89 Ekinn 40 þús. km., rauður, sjálfsk. Tilboösverö 820.000 kr. Ókeypis ábyrgöartrygging í 1 ár Chevrolet Celebrity, árg. '86 Ekinn 160 þús. km., blár, sjálfsk. Tilboösverð 450.000 kr. Ókeypis ábyrgöartrygging f 1 ár SÍMI 674949 MB ER OPK> HJÁ OKKUR: mónud. til föstud. kl. 9.00 - 18.30 og laugardaga kl. 10.30 - 17.00 GOTT FÓLK / SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.