Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 „ /UoircC ireysto^ huncLL sem, bros'ir SisorvOu." Með morgunkaffiriu Heiðarlegar rökræður eru ein- mitt það sem gerir kvöldstund- ina ógleymanlega, finnst þér það ekki? Mikið hlýtur að vera erfitt að uppgötva að maður er geldingur. HOGNI HKEKKVISI ETS ELSKA TRUMBUSlÁTT BRÉF HL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Hverju reiddist þjóðin? Frá Siguijóni Valdimarssyni: HVER er snillingurinn sem fann upp orðið einkavinavæðing? Er ekki hægt að taka 12 milljónirnar af Baldri Hermannssyni, þær sem hann fékk fyrir að ergja þjóðina svo að henni liggur við andköfum. Svo mætti verðlauna orðsnillinginn með þeim í staðinn. Einkavinavæðing Hrafns Gunn- laugssonar á Baldri Hermannssyni varð mér tilefni slíkrar reiði að ég get ekki lengur tekið óþverranum eins og óhjákvæmilegum djöfli að draga fyrir þá sem búa við „lýð- ræði!“. Mér virðist almannarómur vera mér sammála. Ég efast ekki um að Hrafn hafí í raun verið sá sem réð því að Baldur fékk tæpra níu milljóna króna styrk úr Menningarsjóði út- varpsstöðva til að framleiða ómerkilegheitin „Þjóð í hlekkjum hugarfarsins". Ég efast heldur ekki um að það var sami Hrafn sem kom því til leiðar að sjónvarpið keypti þessi sömu ómerkilegheit til að sýna þjóðinni. Ég reyndi af alefli að horfa á þessa þætti, en mig brast úthald í öll fjögur skiptin eft- ir 15-30 mínútna setu við sjón- varpið. Ástæðan var einkum sú að fyrir utan að vera herfílega illa unnir voru þættirnir svo leiðinlegir að engu tali tekur. Eftir tvo þátt- anna var mér ekki annað í huga en að þáttagerðarmaðurinn væri einfaldlega of illa gefínn til að vinna svona verk svo frambærilegt væri. Hann hafði enga sögu að segja aðra en þá helsta að hann væri sjálfur búinn að uppgötva að fyrr á öldum hefði verið eitthvað til af illa innrættu fólki á íslandi, sem hann virtist halda að væri einsdæmi í veröldinni, og hann hafði ekkert auga fyrir myndmáli. Reyndar hafði þetta álit á vitsmunum mannsins síast inn í mig fyrir mörg- um árum þegar ég las í grein eftir hann að verðmæti þjóðarinnar sköpuðust ekki í slorstússi úti á sjó og í sjávarþorpum, heldur í fjár- málastofnunum höfuðborgarinnar Yíkveiji að er stundum ekki annað hægt en að dást að hug- myndafluginu sem kerfíð okkar sýnir í viðleitni sinni að vernda okkur neytendur fyrir innflutningi erlendra landbúnaðarafurða. Vík- veiji upplifði broslegt dæmi um þetta þegar hann lagði leið sína í hina ágætu búð Osta- og smjörsöl- unnar við Bitruháls á dögunum. Eins og flestir vita hefur löngum mátt fá þann fræga ítalska parm- esan-ost, rifínn í plastumbúðum, í helstu matvörubúðum. Þama í osta- búðinni rak Víkveiji hins vegar augun í að boðið var upp á nýrifínn parmesan og hugði gott til glóðar- innar. Hann spurðist því fyrir um hvort ekki væri unnt að fá parm- esan-ostinn frekar í heilu, svo að Víkveiji gæti sjálfur rifíð hann eft- ir þörfum heima hjá sér. Nei, var svarið, okkur er einungis heimilt að selja ost sem við rífum hér sjálf. xxx Ef við höldum okkur áfram við neytendamál; hversu seinn íslenskur iðnaður er iðulega að bregðast við erlendri vöruþróun sem einn góðan veðurdag birtist hér á markaðinum í formi hættulegrar samkeppni. Dæmi um þetta eru til þar sem menn selja hver öðrum pappír. Svo las ég í DV að maðurinn væri ljóngáfaður og skemmtilega stríðinn, en síðamefndi eiginleikinn ætti reyndar til að snúast uppí galla þegar stríðnin færi út í öfg- ar. Þriðja þáttinn horfði ég á með breyttu hugarfari — eftir upplýs- ingamar í DV. Ég reyndi að telja mér trú um að maðurinn væri að opna augu okkar fyrir því hvað gæti hlotist af efnahagsstefnu rík- isstjómarinnar okkar, sem rær öll- um árum að eflingu kolkrabba og sægreifa og vondu spilltu bænda- höfðingjamir væm samlíking sem við ættum að læra af. Ég reyndi líka að trúa því að þegar hann róm- ar borgarlífið úti í Evrópu á fyrri öldum, sem ég taldi mig vita að hefði búið yfír mun meira manns- orpi en sveitirnar, íslenskar og út- lendar, væri hann á háðskan hátt að vara okkur við að ánetjast út- lendum borgum, t.d. Brussel. En þetta gekk ekki, ég trúði þessu aldrei. Ég gat ekki séð annað en að hann væri að velta sér upp úr óþverra, þjóðinni til háðungar, þjóðinni sem hafði greitt honum mikið fyrir lítið. Og svo var ljóngáfumanninum gert svo hátt undir höfði að efna til umræðu í sjónvarpssal um fram- leiðsluna. (Hver skyldi hafa ákveð- ið það?) Þar ræddu saman sex manneskjur og sýnd voru brot úr viðtölum við útvarpsstjóra og tvo aðra menn. Sumir reyndu ekki að leyna andúð sinni á verknaðinum og hinum sem reyndu tókst illa. Þau tvö sem reyndu, stöðu sinnar vegna, að réttlæta fjárausturinn, sögðu að þættimir hefðu vakið umtal og reiði og það hlyti að vera vegna þess að þeir hefðu vakið til umhugsunar um það illa í mannlífi fyrri alda, og það væri gott. Þvílík sýndarmennska. Hvað gerir fyrri tíma íslensk fúlmenni svo sérstök, umfram fúlmenni allra tíma og allra landa að það hafi eitthvert menningargildi að tíunda óþverra- skrífar dæmis dönsku hvítlauksbrauðin sem víða fást, og dönsku pítubrauð- in sem hafa það fram yfir þau inn- lendu að ekki þarf að hita í ofni heldur einungis stinga í ristina til að hita þau. Nokkur bakarí og lík- lega Grensásbakarí fyrst hafa reyndar fyrir allnokkru brugðist myndarlega við þessar innrás dönsku hvítlauksbrauðanna með ágætri framleiðslu en dönsku pítu- brauðin fyrir brauðristamar vaða enn uppi á markaðinum. Það sem vekur hins vegar spumingar er- hvers vegna innlendir bakarar, sem eru þó margir hveijir mjög fram- sæknir á allan alþjóðlegan mæli- kvarða, láti iðulega verksmiðju- framleidda neytendavöru af þessu tagi bijótast hér inn á markaðinn og ná markaðshlutdeild sem ástæðulaust væri að láta henni eft- ir. Bakarar hafa með sér samtök og eitt af hlutverkum þeirra ætti að vera að gera út sérfræðinga á nálæga markaði til að fylgast með því sem þar er að gerast í vömþró- un, og vera tilbúnir með nýja vöm áður en heildsölum hugkvæmist að fara að flytja hana inn. Þetta á auðvitað við um fleiri greinar í sam- keppnisiðnaði. verk þeirra í margra klukkutíma upptalningu í sjónvarpi, „skreyttri" með eindæma illa unnu myndefni? Trúði því einhver að morðingjar, nauðgarar og barnaníðingar væm séríslenst fyrirbæri og óþekkt í öðram löndum? Eða hélt kannski einhver að slík óþverramenni hefðu ekki fundist á íslandi fyrr en á okkar tímum? Þar að.auki misskilja þau reiði þjóðarinnar. Hún er ekki sprottin af að hreyft hafí verið við vondum sannleika. Hún er til komin vegna þess að einkavinavæðingunni er slengt á svona ósvífinn og radda- legan hátt framan í okkur í full- kominni fyrirlitningu á okkur og getuleysi okkar til að losa okkur við þessa menn, sem dæla milljón- um af fé okkar í vini sína sem era alls óhæfír til þess verks sem er verið að borga þeim fyrir. Önnur réttlæting í munni þessa fólks, fyr- ir fjáraustrinum, var að nú væri áhugi almennings á íslenskri sögu vakinn og þá gætu aðrir þáttagerð- armenn komið og fengið styrk til að gera sögunni skil í sjónvarpi. Það er gleðiefni fyrir menn sem hafa sýnt og sannað getu sína til að gera vandaða sjónvarpsþætti um íslenska sögu, en hafa ekki einu sinni verið virtir svars við umsókn- um um styrk úr Menningarsjóði útvarpsstöðva til að halda áfram á þeirri braut. í lokin verð ég að nefna rök sagnfræðingsins sem varði þátta- gerðina gegn vilja sínum, og vænt- anlega gegn betri vitund einnig, af því að viðmælendur hans neyddu það hlutverk upp á hann, að hans eigin sögn. Hann upplýsti um sagn- fræðilegt gildi þáttanna sem var einkum fólgið í því að draga fram í dagsljósið að það var bannað að beita ormum fyrir físk á íslandsm- iðum fyrr á tíð. Þá er það komið til skila fyrir 12 milljónir. Hvað skyldi einkavinavæðingin leiða yfir okkur næst? SIGURJÓN VALDIMARSSON Laugavegi 3, Reykjavík Tækniskólinn kynnti á dögunum lokaverkefni nemenda í iðnað- artæknifræði sem fólust í því að þróa hugmyndir að nýrri fram- leiðslu sem síðan væri hægt að setja á markað. Árangur nemepdanna hefur vakið verðskuldaða athygli og ljóst að sumar hugmyndirnar gætu náð fótfestu á markaðnum. Fimm aðilar utan skólans hafa ósk- að eftir áframhaldandi samstarfí við nemenduma að námi ioknu og tvö fyrirtæki hafa þegar verið stofn- uð um verkefnin. Sérstaka athygli vekur hönnun á neyðarskýli fyrir Slysavamafélagið úr trefjaplasti en samningar hafa þegar tekist um framleiðslu á þeim. Raunar hafa nemendurnir í huga að kynna skýl- in fyrir fyrir öðrum aðilum t.d. í ferðaþjónustu. Þá hafa sprottið upp úr verkefnunum öryggishellur fyrir bamaleikvelli, kennsluforrit í skyndihjálp, gæðahandbók og að- ferð við endurvinnslu á pappír. Fleiri skólar hafa beint nemendum sínum inn á svipaðar brautir eins og t.d. Verzlunarskóli íslands. Þetta framtak skólanna er sérstaklega lofsvert og glæðir bjartsýni i því svartnætti sem nú ríkir í efnahags- lífi landsmanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.