Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 23 Héraðsdómur í máli um eignfærslu aflakvóta hjá útgerðarfyrirtæki Langtímakvóti er talinn eign í skilningi skattalaga Þýðir skattahækkun útgerða sem keypt hafa langtímakvóta HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur felldi í gær úr gildi þann úrskurð ríkisskatta- nefndar að útgerðarfyrirtækinu Hrönn hf. á ísafirði sé heimilt að gjaldfæra kaup á aflahlutdeild í bókhaldi sínu. Samkvæmt dóminum er fallist á þá var- akröfu fjármálaráðherra fyrir hönd rík- issjóðs að fyrirtækinu beri að færa var- anlegan kvóta sem eign og afskrifa um 20% á ári, þar sem með kaupum á afla- hlutdeild hafi fyrirtækið öðlast réttindi sem falli undir eignarhugtak 73. greinar skattalaga. Að sögn Ásgeirs Guðbjarts- sonar, aðaleiganda Hrannar hf, mun fyrirtækið skjóta málinu til Hæstaréttar þar sem niðurstaða af þessu tagi hefur i för með sér aukna skattabyrði á fyrir- tækið miðað við það sem væri ef gjald- færsla væri heimil, eins og var sam- kvæmt úrskurði ríkisskattanefndar. Hefði aðalkrafa fjármálaráðherra um eign- færslu og afskrift 8% eignarhluta á ári verið tek- in til greina hefði sú niðurstaða þýtt allt að 15 milljóna króna hækkun skatta fyrirtækisins fyrir árið 1989, að því er fram kemur í dóminum, og allt að 50 milljóna hækkun frá þeim tíma til dags- ins í dag, að sögn Ásgeirs Guðbjartssonar. „Þeir verða þá að fara að skila okkur miklu af kvóta, sem við eigum væntanlega samkvæmt þessu,“ sagði Ásgeir. Ásgeir hafði ekki frétt af niðurstöð- unni þegar Morgunblaðið færði honum fréttimar í gær og gat því ekki tjáð sig um dóminn í smáatr- iðum en kvaðst telja ljóst að niðurstöðunni yrði skotið til Hæstaréttar. Mál þetta snerist um það að á árinu 1989 keypti Hrönn hf., sem, m.a. gerir út togarann Guðbjörgu ÍS, aflakvóta til fiskveiða fyrir 83 milljónir króna, annars vegar langtímakvóta og hins vegar skamm- tímakvóta. í ársreikningi fyrirtækisins kom fram að kvótakaupin höfðu verið færð til gjalda á rekstrarreikningi. Skattstjóra á ísafirði var skýrt frá að af þessum 83,7 milljónum hefðu 23,8 millj- ónir verið skammtímakvóti en 59,2 milljónir lang- tímakvóti og jafnframt að fyrirtækið teldi það ekki styðjast við lög að eignfæra og fyma keypt- an kvóta. í úrskurði sínum byggði skattstjóri hins vegar á því að öll kaup á langtímakvóta skyldi eignfæra og fyma með sama hætti og um skip væri að ræða, eða um 8% á ári. Þetta leiddi til þess að langtímakvóti fyrir um 54,5 milljónir var eignfærð- ur en leyft var að færa um 4,7 milljónir króna sem fymingu á rekstrarreikningi. Þetta leiddi til þess að opinber gjöld fyrirtækisins í ár hækkuðu um 15,8 milljónir króna. Fyrirtækið kærði þessa niðurstöðu til ríkis- skattanefndar og vildi fá heimild til að gjaldfæra kaupin að fullu á kaupári eða eignfæra og af- skrifa á 3 árum í mesta lagi. Ríkisskattanefnd tók til greina kröfuna um gjaldfærlsu á kaupári með úrskurði í maí á síðasta ári. Mál höfðað Þeirri niðurstöðu vildi fjármálaráðherra ekki una og höfðaði málið fyrir hönd ríkisins til að fá henni hnekkt og upphaflegan úrskurð skattstjóra stað- festan en til vara var þess krafist að heimilt yrði að eignfæra og afskrifa 20% á ári. Mál fjármálaráðuneytisins var m.a. á því byggt að kaup á ótímabundinni aflahlutdeild falli ekki undir rekstrarkostnað í skilningi skattalaga þar sem kaup á langtímakvóta hafi verið gerð til að afla tekna á ók'omnum árum en ekki einungis á sama ári og til útgjaldanna var stofnað, heldur sé um að ræða eignar- eða atvinnuréttindi sem gangi kaúþum og sölum og hafí markaðsverð og falli því undir eignarhugtak skattalaga. í niðurstöðum dómsins segir svo sem fyrr grein- ir að líta beri á aflahlutdeild sem réttindi sem falli undir eignarhugtak 73. greinar laga um tekju- og eignarskatt og því verði úrskurður ríkisskatta- nefndar felldur úr gildi. í fyrrnefndri grein segir að til skattskyldra eigna skuli telja allar fasteign- ir, lausafé og hvers konar önnur verðmæti eignar- réttinda og skipti ekki máli hvort eignirnar gefí af sér arð eða ekki. í 75. grein laganna er þessi skilgreining takmörkuð á þann hátt að til eignar teljist ekki t.d. réttur til 'íftryggingarfjár, eftirla- una, leigulauss bústaðar, fatnaður og húsmunir eða eigin hlutabréf hlutafélags. Óvissa í dómi héraðsdóms segir áfram að hins vegar séu þessi réttindi sem felist í aflahlutdeild þess eðlis að óvíst sé hversu lengi þau nýtist eiganda þeirra, m.a. vegna óvissu sem kunni að stafa af minnkandi aflamarki, breyttri stefnu stjómvalda eða löggjafans. Því telji dómurinn að jafna beri kaupum á aflahutdeild við kaup á þeim réttindum sem um sé að ræða í 4. tölulið 32. greinar skatta- laganna en þar er um að ræða höfundarrétt, út- gáfurétt, rétt til hagnýtingar upplýsinga, rétt til einkaleyfís eða vörumerkis og þvi beri að haga eignfærslu eftir þeim reglum sem um slík réttindi væri að ræða og afskrifa 20% á ári. Dómurinn, sem kveðinn var upp af Skúla J. Pálmasyni héraðsdómara og meðdómsmönnunum Stefáni Má Stefánssyni prófessor og Sverri Ing- ólfssyni lögg. endurskoðanda, ákvað að hvor máls- aðilanna skyldi bera sinn hluta málskostnaðar. starfsgreinum! sæ ÍS & )PIÐ Á LAUGARDÖGUM FRÁ KL. 10:00 TIL 16:00 BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR HF. • ármúla 13 • síml 6812 oo • beinn síme 312 36 FRÁ KR. 784.000 VERfl RÐEiNS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.