Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ RÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 Sjómannadagurínn 56. hóf sjómannadagsráös á Hótel íslandi 6. júnf 1993 Dagskrá: Húsið opnað kl. 19.00 Guðmundur Hallvarösson, formaður sjómannadagsráðs, setur hófíð. Kynnir kvöldsins verður Margrét Blöndal. Þorsteinn Pálsson flytur hátíðarræðu. Fjöldi glæsilegra skemmtiatriða prýða kvöldið: RÍÓ TRÍÓ, Hjálmar Hjálmarsson, Ómar Ragnarsson ásamt Hauki Heiöari. Kvölclverður: Karrýtónuð rækjusúpa með laukívafí Villikryddað lambafíllet með kryddjurtasósu Mokkaís með ávaxtasósu Verð aðeins kr. A. 1 00 * Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi til kl. 03.00 Miöa- og boröapantanir í síma 687111. HOTEL TftLAND Klúbbur Listahátíð- ar í Hafn- arborg- Klúbbur Listahátíðar í Hafnar- firði opnar í Hafnarborg í kvöld klukkan 22, að loknum ppnunartón- leikum hátíðarinnar. í klúbbnum verða ýmsar uppákomur öll kvöld meðan hátíðin stendur. Nú um helg- ina heldur tríó Björns Thoroddsens uppi fjörinu ásamt Lindu Walker og Rúnari Georgssyni. Málverkasvning íEden KARL T. Sæmundsson sýnir um þessar mundir 38 málverk í Eden í Hveragerði, máluð með olíu, vatnslitum og pastel. Þetta er fjórða einkasýning Karls, en að auki hefur hann tekið þátt í sam- sýningum. Sýning Karls hófst 25. maí, en hún stendur til 7. júní og er opinn á afgreiðslutíma Edens. Myndirnar eru til sölu. Joep Straesser á æfingu ásamt Music Nova. Tónleikaröð FÍH Verk hollensks tón- skálds á tónleikum FÍH og Musica Mova halda tónleika með verkum eftir hol- lenska tónskáldið Joep Straesser í FÍH-salnum við Rauð- gerði laugardaginn 5. júní klukkan 17. Flutt verða fimm tónverk frá sl. tíu árum. Flytjendur eru Jóhanna Linnett sópran, Bernard Wilkinsson flauta, Óskar Einarsson saxó- fónn, Sigurður Halldórsson selló, Pétur Grétarsson slag- verk og Chalumeaux tríóið sem skipað er klarínettleikurun- um Kjartani Óskarssyni, Óskari Ingólfssyni og Sigurði I. Snorrasyni, en eitt tónverkanna, Gedankeu der Nacht, er samið sérstaklega fyrir þá. Joep Straesser er fæddur í Amst- erdam árið 1934. Hann nam tónvís- indi við Háskólann í Amsterdam og hóf síðan nám við Tónlistarháskól- ann í Amsterdam, þar sem hann lauk prófi í organleik, tónvísindum og tónsmíðum undir handleiðslu Ton de Leuuv. Hann hefur starfað sem organ- isti, tónvísindamaður og kennari, meðal nemenda hans er íslenska tónskáldið Hróðmar Ingi Sigur- björnsson, en síðan 1989 hefur Straesser eingöngu starfað við tón- smíðar. Eftir hann liggja yfir níutíu verk af margs konar tagi. Joep Straesser hefur unnið til verðlauna og viðurkenninga af ýmsu tagi fyr- ir tónverk sín, m.a. á Caudesmus- tónlistarhátíðinni. Almut Rössler flytur verk Messiaens á orgeltónleikum Fuglar hiniinsins og heilagt sakramenti Listgallerí Hlaðvarpans Ljósmyndari Björgvin Pálsson. ALMUT Rössler organisti frá Diisseldorf í Þýskalandi leikur verk franska tónskáldsins Olivier Messiaen í Hallgrímskirkju í kvöld. Hún ferðast víða til tónleikahalds, hefur leikið inn á fjölmargar plötur og diska, en er þekktust fyrir túlkun á verkum Messiaens. Hann er eitt helsta tónskáld þessarar aldar og fékk Rössler til að frumflytja ýmsar smíðar sínar. „Bók heilags sakramentis“ sem hljómar í Hailgrímskirkju í kvöld er þeirra þekktust. Rössler segir verk Messiaens hvíla á fjórum meginstoðum: Trúar- legu inntaki, frelsi frá viðteknum hugmyndum um hljómfall, tilfinningu fyrir lit tónanna og ást á fuglum. Þá hafi tónskáldið lagt mikið upp úr að áheyrendur fengju fylgt honum í tónlistinni og oft skrifað nokkurs konar leiðarvísi í þessu skyni. „En vitanlega má allt eins setjast niður og hlusta“, segir hún, „tónlist Messiaens er geysi- sterk og áheyrandinn velur hvort hann fyllir hljómana hugmyndum sem höfundurinn hefur orðað. Mér er sjálfri mikils virði trúarlegur boð- skapur verka hans. Almut Rössler er organisti og kantor í Jóhannesar- kirkjunni í Dússeldorf og kennir líka við Robert Schumann tónlistarskólann þar. Kór hennar, Johann- es-Kantorei, er að góðu kunnur og syngur mikið á tónleikum heima og heiman. Við þessi þijú störf Rössler bætast ferðalög til tónleika- og fyrirlestra- halds. Hún hefur hlotið fjöida verðlauna fyrir orgel- leik sinn og flutningur hennar á helstu orgelverkum aldarinnar hefur komið út á hljómplötum og geisla- diskum. Sjálf kveðst hún ekki semja orgeltónlist af al- vöru, til þess gefist ekki tími. „Konsertar, kirkjuat- hafnir og yfir 100 manna kór auk skólans gefa lítið svigrúm," segir hún. „En ég nýt þess að velja tón- list til flutnings við guðsþjónustur og finna leiðir í samræmi við boðun dagsins. Við valið hef ég í huga fagurfræðilegt og sálfræðilegt gildi tónlistarinnar í tengslum við trúarlegt inntak messunnar. Spuni við sálma og stef er annað atriði í vinnu minni í kirkj- unni sem veldur því að hún er mín uppáhaldsiðja, skapandi og gefandi í senn.“ Rössler hefur starfað við Jóhannesarkirkjuna í 26 ár. Hún játar spurningu um hvort hún sé trúuð og segist viss um að það gefi starfi hennar aukið gildi, með henni sjálfri og áheyrendum. „Þekking og skilningur auka gildi þess sem gefið er eða tekið á móti,“ segir hún. „Það skemmir ekki fyrir að þekkja til ritningarinnar þegar hlustað er á verk Meesia- ens, en ég held hins vegar að ekkert skilyrði sé að vera kristinn. Þeir sem þekkja til sögu Bachs og hugmynda fá notið tónlistar hans betur en ella, en trúin er annað mál. Mérdettur í hugjapanskur fræði- Almut Rössler við orgelið í Hallgrímskirkju. maður, sem skrifað hefur af miklu innsæi um Bach þótt hann aðhyllist önnur trúarbrögð." Orgeltónleikarnir í Hallgrímskirkju í kvöld eru hinir fjórðu og næstsíðustu á kirkjulistahátíð. Þeir heflast klukkan 20.30. Áður, eða klukkan 18, flytur sr. Kristján Valur Ingólfsson inngangsorð að flutn- ingi verks Messiaens um heilagt sakramenti og á boðstólum verður kvöidverður. Að loknum tónleikum Rösslers verður „kærleiksmáltíð" í kirkjunni, nokk- urs konar sakramenti. „Bókin um heilagt sakramenti“ er síðasta stór- virki Messiaens, frumflutt í Detroit af Rössler árið 1986. Verkið er í átján mislöngum þáttum, um til- beiðsluna, leyndardóma í lífi Krists og kirkjuna sem nálgast hann í kvöldmáltíðinni. Við skrif verksins notaði tónskáldið fuglasöng sem hann hljóðritaði í ísrael og Palestínu og skráði í nótur. Messiaen, sem lést í fyrra, var að sögn Rösslers vanur að segja að í tónlist væru fuglarnir mestu lærifeðurnir, fijálsir og glaðir. Þ.Þ. arar opna sýningu NÝÚTSKRIFAÐIR málarar úr Myndlista- og handíðaskóla íslands halda sína fyrstu opinberu sýningu í Listgallerí Hlaðvarpans, Vestur- götu 3, dagana 5.-27. júní. Sýningin ber heitið „Einn, einn, einn, einn, einn, einn, einn. Hópurinn sem sýnir í Hlaðvarpanum. Listmálararnir eru sjö tals- ins, þau Anna Jóhannsdótt- ir, Eva Jóhannsdóttir, Harpa Árnadóttir, Hrafn- hildur Arnardóttir, Karl J. Jónsson, Sigríður Gísladótt- ir og Þorsteinn S. Guðjóns- son. Stjórn iistgallerís Hlað- varpans hefur ákveðið að leggja áherslu á það á næst- unni að fá ungt, óþekkt en efnilegt fólk til að sýna verk sín í Hlaðvarpanum og er þessi sýning sú fyrsta í þeirri viðleitni. Verk málar- anna' sjö eru nemendaverk en þó aðeins brot af því sem þeir hafa fengist við á námstíman- um. Ungu málararnir sjö hafa hingað til unnið í miklu návígi hver við annan, en þegar upp er staðið, í lok námstímans, standa eftir einstakl- ingar, einir og óstuddir. Nafn sýn- ingarinnar skírskotar til þessa. Sýningin í Listgallerí Hiaðvarp- ans hefst laugarinn 5. júní ogstend- ur til 27. júní. Hún veður opin alla daga frá ki. 14-18. Nýútskrifaðir mál-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.