Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 Héraðsdómur fellir úr gildi úrskurð ríkisskattanefndar Kaup á fullvirðisrétti skulu færð til eignar HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur kveðið upp úrskurð í máli sem fjármálaráðherra höfðaði á hendur bændum í Vest- ur-Eyjafjallahreppi til þess að fá hnekkt úrskurði ríkisskatta- nefndar um skattlagningu fullvirðisréttar í mjólk sem þeir keyptu 1988. Rikisskattanefnd heimilaði á sínum tíma gjald- færslu á heildarfjárhæð kaupverðs fullvirðisréttarins, en niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur er hins vegar sú að úr- skurður ríkisskattanefndar skuli felldur úr gildi og að kaup- in skuli eignfæra. Er stefndu gert skylt að þola endurákvörð- un ríkisskattstjóra á eignarskattsstofni fyrir gjaldárið 1989. Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, segir að þessi dómsniðurstaða hafi fordæmisgildi í einhverjum til- fellum og þau mál verði væntanlega skoðuð sérstaklega Morgunblaðið/Þorkell Útsýnisskífa í Viðey ÚTSÝNISSKÍFA hefur verið sett upp á hæsta hólnum í Viðey, á Heljar- kinn austan við Viðeyjarstofu, 32 metra yfir sjávarmáli. Þaðan er gott útsýni til allra átta; til austurs og suðurs yfir Mosfelisbæ, Reykjavík og Seltjarnames og til vesturs og norðurs yfir Sundin upp á Kjalarnes og vestur á Skipaskaga og Snæfellsnes. Á skífunni eru útlínur fjallahrings- ins, nöfn fjalla og annarra helztu kennileita, auk þess sem nota má hana til að ráða af sólargangi hvað tímanum líður. Undir skífunni er hlaðinn stöpull og stétt, en í steinhleðslunni era örvar, sem benda í höfuðáttim- ar fjórar. Jakob Hálfdánarson gerði skífuna með aðstoð bama sinna. Þór Jakobsson um mengunarrannsóknir Gleðitíðindi að meng- unin hafi minnkað ÞÓR Jakobsson veðurfræðingur segir það gleðitíðindi sem fram komi í niðurstöðum vísindamanna við bandarísku And- rúmslofts- og sjávarrannsóknastofnuna um að mengun á norð- urheimskautssvæðinu hafi minnkað um allt að helming frá því fyrir tíu árum. Málsatvik era þau að bændumir, sem era hjón, keyptu á árinu 1988 6.090 lítra fullvirðisrétt í mjólk á 304.500 kr. Á skattframtali sínu fyrir árið 1989 gerðu þau grein fyr- ir þessum kaupum, þannig að 25% fjárhæðarinnar færðu þau til gjalda á rekstrarreikningi, en eignfærðu 75% fjárhæðarinnar á efnahags- reikning. Skattstjóri Suðurlandsum- dæmis ákvað með kæraúrskurði dags. 22. desember 1989 að fella niður gjaldfærslu fullvirðisréttarins í samræmi við leiðbeiningar sem rik- isskattstjóri hafði gefið út um útfyll- ingu landbúnaðarskýrslu á árinu 1989. Af ríkisskattstjóra hálfu var litið svo á að viðskipti þessi fælu í sér kaup á eign í skilningi laga frá 1981 um tekjuskatt og eignarskatt og bæri því að eignfæra kaupverðið á fasteignamatsverði eða stofnverði. Kært til ríkisskattanefndar Stefndu skutu úrskurði Skatt- stjóra Suðurlandsumdæmis til ríkis- skattanefndar, sem úrskurðaði hinn 31. júlí 1991 að krafa stefndu til gjaldfærslu ■ fullvirðisréttar skyldi tekin til greina og heimilaði jafn- framt gjaldfærslu á heildarfjárhæð kaupverðs fullvirðisréttarins. Byggðist sú niðurstaða á því að ekki væri unnt að skipta gjaldfærslu á keyptum fullvirðisrétti á ákveðin tímabil með öraggum hætti, þar sem í samningi Stéttarsambands bænda við ríkisvaldið hafí ekki legið fyrir afmarkað heildartímabil þeirrar verðábyrgðar sem í fullvirðisrétti fælist. Stefnandi sætti sig ekki við þessa niðurstöðu ríkisskattanefndar og höfðaði því mál til að fá henni hnekkt. Eðlilegt að fyrna skuli kaupin í niðurstöðu Héraðsdóms Reykja- víkur kemur fram að kaup stefndu á fullvirðisrétti séu í eðli sínu kaup á réttindum til tekjuöflunar um margra ára skeið og falli því ekki undir skilgreiningu 31. gr. laga frá 1981 um tekju- og eignarskatt. Af því leiði að kaupin skuli eignfæra með vísan til 73. gr. laganna. Dómurinn líti svo á að umræddum kaupum stefndu á fullvirðisrétti skuli jafna við kaup á óáþreifanlegum eignarréttindum sem tilgreind era í 32. grein laganna um tekju og eignarskatt og því skuli fyma kaupin í samræmi við 38. grein sömu laga með hliðsjón af eðli réttindanna og nýtingartíma þeirra, þ.e. um 20% á ári. Þessi niðurstaða sé í samræmi við 4. grein laga frá 1992 sem fjalla um niðurfærslu eigna, en í þeim hafí löggjafínn tekið beina afstöðu til þess hvemig með niðurfærslu fullvirðisréttar skuli farið og þar sé gert ráð fyrir niðurfærslu tilgreindra eigna með jöfnum íjárhæðum á fímm áram. Hugleiðingum um fyrningu mótmælt Fram kemur í niðurstöðum dóms- ins að við munnlegan málflutning hafí lögmaður stefndu lýst því yfir að hann mótmælti öllum hugleiðing- um um að valin yrði sú millileið að beitt yrði niðurfærslu eða fymingu með einhveijum hætti, þar sem slík lausn samrýmdist ekki kröfugerð málsaðila. Dómurinn fellst á það með lögmanni stefndu að kröfugerð málsaðila standi því í vegi að dómur- inn ákvarði hvort beita skuli fym- ingu eða niðurfærslu um fullvirðis- kaup stefndu, enda þótt eðlileg túlk- un skattalaga leiddi til slíkrar niður- stöðu. Dóminn kvað upp Skúli J. Pálma- son héraðsdómari ásamt meðdóms- mönnunum Valtý Sigurðssyni hér- aðsdómara og Sverri Ingólfssyni við- skiptafræðingi og löggiltum endur- skoðanda. Fordæmisgildi í einhveijum tilfellum Að sögn Hauks Halldórssonar, formanns Stéttarsambands bænda, getur þessi dómsniðurstaða í ein- hveijum tilfellum haft fordæmisgildi fyrir skattalega meðferð hjá bænd- um sem keyptu og seldu fullvirðis- rétt fyrst eftir að fullvirðisréttur var tekinn upp til stjómunar mjólkur- framleiðslunni og þar til þau við- skipti vora bönnuð af fyrrverandi landbúnaðarráðherra. „Það stendur í búvörusamningn- um að skattaleg meðferð við kaup og sölu fullvirðisréttar sé þannig að hún virki ekki hamlandi á viðskipti. Við teljum að með þeim skattalaga- breytingum sem gerðar vora í vetur sé löggjafínn búinn að gera þetta svo úr garði og að sjálfsögðu fögnum við því að þetta sé komið á hreint. Mér þykir hins vegar mjög trúlegt að þessi dómur geti þýtt að í þeim tilfellum sem bændur hafa ekki eign- fært þetta þá verði þau mál skoðuð sérstaklega," sagði hann. Vísindamenn þakka þetta aukn- um mengunarvömum í Evrópu og Rússlandi og segja að dregið hafi veralega úr líkum á staðbundinni hlýnun á norðurslóðum af völdum iðnaðarlofts. Meiri árangur en vænta mátti „Ég ætlaði í fyrstu að um væri að ræða minni mengun í vor en venjulega vegna mikils lægðagangs austur yfír Atlantshafið og norður fyrir Skandinavíu í vetur. Flust hafí til mikið Ioft austur og norð- austur yfir Atlantshafíð og úr suð- vestri fremur en norður frá Rúss- landi. En sennilegasta skýringin er líklega sú að það hafi dregið mikið úr notkun mengunarvaldandi efna og mengunarvarnir séu farnar að bera svona góðan árangur. Þetta hefur gengið hraðar en búist var við. Þetta era oft ferli sem taka langan tima að snúa við þannig að hér er um mikil gleðitíðindi að ræða,“ sagði Þór Jakobsson veður- fræðingur. Þór sagði að niðurstöðurnar sýndu svo ekki yrði um villst að ekki væri of seint í taumana tekið og að mengunarvarnir bæru árang- ur. NIVEA iL.s—l.*.i l:_______________s ut_____» wonsaou nuo pina iwö imm Hreinsikrem ogskrúbbkrem mildograkavemdandi Htvea hreinsikrem: Hreinsar óhreinindi og farða af andlitinu á árangursríkan hátt. Kremið má nota daglega, það er rakavemdandi og hindrar húðþurk. Nivea skrúbbkrem (peeiing): Ermiltogsmákomótt. Kremið hreinsar dauðar húðfmmur og óhreinindi af andlitinu og er rakavemdandi. Regluleg notkun 1-2 í viku örvar blóðrásina og heldur húðinni ferskri. Ljúkið hreinsun með andlitsvatni frá Nivea. J. S. Helgason hf Draghálsi 4 sími 91- 68 51 52 Leitin í Ólafsvík • • Okuskírtein- ið fannst í húsagarði ÖKUSKÍRTEINI Charles Egils Hirts, 29 ára Kópavogsbúa, sem saknað hefur verið frá því á þriðjudag fannst í húsagarði í Ól- afsvík um kl. 20 í gærkvöldi. Leit 20 manna sveitar björgunarmanna sem sporhunda bar ekki árangur í gær og verður hans ekki leitað með skipulögðum hætti í dag. Eftir að ökuskírteinið fannst var á ný leitað í sumarhúsum á Arnar- stapa og fólk í Ólafsvík beðið að kanna í húsum sínum þá staði sem hugsanlega væri hægt að leynast á. Björgunarmenn telja sig nú hafa leitað á svæðinu eins vel og unnt er en björgunarsveitir frá Slysavamar- félaginu og Landsbjörg hafa gengið tvisvar eða þrisvar yfír 70 ferkíló- metra svæði. Sást ganga niður Að sögn leitarmanna hefur meðal annars borist vísbending frá aðila sem telur sig hafa séð mann ganga niður af Jöklinum. í Ólafsvík telja menn sig hafa fullvissu fyrir að úti- lokað sé að maðurinn hafí farið úr bænum nema hann hafi fengið far með einkabifreið og lögreglan væntir þess að þeir sem kunni að búa yfír upplýsingum um slíkt hafi samband. Guðbjörn Ásgeirsson formaður Sæbjargar í Ólafsvík vildi koma á framfæri þökkum til þeirra fjölmörgu sem tekið hafa þátt í leitinni. Mynd þessi var nýlega tekin af Charles Agli Hirt. Hann er talinn klæddur eins og þegar síðast er vitað um ferðir hans. Laugavegssamtökin Langur laugardag- ur á morgrin LANGUR laugardagur verður nú hinn 5. júní næstkomandi. Kaupmenn við Laugaveg og Bankastræti standa fyrir löng- um laugardögum fyrsta virka laugardag hvers mánaðar. A löngum laugardögum eru verslanir opnar frá kl. 10-17. Þennan dag er fyrirhugað að vera með skemmtilegar uppákomur. í tengslum við íþróttadag fjölskyld- unnar munu tveir hlutar Laugavegs- ins verða lokaðir, þ.e. hluti Lauga- vegsins frá Vitastíg að Frakkastíg og frá Klapparstíg að Skólavörðustíg og þar verða leiktæki frá íþrótta- og tómstundaráði og ýmsar aðrar uppákomur svo sem sýning á sjálfs- varnaríþróttum frá Gallerí Sport o.fl. Ölgerð Egils Skallagrímssonar verð- ur með Pepsí-kynningu. Mörg veit- ingahús og sportvöruverslanir verða með sértilboð. Einnig verða ýmsar verslanir með afslætti eða tilboð í tilefni dagsins. Bangsaleikurinn verður í gangi og felst hann í því að finna bangsa sem settur er í versl- unarglugga við Laugaveg eða Bankastræti og verða stóri og litli bangsi á Laugaveginum að leita að bangsanum. I verðlaun verða fimm íþróttavöruúttektir frá sportvöru- versluninni Spörtu, Laugavegi 49. (f r fréttatilkynningfu)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.