Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.06.1993, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐtÐ FÖSTUDAGUR 4. JÚNÍ 1993 Mótettukór Hallgrímskirkju. Glæsilegnr kórsöngur Safnaðarkórsöngur ________Tónlist___________ Jón Ásgeirsson Mótettukór Hallgrímskirkju flutti 4 mótettur og Requiem op. 9 eftir Maurice Duruflé, undir stjóm Harðar Áskelssonar. Ein- Tríó Reykjavíkur hélt sína síð- ustu tónleika á þessu starfsári og kaliaði til samstarfs við sig Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur, píanó- leikara, Sigurð I. Snorrason, klarin- ettuleikara, Pálínu Ámadóttur, fiðluleikara, og Guðmund Krist- mundsson, lágfiðluleikara. Á efnis- skránni vom verk eftir Prokofíev, Bartók og Beethoven. Gyðinga-forleikurinn, fyrir strengjakvintett, píanó og klari- nett, eftir Prokofíev, er skemmtileg tónsmíð og nokkuð ólík ýmsu sem þetta ágæta tónskáld samdi. Fyrra stefið, sem er ekta dansstef, var mjög skemmtilega útfært en í því seinna em einkenni þjóðlagsins ekki eins skýr. Verkið var mjög vel flutt og þar fór klarinettan fyrir í frábæram leik Sigurðar Snorrason- ar. Andstæður Bartóks fyrir fíðlu, klarinettu og píanó, samið 1942, er sérkennilegt verk og var sérlega vel flutt, af Sigurði á klarinett, Önnu Guðnýju á píanó og Guðnýju söngvarar í Requiem voru Rann- veig Bragadóttir og Michael John Clarke. Tónleikamir hófust á Prelúdíu úr orgelsvítu op 5 eftir Duruflé, sem orgelsnillingurinn Daniel Roth lék frábærlega vel. Mótettukórin söng fjórar mót- ettur, sem Durflé samdi yfir greg- Guðmundsdóttur á fíðlu, sem átti mjög góða „kadsensu" í miðþættin- um. Síðasta verkið á tónleikunum var Tríó í B-dúr,-op. 11, eftir Beethov- en, en það er allt eins hugsað fyrir strengi og píanó, því á tíma Beet- hovens var oft tekið fram, að leika mætti fiðlu- og lágfiðluraddimar, t.d. á klarinett, eins og gert er í op. 11. Fyrsti kaflinn er besti hluti verksins og margt fallegt að heyra í hæga þættinum, þar sem sellóið átti frábærlega fallega tónhending- ar. Einhvem veginn er Beethoven ekki í essinu sínu í lokaþættinum og tilbrigðin stundum dálítið óvenjulega langt frá fyrirmyndinni, eins og kemur glögglega fram í fyrsta tilbrigðinu fyrir píanóið. Flutningurinn var sérlega góður og samspil Önnu Guðnýjar, Sigurð- ar og Gunnars Kvaran var frábær og þrátt fyrir að Beethoven væri ekki upp á sitt besta i síðasta kafl- anum, var hann mjög fallega leik- in, fullur upp með söng og gleði. oríönsk stef og að því leyti til eru þessi fögra verk unnin samkvæmt uppranalegu aðferðinni. Tónmál verkanna er mjög fínlega ofið og aðeins í Þú ert Pétur (nr. 3) er leikið með sterka hrynjandi. Kór- inn söng verkin mjög vel og náði þeirri mýkt sem einkennir tónmál verkanna, t.d. í Öll ertu fögur, María (nr. 2) og í síðustu mótett- unni, Helgidóm svo háan allir heiðra skulum alia tíð. Fyrsta mótettan, Þar sem kærleikur og ást er, var með því fegursta sem kórinn hefur sungið. Sálumessan er sérlega þýð tón- smíð. Hún er samin fyrir kór, tvo einsöngvara með orgelundirleik og sellósamleik í einum þáttanna. Kyrie og Libera me era einna áhrifamestu kaflarnir. Rannveig Bragadóttir söng Mildi Jesús af glæsibrag og með henni lék Inga Rós Ingólfsdóttir mjög fallega nokkur millistef á selló. Michael John Clarke söng Offertorium og Libera með köflunum og var söng- ur hans mjög góður. Orgelleikur Daniels Roth var einstaklega vel útfærður og vei samvirkur við kórinn, bæði hvað snertir styrk- leika og hrynferli. Mótettukórinn og stjórnandi hans, Hörður Áskelsson, unnu enn einn listasigurinn með frábærum flutningi á þessari fíngerðu og fallegu tónlist, eftir Maurice Duruflé. Safnaðarkór Seltjarnarnes- kirkju, kammersveit og einsöngv- ararnir Þuríður Sigurðardóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Jóhanna V. Þórhallsdóttir, undir stjórn Hákons Leifssonar, fluttu Messu Marsellusar páfa, eftir Palestrina, og Gloriu, eftir Vi- valdi, í Seltjarnarneskirkju á mánudaginn. Messa Marsellusar er eitt af tímamótaverkum tónlistarsög- unnar og dæmi um hvað tilskipan- ir eru hættulegar. Upphaflega stóð til að banna margraddaðan söng í katólsku kirkjunni og fengu þeir kardinálar, sem gegn því stóðu, Palestrina til að semja messur og vakti sú messa, er bar nafn Marsellusar páfa, svo mikla aðdáun kardinálanna, að þeir lö- gleiddu tónstíl og tónsmíðaaðferð Palestrina, sem þýddi, að öll þróun í gerð katólskrar kirkjutónlistar var stöðvuð í nokkrar aldir. Messan, sem er ægifögur, er fyrir sex raddir og var flutt af 12 manna kór (tveir í rödd). Varð- andi flutning messunnar, er rétt að benda á, að upphafstónana í Gloría og Credo vantaði, sem er einrödduð prestatónun og gegnir hún mikilvægu hlutverki í mess- unni en er venjulega sungin af einsöngvara, þegar messan er flutt á tónleikum. Eðlilega var margt sem finna má að, sérstak- lega er varðar raddöryggi karl- raddanna. Kvennakvartettinn, sem skip- aður var fyrrnefndum einsöngvur- um og Emu Guðmundsdóttur, var besti hluti hópsins og þrátt fyrir nokkuð óöryggi á köflum, var messan í heild þokkafull áheyrnar enda um merkilega fallegan tón- vefnað að ræða. Hákon Leifsson ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur, því Missa Papae Marcelli, eftir Palestrina, er eitt af erfíðari kórverkum sögunnar og sem fyrsta tilraun á sviði katól- skrar kirkjutónlistar, stóð Hákon sig vel óg stýrði fólki af öryggi. Seinna verkið var Gloria eftir Vivaldi. Þar kom til sögunnar kirkjukór Seltjarnarneskirkju, strengjakvintett, óbó, trompett, og „continuo" orgel. Það er góð tilbreyting að heyra þetta verk flutt af litlum kór og mesta furða hversu hljómmikill hann var, þó hljómþróttur bæði sópran og alt radda væri á köflum nokkru minni en karlanna. Jafnræði var á milli hljómsveit- ar og söngfólksins og átti t.d. Olafur Flosason ágætan einleik í Dominus Deus, rex coelestis. Ein- söngvaramir stóðu sig vel enda allt góðir söngvarar. Tvísöngs- þátturinn Laudamus te, var fal- lega sunginn af Þuríði Sigurðar- dóttur og Hrafnhildi Guðmunds- dóttur en Þuríður söng af öryggi einsönginn í Dominus Deus á móti óbóinu. Altarían, Qui sedes, var mjög vel sungin af Jóhönnu V. Þórhallsdóttur. í heild var þokki yfir þessum flutningi og gott til þess að vita að almennir kirkjukórar eru farnir að leita út fyrir hið þrönga svið sálmasöngs- ins og takast á við verkefni, sem oft eru aðeins flutt af stórum kórum og með fullskipaðri hljóm- sveit. Hákon Leifsson, sem er or- gelleikari við Seltjamarneskirkju, hefur farið vel af stað, með þátt- töku sinni í kirkjulistahátíðinni, þó hann hafí valið sér helst til erfið verkefni að þessu sinni. Þuríður Hrafnhildur Jóhanna V. Sigurðardóttir Guðmundsdóttir Þórhallsdóttir Tríó Reykjavíkur Sýningin Fiskur o g fólk opnuð í Sjóminjasafninu Mynd af fólki í saltfiski eftir Sigfús Eymundsson, sem er á sýning- unni Fiskur og fólk. NÝ fastasýning hefur verið sett upp í Sjóminjasafni íslands við „Sögutorg" í Hafnarfirði og verð- ur hún opnuð almenningi á sjó- mannadaginn, sunnudaginn 6. júní, klukkan 16. Sýningin tekur yfír allar þijár hæðir Bryde-pakkhússins og rekur í stóram dráttum sögu sjósóknar og siglinga á íslandi „frá knerri ti! kvóta“ í rúmlega 30 sýningardeildum og smærri atriðum sem sett eru upp í tímaröð. Margir munir á sýning- unni hafa ekki verið sýndir áður og safnið hefur fengið lánaða marga fágæta muni af þessu tilefni, m.a. frá Þjóðminjasafni íslands, Vita- og hafnamálaskrifstofu, Slysavarnafé- lagi íslands, Eimskip, Samskipum og fleiri aðilum. Á sýningunni Fiskur og fólk eru rúmlega 500 einstakir munir, þar af 40 líkön af bátum og skipum af ýmsum gerðum, sex bátar í fullri stærð og 150 Ijósmyndir, margar nýjar í eigu safnsins. Safnið hefur bætt við sig Ijósmyndum í tilefni sýningarinnar, þ.á.m. frá Þjóðminja- safni íslands, Minjasafni Akureyrar og Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Meðal sýningaratriða má nefna landhelgisbátinn „Ingjald“ sem Bret- ar sökktu undan Hannesi Hafstein sýslumanni ísfírðinga á Dýrafírði 1899, sýningardeild um köfun þ.s. sýnd er í fyrsta skipti skipsklukkan úr franska hafrannsóknaskipinu „Po- urquoi Pas?“ sem fórst við Mýrar 1936, kappróðrabát frá Oxford og „Hvítbiáann", fánann sem sjóliðar af „Islands Falk“ tóku af Einari Péturssyni, er hann reri sér til skemmtunar á Reykjavíkurhöfn 12. júní 1913, fyrir réttum 80 árum o.m.fl. Fjölmörgum öðrum atriðum sjó- sóknar og siglinga eru gerð skil á sýningunni, svo sem siglingum nor- rænna manna og fundi íslands, Grænlands og Vínlands, fyrstu heim- ildum um fiskveiðar, handfærum, skreiðarútflutningi á 14. öld, saltfisk- vinnslu á 18. öld og síðar, hákarla- veiðum, bátasmíði, skútuöldinni, ver- búðum og skinnklæðum, fyrstu ís- húsunum, lýsisbræðslu, vélvæðingu bátaflotans í byijun aldarinnar, fyrstu togurum og togaraútgerð, kaupskipum, helstu skipafélögum, landhelgisgæslu og þorskastríðum, siglingafræði, loftskeytum, síldveið- um, hvalveiðum, slysavörnum og ýmsu fleiru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.