Morgunblaðið - 09.06.1993, Side 9

Morgunblaðið - 09.06.1993, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. JUNI 1993 9 Viltu selja? Oskum eftir öllum tegundum fyrirtækja á söluskrá. Fy rirtækjasalan Baldur Ðrjánsson Laugavegur 95,101 Reykjavík Sími 62 62 78 Láttu áskrift aö spariskírteinum koma í stað skyldusparnaðar Áskrift að spariskírteinum ríkissjóðs er einhver besti kosturinn sem ungu fólki býðst í stað skyldusparnaðar sem nú hefur verið lagður niður. Skyldusparnaðurinn hefur oft komið fólki vel sem er að stofna fjölskyldu, kaupa sér húsnæði, fara í dýrt nám eða þarf að mæta öðrum útgjöldum. Þess vegna er mikilvægt að halda reglulegum sparnaði áfram og þá er áskrift að spariskírteinum einhver auðveldasti og öruggasti sparnaðarmátinn. Með áskrift byggir þú upp þinn eigin sparnað sem þú getur notað þegar á þarf að halda. Hringdu í Þjónustumibstöb ríkisverbbréfa í síma 91-62 60 40 og kynntu þér kosti þess ab vera áskrifandi ab spariskírteinum ríkissjóbs. ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RÍKISVERÐBRÉFA Hverfisgötu 6, sími 91-626040 Metsölublad á hverjum degi! Helmingur mannkyns án mannréttinda „Að minnsta kosti helmingur mann- kyns nýtur ekki mannréttinda og horfist í augu við pyntingar, aftökur, þrælahald og hungur að því er fram kemur í saman- tektfrá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna". Þannig er komizt að orði í fréttabréfi Hjálparstofnunar kirkjunnar, sem Staksteinar staldra við í dag. 125 þúsund kvartanir um mannréttinda- brot Á fyrstu þrcmur mán- uðum líðandi árs hafa borizt um það bil 125 þúsund kvartanir um mannréttindabrot til Mannréttindastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Frá þessu er greint í fréttabréfi Hjálparstofn- unar kirkjunnar. Þar segir: „Talið er að þessi fjöldi kvartana sé þó aðeins hluti vandans og vitað er um fimm þúsund manns sem hafa horfið spor- laust fyrstu þrjá mánuði ársins en talan allt árið 1992 var 17 þúsund. Um það bil 1,4 milljarður manna býr við algjöra fátækt og annar milljarð- ur til viðbótar er á hung- urmörkunum. Milli 150 og 200 miHjónir bama eru neyddar til vinnu í um 50 löndum.“ Sameinuðu þjóðimar gangast fyrir ráðstefnu um mannréttindi í Genf í þessum mánuði. Við þessa ráðstefnu em bundnar nokkrar vonir. Henni mun ætlað að ýta undir marktækari við- brögð hinna betur meg- andi í heiminum til að- stoðar þeim milljörðum manna, sem búa við og undir hungurmörkum á síðasta áratug tækni/ tuttugustu aldar. Hreinikyn- stofninn í Bút- an Hundrað og fimmtíu þúsundir manna hafa á síðustu missemm flúið úr smáríkinu Bútan til grannrikisins Nepal. Hér er um að ræða fólk sem upphaflega kom frá Nep- al tíl Bútan en snýr á ný tíl upprunalands. Flótta- mannastofnun Samein- uðu þjóðaima hefur séð þessu fólki fyrir nokk- urri hjálp. Skýringin á fólksflótt- anum er hin sama í Bútan og skýringin á hörmung- unum í fyrmm Júgógslavíu og skýringin á Ijöhnörgum sjálfskap- arvitum rnamia vítt um heim, þjóðemisofstæki. í tilvitnuðu fréttabréfí Hjálparstofnunar kirkj- unnar segir: „Bútan er lítíð ríki, íbúar 600-700 þúsund talsins og landið innan við 50 þúsund ferkíló- metrar eða hálfu minna en ísland. Ástæða þess að fólk er tekið að flýja Bútan er sú að yfírvöld þar í landi hafa í síðustu fimm ára áætlunum sín- um lagt meiri áherzlu á hreinan kynstofn og því hafa íbúar sem rætur eiga að rekja til Nepals orðið annars flokks borg- arar...“ Skókassinn sem vísar veg- inn Hjálparstofnun dönsku þjóðkirkjunnar fékk á síðasta ári 27 mil\jónir danskra króna í fijáls framlög, það er gjafír án þess að sérstak- ar herferðir væm í gangi. Þá fékk stofnunin nýlega stærsta arf sem henni hefur hlotnast eða sem svarar 43 m.ísl.kr. Mesta ánægju hefur þó trúlega vakið skókassi, sem barst stofnuninni með gjaldeyri sem sam- svarar 1,9 m.ísl.kr. Gef- andi lét ekki nafns getíð en sendi miða sem á stóð: tíl þeirra sem mest þurfa á að halda! Hjálparstofnun ís- lenzku kirkjunnar hefur hlotíð dágóðar undirtekt- ir við starf sitt, sam- kvæmt ársreikningum 1992. Samtals velti hjálp- arstofnunin um 27. m.kr. Stærstur hlutinn var gjafafé. Þar af fóm um 17 m.kr. í erlenda aðstoð við sártþurfandi. íslenzkir fóst- urforeldrar John Winston for- stöðumaður United Christían Church of Indía dvaldi hér á landi í marzmánuði síðastliðn- um. Kirkjan rekur gmnnskóla fyrir um 1.500 fátæk og munaðar- laus böm. Orðrétt segir í fréttabréfi kirkjunnar: „Islenzkir fósturfor- eldrar gi'eiða kostnað við 530 af þessum bömum, þ.e. uppihald og skóla- vist...“ John Winston hélt fund með islenzkum fóst- urforeldrum, sem um 50 manns sátu. Þar skýrði hann frá aðstæðum bam- anna og möguleikum á framhaldsnámi að lokn- um grunnskóla. Mennt- unamiöguleikar pilta em mun meiri en stúlkna „sem giftast ungar, jafn- vel strax 16 ára, og þar með væri girt fyrir möguleika þeirra á frek- ara námi“. HÆKKANDIVERÐ HLUTABRÉFA? Allt frá miðju ári 1991 hafa hlutabréf lækkað í verði og er það nú orðið mjög lágt í ýmsum félögum. Síðustu daga hefur orðið vart aukinnar eftirspurnar eftir hlutabréfum og hefur gengi hlutabréfa í nokkrum félögum hækkað. Þó vissulega ríki óvissa um framhaldið má benda á að á síðasta ári hækkaði gengi hlutabréfa um rúmlega 8% frá miðju ári til loka árs. í ljósi þeirrar reynslu virðist heppilegt fyrir þá, sem ætla að nýta sér hlutabréfakaup til lækkunar á tekjuskatd íyrir árið 1993, að huga að kaupum nú, á meðan verðið er hagstætt. Ráðgjafar VIB veita frekari upplýsingar um hlutabréf og einnig er hægt að fá sendar upplýsingar í pósti. Verið velkomin í VIB! I síma 91 - 681530 er hœgt adfá upplýsingar um hlutabréf. Já takk, ég vil fá sendar upplýsingar um hlutabréf. ! Nafn: Heimili: Póstfang: Sími: VlB VERÐBREFAMARKAÐUR ISLANDSBANKA HF. , ------ Ármúla 13a, 155 Reykjavík. -1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.