Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 17 Austurland Aðalfundur Félags áfeng- isvamanefnda AÐALFUNDUR Félags áfengis- varnanefnda á Austurlandi var haldinn á Egilsstöðum 5. júni sl. Eftirfarandi ályktanir voru sam- þykktar samhljóða á fundinum: „Fundur Félags áfengisvama- nefnda á Austurlandi, haldinn á Eg- ilsstöum 5. júní 1993, mótmælir harðlega öllum hugmyndum um einkavæðingu Áfengis- og tóbaks- verslunar ríkisins. Fundurinn treystir því að dómgreind og skynsemi ráða- manna komi í veg fyrir að slík glöp nái fram að ganga.“ Ennfremur ályktaði fundurinn að skora á stjómvöld og löggjafann að lögfesta á næsta þingi frumvarp til laga um áfengisvamir og aðrar vímu- efnavarnir sem liggur fullbúið í heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneyt- inu. ♦ ♦ ♦ Orgelandakt í Dómkirkjunni ORGELTÓNLEIKAR verða í sum- ar í Dómkirkjunni fyrir hádegis- bænir á miðvikudögum kl. 11.30. í bænastundinni sem hefst kl. 12.10 er ritningalestur á ýmsum tungumálum fyrir erlenda ferða- menn. í sumar verða svo sem verið hefur hádegisbænir á miðvikudögum. í bænastundinni er m.a. ritningalestur á ýmsum tungumálum með þátttöku viðstaddra. Að athöfninni lokinni gefst að jafnaði kostur á leiðsögn um kirkjuna. Til sölu er í kirkjunni bæklingur á íslensku og ensku um kirkjuna og sögu hennar. Dómkirkjan er opin mánu-, þriðju-, fimmtu- og föstudaga frá kl. 10-16. Á sunnudögum er há- messa kl. 11. (Fréttatilkynning) ♦ ♦ ♦ Kvennalist- inn skorar á konur að láta að sér kveða VORÞING Kvennalistans haldið að Núpi í Dýrafírði 11.-13. júní 1993 heitir á konur um allt land að búa sig undir sveitarsljórnar- kosningar 1994, segir í fréttatil- kynningu frá Kvennalistanum. Ennfremur segir: „Framundan eru miklar breytingar í sveitarstjórnar- málum og ber þar hæst áform um sameiningu sveitarfélaga. Kvenna- listinn hvetur konur til að taka af- stöðu til þessara áforma og hafa áhrif á þróun heimabyggðar. Konum fækkaði í sveitarstjómum í síðustu kosningum. Viðhorfa kvenna gætir allt of lítið í sveitarstjómum landsins til mikils skaða fyrir okkur öll, kon- ur, karla og böm.“ LAGIÐ SKIPTIR EKKI Ö LLÚ MÁLI e n þ a d v erður ab v er a l amb akj ö t - nú með a.m.k. 15% grillafslœtti a Lagið eða stærðin á grillinu þínu hefur engin úrslitaáhrif fyrir árangurinn af matreiðslu við glóð. En það skiptir öllu máli að vera með rétta kjötið. { næstu verslun færðu nú lambakjöt á fbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið, - með a.m.k. 15% grillafslætti. Notaðu lambakjöt á grillið, meyrt og gott - það er lagið. MtílCO níega gou naj,, ... þú verður að smakka það! 5 Gontínents er ný kaffiblanda frá EL MARINO í MEXIGO. heildsala & dreifing; S: 686 700 ' (áií iuri** \mm 100% ARABICA KAFFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.