Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 Vatfið, fjðllin og fuglinn 2 ÚRSLIT í samkeppni Ferðamála- samtaka Vestfjarða og Fjórð- ung-ssambands Vestfirðinga um hönnun merkis og gerð slagorða sem lýstu ímynd Vestfjarða liggja nú fyrir og Garðar Péturs- son hlaut 1. verðlaun fyrir „Vaff- ið, fjöllin og fuglinn 2“. Dóm- nefnd taldi það skila vel hrein- leika fjórðungsins og væri tákn- rænt fyrir fjallasýn og náttúru. Þá voru verðlaunuð nokkur slag- orð Komdu vestur frá Árna Mar- geirssyni og Gretu Haakansson, Vestfirðir, öðruvísi paradís og Vestfirðir, örugglega öðruvísi eftir Andrés Guðmundsson Gunnar Borgarsson, Vestfirðir, nær en þig grunar frá Hrönn Magnúsdótt- ur og Vestfirðir, einstök náttúra frá Jónasi E. Jónassyni. Anna Margrét Guðjónsdóttir ferðamálafulltrúi sagði að mikil þátttaka í samkeppninni sýndi áhuga á að vekja athygli á Vest- fjörðum sem spennandi kosti fyrir ferðamenn. ■ Mjög mikill verðmunur á ferð um hringveginn SJÁLFSAGT eru þeir ófáir sem hyggjast leggja land undir fót - eða öllu heldur dekk - í sumar og fara hringveginn á eigin bif- reið. Kostnaður við slíkt ferðalag getur verið misjafn og skiptir ekki síst máli hvernig gistingu er háttað. Ódýrast er að sjálf- sögðu að setjast upp á vini og vandamenn á landsbyggðinni, en margir möguleikar og kannski Hvað kostar að keyra hringinn? Áfólksbíl: „ Fvrsendur: Verðflokkur 'w' W'- 1.115.000m. Þyngd 950 kg Eyðsla 91/100 km Akstur 1.400 km Kostnadur vegna notkunar: Bensín (68 kr./l) B.568 kr. Viðhald oq viðqerðir 6.650 kr. Hjólbarðar 2.100 kr. Kostnaður ó óri 16.310 kr. Kostnaður ó km 11,68 kr. Á jeppa: ( /h 000:00%: | |i Forsendur: t Verðflokkur 2.50 0.000 ki. Þyngd 1.700 kg Eyðs a 131/100 km Akstur 1.400 km Kostnaður vegna notkunar: Bensín (68 kr./l) 12.376 kr. Viðhald oq viðqerðir 7.600 kr. Hjólbarðar 3.200 kr. Kostnaður ó óri 23.176 kr. Kostnaður ó km 16,55 kr. raunhæfari eru í boði. Tjaldstæði eru á yfir 100 stöð- um og algengt gjald 200 kr. fyrir tjald og 200 kr. að auki fyrir hvem einstakling. Sé gist á einhveijum þeirra mörgu staða sem eru í Ferðaþjónustu bænda kostar það kr. i.750, 1.950 eða 2.700 kr. fyrir manninn í 2ja manna her- bergi og fer eftir því í hvaða flokki gistiaðstaðan er. Hjá Farfuglum kostar gisting 1.250 kr. og 1.000 krónur fyrir félaga. Eldsneyti er annar liður sem vegur þungt í hringvegsakstri, en fer að sjálfsögðu eftir því á hvern- ig bifreið er ekið og sama gildir um aðra útgjaldaliði sem falla til vegna ferðalaga á eigin bifreið. Skv. útreikningum frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda, má gera ráð fyrir að heildarkostnaður vegna eldsneytis, viðhalds, við- gerða og hjólbarða 1.400 kílómetr- um hringvegarins er sé á um 16.000 kr. fyrir fólksbíl og um 23.000 kr. fyrir jeppabifreið, eins og sést í töflunni. Þeir miðast við ákveðnar forsendur, þ.e. verð- flokk, þyngd, eyðslu og akstur. Ekki tekið tillit til trygginga, skatta, verðmætarj-rnar og fjár- magnskostnaðar vegna notkunar bifreiðarinnar. ■ „VIÐ HÖFUM þegar gert ágætan veg upp að jaðri Langjökuls og erum að flytja þangað tvö hús sem verða sett þar niður. Þar verður setustofa til að jöklafarar geti fengið sér kaffisopa, aðstaða fyrir umsjónarmann svæðisins o.fl. Þarna verða 8 siyósleðar sem fólk getur þeyst á um jökulinn í fylgd leiðsögumanns og snjóbíll okkar keyrir ferðamenn upp. Þetta er að koniast í gagnið núna og ég sé fyrir mér að á jökulsvellinu verði góður leikvöllur fyrir krakka á snjóþotum, skiðaaðstaða með lyftu og snjótroðari gerir brautir," sagði Kristleifur Þorsteinsson á Húsafelli, einn forsvarsmanna félags- ins „Langjökull“. Ferðablaðið hefur áður sagt frá áformum Kristleifs um að höggva íshella inn í jökulinn og gera þar skála. Sagðist Kristleifur vonast til að það yrði að veruleika í sumar. „Við ætlum að gera tvo skála, í Þursaborg sem er 20 km inn á jökli og svo við jaðarinn. Þetta verða hálfgerðar kristalshvelfíngar eða íshús _eða hvað menn vilja kalla það. Ég held að þeir verði alveg einstakir hérlendis því ekki hefur fyrr verið farið inn í jökul til að gera slíka vistarveru.“ Aðalfundur Langjökuls verður nú síðla júní í Brúarási og svo verð- ur farið upp á jökulinn með tilþrif- um og þar verða hlutabréf afhent. Kristleifur sagði að þessar hug- myndir hefðu fyrst verið bara í kollinum á sér en hann hefði fengið mikinn stuðning við þær frá sínum sveitungum og flest sveitarfélögin í héraðinu hefðu lagt þessu lið með þeim árangri að þetta yrði nú senn að virkileika. ■ Morgunblaðið/Bemharð Ein mynda Stefáns. Myndlist í Reykholti HÓTEL EDDA í Reykholtsskóla opnaði í sl. viku með sumarþjón- ustu sína. Stefán Magnússon frá Birkihlíð verður með málverkasýningu í hótel- inu í sumar. Stefán máiaði allnokkuð fyrir 20 árum og nam í vetur við Myndlista- og handíðaskólann. Er þetta fyrsta sýning eftir 20 ára hlé. ■ Bernharð Jóhannesson. FERÐIR Tjaldstæði NjaMur og Keflavíkur UM HELGINA Ferðafélag íslands Fimmtud. 17. júní kl. 13 er gengið frá Nesjavallavegi að Borgarhólum, og komið niður á Mosfellsheiði. Laugard. 19. júní er árleg sumarsólstöðu- ganga á Esju. Brottför kl. 20. Sunnud. 20. júní kl. 10.30 er ferðin Grænavatn-Kálfadalir- Vatnshlíðarhorn. Sama dag er fjölskylduferð á Selatanga kl. 13. Á Selatöngum var verstöð en útræði lagðist af þar eftir 1880. Dagsferðir í Þórsmörk eru fimmtud. 17. júní og sunnud. 20. júní. Frá 23. júní eru ferðir í Þórsmörk hvern miðvikudag. Brottför er kl. 8, verð 2.500 kr. Þá er Næturganga yfir Fimm- vörðuháls 18.-20.júní kl. 18. ■ KEFLVÍKINGAR og Njarðvíkingar hafa opnað nýtt tjaldstæði sem þeir standa að í sameiningu og er á bæjarmörkunum við Reykjanes- braut. Það var opnað við hátiðlega athöfn af bæjarstjóra Keflavík- ur, Ellert Eirikssyni og Sólveigu Þórðard. forseta bæjarsljórnar Njarðvíkur. Valdimar Þorgeirsson, form. Ferðamálasam- taka Keflavíkur og Njarðvíkur, sagði þetta mikilvægt skref í þjónustu við ferða- menn á svæðinu. og nýtingu nýrra hótela þarna sýna að þau hefðu átt fyllilega rétt á sér. í fyrra hefði verið opnuð svefn- pokagisting í Grunn- skóla Njarðvíkur og væri tjaldstæðinu ætl- að að auka enn þjón- ustu. Fram kom hjá Krist- jáni Pálssyni, bæjar- stjóra í Njarðvík, að tjaldstæðið Þjónustubygging er 100 fm og þar tæki 300- 400 tjöld auk tjald- og er bað, mataraðstaða. húsvagna á um 10 þús. fm svæði. Bjöm Blöndal, Keflavík ■ Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Sólveig Þórðardóttir og EUert Eiríksson festa nafnið Stekkur á nýju þjónustubygginguna til merkis um opnun hennar, en tjaldsvæðið stend- ur fyrir ofan svokallaðan Stekkjarhamar. ST.IVES PÓ - HÁRNÆRING ! tf.G. - 591 ml Ílangófb^brasiliu perur pr.kg llLBOÐ s kg Pr ÁÐlIR 095 fron PETTT BEIIRRE M.SÚKKULAÐI 300 g SUNLOELY ÁVAXTAKLALAR 3TEG pk Pr HAGKAUP - allt i einni ferb

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.