Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993
43'
Þið eruð ekki ónytjungar!
Opið bréf til bænda
Frá Jóhanni M. Haukssyni:
Til eru þeir sem segja bændur
á íslandi ónytjunga og ómaga á
þjóðinni. Þeir benda á að bændur
vinni til einskis, að þeir framleiði
vöru sem við verðum að kaupa á
miklu hærra verði en þörf væri
á, ef hún væri keypt annars stað-
ar frá. Þannig er lífsafkoma venju-
legs fólks mun verri en hún þyrfti
að vera, því allir þurfa jú að kaupa
í soðið. Ekki nóg með það, heldur
þarf að borga með bændastéttinni
— fimm og hálfan milljarð á ári —
og þá væri betra að vera laus við
atvinnugreinina, segja þessir
menn. Loks étur búfénaður gróður
þess lands sem má síst við slíku,
og skilur eftir sig auðn þar sem
líf gæti dafnað.
Þó allar forsendurnar séu rétt-
ar, þ.e. að landbúnaður hér á landi
kosti meira en hann gefur af sér,
og að gróður landsins hverfi í
maga sauðkinda og hrossa, að
þannig sé landbúnaður fremur til
óþurftar, að þá eru niðurstöðurnar
rangar: Það eru ekki þið, bændur,
sem eruð ómagar, heldur er það
landbúnaðarkerfið sem þið eruð
fastir í og komist vart úr, sem er
til óþurftar. Það þarf að losna við
það, en ekki við ykkur.
Það eru engin lögmál til sem
segja að landbúnað sé ekki hægt
að hafa hagkvæman á íslandi. Það
er ekkert lögmál að á honum skuli
tapa. Það er hægt að múlbinda
allt og alla í reglugerðir þannig
að enginn fá sig hrært, þannig að
dugmiklir menn fái ei notið sín,
þannig að hagkvæmni verði engin.
Það er hægt að tapa á fram-
leiðslu. Það er hægt að beija alla
niður í meðalmennsku. En það er
líka hægt að framleiða hér land-
búnaðarafurðir á þann hátt að
sómi sé að, þannig að framleiðslan
gefi af sér og þannig að bændur
geti borið höfuðið hátt og sagt:
„Ég er bóndi!“ í stað þess að lúta
niður og hvísla: „Styrki, styrki!“
Það eru ekki bara þeir sem ég
minntist á áðan, sem segja ykkur
ómaga, heldur eru það líka stjóm-
málamenn og kerfískarlar sem
halda því fram að ekki megi breyta
landbúnaðarkerfínu, því þá fari
bændastéttin á hausinn. Þeir halda
að þið séuð ónytjungar og að þið
getið ekki staðið á eigin fótum.
Það versta er að þið virðist trúa
því, þið virðist halda sjálfir að
ykkur farnist best í faðmi kerfís-
ins, og með styrkjunum, en það
er ekki svo.
Sannleikurinn er sá að aðeins
þeir ríku hafa efni á að sóa og
við íslendingar erum ekki lengur
ríkir. Við verðum að hætta að sóa,
hætta að kasta peningum í þá hít
sem landbúnaðarkerfíð er, en nota
féð til að létta undir með nýsköpun
í atvinnurekstri. En til þess þarf
að bylta kerfinu, leyfa fijálsa
framleiðslu og gefa stjórnmála-
mönnum og kerfiskörlum, og
-kerlingum, langt nef. Það eru
þeir sem era ónytjungar, ekki þið.
Þetta vitum við öll, og þetta
þurfum við að horfast í augu við
fyrr en seinna. Með hveiju árinu
sem líður án þess að við bregð-
umst við, verðum við fátækari.
Og loks munum við aðeins hafa
tvo kosti. Annars vegar þann að
skera niður velferðarkerfíð, en það
finnst flestum okkar slæmt. Hinn
kosturinn er sá að taka erlend lán,
sem okkur unga fólkinu fínnst illt
því að við munum þurfa að borga,
þó gömlum stjórnmálamönnum
fínnist kannski ágætt að varpa
ábyrgðinni á annarra herðar.
Við verðum að bregðast við og
breyta kerfínu og það gildir ekki
síst um kerfið sem hefur verið
byggt upp í kringum ykkur. Það
gengur ekki lengur að reka þjóðfé-
lagið eins og gert hefur verið hing-
að til — við höfum ekki lengur
efni á því. Við verðum að hætta
að sóa, því annars verður aumt
að búa hér.
JÓHANN M. HAUKSSON
nemi í stjórnmálafræði og heim-
speki.
Pennavinir
Frá Ástralíu skrifar 23 ára karl-
maður sem dvaldist á íslandi í fyrra.
Skrifar bréf sitt á tiltölulega góðri
íslensku og vill skrifast á við íslend-
inga annað hvort á ensku eða ís-
lensku. Hefur áhuga á tónlist,
körfuknattleik, ferðalögum, sögu,
tungumálum o.fl.:
Steven Bagshaw,
206 Park St.,
Fitzroy North, 3068,
Australia.
Sautján ára Tanzaníupiltur með
áhuga á bréfaskriftum, kvikmynd-
um, dansi og knattspymu:
Stephen Ezrah,
S.L.P. 676,
Moshi,
Kilimanjaro,
Tanzania.
Frá Ghana skrifar 25 ára stúlka
með margvísleg áhugamál og safn-
ar póstkortum:
Vida Mends,
P.O. Box 1183,
Cape Coast,
Ghana.
Fjórtán ára sænsk stúlka með
áhuga á sundi, bókalestri og mörgu
fleira. Hefur lært svolitla íslensku
í skólanum sínum. Á heimilinu eru
fímm hundar, þrír kettir og stórt
fískabúr:
Anna Carlsson,
Edskevagen 6,
S-813 30 Hofors,
Sweden.
LEIÐRÉTTIN G AR
Nafnið Júníana
Lesandi hringdi og benti á að
ekki væri rétt að einungis ein kona
á íslandi bæri nafnið Júníana, eins
og haldið var fram í þættinum Ég
heiti... sl. sunnudag. Nefndi les-
andinn máli sínu til staðfestingar
Þórunni Júníönu Hafstein lögfræð-
ing, sem ber nafnið að millinafni.
Því er til að svara að viðmælandi
þáttarins, Júníana Óttarsdóttir, er
sú eina sem ber nafnið sem ein-
nefni, eða fyrra nafn, og af því staf-
ar fullyrðingin. Eru nöfnur Júníönu
og aðrir hlutaðeigandi beðnir vel-
virðingar á þessum mistökum.
VELVAKANDI
GÓÐ ÞJÓNUSTA í
VERSLUNINNIEVU
MIG langaði að geta góðrar þjón-
ustu í versluninni Evu, Kringl-
unni. Ég mátaði og keypti skó
nr. 38 en bað afgreiðslustúlkuna
að láta mig hafa nýtt par sem
ég skoðaði og prófaði án þess
að líta á númerið. Eftir að hafa
gengið í þeim einn dag, m.a. á
malbiki, fannst mér skórnir
þröngir og við athugun sá ég að
þeir voru númer 37. Ég ræddi
málin við ungan, mjög elskulegan
mann í versluninni sem strax
leysti úr vandanum með því að
taka skóna og láta mig hafa
annað par nr. 38.
Þetta fínnst mér góð þjónusta.
Ekki gat ég sannað mistökin en
aldrei var dregið í efa að ég
færi með rétt mál.
Með kveðju og þökk. _
Ásdís
GÆLUDÝR
Tommi er týndur
HANN Tommi er ljósgrábrúnn
síamsblendingur með rakaðan
blett á bakinu. Hann er ómerkt-
ur, býr í Melgerði 9, Reýkjavík,
sími 31709. Ef einhver veit af
Tomma eða hefur séð hann er
hann vinsamlega beðinn að hafa
samband.
Kettlingur
Ég er einkabarnið hennar Tinnu,
kallaður „Ruddi“ og er þriggja
mánaða fresskettlingur sem leit-
ar eftir framtíðarheimili. Með-
mæli: Ljúfur, skynsamur og afar
hreinlegur. Sími 91-27393.
Kettlingnr í óskilum
LÍTILL svartur kettlingur, u.þ.b.
átta vikna, fannst á bílastæði
Útvarpsins við Efstaleiti fimmtu-
daginn 10. júní. Upplýsingar í
síma 12282 eftir kl. 17.
Kettlingar í heimilisleit
TVEIR níu vikna svartir og hvít-
ir kettlingar, fress og læða, fást
gefíns. Mjög skemmtilegir. Upp-
lýsingar í síma 681568.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Giant Escaper-hjól fannst
BLÁGRÆNT/fjólublátt fjalla-
hjól, Giant Escaper, með gulum
og bleikum röndum fannst fyrir
nokkru. Á hnakkinn var límt ein-
angranarlímband, líklega til
skrauts. Hjólið er nokkuð laskað.
Upplýsingar gefur Guðlaug í
síma 46162 eftir kl. 19 á kvöldin.
Fótbolti í óskilum
FÓTBOLTI er í óskilum í Nóat-
úni 29. Á boltann er letrað nafn-
ið Logi. Upplýsingar í síma
28702.
Gullúr tapaðist í
Kringlunni
SEIKO-gullúr tapaðist í Kringl-
unni sl. föstudag. Finnandi vin-
samlega hringi í síma 684766.
Hildur.
Fjallahjól tapaðist
MONGOOSE fjallahjól, hvítt með
ýmsum aukahlutum, hvarf úr
hjólageymslu á Kleppsvegi í síð-
ustu viku. Hafí einhver orðið
hjólsins var er hann vinsamlega
beðinn að hringja í síma 36850
eftir kl. 18 eða láta lögregluna
vita.
Tveir jakkar töpuðust
í RÓSENBERGKJALLARAN-
UM töpuðust tveir jakkar þann
4. júní sl. Annar er notaður svart-
ur leðuijakki en hinn er nýr
brúnn rúskinnsjakki. Upplýs-
ingar í síma 24081.
f hinni sögufrægu Viðeyjarstofu, „Sfotintl",
er rekinn vandaður veitingastaður.
Þar svigna borðin undan krásunum, rétt eins og þau gerðu
fyrir 20D árum. Matseðillinn og matreiðslan
er þó með öðrum hætti en þá var.
Má freista þín
með fjögurra rétta sælkeramáltíð fyrir 2.980,- krnónur?
Opið fimmtudaga - sunnudaga
frákl. 19:00 til 24:00.
e)(s>
Við bjóðum einnig upp á rjúkandi heitt kaffi og meðlæti
í Viðeyjarstofu: fimmtudaga - sunnudaga
og í Viðeyjarnausti: mánudaga - miðvikudaga.
Opið frá klukkan 14:00 til 16:30.
Upplýsingar og borðapantanir í símum 62 19 34 og 6810 45
Nigel Kennedy og hljómsveit.
Heimsfrægi og óútreiknanlegi fiðlusnillingurinn, sem
sameinar á svo listilegan hátt jass, rokk og klassíska tónlist
heldur hér einstæða tónleika.
ALÞJÓÐLEC
. LISTAHÁTIÐ
I HAFNARFIRÐI
4.-50.1UNI
LISTIN ERFYRIRALLA!
Pantið miða tímanlega! Upplýsingar og miðapantanir í síma 65 49 86.
Aðgöngumiðasala:
Bókaverslun Eymundsson í Borgarkringlunni og við Austurvöll. Hafnarborg, «
Strandgötu 6, Hafnarfirði. Myndlistarskólinn í Hafnarfirði, Strandgötu 50.