Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993
KORFUKNATTLEIKUR
Valur verður ekki
með í Vínarborg
HANDKNATTLEIKUR / HM 21 ARS LANDSLIÐA
„Ótrúleg heppni
með okkur“
- segirÞorbergurAðalsteinsson, landsliðsþjálfari. Búið
að draga í riðla í HM í Egyptalandi
Islenska karlalandsliðið í körfu-
knattleik fer til Vínarborgar á
föstudaginn til þátttöku í Evrópu-
móti landsliða. ísland er í riðli
með Austurríki, Úkraníu, Hol-
landi, Skotlandi, Litháen og
Makedóníu. Tvö efstu liðin kom-
ast áfram í milliriðla en þeir riðlar
verða leiknir heima og heiman
næstu tvö árin.
Leikreyndasti landsliðsmaður
okkar, Valur Ingimundarson,
verður fjarri góðu gamni því hann
er meiddur og kemst því ekki
með. Torfi Magnússon landsliðs-
þjálfari hefur valið Braga Magn-
ússon úr Haukum í liðið í hans
stað. Bragi er 19 ára gamall, 196
sm hár og hefur ekki verið í lands-
liðinu áður.
ÍSLENSKA 21 árs landsliðið
lenti á „léttari vængnum" þeg-
ar dregið var í gær í riðla í
heimsmeistarakeppni 21 árs
landsliða, sem fer fram í
Egyptalandi í september. ís-
lendingar leika í riðli með
Egyptum, Rúmenum og Grikkj-
um í D-riðli. í milliriðli verða
keppinautar úr C-riðli, en þar -
leika Svíar, Portúgalir, Hollend-
ingar og Argentínumenn.
orbergur Aðalsteinsson, lands-
liðsþjálfari, var mjög ánægður
eftir dráttinn. „Það er ótrúleg
heppni með okkur hvernig raðaðist
í riðlana. Við sleppum við sterkar
þjóðir eins og Spánveija, Dani, Pól-
veija, Surður-Kóreumenn, Rússa
og Norðmenn."
Landsliðin sem leika saman í A-
og B-riðli, sem leika síðan saman
í milliriðli, eru:
■ BRASILÍSKA landsliði í knatt-
spymu stendur í ströngu þessa dag-
ana. Liðið mun leika sjö leiki á 20
dögum. Liðið hefur þegar leikið tvo
leiki af þremur í Bandaríkjamótinu
og leikur gegn Englendingum á
sunnudag í sömu keppni. Síðan held-
ur liðið til Ekvador til að taka þátt
í Ameríkubikamum. Leikur þar gegn
Uruguay, Bolivíu, Ekvador og
Venezuela. Tvö þessara liða öðlast
þátttökurétt á HM í Bandaríkjunum
á næsta ári.
■ UWE Bein, landsliðsmaður Þjó-
veija, er á leið til Japan. Japanskir
fjölmiðlar sögðu frá því i gær að
Osaka Gamba hefði boðið Bein ,
sem er 32 ára, samning við félagið
sem leikur í nýstofnaðari úrvalsdeild
þar í landi. Liðinu hefur ekki vegnað
vel það sem af er keppni, er í næst
neðsta sæti. Búist er við að Bein
fari til Japan 1. júlí til að skrifa
undir samning.
■ FÆREYINGAR leika við Tékka
í undankeppni HM á heimavelli sín-
um, Tóftum, í kvöld. Færeyingar
hafa ekki riðið feitum hesti frá
keppninni til þessa. Hafa tapað öllum
leikjunum og markatalan er 1:31.
Þeir vonast til að skora á heimavelli
sínum í fyrsta sinn síðan þeir gerðu
l.T jafntefli við Israel í vináttulands-
leik í ágúst í fyrra.
■ FRANK Rijkaard er að öllum
líkindum á leið til síns gamla félags
Ajax í Amsterdam, eftir því sem
ítölsk blöð segja. Rijkard hefur leik-
ið á miðjunni hjá ítölsku meisturun-
um AC Milan en segist vilja hverfa
frá stressinu á Ítalíu og leika í vörn-
inni hjá Ajax líkt og hann hefur
gert að undanförnu með hollenska
landsliðinu með ágætum árangri.
/
1
A-riðill: Spánn, Danmörk, S-
Kórea, Pólland.
B-riðill: Rússland, Noregur,
Ungveijaland og Alsír.
„Opnunarleikurinn verður að öll-
um líkinum viðureign okkar gegn
Egyptalandi fyrir framan tuttugu
og fimm þúsund áhorfendur, en ég
reikna með að Egyptar verði hættu-
legustu mótheijar okkar í riðla-
keppninni. Við komum með að sjá
hvar við stöndum í sambandi við
Egypta og Portúgala á mótinu sem
BYRJUNARLIÐ íslands gegn
Ungverjum í landsleiknum á
Laugardalsvelli í kvöld verður
hið sama og gegn Rússum í
síðasta leik. Tvær breytingar
hafa verið gerðar á hópnum
síðan síðast, Friðrik Friðriks-
son og Sigurður Jónsson
koma inn í hann í stað Ólafs
Gottskálkssonar og Baldurs
Bragasonar.
w
Ibyijunarliðinu eru Birkir
Kristinsson, Fram markvörð-
ur, varnarmennimir Hlynur Birg-
ÓLAFUR Þórðarson leikur sinn
fimmtugasta A-landsleik í
kvöld á móti Ungverjum. Hann
lék sinn fyrsta leik í Þórshöfn
í Færeyjum árið 1984, gegn
landsliði Færeyja, en liðin
skildu þá jöfn 0:0. Ólafur hefur
skorað tvö mörk með íslenska
landsliðinu, íleikjum gegn Lúx-
emborg og A-Þýskalandi.
Olafur sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær að eftirminni-
legasti leikurinn væri líklega leikur-
inn gegn Sovétmönnum í Moskvu
1989, þar sem íslenska landsliðið
náði jafntefli gegn hinu geisisterka
liði Sovétmanna. „Það eru úrslitin
sem gera þetta auðvitað eftirminni-
legt, en þetta var líka einn af
skemmtilegri leikjunum sem ég hef
leikið,“ sagði Ólafur.
Aðspurður sagðist hann stefna á
að leika fleiri leiki fyrir íslands
hönd, eins lengi og hann hefði getu
til.
„Mér lýst ágætlega á leikinn
gegn Ungveijum. Við reynum að
gera okkar besta og ef allir gera
það ættum við að geta unnið.“
Aðspurður hvort róðurinn yrði ekki
léttari en hann var gegn Rússum í
síðasta leik sagði Olafur að það
væri sama hvaða lið þeir væru að
leika við, þeir þyrftu alltaf að gerá
sitt besta til að ná hagstæðum úr-
slitum.
við tökum þátt í Portúgal í byijun
júlí, en þá leikum við gegn þeim,“
sagði Þorbergur.
Tuttugu manna landsliðshópur
hefur æft grimmt að undanfönu,
en í dag fær liðið sex daga frí, en
byijar síðan að æfa á ný fyrir Port-
úgalsferðina. Liðið tekur síðan þátt
í Norðurlandamóti í Noregi í ágúst,
en áður jeikur liðið tvo leiki gegn
Svíþjóð. íslenska liðið á því að vera
vel undirbúið fyrir heimsmeistara-
keppnina í Egyptalandi í september.
isson Þór, Krislján Jónsson Fram,
Guðni Bergsson Tottenham og
Izudin Daði Dervic KR, miðju-
mennirnir Hlynur Stefánsson
Örebro, Ólafur Þórðarson ÍA og
Rúnar Kristinsson KR. í fremstu
víglínu verða líkt og síðast Arnar
Gunnlaugsson Feyenoord og Am-
ór Guðjohnsen Hácken á köntun-
um og Eyjólfur Sverrisson Stuttg-
art. Varamenn verða þeir Friðrik
Friðriksson ÍBV, Andri Marteins-
son FH, Sigurður Jónsson ÍA,
Amar Grétarsson UBK og Har-
aldur Ingólfsson ÍA.
Morgunblaðið/Þorkell
Ólafur Þórðarson
A I R
IÞR0TTM6M
KVEMU
16.-27. JÚNÍ 1993
Umbótanelnd ÍSÍ
í kvennaíbróttum
Siglingar/róður
Siglingaklúbbarnir Siglunes í Nauthólsvík og Kópa-
nes v/Vesturvör í Kópavogi bjóða konum ókeypis
afnot af bátakosti sínum þessa daga.
Kópanes
Mánud./föstud. kl. 14-17,
fimmtud. kl. 14-22,
laugard. kl. 13-16.
Siglunes
Mánud./miðvikud. kl. 17-19,
fimmtud. kl. 17-22,
laugard. kl. 13-16.
Tennis
16. júní kl. 22.00 - Miðnæturskemmtimót fyrir konur
á Þróttarvelli.
Tenniskynning \ íþróttahúsi Fjölnis í Grafarvogi verð-
ur 21. júní kl. 18-21 og hefst á 20 mín. „tennisleik-
fimi“ undir stjórn Ásdísar Ólafsdóttur, leikfimikenn-
ara. Leiðbeinendur á þremur völlum.
Knattspyrna
íslandsmót kvenna 19.-28. júní í 1 deild:
19. júní kl. 14.00 Valsvöllur: Valur - KR
Akureyrarvöllur: ÍBA - Stjarnan
Neskaupst.: Þróttur N - IBV
Akranesvöllur: ÍA r UBK.
23. júní kl. 20.00 Vestmannaeyjar.: ÍBV - Valur
KR-völlur: KR - ÍBA
Stjörnuvöllur.: Stjarnan - ÍA
Kópavogsvöllur: UBK - Þróttur N.
26. júní kl. 14.00 Valsvöllur: Valur - UBK
Stjörnuvöllur: Stjarnan - KR
Akranesvöllur: ÍA - Þróttur N
Akyreyrarvöllur: ÍBA - ÍBV.
Auk þess verða leiícir í 2. deild og yngri flokkum.
Glíma
Tvær glímusýningar kvenna verða 17. júní:
Á Laugarvatni kl. 14.00.
Á Lækjartorgi kl. 15.00.
Golf
Opin mót:
17. -20. júní: Stigamót, holukeppni
19. júní: Áfram stelpur 50 óra og eldri
20. júní: Clarins
20. júní: Lacoste, 50 óra og eldri
26. -27. júní: Búnaðarbankamót
27. júní: Valkyrjumót
Klúbbamót:
Hvaleyrarvelli.
Svarfhólsvelli, Selfossi.
Húsatóftavelli, Grindavík.
Garðavelli, Akranesi.
Blönduós/Skagaströnd.
Svarfhólsvelli, Selfossi.
Grafarholtsvelli.
Garðavelli, Akranesi.
Vestmannaeyjum.
Hólmsvelli, Leiru.
Grafarholtsvelli.
Hólmsvelli, Leiru.
Jaðarsvelli, Akureyri.
18. júní: Baróttumót kvenna
19. júní: Konur í gamni og alvöru
20. júní: Kvennamót
22. júní: Stigamót kvenna
23. júní: Hressar stelpur
26. júní: Annettumót
27. júní: Hatta- og pilsamót
Einnig eru allir klúbbar landsins tilbúnir til að taka
vel á móti þeim konum, sem vilja kynna sér golf-
íþróttina.
Kvennahlaup ÍSÍ
Kvennahlaup ÍSÍ fer fram 19. júní. Hlaupið verður á
yfir 50 stöðum á landinu, en aðalhlaupið verður í
Garðabæ að venju og hefst kl. 14.00. Þolfiminefnd
FSÍ sér um upphitun og teygjur fyrir og eftir hlaup
í Garðabæ.
Fimleikar
Konur í Hressingarleikfimi Ástbjargar Gunnarsdóttur
og tvær þolfimistúlkur úr Hress, Hafnarfirði, verða
með stutt sýningaratriði í Garðabæ 19. júní kl. 13.30
áður en upphitun hefst fyrir Kvennahlaup ÍSÍ.
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
Sama byijunarlid
og gegn Rússum
KNATTSPYRNA / LANDSLIÐIÐ
Þurfum alltaf að
gera okkar besta
-segir Ólafur Þórðarson sem leikursinn 50. landsleik