Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 „ stcxl hver iyftusicáoum faan&'.' Með morgrinkaffinu Finnst þér ekki að ég ætti að bíða aðeins með að flá höfuð- leður í fyrsta sinn, pabbi minn? Ást er... A-zo ...að traðka ekki hvor á tilfinningum annars TM Reg U.S P.l Ofl.-all rlghu rejerved • 1993 Los Ange4«s Times Syndicate Maðurinn minn skilur mig ekki. BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Að taka svertingja í fóstur Frá Kristófer Magnússyni: í Bandaríkjunum eru framin morð eða vopnum rán með skot- vopnum á nokkurra mínútna fresti og fyrir utan hundruð saklausra manna sem drepin eru árlega hafa megir af þeirra bestu sonum fallið fyrir byssukúlum eins og t.d. Abraham Lincon, Kennedy-bræð- ur og Martin Luther King. Þrátt fyrir það telst það til mannréttinda í Bandaríkjunum að fá að eiga og ganga með byssu sér til vamar. Frá Kristínu Sævarsdóttur: Einkavæðingarárátta sjálfstæð- ismanna getur tekið á sig ýmsar myndir. Nýjasta einkavæðingar- áform þeirra á kostnað almenn- ings er það hlutafélag sem þeir ætla að nú að stofna utan um rekstur Strætisvagna Reykjavík- ur. Hlutafélagið verður þeirrar ein- kennilegu náttúru gætt að vera eingöngu í eigu SVR sem skipar jafnframt alfarið stjórn fyrirtækis- ins. Eins og einkavæðingarsinninn Ellert B. Schram gat um í ágætum leiðara sínum á dögunum er eina viti borna ástæðan fýrir þessari formbreytingu sú að nú eigi að fara að hækka fargjöld og minnka þjónustu, en jafnframt vilji meiri- hlutinn í borgarstjóm geta fírrt sig allri ábyrgð og kastað henni á eins konar fyrirtæki úti í bæ. Einkavæðingarsinnamir eru nú mjög svo uggandi um orðspor einkavæðingarstefnunnar. Óttast þeir að ef drengirnir hans Markús- ar komi vilja sínum fram muni það verða svo illa gert að öllum al- menningi verði ljóst að einkavæð- ing er iðulega gegn hagsmunum fólks. Það myndi spilla fyrir fram- tíðaráformum einkavæðing- arklúbbsins um einkavæðingu á stærri og viðkvæmari sviðum, eins og t.d. í heilsugæslu og mennta- Ef það er í nafni lýðræðis að al- menningur eigi byssur þá hlýtur hið saklausa fólk er deyr fyrir byssumorðingjum að deyja í nafni lýðræðisins? Hver era önnur rök fyrir dauða þeirra? Það er eins gott að það vora ekki hvalir sem morðingjarnir vora að drepa. Hundrað þúsunda manna deyja árlega vegna morða, pyndinga, í fangelsum, af sulti og vegna kyn- þátta- og trúarbragðadeilna. í sumum ríkjum era meyböm borin málum. Illa unnar tillögur um breytt rekstrarform SVR munu einnig afhjúpa raunveralegan til- gang einkavæðingar sem er að þjóna gróðasjónarmiðum á kostn- að almennings en þó þannig að allir haldi að um velferðarmálefni sé að ræða. Ég get vel skilið áhyggjur manna í einkavæðingar- klúbbnum og ugglaust hafa þeir sín áhrif á störf borgarstjómar, en í þessu klúðurslega máli hafa aðrir herrar togað í spottana. Telja má líklegt að þeir sem hagnast á einkabílismanum og vilja þannig stuðla að minnkandi almennings- samgöngum hafi orðið ofan á í þessu máli. Það versta í þessu erfíða máli er að fulltrúar þeir sem almenningur hefur kosið til að þjóna sínum hagsmunum starfa ekki í samræmi við það umboð sem þeim var gefíð og þjóna ekki hags- munum hins almenna borgara heldur þeim fjármálaöflum sem ráða flokksmaskínunni. Fórn- arlömb þessarar taflmennsku verða síðan einnig starfsmenn SVR sem ekki er veitt nein ákvörð- unaraðild að þessu máli og mega búa við óöryggi um sína framtíðar- stöðu. KRISTÍN SÆVARSDÓTTIR, Sólvallagötu 48b, Reykjavík. út og konur brenndar á báli á nokkurra klukkutíma fresti, vegna þess að þær fullnægja ekki þeirri „skyldu“ sinni að fæða feðranum son. Ekki era þessum ríkjum hótað efnahagslegri og stjórnmálalegri einangran vegna brota sinna, sem þó hafa skrifað undir mannrétt- indasáttmála Sameinuðu þjóð- anna. Af hinum ógeðfeldu hótunum varaforseta Bandarílq'anna í garð okkar íslendinga má ráða að hval- ir era settir ofar mönnum. Ég veit ekki til að inúítar á Græn- landi, íslendingar eða Norður- Norðmenn hafí nokkum tíma gengið of nærri sela- eða hvala- stofninum. Það hafa aðrar þjóðir gert, þar á meðal Bandaríkja- menn, en í dag teljast Bandaríkja- menn mestu hvaldráparar heims (túnfískmenn). Drepa þeir jafnvel meira en mengunin nær að drepa. Ef til vill væri skynsamlegt að reka áróður gegn loftmengun og mengun sjávar með því að skír- skota í að slíkt væri óhollt hvölum. Reynslan sýnir að ekki þýðir að tala um að slíkt sé óhollt mönnum, því það er nóg af fólki í heiminum. Við höfum öll fengið að kynnast þeim áróðri að fólk taki sér hvali í fóstur gegn peningagreiðslu og öll höfum við fengið að kynnast örbirgðinni í sumum svertingjav- herfum í Bandaríkjunum í gegnum bandarískt sjónvarpsefni. Hvernig væri að við íslendigar tækjum höndum saman bæði sem einstakl- ingar og þjóð og gerðumst fóstur- foreldrar svertingjabama í Banda- ríkjunum eins og víða er boðið fram í þróunarríkjum gegn pen- ingaframlögum, eða era Bandarík- in orðin svo voldug og við efna- hagslega bundin þeim að við þor- um ekki að leggja út í slíka her- ferð? Allt frá stofnun lýðveldis á íslandi höfum við vilja líta á Bandaríkjunum sem okkar helstu vinaþjóð og við viljum fá að gera það áfram. KRISTÓFER MAGNÚSSON, Breiðvangi 29, Hafnarfirði. Einkavæðing S VR HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar Körfuboltaæði barna og ungl- inga sem gripið hefur um sig hér á landi, í tengslum við NBA körfuboltann í Bandaríkjunum og fjölmiðlafrásagnir af honum hér á landi, getur vart hafa farið fram hjá nokkra mannsbarni á íslandi. Hver krakki er með derhúfu, merkta einhverju bandaríska körfu- boltaliðinu, margir eru í sérmerkt- um körfuboltaskóm, sem kosta nán- ast fasteignarverð, hver sem vill vera krakki með krökkum safnar körfuboltamyndum og aðaltóm- stundaiðjan er að skiptast á mynd- um, safna gullliðum, stórstjörnum eins og Michael Jordan, Scottie Pippen, Charles Barkley og Richard Dumars, svo nefndar séu helstu stjörnur þeirra tveggja liða sem nú leika til úrslita í NBA, Chicago Bulls og Phoenix. xxx Skemmtileg saga í þessu sam- bandi barst Víkverja til eyrna nú um daginn. Vinur Víkveija var staddur á bensínsölustöð Skeljungs og beið eftir því að röðin kæmi að honum við að borga fyrir bensínið. Á undan honum vora feðgar tveir að versla og bað drengurinn föður sinn um að kaupa nú handa sér einn pakká af körfuboltamyndum. Faðirinn lét til leiðast og rétti synin- um einn pakka. Um leið og hann hugðist greiða fyrir bensín og körfuboltamyndir, seildist sá eldri eftir einum pakka af smokkum, sjálfsagt í þeirri trú að sonurinn væri alveg upptekinn af því að skoða happafeng sinn. Ó, ekki! Sá ungi snéri sér að pabba og spurði: „Pabbi, hvað er þetta, sem þú ert að kaupa?“ Pabbinn hugsaði sig um eitt andartak og afgreiðslumaður- inn og vinur Víkverja biðu spenntir eftir því hvert svar hans yrði: „Þetta er ég að kaupa, sonur sæll, svo ég þurfí ekki að kaupa körfubolta- myndir!" Þetta svar er á við feg- urstu þriggja stiga körfu, frá vall- armiðju, ekki satt? xxx Raunar fer því fjarri að sá mikli áhugi sem hér hefur kviknað á bandaríska körfuboltanum ein- skorðist við börn og unglinga. Þeir sem eldri era hafa einnig lagt á sig vökunætur til þess að fylgjast með úrslitaleikjunum í beinni útsendingu á Stöð 2. Reyndar fór fyrsta beina útsendingin heldur brösulega af stað, þar sem ekki tókst að miðla henni til áhorfenda fyrr en um miðj- an leik, og höfðu þá margir gefíst upp á biðinni og gengið til sængur. Þegar fyrsti leikurinn af þremur, sem fram fara í Chicago, hófst kl. 23 á sunnudagskvöldið, höfðu áhugamenn um boltann gert sér í hugarlund, að þar sem leikurinn hæfíst tveimur tímum fyrr, en fyrstu tveir gerðu, sem fram fóru á vesturströnd Bandaríkjanna, þá lyki honum væntanlega um tveimur tímum fyrr. Því var það að menn hikuðu ekki við þá ákvörðun að vaka yfir þriðja leiknum. En honum lauk nú samt sem áður ekki fyrr en klukkan var langt gengin í þrjú, aðfaranótt mánudagsins, þar sem hann var framlengdur í þrígang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.