Morgunblaðið - 16.06.1993, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993
Borgarráð fjallar um fyrirhugaða breytingu á Strætisvögnum Reykjavíkur í hlutafélag
Samráð verði haft
við starfsmennina
Guðmundur
Stefánsson
Árni Össur Skarphéðins-
Trufianir í símkerfinu í höfuðborginni héldu áfram í gærmorgun
ÁLYKTUN starfsmanna Strætisvagna Reyýavíkur (SVR) var í gær
afhent formanni borgarráðs Reykjavíkur. Alyktunin var síðan lögð
fram á fundi borgarráðs. Á þeim fundi var einnig lögð fram tillaga
meirihlutans um að SVR verði breytt í hlutafélag. Jónas Engilberts-
son, trúnaðarmaður starfsmanna SVR, sagði að um 175 starfsmenn
hefðu skrifað undir ályktunina.
A borgarráðsfundinum var tillög-
unni um hlutafélagshreytinguna á
SVR vísað til meðferðar lögfræði-
og stjómsýsludeildar Reykjavíkur-
borgar og til umsagnar stjórnar
SVR. Ákveðið var að um alla fram-
kvæmd tillögunnar skyldi hafa náið
samstarf við starfsmenn og stjórn-
endur SVR og stéttarfélög starfs-
manna.
Sveinn Andri Sveinsson, stjórn-
arformaður SVR, segir þetta vera
í samræmi við þá ályktun, sem
starfsmennirnir afhentu Vilhjálmi
Þ. Vilhjálmssyni, formanni borgar-
ráðs. Sveinn Andri sat borgarráðs-
fundinn í stað Árna Sigfússonar,
borgarfulltrúa, þegar málið var tek-
ið fyrir. Hann segir að gert sé ráð
fyrir tveimur til þremur borgarráðs-
fundum til að fjalla um málið.
MorgunDiaöiö/Porkeli
Alyktun afhent
TRÚNAÐARMENN starfsmanna SVR afhenda hér Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni borgarráðs,
ályktun starfsmanna um breytingu á SVR í hlutafélag. í henni er m.a. skorað á borgarfulltrúa að eðli-
legt samráð verði haft við starfsmenn og að fram fari lýðræðisleg umræða um málið.
ffj rseðir Fvriiiuekium boðin teng’ing’
MjUlIUIldld # § t • / j •• x
viðhorfin við flein en ema simstöð
BRÁÐABIRGÐAVIÐGERÐ, sem vonast var til að mundi koma í veg
fyrir frekari truflanir í simanúmerum tengdum Múlastöð, dugði
ekki til í gær. Var ástandið því jafnslæmt fram að hádegi og á
mánudag, þegar hvorki var hægt að hringja í né úr rúmlega 20
þúsund símanúmerum, en ástandið batnaði eftir hádegið. Olafur
Tómasson, póst- og símamálastjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið
að í framhaldi af þessu óhappi yrði stórum fyrirtækjum og neyðar-
númerum boðin tenging við fleiri en eina símstöð.
FÉLAG frjálslyndra jafnaðar-
manna boða til fundar á kaffi-
húsinu Sólon íslandus við
Bankastræti (efri hæð) í kvöld,
miðvikudaginn 16. júni, kl.
20.30, þar sem ráðherrarnir
Guðmundur Árni Stefánsson og
Össur Skarphéðinsson hafa
framsögu um stöðu og horfur
að hálfnuðu kjörtímabili.
Að því loknu verða almennar
umræður og fýrirspumir.
Fundurinn er öllum opinn. Kaffi-
gjald er 400 kr. Fundarstjóri verð-
ur Ágúst Einarsson, prófessor.
(Úr fréttatilkynningu)
Frekari truflanir ólíklegar
Ragnar Benediktsson, yfirdeild-
arstjóri fjarskiptasviðs Pósts og
síma, sagði að ekki væri búið að
finna hvað biluninni ylli en búið
væri að finna aðra bráðabirgða-
lausn sem tryggði að símasamband
á þjónustusvæði Múlastöðvar yrði
með nánast eðlilegum hætti í dag.
Einu truflanirnar sem búast mætti
við myndu verða í sambandi við
leitina að biluninni.
Tap vegna gengisskráningar
Hjá íslandsbanka þurfti starfs-
fólk að aka á milli útibúa til að
fylgjast með gengisskráningu að
sögn Sigurðar Blöndal, starfsmanns
fjárstýringar íslandsbanka. Hann
taldi að vegna þessa hefði íslands-
banki tapað einhveijum fjármunum.
íslandsbanki var alveg sambands-
laus við útlönd fram að hádegi í
gær og sagði Sigurður að það hefði
valdið miklum vandamálum, þar
sem erlend samskipti væru mjög
mikil.
Hjá Friðriki Weisshappel hjá
Landsbanka íslands fengust þær
upplýsingar að starfsemi bankans
hefði gengið með því sem næst
Karlalandsliðið vann San Marino og ísrael á Evrópumótinu í brids
Hjördís og Ljósbrá unnu
bronsið í tvímenningnum
Menton, Frakklandi. Frá Guðmundi Sv. Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
HJÖRDÍS Eyþórsdóttir og Ljósbrá Baldursdóttir fengu bronsverð-
launin á Evrópumóti kvenna í tvímenningi í Menton í gær. Þetta
er í fyrsta skipti síðan árið 1950 sem íslenskir bridsspilarar ná
einu af þremur efstu sætunum á Evrópumóti. Á sama tíma komst
karlaliðið á Evrópumótinu í sveitakeppni í 1. sætið með þvi að
vinna San Marino og ísrael.
Úrslit tvímenningsins voru spil-
uð í tveimur lotum og eftir fyrri
lotuna voru Hjördís og Ljósbrá í
12. sæti af 28 pörum. I byrjun
síðari lotunnar gekk þeim mjög
vel og tóku forustuna þegar 14
spil voru eftir. Á lokakaflanum
gáfu þær hins vegar aðeins eftir
og hollenska parið Amolds og
Vriend og þýska parið Ceasar og
Moegel fóru upp fyrir þær ís-
lensku.
Hjördís og Ljósbrá spila í ís-
lenska kvennaliðinu sem hefur
keppni á Evrópumótinu í sveita-
keppni í dag. Hjördís er 27 ára
gömul og hefur síðustu ár verið
í fremstu röð íslenskra bridsspil-
ara. Ljósbrá er aðeins 21 árs göm-
ul og þær Hjördís spiluðu fyrst
saman á Norðurlandamóti á síð-
asta ári.
Þær voru að vonum ánægðar
með árangurinn í gær. „Við spil-
uðum nokkuð vel að því okkur
fannst þótt við gerðum auðvitað
okkar mistök. Það sem skipti þó
mestu máli var að við vorum vel
undirbúnar andlega og létum mis-
tökin því ekki hafa áhrif á okk-
ur,“ sagði Ljósbrá. Hjördís tók í
sama streng og sagði að miðað
við spilamennskuna í tvímenn-
ingnum hefðu þær átt þetta sæti
skilið. „Parið okkar virkar vel og
við höfum náð vel saman hér,“
sagði Hjördís.
Þær Hjördís og Ljósbrá spiluðu
mjög góða vörn í tvímenningsúr-
slitunum og það gaf þeim mörg
stig. í þessu spili fengu þær hrein-
an topp fyrir vörnina:
Vestur Norður ♦ K982 ¥983 ♦ K75 ♦ ÁDG Austur
♦ D103 + 65
¥ KG102 ¥ ÁD65
♦ G106 ♦ Á932
+ 1096 + K72
Suður
♦ ÁG74
¥74
♦ D84
+ 8654
Sagnirnar voru dæmigerðar
fyrir tvímenning:
Vestur Norður Austur Suður
Hjördís Ljósbrá
1 lauf pass 1 spaði pass
2 spaðar dobl 3 spað-
ítr//
Ljósbrá doblaði óhrædd með
austurspilin og suður féll í gildr-
una þegar hann sagði 3 spaða
frekar en bíða og dobla 3 hjörtu
sem Hjördís hefði sagt ella.
Hjördís fann besta útspilið, tíg-
ulgosa sem suður fékk á drottn-
ingu. Hún svínaði næst laufa-
drottningu sem Ljósbrá tók með
kóng en Hjördís hafði fylgt lit
með tíunni til að benda á hjarta-
styrk. Ljósbrá tók því hjartaás,
spilaði hjarta á tíu Hjördísar sem
skilaði tígultíu. Ljósbrá tók kóng-
inn með ás, tók tígulníu og spil-
aði fjórða tíglinum og Hjördís
hiaut að fá sjötta slag varnarinnar
á spaða. 2 niður og hreinn toppur.
Gott útspil
íslenska landsliðið vann örugg-
an sigur á San Marino í 5. um-
ferð mótsins og fór við það upp í
2. sæti en sendi San Marinomenn-
ina niður í það neðsta. Aðalsteinn
Jörgensen, Björn EysteinssonyJón
Baldursson og Sævar Þorbjöms-
son spiluðu allan leikinn. Þeir Jón
og'Sævar áttu sérlega góðan leik.
í einu spilinu átti Jón Baldursson
út gegn 3 gröndum. Sævar hafði
opnaði á 2 tíglum sem sýndu veik
spil með annan hvorn hálitinn,
næsti andstæðingur sagði 2 grönd
sem sýndi láglitina og hinn hækk-
aði í 3 grönd. Jón átti:
. S. 10865, H.D63, T.10754, L.
83
og fann eina útspilið sem dugði:
hjartadrottninguna! Blindur átti
K75 í hjarta og Sævar átti
ÁG10982. Vömin fékk því fyrstu
sex slagina á hjarta en við hitt
borðið spilaði Aðalsteinn 3 grönd
í hinni höndinni og fékk alla slag-
ina!
Eftir 5 umferðir voru Frakkar
í efsta sæti með 99 stig, íslending-
ar í 2. sæti með 97 stig, Tyrkir í
3. sæti með 94 stig, Pólverjar
fjórðu með 93 stig og Svíar og
Danir í 5.-6. sæti með 92 stig.
eðlilegu móti. í útibúum bankanna
fengust þær upplýsingar að biðrað-
ir hefðu ekki verið umfram það, sem
eðlilegt er.
Ekki miklar truflanir í verslun
Leifur Steinn Elisson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Visa-ísland,
sagði að greiðslukortaviðskipti í
gegnum svokallaða posa, virtust
hafa gengið eðlilega fyrir sig, þótt
annað hefði verið óttast. Fjöldi
færslna í gegnum posa á mánudag
hefði verið sambærilegur við aðra
daga. Þorsteinn Pálsson, fram-
kvæmdastjóri Hagkaupa, sagði að
viðskipti virtust hafa gengið eðli-
lega í verslunum Hagkaupa og
símaerfiðleikar ekki umfram það,
sem virtust vera hjá öðmm.
Tónleikar
og útsýn-
isskoðun
HALLGRÍMSKIRKJUTURN
verður opinn í kvöld til miðnætt-
is, þar eð spáð er hægri breytí-
legri átt og bjartvirðri. Útsýnis-
pallurinn í turninum er í um 83
m hæð yfir sjávarmáli.
Um leið getur fólk sótt tónleika
í kirkjunni, þar sem Mótettukór
Hallgrímskirkju ætlar að halda tón-
leika í kvöld klukkan 22 og marka
tónleikarnir lokin á 11. starfsári
kórsins. Á efnisskrá verða sálmar
eftir innlenda og erlenda höfunda.
-L
w
i
p
p
i
(
p
i
i
i
i
i'
p
I
f