Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 31 Viðurkerniingar veittar í lok evrópsks vinnuvemdarárs HÉR á landi voru lok evrópska vinnuvemdarársins mörkuð með hátíðlegri athöfn sem hald- in var í Borgartúni 6 í Reykja- vík, föstudaginn 30. april. Þar afhenti forseti íslands, frú Vig- dís Finnbogadóttir, 16 fyrir- tækjum og stofnunum viður- kenningu verkefnisstjórnar vinnuvemdarráðsins. Þessir aðilar tóku allir áskorun sl. haust um að efna til átaks til að efla eigið vinnuverndar- starf. Fjögur skilyrði vom sett fyrir þátttöku í þessu átaki, þ.e. að hafa stéfnu í vinnu- verndarmálum, hafa öryggis- nefnd, vinna markvisst að úr- bótum og halda skrá yfir vinnu- slys. Af þeim sem hófu þátttöku reyndust 16 fyrirtæki og stofnan- ir skara fram úr í ýmsu sem ber vitni um gott vinnuverndarstarf. Hjá sumum þeirra er slysaskrán- ing nákvæmari en hjá öðrum og hún notuð í fyrirbyggjandi til- gangi. Hjá nær helmingi aðilanna höfðu verið gefnar út starfs- mannahandbækur eða ítarlegar öryggisreglur sem fylgt er eftir. Nokkrir hafa gert vinnustaði sína reyklausa og víða má finna snjall- ar úrlausnir á vandamálum sem tengjast aðbúnaði og öryggi á vinnustöðum og dæmi um að verulegar úrbætur hafi verið gerð- ar. Sérstaka viðurkenningu verk- efnisstjórnar vinnuverndarársins hlaut Iðnskólinn í Reykjavík. Þar var að ljúka framkvæmd á víð- tækri áætlun í 24 liðum um úr- bætur í öryggis- og heilbrigðis- málum. Öryggisnefnd og stjórn- endur skólans hafa sýnt í verki sterkan vilja til að ná því mark- miði að skapa verðandi iðnaðar- mönnum starfsumhverfi sem telja má til fyrirmyndar og getur orðið þeim fordæmi í framtíðnni. FYú Vigdís Finnbogadóttir, forseti ís- lands og verndari vinnuverndar- ársins, afhenti Ingvari Ásmunds- syni skólameistara listaverk eftir Fulltrúar þeirra fyrirtækja og stofnana sem hlutu viðurkenningu. Ingvar Ásmundsson, skólameistari Iðnskólans í Reykjavík tekur við sérstakri viðurkenningu úr hendi forseta íslands. Jón Snorra Sigurðsson, gullsmið, sem vott hinnar sérstöku viður- kenningar. Viðurkenningu, sem veitt var fyrir skipulegt starf sem miðar að því að tryggja öryggi og góðan aðbúnað innan fyrirtækisins eða stofnunarinnar, hlutu eftirtaldir aðilar: Brauðgerð Kr. Jónssonar og Co. á Akureyri, Fönn hf. í Reykjavík, Hraðfrystihúsið hf., Hnífsdal, Iðntæknistofnun ís- lands, íslenskur skinnaiðnaður hf. á Akureyri, ístex hf. í Mosfellsbæ, Kaupfélag Fáskrúðsfírðinga, Keflavíkurverktakar sf. á Kefla- víkurflugvelli, Kennaraháskóli Is- lands, Mjólkursalan í Reykjavík, Póstur og sími, Rafmagnsveitur ríkisins, Sementsverksmiðja ríkis- ins, Akranesi, Vinnslustöðin hf. í Vestmannaeyjum og Vífílfell hf. í Reykjavík. (Fréttatilkynning) Nýr matsölustaður í Garðinum Garði. NÝR matsölustaður, Veitinga- stofan Ásinn, var opnaður hér i bænum fyrir nokkrum dögum. Veitingastofan stendur við Heiðarbraut og rúmar 60 manns í sæti. Eigendur nýja staðarins eru hjónin Loftveig Sigurgeirsdóttir og Sveinn Bjömsson. Fyrst um sinn verður staðurinn opinn frá morgni til kvölds alla daga vikunn- ar. Boðið er upp á góðan heimilis- mat og skyndirétti s.s. hamborg- ara og samlokur auk þess sem hægt er að fá kaffi og með því. Veitingastofan Ásinn er fyrsti staður sinnar tegundar í Garðin- um. Arnór Fyrsti matsölustaðurinn SYSTURNAR Rósa og Guðlaug Sveinsdætur í dyrum Veitingastof- unnar Ássins. Iðnskólanum í Reykjavík slitið Útskrifað FRÁ útskriftarhátíðinni í Hallgrímskirkju. Á fremsta bekk sitja 60 ára útskriftanemendur Iðnskólans. 367 nemendur braut- skráðust á skólaárinu IÐNSKÓLANUM í Reylqavík var slitið fimmtudaginn 27. maí. Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju- og hófst með forspili Harðar Áskelssonar orgelleikara. í ávarpi Ingvars Ásmundssonar, skólameistara, kom fram að á haustönn stunduðu 1.590 nemend- ur nám í dagskóla og 294 kvöld- skólaeða tæplega 1.900 nemendur alls. Á vorönn voru 1.694 nemend- ur í dagskóla og 237 í kvöldskóla. Á haustönn brautskráðust 119 nemendur og nú á vorönn 248 nemendur eða samtals 367 á skólaárinu.' Skólinn fékk sérstaka viður- kenningu fyrir markvisst vinnu- vemdarstarf á vinnuverndarári. Fyrstu skrefín í að innleiða altæka gæðastjórnun voru stigin á þess- um vetri og skólinn fékk tilnefn- ingu til hvatningarverðlauna Gæðastjórnunarfélags íslands. Á skólaárinu var nýr hugbúnað- ur tekinn í notkun við nemenda- skráningu og stundaskrárgerð. í sumar munu Iðnskólinn og Reykjavíkurborg starfrækja sum- arnám fyrir atvinnulaust fólk á aldrinum 16-20 ára. Skólameist- ari minnti á hið alvarlega atvinnu- leysi og að aðgerða væri þörf í atvinnumálum. Bára Hafliðadóttir nemandi í kjötiðn hlaut verðlaun fyrir bestan árangur á burtfararprófi. Hún hlaut einnig verðlaun Landssam- bands iðnaðarmanna fyrir bestan námsárangur í löggiltri iðngrein. Hilmar Viðarsson hlaut verðlaun fyrir næst bestan árangur á burt- fararprófí og verðlaun Iðnaðar- mannafélags Reykjavíkur fyrir hæstu einkunn samanlagt í teikn- ingu og ástundun. Verðlaun Landssambands iðnaðarmanna fyrir bestan árangur á stúdents- prófi hlaut Ásgeir Hauksson tæknistúdent. Verðlaun Meistara- og verktakasambands byggingar- manna fyrir bestan árangur á meistaraprófí hlaut Árni Geir Snæþórsson. Verðlaun Helga Her- manns Eiríksson fyrir hæstu ein- kunn í iðnteikningu vélvirkja á burtfararprófi hlaut Hafliði Reyn- isson._ Verðlaun Skýrslutæknifé- lags íslands fyrir bestan náms- árangur í tölvugreinum á burtfar- arprófí hlaut Magnús Kristinsson. Verðlaun Finns O. Thorlacíussr fyrir hæstu einkunn í iðnteikningu húsasmiða á burtfararprófi hlaut Jónas Þórðarson. Verðlaun fyrir bestan námsárangur í dönsku á burtfararprófi hlaut Ingveldur Elsa Breiðfjörð. Verðlaun fyrir bestan námsárangur í íslensku á burtfararprófí hlaut Marta Emelía Valgeirsdóttir. Verðlaun fyrir bestan námsárangur í ensku á burtfararprófí hlaut Haukur Þór Lúðvíksson. Styrk úr Liðveislu Sparisjóðanna fyrir góðan náms- árangur og gott starf að félags- málum hlaut Arndri Jóhannesson. í lokaorðum sínum brýndi skóla- meistari fyrir burtfararnemendum að vinna öll sín verk vel, temja sér stundvísi, stuðla að góðu sam- starfi á vinnustað og góðum starfsanda. Hann hvatti nemendur til að huga að frekara námi innan- lands sem utan. Verðlaunhöfum, aðstandendum þeirra, gestum og starfsfólki var boðið í kaffí í Iðn- skólahúsinu að athöfn lokinni. (Fréttatilkynning) ★ HSM Pappírstætarar og pressur Ýmsar stæröir og gerðir ► Nýtisku hönnun ► Öryggishlíf ► Litaval ►Þýsk tækni og gæöi OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 -105 Reykjavík Simar 624631 / 624699 | Farðu í Græöandi heilsubaö heima Lækningamáttur saltsins úr Dauðahafinu á gigtar- og húðsjúkdóma hefur veriö þekktur í hundruð ára og fjölmargir gigtar- og psoriasissjúklingar um allan heim hafa fengið bót meina sinna með notkun baðsaltsins. Kláði minnkar, húðin styrkist, sársauki í liðamótum minnkar og sjúklingar eiga auðveldara með svefn. Fyrir aðra er almenn notkun baðsaltsins hressandi, eykur vellíðan og mýkir húð. Græöandi fæst hjá Hafnarbakka, í Heilsuhúsinu á Skólavörðustig, í Kringlunni og í Heilsuhominu á Akureyri. HAFNARBAKKI Sérfrteöingar í salti. Höföabakka 1, 112 Reykjavík sími 676855Jax 673240 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.