Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 Heiður Baldurs- dóttir - Minning Kveðja frá Landssamtökun- um Þroskahjálp Heiður Baldursdóttir sérkennari og rithöfundur er látin í blóma lífs- ins. Enda þótt okkur væri kunnugt um alvarleg veikindi hennar og að hverju stefndi kom andlátsfregn hennar okkur í opna skjöldu. Hið mikla þrek hennar og sterkur vilji í baráttunni við illvígan sjúkdóm vöktu vonir um að henni tækist að vinna sér lengri tíma. Landssamtökin Þroskahjálp áttu því láni að fagna að njóta starfs- krafta hennar um skeið er hún starfaði í menntamálanefnd sam- takanna. Þar vann hún með foreldr- um og öðru fagfólki að mótun stefnu samtakanna í menntamál- um. Samtökin hafa mikilvægu hlut- verki að gegna til áhrifa á stefnu stjórnvalda hvað varðar menntun bama með fötlun. Þar er ómetan- legur stuðningur fagfólks eins og Heiðar sem, auk þess að vera vei menntað, hefur til að bera eldmóð og trú á jafnrétti fatlaðra til skóla- göngu og menntunar. Heiður helgaði starfskrafta sína r- fötluðum börnum. Hún starfaði m.a. í Safamýrarskóla að kennslu fjölfatlaðra barna. Hún sýndi ávallt í lífi og starfí sínu ríkan skilning á mikilvægi menntunar þessara barna til undirbúnings þeirra fyrir lífíð. Hún var föst fyrir og ákveðin í skoðunum og hafði ríka réttlætis- kennd. í henni fundu því foreldrar samherja í þeirri réttindabaráttu sem stöðugt þarf að heyja. Sjálf lagði Heiður kapp á að bæta sífellt við menntun sína. Hún r. hóf nám í sérkennslufræðum við Kennaraháskóla íslands árið 1985 og lauk því með BA-gráðu árið 1990. Þá hafði hún ennfremur lokið starfsleikninámi. Áfram hélt hún ótrauð og nú kaus hún að halda til Bandaríkjanna til frekara náms í sérkennslufræðum við Temple Uni- versity í Philadelphia. Allir sem til þekkja vita hversu mikið átak það er fyrir fjölskyldumanneskju að taka sig upp og fara í krefjandi nám í öðru landi. Fyrir foreldra fatlaðra bama er það dýrmætt að hafa átt að fólk á borð vlð Heiði sem hefur lagt svo mikið af mörkum til þess að auka lífsgæði bama okkar. Það er mikill skaði að starfskraftar ? hennar nýtist ekki framar í þágu þessara barna. Þessi unga, glæsilega og vel gerða kona er öllum harmdauði. Harmur íjölskyldu Heiðar er meiri en orð fá lýst. Fyrir hönd félaga úr Landssam- tökunum Þroskahjálp færi ég eigin- manni Heiðar, Ómari Sævari Harð- arsyni, dætmm þeirra Brynhildi og Þóreyju Mjallhvíti, foreldmm henn- ar Þóreyju Kolbeins og Baldri Ragn- arssyni svo og öðmm vandamönn- um innilegar samúðarkveður. Við erum þakklát fyrir að hafa notið starfskrafta Heiðar Baldurs- dótttur. Blessuð sé minning hennar. Ásta B. Þorsteinsdóttir. 6 1 Lffið er leiðsla og draumur logn og boðaföll sker og striður straumur stormur þoka og §öll, svo eru blóm og sólskin með en bakvið fjöllin himín há, hefur enginn séð. Elsku frænka og hálfnafna! Á milli okkar myndaðist ósýni- legt band er ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að taka á móti þér, þeg- ■I ar þú komst í heiminn á mildu vor- kvöldi í súðarherberginu í Skeiðar- voginum. Þú opnaðir augun þín og byijaðir að virða fyrir þér þennan ókunna heim. Árin liðu og þegar þú varst í kringum tíu ára gömul komst þú í heimsókn til frænku vestur á firði. Við fómm í gönguferð til þess ' að skoða náttúruna. Þú varst alltaf söm við þig og hafðir með þér bók. Enn sem fyrr vom augu þín og hugur opinn og þú sást náttúruna í kringum þig og gladdist yfír mætti og unaðssemdum hennar. Við þökkum lífsstarf þitt og megum við öll lifa og gleðjast í þeim björtu minningum sem þú gafst okkur með lífsþrótti þínum og athafnasemi. Elsku systir og mágur, Ómar og dætur og aðrir aðstandendur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Aðalheiður. Ég vil með örfáum orðum kveðja Heiði Baldursdóttur, sem lést hinn 28. maí sl. aðeins 34 ára gömul. Það var hinn 14. nóvember sl., eða fyrir sjö mánuðum, að ég kynnt- ist Heiði. Ég varð fyrir mikilli hug- arfarsbreytingu og er mjög þakklát- ur fyrir að hafa fengið að kynnast Heiði. Heiður var ákaflega heil- steypt og sterk persóna. Það geisl- aði frá henni lífskrafturinn alveg til hins síðasta. Það er óskiljanlegt þegar fólk er hrifíð á brott í blóma lífsins. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Og ég heyrði rödd af himni sem sagði: Rita þú: Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja upp frá þessu. Já: segir andinn þeir skulu fá hvfld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim. (Opinberunarbókin 14.13) Minningin um Heiði mun ætíð lifa í hjarta mínu. Ég bið almáttug- an Guð að styrkja Ómar Sævar Harðarson, Brynhildi og Þóreyju Mjallhvíti Ómarsdætur, einnig alla aðra aðstandendur í sorginni. Ásgeir Ásgeirsson. Ég sem þetta rita var svo lánsöm að hafa um nokkurt skeið þekkt Heiði Baldursdóttur og fengið tæki- færi til að kynnast þeim fjölþættu hæfileikum sem hún var gædd og þeim einstaka lífskrafti sem ein- kenndi hanna mjög. Heiður, hvort sem það var fag- maðurinn Heiður eða vinkona mín Heiður, hafði mikil áhrif á mig. Virðing mín og aðdáun á hæfileik- um hennar og framkvæmdaorku óx dag frá degi. Hetjuleg barátta hennar gegn óvægnum sjúkdómi síðustu mánuðina sem hún lifði snart mig djúpt. Sú ríkulega hlut- deild sem Heiður veitti mér í hugs- unum sínum, úrvinnslu og átökum við krabbameinið, sem smám saman varð ljóst að ekki myndi unnt að sigrast á, er mér ómetanleg reynsla sem ég mun hafa að leiðarljósi um ókomna tíð. Með óvenju opinni umræðu um sjúkdóminn og raun- hæfa möguleika á lækningu, um hveiju hún hefði fengið áorkað í lífinu og hveiju hún myndi ekki ná, opnaði fyrir mér nýjar víddir. Mér fínnst í raun sem Heiður hafi með þessu gefíð mér lykil að reynslu- hólfí sem mér var áður framandi. Hún ræddi um vonina, vonbrigðin og sorgina. Heiður líkti veikindum sínum eitt sinn við leikrit í mörgum þáttum þar sem hún væri í aðal- hlutwerki. Ég átti upphaflega samleið með Heiði að ráði vorið 1987 þegar und- irbúningur hófst að þróunarverk- efni í Safamýrarskóla, sem er sér- skóli fyrir fötluð börn. Þessi undir- búningsvinna markaði upphafíð að tveggja ára samfelldri starfsrann- sókn. Heiður var þá starfanndi kennari við skólann. Henni hafði verið fengið það ábyrgðarhlutverk að vera hópstjóri óg ritari og var hún þannig tengiliður hópsins við mig, en ég var utanaðkomandi ráð- gjafí á vegum Kennaraháskólans. Tilgangurinn með verkefninu var fyrst og fremst að þróa leik sem kennsluaðferð en í framhaldi þar af beindist kastljósið að ýmsum fleiri þáttum, m.a. námskrárgerð. I skýrslu þátttakenda í lok fyrra árs kom fram að starf vetrarins hefði verið átakamikið og erfítt en mjög lærdómsríkt. Mjög einkennandi fyrir Heiði var að reyna að læra af mistökum. Hún var óþreytandi við að setja fram tilgátur um hvernig hefði mátt gera öðruvísi. Enda þótt umrædd starfs- rannsókn væri löngu að baki vísaði hún oftlega til einstakra þátta henn- ar, leitaði enn skýringa og fannst sem betur hefði mátt vinna úr hinu og þessu, hvort sem um var að ræða fræðilegt innihald eða sam- spil þátttakenda. Lausir endar áttu ekki við Heiði. Hún vildi gera ná- kvæma úttekt á öllum málum af hreinskilni og var ekki að hlífa sjálfri sér í þeirri úttekt. Veturinn 1989-1990 stundaði Heiður síðari hluta náms til BA prófs í kennslufræðum við Kenn- araháskóla íslands. Ég var annar umsjónarmanna námsins og kynnt- ist henni því sem nemanda mínum. Heiður var mjög áberandi í hópi tæplega 30 námsmanna. Hún spurði áleitinna spuminga, var gagnrýnin og rökföst, nákvæm og metnaðarfull auk þess að vera mjög sjálfstæð. Heiður gerði kröfur, bæði til sjálfrar sín og annarra. Hún var fróðleiksþyrst, komin til að læra og vera virk í náminu.. Heiður var af- burða nemandi. Það var hrein unun að lesa ritgerðirnar hennar sem voru ríkar að inntaki, settar fram á kjamyrtu máli og héldu lesandan- um föngnum. Heiður var framsæk- in, og fannst mér oft sem hún væri komin feti lengra í hugmyndafræði- legum vangaveltum en við hin. Hún tjáði mér óspart efasemdir sínar ef svo bar undir og var ósjaldan í hlut- verki hins faglega áskoranda. Gáfur hennar, rökfesta og dugnaður ávann henni virðingu í hópnum. Hún kom alltaf ótrúlega beint að efninu, umbúðir hentuðu henni ekki. Hefur hún eflaust af þeim sökum sett einhverja út af laginu með sínum beinu og hreinu tilsvör- um, án þess sjálf að reikna með að viðkomandi gæti bmgðið eða jafvel sárnað einlæg svör hennar. Á sama tíma og Heiður stundaði nám sitt af kostgæfni afrekaði hún að stunda störf rithöfundar, sem barnabókahöfndur. Sólarhringur Heiðar var augljóslega ekki lengri en okkar hinna og er aðdáunarvert hversu vel henni tókst að skipu- leggja og nýta tímann. Ég spurði Heiði eitt sinn hvernig í ósköpunum hún færi að því að afkasta svona miklu og hvaðan henni kæmi þessi mikli kraftur. Hún svaraði að bragði: „Ég drekk kaffi" og lyfti hlæjandi kaffíbollanum sem hún hélt á. Þegar veikindin bar að hafði Heiður um skeið stundað fram- haldsnám í sérkennslufræðum við Temple University í Philadelphia, Bandaríkjunum, en hún og eigin- maður hennar, Ómar Sævar Harð- arson, fóru utan til náms haustið 1990 ásamt dætrum þeirra tveim, Brynhildi og Þóreyju Mallhvíti. Hugur hennar stóð til rannsókna á sviði boðskipta. Hún vildi skoða og skilgreina boðskipti og leita leiða til þróunar markvissrar málörvun- ar, einkanlega barna með skertan þroska, en lokaritgerð Heiðar í BA náminu greindi frá rannsókn henn- ar á boðskiptum 4 ára þroskaheftr- ar stúlku. Til marks um viljastyrk Heiðar og ásetning um að ná að ganga frá sínum málum áður en yfír lyki má nefna, að síðustu dag- ana fyrir andlát sitt skráði Heiður niður nánari skýringar við nefnda ritgerð, svo kennarar og aðrir uppa- lendur sem gætu mögulega nýtt sér vinnu hennar, hefðu enn meiri not af. Þegar krafta þraut til skrifta skráði Ómar niður athugasemdir hennar. Óskaverkefni Heiðar var að fá tækifæri til að takast á við kennslu ófatlaðra og fatlaðra bama saman í hópi, þ.e. blönduðum bekk, í al- mennum grunnskóla. Minntist hún þess stundum að sig skorti reynslu í að kenna við almennan grunn- skóla og var ekki alls kostar sátt við það. Þrátt fyrir alvarleg veikindi Heið- ar hélt hún áfram faglegri umræðu af kappi og lét í ljósi afdráttarlausa skoðun á öllu því sem á döfinni varí skólamálum, en þau áttu hug hennar allan. Hún fylgdist með fag- legri umræðu og bað mig m.a. um að útvega sér tillögur nefndar um mótun nýrrar menntastefnu. Síð- ustu vikumar, þegar ljóst var að hveiju stefndi, hélt Heiður áfram að láta sig varða og rökræða skóla- mál, einkanlega blöndun fatlaðra og ófatlaðra og þörfína á vönduðum rannsóknum svo unnt yrði að fjalla málefnalega um hina ýmsu hliðar blöndunar, kosti og vandkvæði. Ég mun sakna þess að geta ekki lengur borið hugmyndir undir Heiði og átt við hana hressandi umræðu um kennslumál í leit að betri leiðum til að gera skólagöngu barna, eink- anlega barna sem em fötluð á ein- hvern hátt, eins markvissa og ár- angursríka og best verður á kosið. Heiður gaf mér ætíð gnægð efnis til að velta vöngum yfír, brá upp óvæntum sjónarhomum, spurði öðmvísi spurninga. Það vom for- réttindi að eiga Heiði að sem vin- konu og faglegan áskoranda. óhætt er að segja að miklar vænt- ingar vom bundnar við Heiði sem verðandi einn af helstu fánabemm og sérfræðingum í kennslu nem- enda með sérþarfír hér á landi. Hún var auk þess mjög meðvituð um mikilvægi grasrótarinnar og þörf- ina áað tengja fræði og starf. Nýstofnuðum minningarsjóði um Heiði Baldursdóttur er ætlað að hvetja til rannsókna og þróunar á þeim sviðum sem henni vom hug- leiknust og hún hafði ætlað að helga krafta sína, ásamt ritstörfum, en á þeim vettvangi hafði hún þegar unnið íjölmörg afrek. Má með sanni segja að Heiður hafí með áhuga sínum og framlagi á þessum sviðum gefíð okkur sem eftir stöndum veg- legt veganesti og um leið kallað okkur til ábyrgðar um að hafast að. Ég get fundið samhljóm með starfí Heiðar með börnum, einkan- lega fötluðum bömum og eftirfar- andi línum úr Kvæðinu um fuglana eftir Davíð Stefánsson: Hver fugl skal þreyta flugið móti sól, að fótskör guðs, að lambsins dýrðarstól, og setjast loks á silfurbláa tjöm og syngja fyrir lítil englaböm. Og eins og barnið rís frá svefnsins sæng, eins sigrar lífið fuglsins mjúka væng. Er tungan kennir töfra söng og máls, og teygir hann sinn hvíta svanaháls. Ég færi Ómari, Brynhildi og Þór- eyju Mjallhvíti, foreldrum og systk- inum mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Eyrún Gísladóttir. Góður vinur er nú horfinn úr þessum heimi eftir harða baráttu við erfíðan sjúkdóm. Horfurnar voru góðar eftir fyrstu meðferð og við fylltumst bjartsýni og von, en lífið er hverfult og ófyrirsjáanlegt. Einn daginn skín sólin og framtíðin brosir við okkur, en á næsta andar- taki geta þung ský dregið fyrir þessa birtu og yl. Slík veðraskipti urðu í lífi okkar í lok maímánaðar, er við fréttum af andláti Heiðar. Það voru aðeins liðnir örfáir mánuðir frá því að við sáumst síð- ast og ræddum um stjómmál, upp- eldismál, ritstörf og um lífið og til- veruna almennt. Ekki hvarflaði það að okkur að sú heimsókn yrði síð- asta millilending Heiðar á heimili okkar hér í Lundi. Við vorum bjart- sýn og ræddum hugsanlega heim- sókn okkar til Heiðar og ðmars til Bandaríkjanna að ári liðnu. Vinátta okkar hófst þegar við fyrstu kynni og áttu ijölskyldur okkar margar gleðistundir saman. Heiður var óþreytandi að ræða þau mál sem henni stóðu nærri hveiju sinni þegar við hittumst, hvort sem það var í fjölskylduboðum eða minni „veislum". Áhugi hennar á uppeld- is-, fræðslu- og stjórnmálum var smitandi og var oft erfítt að slíta sig úr heitum umræðum og teygð- ist oft úr kvöldstundunum sem við áttum saman. Eftir að leiðir skildu fyrir tæpum fjórum árum og við fluttum til Sví- þjóðar og Heiður og hennar fjöl- skylda síðar til Bandaríkjanna bið- um við spennt eftir jólabókunum. Bama- og unglingabækur Heiðar voru þær fyrstu sem voru lesnar á heimilinu og um þær rætt frá öllum hliðum. Síðan voru niðurstöðurnar bornar undir Heiði við fyrsta tæki- færi. Atorkusemi og lífskraftur Heiðar virtist óþreytandi og bera störf hennar þess glöggt vitni, bæði sem rithöfundar og sérkennara. Alltaf gaf hún sér tíma fyrir bömin okkar og fór með þeim í smá þroskaleiki sem oftar en ekki urðu uppspretta nýrra umræðna um þroskaferli og sérkennslu. Það varð ekki hjá því komist að smitast af óbifandi orku Heiðar. Það var sama hvar borið var niður, alltaf hafði Heiður eitt- hvað ígrundað og markvert fram að færa. Nú eru þessar stundir að baki og aðeins hægt að minnast og rifja upp. Við sem eftir lifum getum aðeins þakkað fyrir þá stuttu stund sem við áttum saman í þessu lífi. En samveran var gefaridi og virðist lengri en árin segja til um. Góður vinur er nú horfinn og eftir situr tómarúm í hjarta okkar. Minning- arnar streyma fram og fylla bijóst okkar smátt og smátt. Minningin um Heiði, atorkusemi hennar og lífskraft er það veganesti sem hún hefur gefið okkur til lífsgöngu framtíðarinnar. Við kveðjum góðan vin með eftir- sjá og vottum Omari, Brynhildi og Þóreyju samúð okkar, svo og öðrum aðstandendum og vinum. Jón Gunnar, Anna, Andri, Sandra og Tinna. Mér er mikill heiður af að hafa fengið að kynnast Heiði Baldurs- dóttur. Þó kynni okkar hafi verið stutt voru þau mér sérstæð og dýr- mæt reynsla. Við urðum málkunn- ugar fyrir u.þ.b. tíu árum en örlög- in höguðu því svo að kynni okkar urðu ekki nánari fyrr en nú undan- farið ár meðan á veikindum hennar stóð. Strax við fyrstu sýn varð mér ljóst að hér fór ekkert meðalmenni og það sannreyndi ég nú á liðnum mánuðum þegar ég komst í návígi við lífsskoðanir hennar. Heiður var baráttuhugi á öllum sviðum, í námi, við störf sín sem kennari fatlaðra barna, við ritstörf sem barnabókahöfundur, svo og í öðrum lífsaðstæðum sínum. Samtöl okkar snerust oftar en ekki um kennslumál sem báðum voru sér- staklega hugleikin. Þar varð mér líka ljóst að kennsla var Heiði ekki einungis áhugavert lífsstarf - hún var henni hugsjón. Hugurinn stóð til þess að geta stundað raunveru- lega fræðimennsku í tengslum við sérkennslumál og hún hafði verið við nám í Bandaríkjunum unfanfar- ið í þeim tilgangi. Raunin varð hins vegar sú að Heiður þurfti að takast á við annað og erfíðara verkefni. Hún var orðin alvarlega veik. Hún tókst á við veikindi sín með þeirri reisn og því andlega þreki sem hlýt- ur að teljast einsdæmi. Þegar henni varð það fullljóst að í þessari bar- áttu yrði ekki sigrað tók hún til við að reyna að ljúka við ýmis þau verk- efni sem hún hafði áður hafist handa við og sem voru henni mikil- væg. Heiður vildi skilja mikið eftir sig. Og það tókst henni að gera. Eftir stendur minning um unga,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.