Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993
11
Ragna Ingimundardóttir
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Leirinn er sennilega eitt fyrsta
jarðefnið, sem maðurinn lærði að
meðhöndla og móta, þannig að
skapa mætti ný form, sem gætu
þjónað manninum á margvíslegan
hátt. Gripir úr leir, hvort sem eru
diskar, skálar, könnur eða önnur
form, eru mikilvægur hluti forn-
minja allra helstu menningarþjóða
sögunnar. Þessi sterka hefð í leir-
munagerð hefur átt sinn þátt í
að halda leirlistinni hátt á lofti
innan myndlistargeirans, og það
er í þennan brunn sögunnar, sem
leirlistafólk samtímans sækir
næringu sína.
Um þessar mundir stendur yfir
í miðrými Kjarvalsstaða sýning á
leirmunum listakonunnar Rögnu
Ingimundardóttur. Ragna stund-
aði nám í Myndlista- og handíða-
skóla íslands 1977-82, og sótti
síðan framhaldsnám um tveggja
ára skeið í Gerrit Rietveld Aca-
demi í Hollandi. Hún er félagi í
Leirlistafélaginu og hélt sína
fyrstu einkasýningu í Gallerí
Langbrók 1984; síðan hefur hún
m.a. sýnt tvisvar á Kjarvalsstöð-
um og átt verk á samsýningum
hér heima, í Hollandi og í Noregi.
Hið fyrsta sem áhorfandinn
tekur eftir varðandi verk listakon-
unnar hér er hversu kunnugleg
þau eru. Þetta eru rúmlega fjöru-
tíu umfangsmiklir gripir úr stein-
leir, og Ragna notar aðeins fáar,
hefðbundnar formgerðir við sköp-
un þeirra; fjölbreytnin í þessum
stórgerðu vösum, keijum, skálum
og lömpum liggur að nokkru í
áferðinni, en þó fyrst og fremst
í litunum og skreytingunni.
Við skoðun sýningarinnar verð-
ur ljóst að það er langt og strangt
vinnsluferli á bak við þessa gripi.
Vinnsla litanna, hin margvíslegu
mynstur og jafnvel sprungumar
sem setja sinn svip á mörg verk-
anna, öll eiga þessi atriði sinn
þátt i að skila til áhorfandans
þeirri vinnu, sem liggur á bak
við. Listaverk geta þó aldrei stað-
ið aðeins sem vottur um vinnusemi
skapandans, heldur verða að hafa
til að bera einhver eigin innri gildi,
sem lýsa út á við, og þar er kom-
ið að inntakinu.
Listakonan hefur sagt að verk
hennar tengist oft ákveðnum
manneskjum sem hún hefur hitt,
og endurspegli fólkið í mýkt sinni
eða hörku, Iitavali og línuspili.
Þannig leitist hún við að gefa
hverjum grip viss persónuein-
kenni, sem greina hann frá fjöld-
anum. Þessi viðleitni kemur fyrst
og fremst fram í skreytingum
verkanna og frágangi þeirra og
tekst oft ljómandi vel. Sumir birt-
ast sem litríkir einstaklingar,
reisulegir og allt að því sjálfum:
glaðir, eins og t.d. vasi -nr. 30. í
öðrum tilvikum eru verkin í pör-
um, og hafa til að bera vissan
hjónasvip, þó formin séu ólík, og
nægir þar að nefna gripi nr. 8,
13 eða 24. Áhorfendur geta líka
leikið sér við að greina kynferði
persónanna t.d. eftir mýkt línu
og lita, og þannig má fínna ótrú-
lega ríkulegan blæbrigðamun í
verkunum, sem eru eins í laginu
að ytra byrði, en reynast gjörólík
að flestu öðru leyti.
Það virðist liggja í eðli mynd-
listarinnar, að hinir yngri eigi að
standa fyrir umbyltingum á því
sem fyrir er, og ryðja nýjar braut-
ir. Oft kemur þó í ljós að þær
brautir ná engum áfangastað og
hið nýja reynist tálsýnin ein. Það
þarf samt nokkra dirfsku hjá ungu
listafólki til að hafna þessu bylt-
ingarferli og ákveða í þess stað
Ragna Ingimundardóttir: Vasi.
Steinleir, 1993.
að leitast við að þróa persónulega
sköpun og túlkun í myndlistinni
út frá þeim römmum, sem hefðin
og sagan hefur þegar lagt til.
Þetta hefur Ragna verið að gera
í sinni listsköpun, og sýningin að
Kjarvalsstöðum ber þess vott að
hún er að ná ágætum árangri í
þeirri vinnu sinni.
Sýning Rögnu Ingimundardótt-
ur í miðrými Kjarvalsstaða stend-
ur drjúga stund enn, eða til sunnu-
dagsins 18. júlí.
í KVÖLD kl. 20.30 í Bæjar-
bíói. Pé-leikhópurinn: Fiskar á
þurru landi eftir Árna Ibsen.
Leikstjóri Andrés Sigurvinsson.
Frumsýning.
Klúbbur listahátíðar: Leik-
hússöngvar undir stjórn Mar-
grétar Pálmadóttur.
í KVÖLD kl. 20.-3. Tónleikar
í Faxaskála. Hljómsveitirnar
Mug, Blimp, Bölmóður, Fal-
lega gulrótin, Þór (trúbador),
Óskýrt, (Pandemorium), Synir
Raspútins, Síðan skein sól.
Dansleikur til kl. 3.
Nýjar bækur
■ Lestrar-og Litabókin um
Lunda litla er komin út.
„Bókin er ætluð börnum á aldrinum
5-9 ára til að lesa og lita og hefur
hlotið lofsamlegar undirtektir sér-
fræðinga um bamabókmenntir.
Sagan býður upp á margskonar
skemmtilega úrvinnslu í samstarfi
kennara (eða foreldra) og barna.
Tónn verksins er jákvæður og
þroskandi og bókin hefur ótvírætt
nota- og skemmtanagildi." Bókin
kemur út á íslensku og ensku og
er hugsuð sem innleg í lestrarátak
það sem i gangi hefur verið.
Útgefandi er Bókaútgáfa Reyk-
holts. Texti og myndir eru eftir
þá Jónas Þór kennara og Böðvar
Leós teiknara.
Hótel ísafj örður
Pétur og Dýr-
finnasýna
Nú stendur yfir á Hótel
ísafirði sýning á myndlist eftir
Pétur Guðmundsson.
Pétur er ísfirðingur, en á rætur
í Breiðafirði. Hann hefur atvinnu
af sjómennsku en stundar myndlist
í frístundum. Pétur lauk námi í
Myndlista- og handíðaskóla íslands
1976 og hefur auk þess farið í stutt-
ar námsferðir til Austurríkis. Pétur
sýnir milli 20 og 30 myndir, sem
unnar eru með blandaðri tækni
aðallega á ámnum 1992 og 1993
og eins og hann segir sjálfur snú-
ast myndimar um baráttuna við að
vera til. Pétur hefur sýnt á ýmsum
stöðum innanlands og utan meðal
annars í Slunkaríki á ísafirði, í
Noregi og á nokkmm stöðum í
Austurríki.
í anddyri Hótels ísafjarðar er
sýning á verkum Dýrfínnu Torfa-
dóttur gullsmiðs og sjóntækjafræð-
ings. Dýrfínna er ísfirðingur eins
og Pétur og rekur gullsmíðaverk-
stæði og sjóntækjaverslun á
ísafírði. Hún lærði gullsmíði hjá
Pétri Breiðfjörð á Akureyri og hef-
ur sótt ýmis námskeið í grein sinni.
Dýrfinna hefur tekið þátt í samsýn-
ingu FÍG á Kjarvalsstöðum og í
Perlunni, í kvennasýningu í Seðla-
bankanum, auk einkasýningar í
Slunkaríki.
Ghena Dimitrova og Sinfóníuhljómsveit íslands.
Gena Dimitrova er heimsfraeg söngkona, ættuð frá
Búlgaríu. Tónleikar hennar nú, eru einstæður
listviðburður hér á landi, sem tónlistarunnendur ættu
ekki að láta fram hjá sér fara.
ALÞJÓÐLEC
LISTAHÁTÍÐ
I HAFNARflRÐI
4.-30. JUNI
LISTIN ERFYRIRALLA!
Pantið miða tímanlega! Upplýsingar og miðapantanir í síma 65 49 86.
Aðgöngumiðasala:
Bókaverslun Eymundsson í Borgarkringlunni og við Austurvöll. Hafnarborg,
Strandgötu 6, Hafnarfirði. Myndlistarskólinn í Hafnarfirði, Strandgötu 50.
NÝUA BÍLAHÖLL.IN FUNAHÖFBA 1
Subaru Legasy 1.8 árg. '90, ek. 49 þ. km.,
grár, 5 g. Verð 1.290.000,- stgr., ath. skipti.
km., blár. Verð 790.000,- stgr., ath. sk
svart/rautt, algalli fylgir. V. 650.000,- stgr.
Vantar hljól á skrá.
Toyota Corolla Sl árg. ’93, ek. 1 þ. km.,
rauður, 5 g. Verð 1.220.000,- stgr., ath.
skipti.
AMC Cherokee Laredo 4.0 ek. 63 þ. km.,
grár, sjálfsk., 4D. Verð 1.550.000,- stgr.,
ath. skipti.
Suzuki Sldekick JLX Canada árg. 1991,
svartur, sjálfskiptur, rafdrifanar rúður, íæst $
drif, bein innspýting, ek. 52 þ. km. VerftS
1.550.000,- s
Range Rover Vouge árg. 1989, sjálfskiptur,
sóllúga, ek. 60 þ. km. Verö 3.200.000,-
skipti, skuldabréf.
Renault 19 RT Chamade árg. 1993, silfur-
grár, sóllúga, rafdrifnar rúður, ek. 7 þ. km.
Verft t.350.000,-.
Volvo 245 GL árg. 1988, gullsans, sjálfskipt-
ur, ek. 88 þ. km. Verð 880.000,-.
Toyota Landcruiser VX '91
sjálfsk., sóllúga, ek, 40 þ, km.
Verð 3.800.000,-.
gullsans,