Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 t Nemendur brautskráðir frá Kennaraháskóla íslands Hálft ann- aðhundrað kandídata útskrifað KENNARAHÁSKÓLI íslands brautskráði 12. júní síðastliðinn 148 kandídata og alls hafa því 230 kandídatar verið útskrifað- ir af fjórum námsbrautum í vetur. I útskriftarræðu Þóris Ólafssonar rektors kom enn fremur fram að 82 nemendur víðs vegar að af landinu hefðu hafið kennaranám sem skipu- lagt væri að mestu sem fjarnám. Að mati hans er með því brotið blað í kennaramennt- un á íslandi. Að þessu sinni voru 112 kenn- araefni útskrifuð úr almennu kennaranámi til B.Ed. gráðu en af þeim fjölda voru eitt hundrað konur. Þá luku 11 starfandi kenn- arar sérstöku viðbótamámi kenn- ara. Kennsluréttindi fyrir fram- haldsskólakennara öðluðust 15 kandídatar og einn kandídat öðlað- ist aftur á móti kennsluréttindi á grunnskólastigi. Þórir Ólafsson rpktor minntist í ræðu sinni sérstaklega á braut- skráningu 9 fyrstu kandídatanna frá skólanum með B.A. gráðu í hússtjómarfræðum. Hann sagði húsmæðraskóla eins og menn þekktu þá hafa lokið hlutverki sínu en hússtjórnarfræði aftur á móti Morgunblaðið/Þorkell Við útskrift HALLGRÍMSKIRKJA var þétt setin á laugardaginn var þegar 148 kandídatar voru útskrifaðir frá Kennaraháskólanum. hafa öðlast aukið vægi á öllum venjulegum skólastigum. Fjarnám í fyrsta skipti Nám í Kennaraháskóla íslands tók miklum stakkaskiptum að mati rektors skólans þegar fjarnám var tekið upp á síðastliðn- um vetri. Hann segir þetta mikils- vert átak í byggðamálum þar sem fólki gefist nú kostur á heildstæðu háskólanámi án tillits til búsetu. Þórir benti á margar fleiri nýj- ungar í starfí skólans. Drög hafa verið lögð að sérstöku framhalds- námi til meistaragráðu á tilteknum sviðum uppeldis- og kennslufræða og er ráðgert að það nám geti hafist haustið 1994. Einnig var greint frá samningi skólans og umferðarráðs um menntun ökukennara en Kennara- háskólinn mun taka að sér öku- kennaranám næsta haust. Enn- fremur var opnun sérstakar lestr- armiðstöðvar Kennaraháskólans kynnt en hlutverk hennar er með- al annars að aðstoða alla þá sem eiga við lestrarörðugleika að stríða. / A grillih Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, 27. júní nk., fylgir blaðauki sem heitir A grillib. í þessu blaði verður fjallað um það að grilla góðan mat úr margvíslegu hráefni, með mismunandi matreiðsluaðferðum og á ólíkum tegundum grilla. Þá verða gefnar ábendingar frá fagfólki, birtar uppskriftir að meðlæti og greint frá helstu áhöldum en fyrst og fremst verður að finna í blaðinu fjölmargar góðar uppskriftir fyrir þá sem ætla að grilla heima við, í sumarbústaðnum eða á ferðalaginu. Þeim sem áhuga hafa á ab auglýsa í þessum blabauka er beut á ab tckib er vib auglýsingapöntunum til kl. 16.00 mánudaginn 21. júní. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar í síma 69 1111 eba símbréf 69 1110. • kjarni málsins! Þrír útskrifaðir með 1. stigs réttindi frá Vélskóla íslands FRÁ Vélskólanum hafa á þessum vetri útskrifast 3 nemendur með 1. stigs réttindi 10 með 2. stig og 21 með 4. stig. Innritaðir nemendur á haustönn voru 195 en á vorönn síðasta skólaári. Eftirfarandi nemendur hlutu verðlaun fyrir góðan námsárangur: Pálmi Indriðason hlaut sérstök verðlaun frá LÍÚ fyrir góðan árang- ur í vélfræði- og rafmagnsfræði- greinum. Ennfremur hlaut Pálmi verðlaun fyrir rafmagnsfræði, raungreinar og íslensku. Hilmar Sigurðsson hlaut verðlaun fyrir vél- fræðigreinar. Jón Hilmar Indriða- son hlaut verðlaun fyrir góðan námsárangur í erlendum tungumál- um. Verðlaun sem Vélstjórafélag íslands veitir þeim 4. stigs nemanda sem starfað hefur mest að félags- málum hlaut Bjarni Karvel Ragn- arsson. Á haustönninni fékk Svavar Sigurkarlsson verðlaun fyrir góðan námsárangur í vél- og rafmagns- fræði. Í ræðu skólameistara kom meðal annars fram að verið er að end- urnýja tölvukost skólans fyrir tölvu- kennsluna og einnig er verið að setja upp nýtt kælikerfi sem nota á við kennslu í kælitækni. Endurskipulagning stendur fyrir dyrum í smíða- og vélstjórnar- kennslu með það í huga að auka vélvirkjaþátt kennslunnar og auka þjálfun á vélarúmsherminn. Þetta er gert m.a. til að uppfylla reglur Alþjóða siglingamálastofnunar um 185 og er það dálítil aukning frá kennslu og þjálfun. Síðastliðið haust var tekinn í notkun mikið endur- bættur hermibúnaður og reyndist hann í alla staði vel í kennslunni nú í vetur. Námskeiðahald áformað Á komandi vetri er hugmyndin að koma á öflugu námskeiðahaldi í tengslum við Vélstjórafélag ís- lands og verður áhersla lögð á kælitækni, stýrt viðhald ásamt bila- nagreiningu og hermisnámskeið þar sem áhersla verður lögð á störf í stjórnstöð, bilanagreiningu og stilli- tækni. Við skólaslitaathöfnina gáfu 10 ára útskriftarnemar skólanum vandaðan sýningarskáp á borði. Tilgangur hans er að sýna úrval smíðisgripa frá hverjum árgangi og á þann hátt að auka faglegan metn- að fyrir handverki. Skápurinn er gefinn í minningu Hauks Ólafssonar sem lést af slys- förum á? Gunnjóni GK 506 20. júní 1983. Ennfremur færðu 20 ára út- skriftanemar skólanum veglega peningagjöf sem nota á til kaupa á tæknibókum sem komið verður fyr- ir á bókasafni Sjómannaskólans. Nýir vélfræðingar ÚTSKRIFTARNEMENDUR á vorönn ásamt skólameistara. Parmesanskál VARIST EFTIRLÍKINGAR AliSSI KRINGLUNNI S: 680633 P f » r " » » i ■ § i -r * -f> KAFFI OG VOFFLUR >FN.*Á\ /ÚN\ ^ á 17. júní í sal Þjóðdansafélagsins kl. 17-19. Allir velkomnir. Stjórnin. 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Póstsendum. \&Zi barnafataverslun, Laugavegi 12, sími 62 16 82. ft i I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.