Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.1993, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. JÚNÍ 1993 Atvinnulífið greiðir 900 millj. í leyfís,- þjónustu- og eftirlitsgjöld Ársvelta „eftirlitsiðn- aðarins“ 1.800 milljónir ATVINNULÍFIÐ í landinu þarf að greiða rúmar 900 milljónir króna árlega í ýmis lögboðin leyfís-, þjónustu- og eftírlitsgjöld samkvæmt sam- antekt Óskars Mariussonar efnaverkfræðings sem birt er í nýjasta hefti Af vettvangi, fréttablaði Vinnuveitendasambands íslands. Þessi „eftirlits- iðnaður," sem Óskar nefnir svo, veltir árlega rúmlega 1,8 miHjörðum króna en þá eru með taldar aðrar tekjur sem stofnanimar njóta og framlög úr ríkissjóði. „Þó ekki sé um tæmandi úttekt að ræða þá má það vera hveijum manni ijóst að hér er um verulega fjárhagslega byrði að ræða sem lögð er á atvinnuvegi þjóðarinnar," segir Óskar í grein sinni. Magnús Gunnarsson, formaður VSÍ, segir að þessar upplýsingar veki upp þá spumingu hvort allar þessar stofnanir séu nauðsynlegar og hvort ekki megi veita þjónustuna á hagkvæmari og ódýrari hátt en gert er í dag og jafnvel hvort hag- kvæmt sé að fella þessi verkefni undir eina stjóm. Magnús segirað þessi umræða væri nauðsynleg á sama tíma og fyrirtækin væru að keppast við að draga úr kostnaði og minnka yfír- byggingu. VEÐUR Á fimmta hundrað starfsmenn Alls starfa 413 manns hjá þeim stofnunum sem samantekt Óskars nær til. Meðal þeirra era Vinnueftir- lit ríkisins, sem fær árlega 165 millj. kr. frá atvinnufyrirtækjum, Hollustu- vemd ríkisins og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga en álögð eftirlitsgjöld þessara aðila nema á annað hundrað milljónum. Fiskistofa fær 106 millj. frá fyrirtækjum. Gjöld sem renna til skoðunarstofa nema 175 millj. kr. á ári en þær era lögaðilar eða fyrirtæki í eigu einstaklinga sem hlotið hafa viðurkenningu Fiskistofu og annast reglulegar skoðanir á búnaði og innra eftirlit vinnsluleyfíshafa. Gjöld atvinnufyrirtækja til Raf- magnseftirlits ríkisins nema árlega um 47 millj. kr. og til Bifreiðaeftirlits- ins renna 7Ö millj. kr. vegna öku- tækja í eigu félaga og fyrirtækja. í grein sinni mælir Óskar með því, að lögboðið eftirlit fari að mestu fram innan fyrirtækjanna sjálfra og að skoðunarstofur framtíðarinnar hafí umsjón með því að það sé virkt. Þá segir hann að það sé greinilegur ásetningur stjómvalda að láta ekki hér við sitja, og búast megi við aukn- um álögum á næstu misseram vegna þeirrar stefnu að láta þá sem njóta þjónustunnar greiða fyrir hana. Þá muni eftirlitsaðilum fjölga með gild- istöku EES-samningsins sem kalli á aukið skrifræði bæði innan fyrirtækj- anna og hjá stjómvöldum. — mSíím IDAG kl. 12.00 Heímild: Veðurstofa laJands (Byggt é veðurapé kl. 16.15 (gær) VEÐURHORFUR í DAG, 16. JÚNÍ YFIRLIT: Austur við Noreg er 1002 mb lægð sem hreyfist lítið en yfir norðaustur-Grænlandi er-1020 mb hæð. SPÁ: Norðaustlæg eða breytileg átt, gola eða kaldi. Skýjað með köflum norðaustaniands en léttskýjað víðast annars staðar. Hlýjast verður um 17 stíga hiti í innsveitum sunnan til en kaldast verður um 4 stig á an- nesjum norðan- og austanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG: Hæg breytileg eða norðaustlæg átt. Léttskýj- að á Suðvestur- og Vesturlandi en annars skýjað með köfium, en þurrt að mestu. Hlti..6-16 stig. HORFUR Á FÖSTUDAG: Austan gola eða kaldi og léttskýjað Vestan- og Norðvestanlands, en annars skýjað að mestu og smáskúrir. Hiti 6-16 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Norðaustan gola eða kaldi, skýjað og sums- staðar súld við norðurströndina, en þurrt og víðast léttskýjað syðra. Hití 4-8 stig norðan lands en 8-18 stig sunnan lands. Nýir veðurfregnatímar: 1.30. 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30.Svarsími Veðurstofu fslands — Veðurfregnir: 990600. & & & Heiðskirt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað ❖ ❖ Skúrir Slydduél r r r # r * r r * r r r r r * r Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað * V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu ogfjaðrimarvindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka ftig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Það er yfirleftt góð færð á þjóðvegum landsins. Á Vestfjörðum er Þorska- fjarðar-, Tröllatungu- og Steinadalsheiðar ófærar, fært er um Steingríms- fjarðarheiði og Dynjandisheiði. öxarfjarðarheiði á Norðausturlandi er ófær en fært orðið um Hólssand. Hálendisvegir eru iokaðir vegna snjóa og aurbleytu. Viðgerðir á klæðingum eru vfða hafnar og eru vegfarend- ur beðnir eindregið að virða hraðatakmarkanir vegna grjótkasts. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti ( síma 91-631500 og ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin. * H / VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma Akureyri hlti 7 vefiur hálfskýjað Reykjavík 12 hálfskýjað Bergen 8 skýjaö Heleinkl 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 17 hálfskýjað Narssarssuaq 13 léttakýjað Nuuk 1 þoka Osló 14 skýjað Stokkhólmur 14 úrk.fgrennd Þórshöfn 7 skýjað Algarve 27 heiðskfrt Amsterdam 16 léttskýjað Barcelona 23 léttskýjað Berlín 13 skýjað Chlcago 16 helðskfrt Feneyjar 22 skýjað Frankfurt 16 skýjað Glasgow 15 skúrósíð.klst. Hamborg 16 skýjað London 18 léttskýjað LosAngeles 16 þoka Lúxemborg 14 skúr Madríd 28 heiðskírt Malaga 25 heiðskírt Mallorca 25 lóttskýjað Montreal 21 skýjað NewYork 21 alskýjað Orlando 24 léttskýjað París 17 skýjað Madeira 21 skýjað Róm 22 skýjað Vín 21 skýjað Washington 20 þokumóða Winnipeg 10 léttskýjað Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Skytturnar þrjár REFASKYTTURNAR Högni Guðnason Laxárdal, Hjalti Gunnars- son i Fossnesi og Bergur Björnsson Skriðufelli með vopn sín og refinn sem gekk sem erfiðast að ná. Dýrbítar vegnir Syðra-Langholti. REFIR HAFA nú á síðustu vik- um verið að leggjast á lömb í Gnúpverjahreppi síðan fé var sleppt var húsi og hafa grenja- skyttur sveitarinnar haft í nógu að snúast til að vinna á þessum dýrbítum og unnið nokkra þeirra. Á síðustu árum hefur orðið meira vart við tófu í Gnúpveija- hreppi en áður var, einkum á efstu bæjum. í fyrrahaust vant- aði óeðlilega mikið af lömbum á heimtur frá bæjunum Laxárdal, Fossnesi, Steinsholti og Haga eða um 70-80 lömb. Var bændur farið að gruna að þessi lamba- fjöldi hefði orðið tófunni að bráð í fyrra. Nú á síðustu tveimur vik- um kvað það mikið að þessu að refír sáust heima á túni í Haga bíta lamb. Voru þá kallaðar til grenjaskyttur sveitarinnar sem unnu á tveimur dýrum þar á tún- inu og hófu leit að grenjum. Meðal annars leitaði hópur björg- unarsveitarmanna og fundust tvö greni með yrðlingum og náðust bæði fulloðnu dýrin af öðru en á hinu greninu voru dýrin afar vör um sig og sáust lítið en yrðling- arnir náðust. Að auki fundust þá greni þar sem tófa hafði lagt í í fyrra og mikið af unglamba- beinum. Það var svo nú á sunnu- dagskvöld að sást til refsins og var þá Högni Guðnason í Laxárd- al fljótur til og náði að vinna á þessum vargi. Enn er verið að leita grenja og er grunur um að þessi ófögn- uður sé víðar í byggðinni. Síðar verður farið á afréttinn en árlega hefur verið farið til grenjavinnslu á Gnúpveijaafrétti. Refaskytt- urnar segja að slakað hafi verið á refaleit á Flóamannaafrétti á undanförnum árum og þessi fjölgun stafi að einhveiju leyti af því. Einnig sé ekki vafi á að íslenski villirefurinn hafi bland- ast við refi sem sloppið hafa úr búum og dýrin séu því fijósam- ari en áður. — Sig. Sigm. Strand Eldhamars GK við Grindavík Stýrimaður sýknað- ur í Siglingadómi STÝRIMAÐURINN á Eldhamri GK var í gær sýknaður í Siglinga- dómi af ákæru um að hafa sýnt af sér vanrækslu og stórfelldar yfirsjónir við sljórn skipsins á landsiglingu þann 22. nóvember 1991, með þeim afleiðingum að skipið strandaði við Hópsnes í Grindavík. Fimm skipverjar fórust en stýrimaðurinn komst einn lífs af. í ákæru þeirri sem stýrimaðurinn sjómílur í Hópsnesið og þeirri stefnu var í gær sýknaður af, var hann sakaður um að hafa vikið frá fyrir- mælum skipstjórans um að vekja hann með góðum fyrirvara áður en skipið nálgaðist innsiglinguna til Grindavíkur en í þess stað siglt skipinu áfram á fullum siglingar- hraða án þess að gera sér fulla grein fyrir hvar stefna skipsins lá. Síðan að hafa í um einnaF sjómílu fjarlægð frá landi breytt stefnu skipsins um allt að 90 gráður án þess að gera sér nákvæmlega grein fyrir hvar skipið var statt og haldið óbreyttri stefnu þar til skipið strandaði. Hann var í ákærunni talinn brotlegur við sjómannalög, siglíngalög og sekur um manndráp af gáleysi samkvæmt almennum hegningarlögum. Ekki öruggur í niðurstöðum dómsins segir að lýsing stýrimannsins, sem sé einn til frásagnar, þyki geta staðist og sé hún lögð til grundvallar. Rakið er að á heimsiglingunni hafi stefnan í upphafi verið of vestlæg en stýri- maðurinn hafí breytt henni nær réttu lagi þegar ófarnar voru um 2 hafí hann haldið uns skipstjórinn kom í brúna. Stýrimaðurinn viður- kenni að hafa ekki verið öruggur um stöðu skipsins þrátt fyrir þessa breytingu án þess að gera ráðstaf- anir til að bæta úr því svo sem með því að nota radar eða dýptarmæli til að ákvarða nákvæma stöðu. Þessi mistök hafi þó ekki leitt til þess að skipið strandaði. Skipstjór- inn hafi verið kallaður í brúna og beri eftir það ábyrgð á siglingunni. „Ákærði hefur lýst því að skipstjór- inn hafi að fyrra bragði sagt þá vera of vestarlega er hann kom upp í brúna og þá hafí hann breytt stefn- unni 70-80° á stjórnborða. Sú sigl- ing sem þá hófst leiddi til þess að skipið strandaði," segir í dóminum og jafnframt að þótt stýrimaðurinn kunni að eiga einhvern þátt i því að þessi örlagaríka stefnubreyting var gerð þá nægi það ekki til þess að sakfella hann að kröfu ákæru- valdins. Allur sakarkostnaður var felldur á ríkissjóð svo og laun Hafsteins Hafsteinssonar hrl. veijanda stýri- mannsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.