Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.06.1993, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B mmnWbiM^ STOFNAÐ 1913 137.tbl.81.arg- ÞRIÐJUDAGUR 22. JUNI 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Hryðjuverk í Madrid Reuter TVÆR bílsprengjur sprungu með stuttu millibili í miðborg Madridar í gærmorgun með þeim afleiðing- um, að sjö manns, þar af fimm hermenn, biðu bana. Fjöldi vegfarenda slasaðist enda urðu sprengingarn- ar á háannatíma. í annarri sprakk upp herflutninga- bifreið sem hér má sjá en hinni sprengjunni hafði verið komið fyrir rétt við bandaríska sendiráðið í borginni. Talið er að baskneskir aðskilnaðarsinnar, ETA, hafi staðið fyrir sprengingunum. Bílsprengjur__" á bls. 22. Allsherjarringulreið í Azerbajdzhan Leiðtogi upp- reisnarmanna kallar til valda Bakú. Reuter. AZERSKIR uppreisnarmenn voru í gær komnir að úthverf- um Bakú, höfuðborgar Azerbajdzhans, og Suret Guseinov, leiðtogi þeirra, gerði kröfu til æðstu valda í Iandinu. Guseinov sagði á blaðamanna- fundi í Gyandzha, höfuðvígi upp- reisnarmannanna, að sér bæri skylda til að taka að sér stjórn landsins. Hann kvað forseta þings- ins, Geidar Aliyev, ekki hafa neinn rétt til að taka við forsetaembætt- inu eftir að Abulfaz Elchibey flúði höfuðborgina á föstudag þegar uppreisnarmennirnir sóttu í átt að borginni. Er hann nú í Nakhítsje- van, sem er azerskt sjálfstjórnar- svæði en landfræðilega aðskilið. Engin mótspyrna Guseinov hóf uppreisn í vestur- hluta Azerbajdzhans 4. júní og krafðist afsagnar Elchibeys. A viku hafa hersveitir hans sótt alla leiðina að úthverfum Bakú án þess að stjórnarherinn veitti mót- spyrnu. Elchibey hefur sagt að hann hafi ekki sagt af sér og Alijev gegnir forsetaembættinu aðeins til bráðabirgða. Þingið krafðist þess í gær að Elchibey kæmi aftur til Bakú og tæki að nýju við skyldu- störfum sínum. Uppreisnarherménn hafa nú þegar komið sér fyrir á ýmsum stöðum í útjaðri Bakúborgar og var komu þeirra fagnað af stjórn- arhermönnum. Einn helsti stuðn- ingsmaður Elchibeys forseta á þingi sagði í gær, að kæmist Gus- einov til valda, væri búið með póli- tískt frelsi í landinu. Rættum fjármál flokkaí Bretlandi London. Reuter. AÐ KRÖFU Verkamanna- flokksins fer í dag fram á breska þinginu umræða um fjármögnun stjórnmála- flokkanna. Er tilefni kröf- unnar fréttir um að kaup- sýslumaðurinn Asil Nadir hafi yeitt illa fengnu fé í sjóði íhaldsflokksins. Búist hafði ver- ið við, að Michael Heseltine iðnað- arráðherra yrði einn helstí mál- svari íhalds- flokksins í um- ræðunni í dag en af því verður þó ekki þar sem Hes- eltine fékk hjarta- áfall í gær, þegar hann var á ferðalagi í Feneyjum. Síðustu fregnir herma að hann sé á batavegi. Nadir-málið hefur vakið mikla athygli í Bretlandi en það snýst um gjaldþrot stórfyrirtækisins Pollys Pecks, flótta Nadirs úr landi og hugsanleg tengsl hans við ýmsa frammámenn. Sjá „íhaldsflokkurinn ..." á bls. 23. Heseltine Efnahagssamdráttur og Bosnía aðalefni leiðtogafundar EB-ríkjanna Atta liða áætlun um úr- ræði í efnahagsmálum KaupmannahtSfn. Reuter. JACQUES Delors, forseti framkvæmdastjórn- ar Evrópubandalagsins, EB, kynnti í gær á fyrra degi leiðtogafundar EB-ríkjanna í Kaup- mannahöfn áætlun, sem ætlað er að hleypa nýju lifi í efnahagsstarfsemi aðildarríkjanna og draga úr atvinnuleysi. Voru efnahagsmálin aðalviðfangsefni fundarins í gær en stríðið í Bosníu verður efst á baugi í dag. Áætlun Delors, sem er talin munu kosta 3.300 inillj- Búist er við samdrætti í stað hagvaxtar í Evrópubandalagsríkj- unum á þessu ári í fyrsta sinn frá því á áttunda áratugnum og tala atvinnulausra stefnir í 20 milijónir á næsta ári. Helmut Kohl, kansl- ari Þýskalands, þótti því hitta í mark þegar hann sagði, að Evr- ópuríkin yrðu að losa sig við ímynd getuleysisins. I áætlun Delors er fullyrt, að sameiginlegur gjaldmið- ill muni auka hagvöxt og atvinnu en einna mesta áherslu leggur hann á, að gengið verði fljótt frá nýjum GATT-samnmgi. Delors leggur til, að fjárframlög til rannsókna og þróunar, sam- gangna, fjarskipta og tæknilegra nýjunga verði stóraukin og tillaga er um endurskipulagningu menntakerfisins með það fyrir augum, að allir hafi rétt til endur- arða kr., er í átta liðum og er þar meðal ann- ars lögð áhersla á, að EB-ríkin vinni að því að taka upp einn gjaldmiðil; að gengið verði strax frá nýjum GATT-samningi um frjáls viðskipti ríkja í milli; að notkun takmarkaðra auðlinda verði skattlögð sérstaklega en launa- skattur og aðrir skattar á atvinnurekstur lækkaðir og framlög til stofnana, sem vinna að málefnum atvinnulausra, stórhækkuð. Reuter EB beðið ásjár ALIJA Izetbegovic, forseti Bosníu, veifaði til viðstaddra þegar hann kom í liðsbón tíl EB-fundarins í Kaupmannahöfn í gær. menntunar hvenær sem er á lífs- leiðinni. Höfum lifað um efni fram Delors tók fram þegar hann kynnti áætlunina, að svarið við vaxandi atvinnuleysi væri ekki að ráðast gegn evrópsku félagsmála- og vinnulöggjöfinni og tóku sumir undir það með honum. John Maj- or, forsætisráðherra Bretlands, sagði hins vegar, að veruleg hætta væri á, að allsherjarsamræming innan bandalagsins leiddi af sér rándýran ósveigjanleika á vinnu- markaði, sem ræki fyrirtækin úr landi og til þriðjaheimsríkja. Kohl þótti einnig taka áætiun Delors fálega og gaf raunar í skyn, að örlæti velferðarkerfisins ætti sinn þátt í þrengingum Þjóðverja. „Við höfum lifað um efni fram. Innan velferðarkerfisins er að finna út- gjöld, sem ekki er hægt að rétt- læta," sagði hann. Delors lagði til, að fram- kvæmdastjórnin gengi frá endan- legri áætlun um endurreisn efna- hagslífsins ekki síðar en í desem- ber og var búist við, að það yrði samþykkt. Sjá „Izetbegovic ..." á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.