Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.06.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 29. JUNI 1993 Aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að mæta aflasamdrætti Davíð Oddsson forsætisráðherra Gengisfelling aðeins lítill hluti aðgerðanna DAVÍÐ Oddsson f orsætisráðherra segir að gengisf elling krón- unnar sé aðeins lítill þáttur þeirra aðgerða til að mæta þorsk- aflabresti, sem ríkissljórnin samþykkti á sunnudag. Miklu máli skipti að takast á við rúmmálsvandann í sjávarútveginum og að greinin takist á við vanda sinn sjálf. „Menn stóðu frammi fyrir ákveðnum staðreyndum, sem helguðust af tvennu. Annars vegar var talið nauðsynlegt að draga afla mjög mikið saman, og n;enn mega ekki gleyma því að við höfð- um áður tekið ákvarðanir í svipaða átt í tvígang. Þorskafli, sem áður var um 400.000 tonn, er því kom- inn niður í um 160.000 tonn. Hins vegar gerist það, á sama tíma og afli dregst saman, að verð á er- lendum mörkuðum lækkar og er sögulega séð mjög lágt," sagði Davíð í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði að þurft hefði að gera þrennt til að bregðast við þessu: „Það þurfti að stuðla að því að sjávarútvegurinn gæti mætt þessari stöðu, laga efna- hagslífið í landinu að breyttum sameiginlegum tekjum og að fleyta sér fram um nokkur ár, í þeirri von að þessar miklu verndar- aðgerðir í sjávarafla beri árangur, eins og vísindin segja okkur að gæti gerzt." Raskar ekki kjarasamningum Forsætisráðherra sagði að þess hefði verið gætt að aðgerðirnar röskuðu ekki kjarasamningunum, sem gerðir hefðu verið. „Það var einmitt eitt höfuðatriði þessara samninga að settar voru forsend- ur, sem þurfa að standast. Áður var það svo að menn hafa gert kjarasamninga án þess að huga að því að forsendur kynnu að breytast. í þessum samningum var fyrir því séð af hálfu samningsað- ila að horfa til þess ef forsendur breyttust og heimila aðgerðir með hliðsjón af þeim forsendum. Það hefur líka verið gert," sagði Davíð. Þarf að víkja f astgengisstefnu til hliðar um stund Forsætisráðherra var spurður hvort hann hefði skipt um skoðun á gengisfellingu sem hagstjórnar- tæki, en hann sagði í maí að hún væri aðeins hrossalækning fyrir jafnskulduga atvinnugrein og sjávarútveginn, sem fyrst og fremst þyrfti stöðugleika. „Af- staða mín er óbreytt," svaraði Davíð. „Við teljum, líkt og aðrar Vestur-Evrópuþjóðir, að fastgeng- isstefna eigi að vera megininntak í efnahagsstefnu ríkja. Staðreynd- in er þó sú að flest ríki Vestur-Evr- ópu hafa orðið að víkja henni til hliðar um stund vegna mikilla ut- anaðkomandi erfiðleika, til dæmis Svíþjóð, __ Finnland, Bretland, Spánn, ítalía og Portúgal. Ég nefndi þetta reyndar áður en ljóst var að við myndum skera þorskafl- ann úr 230.000 tonnum í 165.000 tonn, og áður en ljóst var að verð myndi halda áfram að lækka. Gengisbreytingin er hins vegar ekki notuð til að lækna stöðu sjáv- arútvegsins; til þess hefði hún Davíð Oddsson þurft að vera miklu meiri. Á hinn bóginn er enn gert ráð fyrir því sem grundvallaratriði að sjávarút- vegurinn takist á við vandann sjálfur. Það er ljóst að sjávarútveg- urinn er með áframhaldandi halla upp á allmörg prósent. Það liggur líka fyrir að í þessum aðgerðum er gert ráð fyrir að flýta fram- gangi Þróunarsjóðsins, sem á að stuðla að því að laga sjávarútveg- inn að þeim aðstæðum, sem hann býr nú við. Menn eru þar að taka á rúmmálsvandanum, sem um er að ræða. Þannig að gengisbreyt- ingin er í raun aðeins sáralítill þáttur í þessum aðgerðum. Við verðum líka að hafa í huga að frá því að við breyttum gengi okkar í nóvember, héldu þeir gjaldmiðl- ar, sem við tókum mið af, áfram að lækka verulega. Það átti við um bæði Norðurlöndin og Spán og ítalíu sem eru mikilvægir mark- aðir fyrir okkur. Menn verða að skoða gengisbreytinguna í þessu ljósi." Nýr samningur stjórnarflokkanna Um þann kafla í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, sem fjallar um Þróunarsjóð sjávarútvegsins, sagði Davíð: „Það má segja að samið sé á milli stjórnarflokkanna upp á nýtt til að flýta þessum þætti. Sjávarútvegsráðherrann og utanríkisráðherrann gerðu sam- komulag síðastliðið vor um að fisk- veiðilöggjöfin almennt og þróunar- sjóðslög skyldu fylgjast að. Þótt þau fylgist að í framlagningu nú í haust er Þróunarsjóðurinn settur í forgang og er ekki háður sam- þykkt hins frumvarpsins. Við leggjum áherzlu á þennan úreld- ingar- og endurskipulagningarþátt og það tel ég vera mjög mikilvægt innlegg í þessar aðgerðir. Ég er mjög ánægður með þá breytingu." — Ert þú ekki þeirrar skoðunar að Þróunarsjóðurinn ætti nú þegar að vera orðinn til? „Það hefði verið mikill kostur, en við skulum gá að því að þessi samningur var gerður og það urðu miklar deilur um fiskveiðistjórn- ina, nánast innan allra flokka, á þinginu í vor. Það tafði lagasetn- ingu um Þróunarsjóðinn. Nú er hann tekinn út úr og gerður að sérstöku forgangsmáli." Erlendar skuld- ir munu hækka um 18 milljarða ERLENDAR skuldic þjóðarínnar voru í lok marsmánaðar sl. 235 milljarðar króna. Miðað við gengislækkunina nú hækka skuldirnar um 18 milljarða króna og eru því um 253 milljarð- ar króna. Af 253 milljarða skuldum skuldar ríkið um 148 milljarða, lánasjóðir og bankar rúmlega 77 milljarða og einkageirinn beint um 27 milljarða, að sögn Jakobs Gunnarssonar sér- fræðings í tölfræðideild Seðlabanka íslands. Hann segir að samkvæmt þessu hækki skuldir atvinnulífsins í heild um u.þ.b. 7-8 milljarða, ann- ars vegar í gegn um einkageirann og hins vegar í gegnum lánasjóði og banka. Skuldir sjávarútvegs aukast um 4 milljarða Að sögn Jóhannesar Nordal, seðlabankastjóra, aukast skuldir sjávarútvegs um 4 milljarða króna vegna gengislækkunarinnar. „Þar sem tekjur sjávarútvegsins eru í erlendum gjaldeyri hækkar skulda- byrðin ekki við gengislækkunina. Hjá þeim sem eru með gjaldeyris- tekjur breytist hlutfallið milli tekna og skulda ekki til hins verra." Aðspurður um hvort hann væri sáttur við gengislækkunina sagði Jóhannes: „Þessi gengisbreyting er ill nauðsyn. Ég er ekki hrifinn af því að sætta mig við illa nauðsyn en ég held að það sé skynsamlegra að gera það en að loka augunum fyrir vandamálunum." Skuldir Landsvirkjunar aukast um 'Wi milíjanl Erlendar skuldir Landsvirkjunar aukast um Zlh milljarð króna vegna gengislækkunarinnar. Að sögn Arnar Marinóssonar skrifstofu- stjóra er nú verið að meta áhrif gengislækkunarinnar á rekstrar- stöðu Landsvirkjunar. „Auðvitað eykur þetta verulega okkar rekstr- argjöld og hugsanlega tekjuþörf á móti." Rekstraráætlanir Landsvirkjunar gerðu ráð fyrir um 1.200 milljón króna tapi á árinu en vegna gengis- fellingarinar verður tapið væntan- lega eitthvað meira, að sögn Arnar. Gengíð fellt um 7,5%, nokkrir gjaldmiðlar frá því í nóv. '92 Dollari Úr 66,11 í 71,36 kr. N D J F M A M J Sterlingspund Úr 97,32 í 106,17 kr. - 120 7,5% N D J F M A M J Japanskt jen Úr 0,6188 í 0,6737 kr. 6% gengiS' felling N D J F M A M J 0,70 0,65 0,60 0,55 0,50 t-0,45 Dönsk króna Úr 10,088 í 10,879 kr. N n'J'f'm'a'm'J' 9 Þýskt mark Úr 38,690 í 41,74 kr. 6% gengis felling 7,5% gengis- felling ^ . 45 J'F'm'A'M'J ECU Úr75,77í81,77kr. 6% gengis- felling E 7,5% gengis- felling ^ . - 90 I I N D 1993 80 70 j 'f'm'a'm'j Gengi dollars og jens hafa hækkað verulega frá áramótum ÞAÐ er ekki einungis gengislækkunin um 7,5% nú sem hefur áhrif á stöðu krónunnar gagnvart mismunandi gjaldmiðlum. Gengi gjaldmiðlanna hefur þróast mjög mismunandi gagnvart krónunni á undanförnum mán- uðum. Þannig hefur gengi jensins hækkað nokkuð stöðugt frá áramótum og gengi dollars hefur hækkað nokkuð jafnt og þétt frá aprílmánuði sl. Gengi dollars hefur hækkað um rúmlega 12% frá áramótum og enn meira ef 6% gengislækkunin í nóv- ember á síðasta ári er tekin með í reikninginn. Gengi japanska jensins hefur þó hækkað enn meira eða um rúm 30% frá áramótum. Gengi annarra helstu gjaldmiðla hefur ekki hækkað eins mikið og sumir höfðu farið lækkandi áður en gengislækkunin var ákveðin. Ef miðað er við gengi eftir 7,5% lækkun krónunnar hefur gengi breska pundsins hækkað um 9,88% frá áramótum, dönsku krónunnar um 5,7%, þýska marks- ins um 5,19 og gengi ECU hefur hækkað um 5,3% frá áramótum. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar um ákvörðun um þorskaflaheimildir Veiðistofninn minnkar væntanlega HAFRANNSOKNASTOFNUN lagði ti! að stefnt verði að upp- byggingu þorskstofnsins og að aflinn fari ekki fram úr 150 þúsund tonnum fiskveiðiárið 1993-1994. Að sögn Jakobs Jak- obssonar, forsljóra Hafrannsóknastofnunar, var við það mið- að að þorskveiðistofn fjögurra ára fisks og eldri myndi ekki minnka næstu tvö ár. „Allt sem er fram yfir okkar tillögur verður þá væntanlega til þess að veiðistofninn muni minnka sem því nemur á næstu tveimur árum," segir Jakob. Mat Hafrannsóknastofnunar var að aðeins með því að takmarka aflann enn frekar megi gera ráð fyrir að stofninn næði að stækka svo nokkru nemi fram til 1996. Við 150 þús. tonna afla næstu ár muni veiðistofninn aukast í 680 þús. tonn 1996 og hrygningarstofninn í 270 þús. tonn. „Ástæðan fyrir þessu er sú að það er að koma inn í stofninn mjög lélegur árgangur frá 1991. Ef okk- ar framreikningar reynast réttir er þetta niðurstaðan," sagði Jakob. Ahyggjur af grálúðu Aðspurður um aðrar tegundir kvaðst Jakob hafa áhyggjur af grá- lúðunni og sagði að grálúðuveiðar hefðu gengið illa. Tillaga Hafrann- sóknastofnunar hljóðaði upp á 25 þúsund tonn en sjávarútvegsráð- herra ákvað að leyfilegur heildar- afli grálúðu verði 30 þúsund tonn. Einnig sagðist hann hafa áhyggjur af einni tegund karfa, gullkarfan- um, þar sem afli á sóknareiningu hefði dregist saman. Hafrann- sóknastofnun gerði tillögu um veið- ar á 80 þúsund tonnum af karfa en leyfilegur heildarafli skv. ákvörðun ráðherra verður 90 þús- und tonn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.