Morgunblaðið - 29.07.1993, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.07.1993, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 Dræm skil lífeyris- sjóða á reikningum til bankaeftirlitsins Á MILLI 20 og 30 lífeyrissjóðir hafa enn ekki skilað ársreikningum sinum fyrir síðasta ár til bankaeftirlits Seðlabanka Islands. Sam- kvæmt lögum ber sjóðunum að skila ársreikningum árituðum af Iöggiltum endurskoðanda fyrir 1. maí. um, samantekt á reikningum þeirra og ályktanir um stöðu lífeyrissjóð- anna í heild. Kemur á óvart Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Sambands almennra lífeyrissjóða, sagði að það kæmi sér á óvart hvað margir lífeyrissjóðir ættu eftir að skila reikningum sín- um. Langflestir lífeyrissjóðimir væru fyrir löngu búnir að gera árs- reikninga sína, enda væru fulltrúa- fundir flestra sjóðanna haldnir á vorin. Sagði hann að meginskýring- in á þessum drætti hlyti að vera sú að endanlegur frágangur reikn- inganna og formsatriði fyrir banka- eftirlítið lenti í undandrætti hjá löggiltum endurskoðendum lífeyris- sjóðanna sem hefðu mikið að gera á þessum árstíma. Þórður Ólafsson, forstöðumaður bankaeftirlitsins, sagði í samtali við Morgunblaðið að reikningarnir bær- ust frekar hægt og væri innheimtan heldur slakari en á sama tíma í fyrra, en þá var lífeyrissjóðunum í fyrsta skipti gert að skila reikning- um sínum til bankaeftirlitsins. Þórð- ur sagði að bankaeftirlitið hefði ít- rekað óskir um skil ársreikninga við marga lífeyrissjóði. Forstöðumaður bankaeftirlitsins sagði að á síðasta ári hefði skýrsla um lífeyrissjóðina ekki komið fyrir almenningssjónir fyrr en í desember en í framtíðinni bæri að stefna að því að það gæti orðið skömmu eftir lok skilafrests. Sagði Þórður að tafir á skilum ársreikninganna seinkuðu vinnu bankaeftirlitsins við eftirlit með lífeyrissjóðunum. Þetta tefði vinnu við samanburð á sjóðun- Hugmynd um rafknuna strætisvagna í miðbæ RAFGEYMAVERKSMIÐJAN Pólar hf. hefur hug á að stofna fyrir- tæki, sem myndi eiga og reka rafstrætisvagna til notkunar í mið- borg Reykjavíkur. Borgarráði hefur borist erindi frá verksmiðjunni þar sem óskað er eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um mögulega samvinnu á þessu sviði. V-Húnavatnssýsla Sameining 3 hreppa felld Stað í Hrátafírði. SAMEINING þriggja hreppa í Vestur-Húnavatnssýslu var felld í atkvæðagreiðslu í gær. Atkvæði féllu þannig í Staðar- hreppi, þar sem 75 voru á kjörskrá, að 21 sagði já, 26 sögðu nei og einn seðill var auður. I Fremri-Torfu- staðahreppi, voru 43 á kjörskrá, og sögðu 24 já og 6 nei. í Ytri-Torfu- staðahreppi voru 150 á kjörskrá og sögðu 57 já og jafn margir nei. Fjór- ir seðlar voru auðir. mS Vagnarnir myndu væntanlega aka milli Hlemms og Kvosar, að sögn Gríms Valdimarssonar fram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. í er- indinu til borgarráðs segir að til- gangurinn með rekstri vagnanna yrði að minnka mengun og spara erlenda orku. „Án efa myndi slík- ur rekstur verða skemmtilega myndrænn og bæta ímynd Reykjavíkur í umhverfismálum,“ segir í erindinu. Þá segir að einn- ig sé vert að athuga hvort aka beri nýjar leiðir t.d. að bílgeymslu- húsum í þeim tilgangi að auka nýtingu þeirra. Erindinu var vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýsludeildar borgarinnar. Verdbreytingar v. genglslaekkunarínnar Verðið Verðið hækkar Dansukker varkr. ernúkr. um sykur 1 kg pakki 44 49 11% Sykur hækk- ar um 11% DANSUKKER strásykur í eins kílós pakkningum hefur hækkað vegna gengisfellingarinnar. Sem dæmi um þessa hækkun má nefna að áður kostaði pakkinn 44 krón- ur en kostar nú 49 krónur. Það er um 11% hækkun. í dag Krafist aðgerða________________ ísrael beitir örþrifaráðum 21 Ekki timi til neyðarkalls Ætiaði að bjarga bátnum 22 Hvalveiðiráðið_________________ Framtíð hvalveiðiráðsins gæti oltið á því að leyfa hrefnuveiðar 23 Leiðari________________________ Friðarsamningar og framferði ísra- ela 22 Viðskiptablað ► Axis og GKS-Bíró sameinast um trésmiðju - Ólögleg álagning á erlendan bjór - Sókn Jökla hf. í Ameríkusiglingum - íslending- ar spara í sumarfríinu Viðey var vaxin birkikjarri fram á tólftu öld ejganmiar Morgunblaðið/Einar Falur Við fornan langeld ANNA Lísa Guðmundsdóttir jarðfræðingur við langeldinn sem fundist hefur við fornleifaupp- gröft í Viðey í sumar. FRJÓKORNAGREINING sem gerð hefur verið í Viðey á vegum Árbæjarsafns hefur leitt í ljós að eyjan var vaxin birkikjarri fram á 12. öld. Að sögn Margrétar Hallgrímsdóttur, borgarminja- varðar, rennir þessi niðurstaða stoðum undir þá tilgátu að eyjan hafi hlotið nafn sitt vegna þess að hún hafi verið viði vaxin, en menn hafa ekki verið á einu máli um uppruna Viðeyjarnafnsins. Að hennar sögn benda niðurstöður rannsókna til að birkið hafi fallið þegar byggð hófst að marki í eyjunni, en þá hafi hafist þar kornrækt. „Við erum komin mjög neðarlega í mannvistarlög klausturbæjarins. Við erum að rannsaka rústir lang- húss sem hefur líklega verið á klausturbænum. Þar fundust þrír hlaðnir ofnar, sem er mjög óvenjulegt. Einnig erum við að rannsaka aðra rúst langhúss, svefnskála, sem er elsta rústin í bæjarhólnum. Þar fannst í sumar langeldur í neðsta gólflaginu," segir Margrét. Þessi hús tilheyrðu klausturbænum í Viðey á 12. til 16 öld en af rannsóknum að dæma hafa þau einnig verið notuð eftir siðaskipti og þá sem spítali á vegum Bessastaða. „Hugsanlegt er að einn af ofnun- um sé frá þeim tíma og hann hafi verið notaður til að halda hita á þurfalingum," segir hún. Að sögn Margrétar hafa einnig fundist ýmsir hlutir sem tengj- ast daglegum störfum, blýkúla, tréfígúra og leifar af fatnaði. Styður tilgátu umnafngift • • Álagningarseðlar opinberra gjalda sendir út Álagning hátekju- skatts 467 milljónir LOKIÐ er álagningu opinberra gjalda vegna ársins 1992 og ákvörðun bóta sem byggjast á framtali fyrir það ár. Verið er að senda álagning- arseðlana til gjaldenda og inneignir vegna ofgreiddrar staðgreiðslu og bætur verða greiddar út á morgun með innleggi á bankareikninga og ávísunum sem sendar verða út. Endurgreiðslurnar nema samtals 5,3 miiyörðum kr. til rúmlega 100 þúsund gjaldenda. Vaxtabætur frá fyrra ári hækkuðu um 300 mil\jónir kr. en húsnæðisbætur lækka rnn 65 millj- ónir. Innlegg á húsnæðisspamaðarreikninga tvöfölduðust miðað við fyrra ár. Fyrirframgreiðsla hátekjuskatts er nú lögð á í fyrsta skipti. Kemur hún á rúmlega 7.500 gjaldendur og nemur um 467 milljónum kr. Indriði H. Þorláksson, skrifstofu- stjóri í yármálaráðuneytinu, segir að niðurstaða álagningarinnar virðist vera í nokkuð góðu samræmi við áætlanir. Samkvæmt frétt frá flármálaráðu- neytinu voru á einstaklinga lagðir alls 44,8 milljarðar króna og hafði álagning hækkað um nálægt 400 milljónir króna frá árinu á undan. Einstaklingar skattskyldir til tekju- skatts og útsvars voru 191.208 og hafði fjölgað um tæplega 1% frá árinu áður. Tekjuskattar voru lagðir á 96.834 einstaklinga sem er nærri 1% færri en árið áður. 94.374, eða rúm- lega 49% allra skattskyldra, voru skattfijálsir. Telq'uskattur til ríkisins var 24,3 Dagskm Senditíðni útvarpsstöðva - ynd kvenna í bandarískum myndaflokkum - Stöð 2 framleið- ir tvo þætti um fornar reiðleiðir - Bíóin í borginni milljarðar króna en var í fyrra 24,2 milljarðar króna og hafði hækkað um 100 milljónir króna. Frá þessum lið dragast bamabætur, bamabótaauki, vaxtabætur og húsnæðisbætur að flárhæð 7,4 milljarðar króna þannig að til ríkissjóðs renna tæpir 17 millj- arðar króna sem er um 180 milljónum króna lægri fjárhæð en á síðasta ári. Útsvar til sveitarfélaga var 16,2 milljarðar króna og hafði hækkað um hálfan milljarð króna. Eignarskattar, lagðir á einstak- linga, vom 1,8 milljarður króna sem er um 4,5% hækkun milli ára. Skattstofn einstaklinga var lækk- aður um 760 milljónir króna vegna íjárfestingar í atvinnurekstri. Sú fjár- hæð var 812 milljónir króna á síðasta ári. Álagning á lögaðila var alls 14,2 milljarðar króna og hafði lækkað um 4,4 milljarða króna frá síðasta ári, aðallega vegna niðurfellingar að- stöðugjalds. Telq'uskattur lögaðila var 3,9 milljarðar króna og lækkaði um 300 milljónir króna, eða um 6%. Yfirlýsing að gefnu tilefni Að gefnu tilefni vil ég taka fram að plastpoki sá sem sagður er vera eitt helsta umræðuefni sumra íslenskra fjölmiðla um þessar mundir var mín eign ásamt innihaldi hans, en ekki Bryndísar Schram. Ástæða þess að ég hef ekki komið þessum upplýsingum fyrr á framfæri, er sú, að ég dvelst erlendis og hef ekki haft spumir af fjaðrafoki í fjölmiðlum af þessu tilefni fyrr en nú. Jafnframt skal skýrt tekið fram, að það var aldrei ætlunin að smygla neinu inn í landið, enda engin tilraun gerð til að fela poka- slq'attann eða innihald hans fyrir tollgæslumönnum. Mér er tjáð að tollgæslumenn geri slíka poka upptæka á degi hveijum, þegar sýnt er að ekki er um smygltil- raun að ræða, heldur ókunnug- leika á reglugerðarákvæðum. Eg gerði mér því ekki grein fyrir, að ég hefði gerst sek um glæp, sem verðskuldaði þjóðarathygli, enda hefur mér hvergi verið birt kæran. Mér skilst hins vegar að Bryn- dís hafi verið ákærð — í fjölmiðl- um. Getur verið að það sé ekki sama hver í hlut á, Brynja eða Bryndís? Ástæðan til þess að ég hélt ekki sjálf á pokaskjattanum er sú að ferðataska mín tapaðist í þessari ferð og ég var kölluð frá, en taskan kom ekki í leitimar fyrr en nokkmm dögum seinna. Mér er að sönnu leitt að hafa valdið vinkonu minni illu umtali að ósekju og að hafa vakið „rétt- láta reiði“ hinna siðprúðu — að tilefnislausu. Virðingarfyllst, Bryiýa Benediktsdóttir, stödd í Hattiesburg, Mississippi, Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.