Morgunblaðið - 29.07.1993, Side 10

Morgunblaðið - 29.07.1993, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 Skálholtshátíð 1993 og ald- arafmæli Páls Isólfssonar ________Tónlist___________ Ragnar Björnsson Á öðrum degi Skálholtshátíðar laugardaginn 24. júlí var þess minnst að í ár hefði Páll Isólfsson orðið 100 ára ef lifað hefði. Reyndar hljómar lítt sannfærandi að Páll lifí ekki, svo sterk ítök á hann í þeim sem kynntust honum, að ég ekki tali um þá sem hann gaf vináttu sína. En Páll átti það litríka sál og sterkar tilfinningar að hann gat ekki leynst og það sanna perlur margar sem hann eftirlét þjóð sinni og þessar perlur syngur hver íslendingur, sem sungið getur, hinir njóta Páls kannske ekki síður, 'sitjandi, hljóðir og hlusta. Þannig var og verður Páll, opin bók sem allir vilja eiga og enginn án vera, þannig eignaðist Páll þjóð og þannig eignaðist þjóðin Pál. Norðmenn eiga sinn Grieg, við ________Tónlist___________ Jón Asgeirsson Ungur píanóleikari, Valgerður Andrésdóttir, hélt sína fyrstu tónleika í safni Siguijóns Olafs- sonar, sl. þriðjudag. Á efnis- skránni voru verk eftir Mozart, Debussy, Albeniz og Schumann. Tónleikamir hófust á F-dúr só- nötunni K. 332, eftir Mozart, elskulegu verki, sem Valgerður lék mjög fallega, einkum fyrsta þáttinn og hæga þáttinn, sem er einstaklega ljóðrænn og fallegur. í síðasta kaflann vantaði punkt- eigum Pál, margt er og líkt með þessum tveim. Báðir þýsk-lærðir, báðir í Leipzig, báðir óforbetran- legir þjóðernissinnar, gátu aldrei verið lengi Ijarri uppruna sínum, Grieg hafði oft enga trú á sér sem tónskáldi og hef ég það frá fyrstu hendi að Páll sagðist fyrst og fremst líta á sig sem organleik- ara. Meðal þess besta sem báðir skrifuðu voru sönglög sem hvert mannsbarn þekkir, báðir skrifuðu þeir leikhúsmúsík, sem erfitt er að skáka, hljóðfæri Griegs var hljómsveitin, hljóðfæri Páls var orgelið. Ógleymanleg er sú mynd, þegar undirritaður, þá 9 ára, sá Pál fyrst. í fylgd föður míns kom ég á þáverandi heimili Páls, á Mímisvegi 2. Páll sat í stól við glugga, sterk sólin baðaði hann skini sínu, þessi mynd var líkari risa en mennskum manni og ég var því fegnastur að hann stóð ekki upp, var ekki rótt gegnt þessari mynd í stólnum og minn- inn yfír „i-ið“, þ.e.a.s., að hraðar tónhendingar kaflans voru ekki nógu hvellskýrar. Það er auðheyrt á leik Valgeð- ar, að þrátt fyrir að hún hafi aflað sér töluverðar tækni er það samt innihald tónlistarinnar, sem hefur mest vægi í útfærslu henn- ar, eins og heyra mátti í Mozart- sónötunni og í næsta verkefni, sem var Myndlíkingar (Image I), eftir Debussy. Af þremur þáttum þessa verk er fyrsti kaflinn, Gei- slabrot á vatni, áhrifamestur og var blæmótun og leikur Valgerð- ar oft mjög fallega útfærður. Rameau-kaflinn er reikandi og ist þess ekki að hafa þorað að segja orð meðan á heimsókninni stóð. En ijarri er mér að reyna að gera Pál að einhveijum hálf- guði, slíkt þjónaði hvorki stíl Páls né sannleikanum. Hann hafði sína veikleika svo sem og aðrir skap- aðir úr holdi og blóði. Ógleymanlegur var hann sitj- andi við orgelið í Dómkirkjunni og glímdi við að töfra fram mynd- ir barrok-höfundanna, og hélt sig vera einan í kirkjunni. Þá gerðist margt í rökkrinu niðri. Orð var á haft, að kórinn í Fríkirkjunni væri betri en Dómkórinn og er mér ekki grunlaust um að kóræf- ingar hafi ekki verið Páls mesta áhugamál. Upphaflega safnaðist til Páls margt besta söngfólk Reykjavíkur og fylgdi honum þar til hann hætti störfum, þá var eðlilega glansinn úr röddunum horfinn og í staðinn kominn tölu- verður skjálfti í sumar raddirnar, sem vængbrýtur möguleikana um fallegan samsöng. Gagnrýn- israddir heyrðust þær, að Páll ætti að yngja upp kórinn, sem vafalaust hefði kostað vináttu margra. En í raun þurfti Páll engan kór. Páll var gæddur því ágæti að geta látið orgelið tala fyrir sig og slík var stærð Páls oft á messutímum að enginn kór gat fylgt honum. Freistandi er að halda áfram að segja frá Páli, svo mikil áhrif hafði hann á þá sem kynntust honum og viska hans var oft mikil. Tónleikarnir í Skálholti hófust með því að einn nemenda Páls, Árni Arinbjarnar- son, lék Chaconnu Páls yfir stef úr Þorlákstíðum. Chaconnan og Passcaglian eru þau orgelverk Páls, sem fest hafa rætur í tónlist- arbókmenntum okkar og spá mín er, að leiknar verði svo lengi land byggist. Orgelið í Skálholtskirkju er vitanlega allt of lítið til að skila, svo fullnægjandi sé, jafn viðamiklu verki og Chaconnan er og jafn ágætur organleikari og Árni er, getur engu þar um breytt. Skálholtskantötu Páls við ljóð sr. Sigurðar Einarssonar fluttu Skálholtshátíðarkórinn, Karl Guðmundsson leikari, Erna Guð- mundsdóttir sópran, Stefanía óviss í gerð, eða eins og Debussy orðaði það, fullur af „sníkjutökt- um“ og þar af leiðandi of lang- ur. Þriðji þátturinn er eins konar tokkata eða jafnvel æfing, að að mörgu leyti skemmtilega leikandi vek, sem Valgerður náði oft að útfæra mjög vel. Navarra, eftir Albeniz, er síð- asta verk meistarans og lauk hann ekki við það. Nemandi hans, franska tónskáldið Séverac, smíðaði við það niðurlag í 26 töktum og þannig var það gefið út. Miðþáttur verksins þykir best- ur en í verkinu í heild má heyra ýmislegt sem minnir á Iberia- svítuna, en er fráleitt jafn glæsi- lega ritað fyrir píanóið. Þarna mátti heyra að Valgerður er að ná þeirri tækni, sem þetta verk Valgeirsdóttir alt, Wolfgang Knuth tenór, Eiríkur Hreinn Helgason bassi. Hljóðfæraleikar- ar voru Ásgeir H. Steingrímsson, trompet, Eiríkur Örn Pálsson, trompet, Oddur Björnsson, bás- úna, Sigurður Smári Gylfason, túba, og Árni Arinbjarnarson, orgel. Stjórnandi var Hilmar Örn Agnarsson, organleikari kirkj- unnar. Skálholtskantata þessi getur ekki talist með því merki- legasta sem Páll skrifaði, þótt mörgum fallegum atriðum bregði fyrir. Til þess að kantatan grípi mann er formið einhvern veginn af lausbeislað, of lítið óvænt og of lítið af því besta sem sem Páll hafði að gefa. En ekki bara Beethoven hafði leyfi til að gera einnig lítt merkilega hluti. Margt var myndarlegt í flutningi verks- ins og stjórn Hilmars Arnar nokk- uð örugg þótt auðséð og auð- heyrt væri að nokkuð vantaði í slagkunnáttu. Hér var 30 ára vígsluafmælis Skálholtskirkju veglega minnst, en orgel er hluti kirkjunnar og þrátt fyrir hið ágæta litla Frobei- niusarorgel, ber kirkjan stærra og möguleikaríkara hljóðfæri. Mættu þau umskipti verða næsti áfangi. býður upp á, en enn vantar að- eins á að hún leiki sér með hana án mikillar áreynslu. Tónleikunum lauk með Hu- moreske, op. 20, eftir Schumann og þar mátti oft heyra frábær- lega fallega mótaðar tónhending- ar. Valgerður er efnilegur píanó- leikari, ræður yfir töluverðri tækni, þótt enn sé hún henni nokkuð þung í hendi og hún eigi eftir að fínpússa hana enn frek- ar. Það sem er þó mikilvægast er, að í leik hennar má heyra mjög sterka tilfinningu fyrir formskipan og tónrænu innihaldi verkanna, sem kom hvað best fram í sónötu Mozarts og Humor- eske Schumanns. Píanóleikur N \í M i N i I i i Tilkynning um útboð markaðsverðbréfa HLUTABRÉF í Síldarvinnslunni hf. Neskaupstað Heildarnafnverö nýs hlutafjár: Kr. 35.000.000,- Sölugengi til forkaupsréttarhafa: 3,00 Sölugengi í almennri sölu: 3,00 Forkaupsréttartímabil: 28. júlí 1993 - 20. ágúst 1993 Almennt sölutímabil: 21. ágúst 1993 - 28. október 1993 Umsjón með útboði: Landsbréf hf. Útboðslýsing vegna ofangreindra hlutabréfa liggur frammi hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum Landsbréfa hf. í útibúum Landsbanka íslands um allt land. LANDSBRÉF HF. Landsbankinn stendur með okkur Suöurlandsbraut 24, 108 Reykjavík, sími 91-679200, fax 91-678598 Löggilt verðbrófafyrirtæki. Aöili aö Veröbréfaþingi íslands. Hafliðahelgi í Skálholti Texti, myndir og tónar fléttast saman á Sumartónleikum í Skál- holtskirkju um þessa helgi. Höf- undur flestra verkanna og þátt- takandi í flutningi þeirra er Haf- liði Hallgrímsson tónskáld frá Edinborg og verðlaunahafi Norð- urlandaráðs frá 1986. Þrjár tón- smíðar verða frumfluttar að þessu sinni. í Skálholtsskóla er samtimis opin sýning á grafíkmyndum Haf- liða. Hafliði Hallgrímsson var velþekkt- ur sellóleikari áður en hann sneri sér verulega að tónsmíðum. Hann leikur á selió á móti Birni Steinari Sólbergs- syni orgelleikara í nýju verki, sem hann kallar Predikun á vatni, á laug- ardaginn kl. 15. Á sömu tónleikum flytur sönghópurinn Hljómeyki tvö ný kórverk eftir Hafliða undir stjórn höfundarins, Myrtuskóg og Níundu stund, við latínutexta frá miðöldum og ljóð Baldurs Óskarssonar. Enn- fremur ieikur Guðný Guðmundsdóttir Offerta fyrir einleiksfiðlu frá 1991 sem samið er í minningu Karls Kvar- ans listmálara. Á laugardaginn ki. 17 er tónlistin Kripalujóga Orka sem enúist Byrjendanómskeið hefst mónu- daginn 9. ógústkl. 16.30. Kenndor verða teygjur, öndun og slökun. Jógastððin Heimsljðs Skeifunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). Hafliði Hallgrímsson tónskáld. í höndum Kolbeins Bjarnasonar, Sig- urðar Halldórssonar og Péturs Jónas- sonar. Þeir flytja tvö verk eftir Haf- liða Hallgrímsson, Tristiu fyrir selló og gítar og Flug íkarusar fyrir ein- leiksflautu. Auk þess hljóma tvö ein- leiksverk í viðbót sem hafa texta og frásögn að bakgrunni líkt og algengt er hjá Hafliða. Það er Elegia eftir Finnann Aulis Sallinen og Septuplum eftir þýska tónskáldið Konrad Lec- hner. Sunnudaginn 1. ágúst eru fyrri tónleikar laugardagsins endurteknir kl. 15 og í messunni kl. 17 verður tónlistarflutningur af efnisskrám heigarinnar. Prestur er sr. Guðmund- ur Óli Ólafsson. Eins og ævinlega er aðgangur ókeypis að Sumartón- leikum í Skálholtskirkju. Barnagæsla er í skólanum og áætlunarferðir frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. N f í ]f 1 í 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.