Morgunblaðið - 29.07.1993, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.07.1993, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 11 Róska sýnir kvenmyndir á Sóloni íslandus Að skrá RÓSKA opnar í dag sýningu á myndum af mörgu tagi á gallerí- inu yfir Sóloni íslandus við Banka- stræti. La donna duemila eða Kon- an 2000 heitir sýningin og þar eru olíumálverk, ljósmyndir, tölvu- gfrafík og verk úr vír og tré. Mynd- irnar eru af konum, konum um nótt, og Róska segir að þær séu bara ekki komnar út úr myrkrinu. „Þekktur afrískur rithöfundur, Fanon, segir í lok einnar bókar að þegar allir svertingjar hafi öðlast frelsi eigi konur enn langt í land. Mig langar að sýna stöðu kvenna núna, mér finnst áríðandi að listamenn reyni að skrá sög- una.“ Kvenmyndir Rósku eru eggjandi og miskunnarlausar; fótur í háhæl- uðum skó, sokkabönd, fleginn kjóll, sígaretta, fölsk augnahár, stór og rauður munnur. Þetta eru „gellur“, svakalega töff og kannski desperat líka. Ein og ein mynd af drasli slæð- ist með, beygluðum dósum og gömlu skrani. „Hver hreinsar draslið," spyr Róska þegar ég bið um skýringu og svarið blasir við á myndunum henn- ar. „Konan, hún sem hleypur í nótt- inni. Mig langar að sýna hvemig konan stendur núna. Konan um aldamót, sem er orðið svo stutt í og sem við tengdum svo miklum breytingum fyrir ekkert mörgum árum.“ Á einni ljósmyndanna, sem Róska tók í Par- ís, sést inn í vagn í metróinu eða neðanjarðarlest í borginni. „Konur eru ekki komnar upp á yfirborðið, þær eru enn í myrkrinu og nóttinni." Róska hefur búið í Róm í mörg ár og þar hélt hún síðustu einkasýn- inguna, í Teatro Colosseo. Hún sýnir aftur í Róm næsta vetur og ætlunin er að sú sýning fari líka til New York. Og þótt listakonan fari úr þrí- víðum myndúm í olíu eða gvass og síðan að tölvunni í alls konar kúnstir segist hún alltaf teikna. Hún sýnir mér þykka bók fullá af skissum og texta, dálítið óvenjulega dagbók og eina af mörgum sem hún á. Hún lærði í mörgum borgum, söguna Morgunblaðið/Þorkell Róska sýnir nútímakonur á Sól- oni. málverk og skúlptúr, ljósmyndun og kvikmyndagerð. Gerði þijár myndir í fullri lengd, tíu heimildarmyndir um ísland fyrir ítalska sjónvarpið og Qölda stuttra myndum. Nú langar hana að sameina betur það sem hún kann og nota tölvu meira. Þess vegna ætlar hún enn einu sinni í myndlistar- skóla í haust, í Mílanó ef að líkum lætur, í fjöltæknideild. Við tölum lengi um ljósmyndun og Róska flettir blöðum um tölvur og myndlist, hún segist halda að hún sé tæknifrík. Ekki sannar kaffivélin það, Róska ræður lítið við hana en hressist samt nóg af einum bolla til að leiða talið að pólitík, sameiningu Evrópu þegar einstök lönd klofna í ófriði og ríkjabandalög hafa hrunið. Eiginlega talar hún um flest annað en sýninguna, sem verður opnuð á kaffihúsinu Sóloni klukkan 17.30 í dag og allir boðnir velkomnir. „Hvað á maður líka að segja um myndir á sýningu, þær eiga að tala.“ Þ.Þ. íslandskvöld haldið fyrir ferðamenn í Norræna húsinu Fimmtudaginn 29. júlí kl. 20 held- ur Hrafnhildur Schram listfræðingur fyrirlestur á íslandskvöldi í Norræna húsinu. Fyrirlesturinn er fluttur á sænsku og ber heitið: „Islándsk bildkonst". í fyrirlestrinum fjallar Hrafnhildur um íslenska myndlist gegnum tíðina og sýnir litskyggnur. Að loknu kaffi- hléi verður sýnd kvikmyndin Surtur fer sunnan eftir Osvald og Vilhjálm Knudsen og er hún með norsku tali. Bókasafn og kaffistofa Norræna hússins eru opin til kl. 22. í kaffi- stofu verður íslensk kjötsúpa á boð- stólum. Alda Ármanna sýnir á Norðfirði og Amarstapa Alda Ármanna Sveinsdóttir opnar sýningu á málverkum og vatnslita- myndum í Listasmiðju Norðfjarðar föstudaginn 30. júlí. Listasmiðjan hefur nýverið keypt sér hús undir starfsemi sína, gamalt gott hús í miðjum bænum í Neskaup- stað og starfar af miklum þrótti. Sýningahald hefur verið nokkuð stöðugt að undanförnu og einnig sala listmuna og önnur starfsemi í húsinu. Þessi sýning opnar í tengslum við fjölskylduhátíð sem er í Neskaupstað um verslunarmannahelgina og stendur í tvær vikur. Viðfangsefni sýningarinnar eru konur en einnig landslag og óhlut- stæðar myndir. Á sama tíma opnar Alda Ármanna aðra málverkasýningu á veitinga- staðnum Arnarbæ á Arnarstapa. Þar sýnir hún myndir sem unnar voru í framhaldi af gistidvöl í sumarhúsinu Álfafelli á Arnarstapa í júní síðast- liðnum. Fyrirlestur haldinn um Feneyjatvíæringinn Hannes Lárusson myndlistarmað- ur heldur fyrirlestur um Feneyjatví- æringinn 1993 fimrhtudaginn 29. júlí í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, kl. 20.30. Honum til aðstoðar verður Halldór B. Runólfsson listfræðingur, sem ásamt Hannesi dvaldi um skeið í Feneyjum til að kynna sér sýning- una. Feneyjatvíæringurinn er elsta sýning sinnar tegundar í heiminum og fyllir hundrað ár 1995. Þátttak- endur skipta hundruðum og eiga iðnríkin flesta fulltrúa. Fulltrúar Is- lands í ár eru Jóhann Eyfells og Hreinn Friðfinnsson myndlistar- menn. Á fyrirlestrinum verða sýndar lit- skyggnur og myndbandsupptaka af völdum sýningum. Verslunarmannahelgin nálgast! Krydduð Lamba hvítlaukslæri pr. kg. NÓATÚN NOATUNS EKTA Nautahamborgari m/brauði 90g Lambakjöt - 1/2 skrokkar Bestu kaupin! 379-- ÁAur pr.kg. 498- 1,51 129 0,51 dós ,pilsner 59 Svínabðgar 493 p>- k9- 1944Bolognese skyndiréttir Hrásalat fylgir 299 Lambasvið 1 99 ■ pr”g. G@ÐI -gæðanm vegw! Meryland kex - Blár pk. Lamba grillsneiðar 598 p['k9- Svínabógsneiðar þurr|(ryddaðar 599pr'kg- kótilettur Svínakótilettur 649-« 998 pr- kg. Fanta 2,01 129 Hunts grillsósur Einnota grill Grillkol Kolagrill Bakaðar baunir 7* dós 39 Túnfiskur í vatni 69 Nyr villtur lax pr. kg 2 Itr. 9 Hangikjöt úrb. framp. 899p'- kg' Soðið hangikjöt Gríllaðir kjúklingar Rófustappa WOATXJN Nóatún 17 - S. 617000 Hamraborg 14, Kóp. - S. 43888 Rofabæ 39 - S. 671200 Furugrund 3, Kóp. - S. 42062 Laugavegi 116 - S. 23456 Þverholti 6, Mos. - S. 666656 JL-húsinu vestur í bæ - S. 28511 0PIÐ: Laugardag kl. 9-14. Lokað Sunnudag og Mánudag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.