Morgunblaðið - 29.07.1993, Side 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Friðarsamningar o g
framferði Israela
Harkalegar aðgerðir ísraels-
hers í suðurhluta Líbanons
hafa enn einu sinni beint sjónum
umheimsins að þeirri púðurtunnu
sem Miðausturlönd eru. Óttast
margir, að hernaðaraðgerðirnar
muni spilla friðarviðræðum ísra-
ela og araba, sem staðið hafa í
nær tvö ár, og hafa vakið vonir
um lausn á áratugagömlum og
illvígum deilum þeirra.
ísraelsstjórn ákvað að grípa til
umsvifamikilla hernaðaraðgerða
í Suður-Líbanon vegna ítrekaðra
árása og dráps á ísraelskum her-
mönnum og óbreyttum borgurum.
Virðist ríkisstjórnin staðráðin í
því að koma í veg fyrir, að liðs-
menn Hizbollah-hreyfingarinnar
og aðrir öfgahópar geti ráðist
þaðan á ísrael. Yitzhak Rabin,
forsætisráðherra, hefur lýst yfir,
að tilgangur hemaðaraðgerðanna
sé að hrekja íbúana í suðurhlutan-
um á brott og gera svæðið óbyggi-
legt, þannig að skæraliðarnir geti
ekki falist þar og skýlt sér á bak
við óbreytta borgara. Þá segist
Rabin vona, að flóttamanna-
straumurinn frá Suður-Líbanon
til höfuðborgarinnar Beirút neyði
ríkisstjómina þar til að stöðva
alla starfsemi Hizbollah-hreyfing-
arinnar. Talið er, að þegar hafi
hátt í 200 þúsund manns flúið
undan Israelsher.
Þetta era ógnvænleg tíðindi og
ísraelsstjórn tekur mikla áhættu
með aðgerðum sínum, því friðar-
viðræðurnar kunna að fara út um
þúfur eða fá alvarlegt bakslag
að minnsta kosti. Ennfremur
vekja þær andúð almennings og
ríkisstjórna víða um heim. Hatrið
á ísrael í löndum araba blossar
upp og veitir öfgahópum ný tæki-
færi.
ísraelsstjórn virðist hafa gefið
meira eftir í friðarviðræðunum
en margir bjuggust við og m.a.
vera reiðubúin að viðurkenna for-
ustu PLO og Palestínumanna og
tryggja þeim land. Vitað er, að
Shimon Peres, utanríkisráðherra,
hitti háttsettan forastumann PLO
að máli í Kaíró fyrr í þessum
mánuði og verður það að teljast
þáttaskil. Slík samskipti við PLO,
sem era skilgreind hryðjuverka-
samtök í Israel, eru bönnuð og
þess vegna hefur því verið neitað
opinberlega að Kaíró-viðræðunar
hafi átt sér stað. Náist friðar-
samningar í viðræðunum, sem
fram fara fyrir atbeina Banda-
ríkjamanna, er ljóst, að Rabin-
stjómin þarf að koma þeim í
gegnum þingið og æskja stuðn-
ings þjóðarinnar og jafnvel fórna.
Þessi staða kann að skýra þá
hörku, sem Israelsstjórn sýnir í
Suður-Líbanon, því hún þarf að
sanna þjóðinni járnvilja sinn í
landvömum áður en hún fer fram
á samþykki fyrir landaafsali til
Palestínumanna. I því undarlega
pólitíska völundarhúsi, sem er í
Miðausturlöndum, era hernaðar-
aðgerðir taldar liður í samninga-
ferli. Það er ein skýringin á því,
hvers vegna viðbrögð Palestínu-
manna og arabaríkjanna hafa
ekki verið harðari. Gengið hefur
verið út frá því sem vísu, að öfga-
hópar reyni að spilla friðarsamn-
ingum með öllum tiltækum ráðum
og þess vegna hafa árásir Hiz-
bollah-hreyfingarinnar og ann-
arra öfgahópa á ísrael undanfarn-
ar vikur verið taldar til marks um
slíkt.
Vitað er, að íranir standa að
baki Hizbollah-hreyfíngunni og
beita henni til að koma í veg fyr-
ir friðarsamninga. Hvorki Iranir
né Hizbollah njóta stuðnings vald-
hafa í arabaríkjunum og ein
ástæðan fyrir því, að starfsemi
þessara hermdarverkamanna hef-
ur ekki verið stöðvuð í Líbanon,
er sú, að Sýrlendingar telja árás-
ir þeirra þrýsta á Israela til að
ganga til friðarsamninga, auk
þess sem Sýrlendingar telja sér
henta að halda sambandi við ír-
ani vegna deilna við írak.
Viðbrögð Sýrlendinga við árás-
um ísraels á Suður-Líbanon hafa
verið ótrúlega hógvær til þessa,
en afstaða þeirra getur ráðið
miklu um framvinduna. Sýrlend-
ingar ráða því, sem þeir vilja ráða
í Líbanon, enda hafa þeir 35 þús-
und manna_ her í landinu. En svo
langt geta ísraelar gengið í árás-
um sínum, að Sýrlendingar óttist
um álit sitt og stöðu í arabaheim-
inum. Þeir virðast samt staðráðn-
ir í að koma á friðarsamningum
við ísraela, þar sem það þjónar
þeirra hagsmunum. Þeir munu
endurheimta Gólanhæðir, að
langmestum hluta a.m.k., auk
þess sem þeir munu njóta ríku-
legrar aðstoðar og velvilja Banda-
ríkjanna og annarra vestrænna
þjóða.
ísraelar, Palestínumenn, Sýr-
lendingar, Egyptar og önnur
arabaríki vita, að friðarsamningar
fyrir botni Miðjarðarhafs takast
ekki nema andstaða öfgahópanna
verði brotin á bak aftur og þann-
ig komið í veg fyrir, að þeir geti
rofíð samningaferlið. ísraels-
stjórn veit líka, að hún verður að
yfírvinna andstöðu harðlínu-
manna í hópi ísraelsku landnem-
anna á herteknu svæðunum áður
en tekst að koma friðarsamning-
um á.
Hemaðaraðgerðir ísraela í
Suður-Líbanon taka á sig aðra
mynd í ljósi þessa alls og ekki er
útilokað, miðað við flókna póli-
tíska stöðu Miðausturlanda, að
þær séu undirbúningur að næsta
skrefí í friðarsamningunum. Ofs-
inn í aðgerðum ísraelsstjómar
hefur hins vegar komið mjög flatt
upp á almenning víða um lönd
og hún verður að taka mið af
því, að stuðningur við Israelsríki
hefur farið minnkandi víða vegna
framferðis hennar á herteknu
svæðunum undanfarin misseri.
4-
Aðalsteinn Bjarnason sem bjargaðist þegar bátur hans fórst á Vestfjarðamiðum
Eg ætlaði að
bjarga bátnum
Neyðarkall í talstöðina varð að bíða
ísafirði.
„ÞEGAR brotið lagði bátinn var um tvennt að velja, að fara í talstöð-
ina eða bjarga bátnum. Eg ætlaði að bjarga bátnum", sagði Aðalsteinn
Bjamason bóndasonur frá Ytri Veðrará í Önundarfirði, en bátur hans
sökk eftir að hafa fengið á sig brot í vondu veðri 13 mílur vestur af
Barða um þrjúleytið á mánudag. Röð tilviljana olli því að ekki var
farið að svipast um eftir honum fyrr en tæpum sólarhring eftir að
báturinn sökk. Neyðarsendir hafði verið tekinn úr bátnum í vor þar
sem Aðalsteini þótti of dýrt að endurnýja rafhlöðumar. Hann var illa
klæddur og rennandi blautur að velkjast í gúmmíbjörgunarbátnum í
rúman sólarhring, en ekki einu sinni með kvefdropa í nösum þegar
hann kom, sagði móðir hans, sem segir að hann hafi alltaf verið bæði
hraustur og heitfengur.
Aðalsteinn lagði upp frá Flateyri
um ellefuleytið fyrir hádegi á mánu-
dag og ætlaði að nota síðasta tæki-
færið fyrir stoppið hjá krókaleyfis-
bátum sem tók giidi að kvöldi þriðju-
dags. Hann vissi að nokkrir kollegar
hans á Flateyri sáu þegar hann fór
á sjóinn, einskipa, en lét að öðru leyti
ekki af sér vita þar sem hann hafði
fyrir löngu hætt að tilkynna sig til
Tilkynningaskyldunnar. Sagðist hafa
fundist að það væri tóm vitleysa,
hann hefði verið að gleyma sér í
ákafa veiðanna og það hefði kostað
sífellt röfl og aðrir væru enn verri
því þeir tilkynntu sig alltaf á sama
staðnum til að vera í friði og ekki
væri það betra. Bróðir hans Trausti,
sem rær öðrum báti frá Flateyri
ásamt föður þeirra fékk pata af því
að Aðalsteinn væri róinn, en þegar
hann reyndi að hafa samband við
bróður sinn í hádeginu hafði Aðal-
steinn gleymt að kveikja á farsíman-
um. Trausti fór síðan keyrandi til
Reykjavíkur með tæki úr bát sínum
til viðgerðar, en faðir þeirra Bjarni
Kristinsson sem býr inni í sveit á
bænum Ytri-Veðrará frétti ekki að
sonur hans hefði róið fyrr en um
hádegi næsta dag. Hann lét þá þeg-
ar hefja eftirgrennslan og sendi með-
al annars flugvél frá Flugfélaginu
Emi til leitar og lagði fyrir flugmann-
inn að leita út frá blettinum út af
Barðanum sem hafði jafnan verið svo
gjöfull feðgunum.
Brot kom á bátinn
Þangað hafði Aðalsteinn róið dag-
inn áður í 5-6 vindstigum. Hann
sagðist vita að í norðurfallinu væri
hægt að vera við þarna þótt hann
blési. Hann komst fljótlega í fisk og
var búinn að fá um 400 kíló á þriðja
tímanum. En þá fór vind og öldu að
auka svo hann ákvað að halda til
lands. Vegna veðursins lét hann
horfa á Dýrafjörð til að hafa betra
sjólag. Eftir um fímmtán mínútna
siglingu fékk hann hnút undir bátinn
aftanverðan, hann ætlaði að sigla
út úr brotinu, var kominn á mikla
ferð í öldufaldinum. Báturinn sem
var 14 ára frambyggður Flugfiskur
lagðist skyndilega þversum og fékk
inn á sig sjó að aftan.
Tveim hugsunum brá fyrir hug-
skotssjónir, að kalla í talstöðina eða
að bjarga bátnum. Að bjarga bátnum
varð ofan á. Hann kveikti á lensidæl-
unum, hentist út úr stýrishúsinu og
fór að ausa með fötu. I fyrstu virtist
það ætla að lánast, en þá kom annað
brot og fyllti bátinn aftur og vélin
stöðvaðist. Við það að báturinn
þyngdist að aftan sneri vindurinn
skutnum upp í báruna og fljótlega
kom þriðja fyllan og báturinn sökk
að aftan. Aðalsteinn greip þá hníf
og reyndi að klungrast fram á stefni
þar sem björgunarbáturinn var bund-
inn niður. Áður en hann komst þang-
að hreif alda hann útbyrðis, en hann
náði að komast upp á stefnið aftur
með hnífínn í hendinni. Hann skar á
festamar sem héldu gúmmíbátnum
sem strax féll í sjóinn og opnaðist.
En þá flæktist bandið við rekankeri
björgunarbátsins í mastri trillunnar.
En þar sem Aðalsteinn var ennþá
með hnífinn í hendinni skar hann
snærisflækjuna frá og batt rekanker-
ið aftur við björgunarbátinn, sem
hann skreið síðan upp í úr sjónum.
Hann telur að um fimm mínútur
hafi liðið frá því fyrsta brotið reið
yfir þar til hann var kominn í þjörg-
unarbátinn og um fimm mínútum
síðar sökk trillan.
Hálfgert helvíti í
björgunarbátnum
■ Vistin í björgunarbátnum var öm-
urleg, reyndar hálfgert helvíti, segir
Aðalsteinn. „Báturinn er sagður fyr-
ir fjóra, en var ekki nógu stór fyrir
mig einan.“ Enginn matur var í bátn-
um aðeins vatn og engin lyf, en sjó-
veiki er til að mynda öruggur fylgi-
fískur dvalar í gúmmíbjörgunarbáti
í sjógangi. Hann var illa klæddur,
einungis í þunnri peysu, gallabuxum
og þunnum garnsokkum. Hann varð
Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson
Fagnaðarfundir
Aðalsteinn Bjarnason kominn heim að Ytri-Veðrará. Hundurinn
Neró fagnaði honum ákaflega þegar hann kom heim.
aldrei var við umferð báta allan tím-
ann þangað til Guðbjartur renndi upp
að honum. Hann kveikti strax á
neyðarblysi, en sá að það var þýðing-
arlaust vegna þess hve mikil birta
var í lofti. Enginn neyðarsendir var
í bátnum. Hann hafði látið taka hann
úr í vor þar sem skipta þurfti um
rafhlöður sem kostuðu um 12 þúsund
krónur. Þegar skoðunarmaðurinn
sagði að það væri ekki skylda, lét
hann taka hann úr, enda engin þörf
fyrir hann að áliti Aðalsteins.
Veðrið var verst fyrstu tvo þrjá
tímana. Báturinn fór tvisvar eða
þrisvar í kaf þegar öldur lögðu þakið
alveg niður. Um kvöldið lægði að-
eins, en þó hélt sjór áfram að leka
inn, bæði um útganginn og regn-
vatnsrennuna. Hann sofnaði aldrei,
en þegar kom fram á næsta dag var
hann orðinn vonlítill um björgun.
Bátinn hafði rekið vestur með land-
inu og til hafs og hvarf landsýn á
þriðjudagsmorguninn. Hann var því
fljótur til þegar hann heyrði flugvél-
argný að kveikja á neyðarblysi sem
flugmenn á Fokker Landhelgisgæsl-
unnar sáu. Klukkutíma síðar var
hann kominn um borð í togarann
Guðbjart frá ísafirði.
Faðir hans Bjarni Kristinsson hef-
ur gert út tvo litla fískibáta undan-
farin ár eða eftir að kvótinn í land-
búnaði var orðinn of lítill til að hægt
væri að lifa á honum. Veiðarnar
hafa gengið vel hjá þeim feðgunum,
enda umtalaðir hörkusjósóknarar.
Þegar fréttamaður spurði Bjarna
hvort það væri ættgengt að hundsa
Tilkynningaskylduna, sagðist hann
alltaf passa vel upp á þau mál þegar
hann væri á sjó og hefði lagt á það
áherslu við syni sína að gera það
einnig, það væri bara einhvern veg-
inn þannig með þessa ungu menn
að þeir teldu alltaf að ekkert gæti
komið fyrir þá.
Aðalsteinn sagðist vera svolítið
ringlaður eftir þetta ailt saman,
sagðist ekki hafa hugleitt það mikið
hvort hann héldi áfram til sjós. En
hann er ekki alls óvanur hættunum,
því á síðasta vetri var skotið á hann
úr byssu á götu á Flateyri. Hann
sagðist að lokum vilja koma á fram-
færi sérstökum þökkum til allra
þeirra sem þátt áttu í björgun hans
og vildi minna sjómenn á að Tilkynn-
ingaskyldan gegni í raun miklu ör-
yggishlutverki fyrir sjómenn.
Úlfar.
0
Islenskir aðalverktakar setja 300 milljónir í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum
170 millj. til skipakaupa
STJÓRN íslenskra aðalverktaka sf. tilkynnti í
gær skiptingu þeirra 300 milljóna kr. sem fyrir-
tækið hafði ákveðið að veija til atvinnuupp-
byggingar á Suðumesjum. Rúmlega helmingi
peninganna, eða 170 milljónum kr., verður var-
ið til að kaupa fiskiskipið Eldeyjar-Boða GK-
24. Það verður síðan leigt útgerðarfélaginu
Stakksvík hf. í Keflavík. Drifa Sigfúsdóttir,
starfandi bæjarstjóri í Keflavík, og Oddur Ein-
arsson, framkvæmdasljóri Atvinnuþróunarfé-
lags Suðurnesja, lýsa yfir ánægju með framlög
Aðalverktaka og segja verkefnin góð.
Stjórn Aðalverktaka skipaði sérstaka nefnd
stjómarmanna til að fjaila um beiðnir og ábending-
ar um þátttöku í verkefnum á Suðumesjum. Stjóm-
in samþykkti síðan á fundi sínum í fyrradag að
veita 300 milljónum til tíu verkefna en treysti sér
ekki til að taka þátt í 29 til viðbótar sem bent
hafði verið á.
Keflavíkurbær á 85% hlutafjár í Stakksvík hf.
sem stofnað var Upp úr Hraðfrystihúsi Keflavíkur.
Drífa Sigfúsdóttir sagði að fyrirtækið myndi gera
út tvö skip, Eldeyjar-Boða sem Aðalverktakar
kaupa og Eldeyjar-Hjalta sem félagið kaupir sjálft
af útgerðarfélaginu Eldey hf. Hún segir að félagið
muni ekki fara út í fískvinnslu.
Steinflísagerð og polyol-verksmiðja
Önnur verkefni sem Islenskir aðalverktakar hf.
taka þátt í eru:
8 milljónir fara til kaupa á vélum, tækjum og
áhöldum í þágu skútuframleiðslu á vegum Ventus-
ar hf. í Keflavík.
Til kaupa á vélum, tækjum og áhöldum í þágu
steinflísagerðar og klæðninga á vegum Flísa- og
klæðninga hf., sem er nýtt fyrirtæki í Njarðvík,
verður varið 8,3 milljónum kr.
Til hlutafjárkaupa í Heilsufélaginu við Bláalónið
hf. í Grindavík verður varið 6 milljónum kr.
Keypt verða hlutabréf í Fiskmarkaði Suðurnesja
hf. í Keflavík fyrir 2,7 milljónir kr.
Til hlutafjárkaupa í undirbúningsfélagi vegna
fyrirhugaðrar polyol-verksmiðju á Suðumesjum
verður varið 4,5 milljónum kr.
16 milljónir fara í hlutafjárkaup í íslenska saltfé-
laginu hf. á Reykjanesi. Þetta hlutafélag sem Dan-
ir eiga aðild að hefur tekið við rekstri saltverksmiðj-
unnar og er með áform um útflutning á heilsusalti.
Til hlutafjárkaupa vegna byggingar fyrirhugaðs
sandblástursskála á vegum Skipasmíðastöðvar
Njarðvíkur hf. verður varið 20 milljónum kr.
Húsnæði fyrir vatnsátöppun
Loks verður 64,5 milljónum kr. varið til þátttöku
í fríiðnaðarsvæði á Suðurnesjum og hugsanlegrar
aðstoðar vegna húsnæðismála fyrirhugaðrar vatns-
átöppunarverksmiðju á Suðurnesjum. Oddur Ein-
arsson sagði að áætlanir um vatnsútflutninginn
hefðu verið unnar á vegum Atvinnuþróunarfélags
Suðumesja.
Oddur sagði að leitað hefði verið til Aðalverk-
taka um húsnæði fyrir átöppunarverksmiðju í Kefla-
vík eða Njarðvík og nú þyrfti undirbúningsfélag
verksmiðjunnar að tryggja fjármagn vegna annarra
fjárfestinga og leggja drög að samningum við dreif-
ingaraðila. Sagði Oddur að fljótlega ætti að vera
hægt að taka ákvarðanir um framhaldið, enda hefði
verið stefnt að því að rekstur gæti hafist í byijun
næsta árs. j
23 ’
Framtíð hvalveiðiráðsins gæti
oltið á því að leyfa hrefnuveiðar
Umfangsmikil umfjöllun um hvalveiðimál í bandaríska tímaritinu Time
í NÝJASTA tölublaði bandaríska tímaritsins Time er ítarleg umfjöllun
um hvalveiðimál í tilefni hrefnuveiða Norðmanna. Niðurstaða umfjöllun-
arinnar er annars vegar á þá leið að framtíð Alþjóðahvalveiðiráðsins
geti oltið á því að hrefnuveiðar verði leyfðar; ef Japanir og Islendingar
fylgi fordæmi Norðmanna og hefji hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju
geti Alþjóða hvalveiðiráðið (IWC) staðið frammi fyrir því að leysast upp
sem stofnun eða endurskoða yfirlýst bann við hvalveiðum. Hins vegar
segir að mjög umfangsmiklar vísindarannsóknir þurfi að fara fram
áður en unnt sé að svara þeirri spurningu með endanlegum hætti hvort
hvalir séu eins og hver önnur dýrategund sem menn geti veitt sér til
matar og hvort menn og hvalir geti lifað saman í heimi þar sem hval-
veiðar eru leyfðar.
í umfjölluninni er rakið hve misjöfn
stærð hinna ýmsu hvalastofna sé, af
sumum tegundum séu til nokur hund-
ruð dýr en af öðrum, eins og hrefnu,
tugir þúsunda. Vitnað er til þeirra
orða Gro Harlem Brundtlands, for-
sætisráðherra Noregs, að Norðmenn
geti ekki liðið það að óupplýst tilfínn-
ingasemi stjórni því hvernig staðið
sé að nýtingu náttúruauðlinda lands-
ins. Höfundur greinarinnar, Michael
D. Lemonick, segir að með þessum
ummælum komist forsætisráðherr-
ann norski að kjarna málsins, spurn-
ingunni hvort hvalir séu eins og hver
önnur dýrategund sem vernda beri
gegn útrýmingu en nýta að öðrum
kosti eða hvort hvalir séu á einhvern
hátt frábrugðnir öðrum dýrum, hvort
þeir séu ætt greindra viðkvæmra
spendýra sem verðskuldi sérstaka
meðferð.
Trúarhreyfing
Rakið er að formaður vísindanefnd-
ar Alþjóðahvalveiðiráðsins (IWC),
Bretinn Philip Jlammond hafi sagt ,
af sér eftir síðasta ársfund ráðsins
þegar tillögur nefndarinnar um að
heimila takmarkaðar hrefnuveiðar
voru að engu hafðar og að í fram-
haldi af því hafi hvalveiðiþjóðirnar
haldið því fram að bann IWC væri
að engu hafandi. Vitnað er til Krist-
jáns Loftssonar, forstjóra Hvals hf,
sem segir að umhverfísverndarsam-
tök séu orðin að trúarhreyfíngu.
„Þessi vitleysa líður hjá hvort sem
það tekur eitt, fímm eða tíu ár. Norð-
menn eru byijaðir að veiða hvali; við
munum fylgja í kjölfarið,“ er haft
eftir Kristjáni. Þá segir að ef Banda-
ríkjastjórn beiti Norðmenn viðskipta-
þvingunum sé ólíklegt að mótþrói
Norðmanna gegn hvalveiðibanninu
verði langvinnur þrátt fyrir kok-
hreysti forsætisráðherrans. Þrýsting-
ur sá sem þeir séu beittir á alþjóða-
vettvangi sé þegar farinn að segja til
sín og norsk stórfyrirtæki hafí sum
þegar gefið út yfirlýsingar gegn hval-
veiðum.
Endalok IWC?
Niðurlag greinarinnar í Time er
svohljóðandi: „Komi á daginn að hug-
myndir um viðskiptaþvinganir nái
ekki fram að ganga og íslendingar
og Japanir sameinist Norðmönnum
um það að hefja hvalveiðar í atvinnu-
skyni að nýju gæti sú uppreisn annað
hvort neytt Alþjóðahvalveiðiráðið til
þess að slaka á afstöðu sinni eða
eyðileggja samtökin að öðrum kosti.
Umhverfisverndarsinna hryllir við
báðum kostunum. Verði IWC lagt
niður er ekki ljóst hver ætti að stýra
hvalveiðum í atvinnuskyni. Þá gætu
ekki einungis hrefnur verið í hættu
heldur einnig þær tegundir sem eru
í mikilli útrýmingarhættu.
Það sama gæti gerst ef IWC gefur
eftir: leyfi til að hefja veiðar á einni
tegund gætu fylgt óskir um að. fá að
veiða aðrar. Andstæðingar telja hug-
myndiná um „sjálfbæra" nýtingu frá-
leita, jafnvel þegar um er að ræða
hrefnur sem nóg er til af. Nina Yo-
ung, líffræðingur við Center for Mar-
ine Conservation í Washington, segir:
„Sögulega hefur okkur mistekist
herfílega að reikna út hve marga
hvali megi veiða án þess að ganga á
stofnstærð.“ Auk þess er til staðar
sú hætta að svindl leiði til þess að
kvótarnir verði markleysa, „eftirlit“
með viðskiptum með fílabein hefur
sýnt fram á það.
Sannfærir aðeins trúaða
Rök sem byggjast á staðreyndum
af þessu tagi — ásamt sambærilegum
rökum þeirra sem eru á gagnstæðri
skoðun — boða kærkomna tilbreyt-
ingu frá þeim tilfinningahita sem of
oft hefur orðið til þess að spilla um-
ræðum um hvalveiðar. Ólíklegt er,
að sú hugmynd að hvölum skuli lyft
á stall ofar öðrum dýrum, höfði til
annarra en þeirra sem þegar eru
sannfærðir fylgjendur þeirrar trúar.
Sú skoðun að hvalveiðar séu menn-
ingarhefð sem varðveita beri án tillits
til afleiðinga er vafasöm^Gæti sama
röksemd átt við um hanaSf?) Niður-
staða Sam Sadove frá Okeanos Ocean
Research Foundation í Hampton Bays
í New York-fylki er þessi: „Mikilvæg-
ustu spurningarnar eru; geta menn
og hvalir lifað saman í heimi þar sem
hvalveiðar eru leyfílegar? Eru hvalir
fæðutegund sem leyfílegt er að nýta?“
Gríðarlega umfangsmikilla vísinda-
rannsókna er þörf áður en unnt verð-
ur að svara þessum spurningum með
endanlegum hætti.“
....♦--------------
EINS og fram kom í Morgunblað-
inu í gær hefur Prins Póló súkku-
laðikex hækkað um allt að 16,6%
út úr verslunum. Að sögn Björns
Guðmundssonar, forstjóra heild-
verslunar Ásbjörns Olafssonar, sem
flytur Prins Póló inn til landsins,
hefur það hækkað urn 12% í heild-
sölu vegna gengisfellingarinnar.
Þá leggist á það álagning í verslun-
um en hún sé misjöfn.
„Við kaupum Prins Póló fyrir doll-
ara frá Póllandi og dollarinn var ýmist
að hækka eða lækka. Frá því í apríl
miðaðist verðið við að gengið á dollar-
anum væri 63,20 krónur. Nokkrum
dögum fyrir gengisfellinguna fór doll-
arinn upp í 66,10 krónur en við breytt-
um ekki verðinu hjá okkur. Við geng-
isfellinguna fór dollarinn svo upp í
71 krónu og þá tókum við hækkunina
frá 63,20 krónum með,“ segir Bjöm.
Hann segir að í stað þess að eltast
alltaf við gengi dollarans sé ákveðið
verð á vörunni og því sé aðeins breytt
ef um mikla gengisbreytingu sé að
ræða.
Prins Póló hækkar
Breyting
á dollar
ástæðan
Annar mannanna sem bjargaðist er skútu hvolfdi á Skerjafirði í gær
Munum ekki horfa í aurana
heldur fá okkur flotbúninga
MILDI var að ekki fór verr þegar skútu hvolfdi út af Ægisíðu í fyrra-
kvöld, og annar tveggja mannanna um borð varð viðskila við bátinn
eftir að hinum tókst að snúa honum við. Vindur var að norðan, svo
skútuna rak frá landi og frá manninum sem varð eftir í sjónum. „Að
velta skútu er ekkert tiltökumál, en að missa mann frá henni er hið
raunverulega óhapp. Það var það versta,“ sagði sá mannanna sem
komst um borð í skútuna aftur, en hann vill ekki láta nafns síns get-
ið. Félagi mannsins var hætt kominn eftir hafa verið í sjónum í um
klukkutíma þegar honum var bjargað. Samkvæmt upplýsingum frá
gjörgæsludeild var líkamshiti hans kominn niður í um 26 gráður þeg-
ar hann kom á sjúkrahús, en því fylgir mikil hætta á hjartastoppi.
Líðan mannsins var eftir atvikum góð í gær og var hann á batavegi.
Var það fyrir árvekni íbúa við Sörlaskjól, sem sá til mannanna, að
hjálp barst í tæka tið.
Maðurinn var ásamt félaga sínum
á siglingu á 17 feta skútu undan
Ægisíðu þegar óhappið varð. „Það
var góður byr, eins og maður segir
á siglingamáli, en það var ekki það
sem gerði það að verkum að skútan
fór á hliðina, heldur það, að það
lægði snögglega," sagði hann. „Þar
sem við vorum auðvitað alveg úti í
kanti á skútunni, þá datt hún niður
þeim megin og fór á hliðina þegar
vindurinn fór úr seglunum. Það síð-
asta sem ég man áður en ég fór í
sjóinn var að seglin voru vindlaus."
Sleppti takinu til að losa band
af fætinum
Við að missa vindinn úr seglunum
fór skútan á hliðina, sem að sögn
mannsins er ekki óvenjulegt á slíkum
skútum. Skútumar væru með loft-
hólf, og væru þá einfaldlega réttar
við. „Við fórum að kilinum og stigum
uppá hann. En þá vafðist band sem
var fast aftaní skútunni utanum fót-
inn á félaga mínum. Hann vissi ekki
hvaða band þetta var, og var hrædd-
ur um að það myndi toga hann und-
ir bátinn ef honum yrði snúið við.
Þannig að hann sleppti takinu af
skútunni sjálfri, og meðan ég rétti
hana við var hann að losa sig. Um
leið og skútan komst á réttan kjöl
fór hana hins vegar að reka hratt
frá honum undir fullum seglum. Það
fyrsta sem ég gerði var að fella segl-
in og draga eins mikið og hægt var
úr rekinu, en það dugði ekki til að
hann næði að synda skútuna uppi.
Við töluðum saman allan tímann um
hvemig væri best að bera sig að,
enda báðir vanir siglingamenn. Þá
fór ég að ausa skútuna, og þegar
því var lokið vatt ég upp seglin aft-
ur. Þá var kominn báturinn frá slysa-
vamadeildinni Alberti, en ég var
kominn það langt frá félaga mínum
að ég sá vart orðið í hann. Ég benti
þeim í hvaða átt hann væri, og þeir
fóra af stað. Eg fór líka að reyna
að sigla í áttina að honum, en það
gekk erfiðlega því ekki er hægt að
sigla beint upp í vindinn. Svo sá ég
að báturinn stoppaði þótt mér fynd-
ist hann ekki vera alveg á réttum
stað. Síðan sá ég þyrluna koma, og
vissi að hann var ennþá í sjónum.
Þá var farið að rökkva það mikið að
ég hélt áleiðis til hafnar, enda þyrlan
mun öflugra leitartæki."
Var klukkustund í sjónum
Að sögn mannsins liðu á að giska
20 mínútur frá því skútan var rétt
við þar til björgunarbáturinn kom,
og sennilega aðrar 20 mínútur meðan
hann var að reyna að sigla til baka
og aðstoða við leitina. Er leitarmenn
á þyrlunni náðu manninum upp hafði
hann verið um klukkustund í sjónum.
Maðurinn sagði það hafa miklu
um ráðið að félagi hans hafí verið á
lífí eftir svo langan tíma í sjónum,
hversu vel hann hafí verið búinn.
„Við erum alltaf vel búnir þegar við
eram að sigla. Við voram í ullarföt-
um, vindgöllum utanyfir og björgun-
arvestum, þannig að þótt maður
blotni heldur ullin á manni hita og
engin kæling verður af vindinum."
Eins og fram kom var það árvekni
íbúa við Sörlaskjól að þakka að hjálp-
in barst svo fljótt sem raun varð á.
„Þessi maður á bara skilið heiðurs-
merki,“ sagði maðurinn. „Það eru
öragglega ekki margir sem era að
fylgjast svona með. Reyndar var
góður byr og skútan á góðri sigl-
ingu, og sjálfsagt verið falleg sjón,
en hann hefur líka áttað sig á að ég
væri bara einn um borð en við hefð-
um verið tveir áður.“
Auk þessa vildi maðurinn þakka
lífsbjörg félaga síns því, í hve góðu
líkamlegu ásigkomulagi hann er, og
árvekni björgunarsveita. Ekki hefði
mátt tæpar standa með að þyrlan
kæmi, því ef báturinn hefði þurft að
leita nokkrum mínútum lengur væri
ekki víst að eins vel hefði farið. „Það
var eiginlega Guðs mildi að ekki fór
verr,“ sagði hann. „Fólk verður að
gæta þess að verða ekki viðskila við
bátana því þá era meiri lífslíkur."
Hann nefndi einnig sem dæmi að í
flotbúningum eða þurrbúningum
gætu menn lifað mun lengur í köld-
um sjó, og það myndi verða það
næsta sem þeir félagarnir yrðu sér
úti um, því peningar væru einskis
virði miðað við mannslíf.
Leist ekki á blikuna þegar
ekkert bólaði á manninum
Stuart Hjaltalín, íbúi við Sörla-
skjól, varð vitni að því er skútu
mannanna hvolfdi. „Ég var að fylgj-
ast með þeim út um gluggann, og
sá þegar skútan fór yfír. Hún fór
alveg í hálfhring og kjölurinn stóð
upp. Ég fylgdist því enn betur með,
og sá þegar annar mannanna komst
á kjölinn. Hann virtist vanur, því
hann var ekki lengi að koma henni
á réttan kjöl. Hinn maðurinn lét ekki
sjá sig, og þegar ekkert bólaði á
manninum eftir um það bil mínútu
hætti mér að lítast á blikuna og
hringdi í neyðarsíma Slysavamafé-
lagsins."