Morgunblaðið - 29.07.1993, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 29.07.1993, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 Guðmundur Jóns- son — Minning Fæddur 1. september 1914 Dáinn 21. júlí 1993 I dag fer fram í Akureyrarkirkju útför tengdaföður okkar, Guðmundar Jónssonar, Víðilundi 15, Akureyri, en hann lést í Landspítalanum hinn 21. júlí. Dauðinn er og verður ávallt óvæntur gestur, jafnvel þó að hann hafi verið um hríð á næsta leiti. Svo var einnig nú. Okkur fannst að við ættum ennþá margar stundir saman, þegar við hittumst með fjölskyldum okkar í „laugardagsgraut" fyrir skemmstu, svo sem venja hefur verið um mörg undanfarin ár. Sannarlega má hér segja: M skilur ekki augnablikið, fyrr en það er farið. Það skilur enginn nýja sköpun fyrr en henni er lokið, og það þekkir enginn stund hamingjunnar, fyrr en henni er lokið. Guðmundur Jónsson fæddist 1. september 1914 á Selá á Árskógs- strönd, en ólst upp í Svarfaðardal. Þar lauk hann skólagöngu og sleit bamsskónum við leik og störf á þeirra tíma vísu. Foreldrar Guð- mundar voru Jón Jónsson, dagiauna- maður og vefari á Dalvík, fæddur á Göngustöðum í Svarfaðardal árið 1872, og Guðrún Kristín Jónsdóttir, fædd á Selárgili á Árskógsströnd árið 1894. Um tvítugt flutti Guð- mundur til Akureyrar, þar sem hann gerðist vörubílstjóri hjá Stefni og varð síðar annar framkvæmdastjóri þar. Árið 1949 tók Kaupfélag Eyfirð- inga við söluumboði fyrir Olíufélagið hf. á félagssvæði sínu og var Guð- mundur ráðinn deildarstjóri olíusölu- deildar KEA. Því starfí gegndi hann í meir en 35 ár eða þar til hann lét af störfum vegna aldurs. í störfum sínum sem deildarstjóri og stjómar- formaður fyrirtækja ávann hann sér traust og virðingu, enda óvenju mikl- um hæfileikum gæddur. Allt sem hann tók sér fyrir hendur gerði hann strax — af heilum hug og af eld- móði. Hann var ávallt fyrstur til þess að kynna sér nýjungar, takast á við verkefni, gera þau heiilandi og smita aðra af eldmóði sínum. Stjómun hans var þaulhugsuð, en því hefur hann vanist sem góður skákmaður og bridsspilari á yngri árum. Þessir mannkostir og störf hans í hinum ytra heimi verða ekki frekar rakin hér. Það munu aðrar samferðamenn háns væntanlega gera. Guðmundur Jónsson var á yngri ámm grannur, spengilegur og kvikur í hreyfíngum. Hugsun hans var skýr til hinstu stundar og fróðleiksfýsn óþrjótandi. Guðmundur Jónsson var vinur okkar og faðir í þeirra orða bestu merkingu. Hinn 21. nóvember 1936 steig Guðmundur mikið gæfuspor í lífí sínu þegar hann kvæntist Jóhönnu Gunn- laugsdóttur, sem fædd er 3. mars 1915 og á ættir úr Svarfaðardal. Foreldrar hennar voru hjónin Stein- unn Sigtryggsdóttir og Gunnlaugur Daníelsson. Jóhanna reyndist Guð- mundi einstaklega traustur og góður lífsfömnautur og þau reyndar hvort öðm. Heimili þeirra í Hlíðargötu 6 og nú síðustu árin í Víðilundi 15, bera smekkvísi og hjartahlýju þeirra hjóna ljósan vott. Þar áttu þau sér og sínum hlýtt og notalegt skjól, þar voru vinir og fjölskyldan öll ávallt velkomin. Böm þeirra JóhÖnnu og Guðmund- ar em: Steinunn, kaupmaður á Akur- eyri, fædd 9. ágúst 1937; Gunnlaug- ur, deildarstjóri hjá KEA, fæddur 10. maí 1941; Margrét, starfsmaður á Amtbókasafninu á Akureyri, fædd 1. mars 1946; Guðrún, skrifstofu- maður á Akureyri, fædd 13. mars 1951. Barna- og bamabarnaböm em 21. Missir þeirra allra er mikill við fráfali Guðmundar, því að fjölskyldu- tengsl em óvenjusterk. Mestur er þó missir Jóhönnu, sem sér á bak lífs- förunaut sínum eftir nær sextíu ára sambúð, þar sem hvert fótmál var orðið sameiginlegt og tveir hugir orðnir að einum. Fjölskyldan og full- vissan um endurfundi handan móð- unnar miklu kemur Jóhönnu nú til huggunar og styrktar í þeirri miklu sorg að sjá á bak hjartkæmm eigin- manni. Guðmundur Jónsson er mjög eft- irminnilegur maður sakir mikilla mannkosta. Ókunnugum fannst hann ef til vill snöggur til og hijúf- ur, en við nánari kynni var hann hjartahlýr og mikill vinur vina sinna. Guðmundur var félagi í Frímúrara- reglunni og var hún honum afar hugstæð. Hann er nú horfínn sjónum okkar dauðlegra manna og dvelur í austrinu eilífa handan við móðuna miklu. Nú þegar leiðir skilja um sinn biðjum við með heilum hug algóðan Guð að blessa tengdaföður okkar og halda vemdarhendi yfír honum um alla eilífð. Við kveðjum Guðmund með ljóði séra Sveins Víkings: Við kveðjum þig hljóðir með heitri þökk, - í hópnum er einum færra. En handan við banadjúpin dökk rís dýrðlegra musteri og hærra. Björn Baldursson, Kristinn Hólm, Hannes Haraldsson. Fögur sál er ávallt ung undir silfurhærum. (Steingrímur Thorsteinsson: Haustkvöld) Virðulegur, stoltur, stórhuga, at- hafnasamur, framsýnn, hreinn og beinn. Það eru ótal íýsingarorð, sem streyma fram í huga okkar þegar við minnumst elsku afa okkar sem við vorum öll svo stolt af. Afí var alltaf fullur af lífskrafti og fylgdist vel með öllu sem gerðist í heiminum. Við barnabörnin máttum hafa okkur öll við til þess að geta fylgt honum eftir. Hann vissi til dæmis alltaf um nýjustu forritin í tölvuheiminum, en eins var hann vel meðvitaður um hvað var að gerast í lífí okkar barnabamanna. Afí var ávallt tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd, en gjaldmildi hans og ástúð átti sér engin tak- mörk. Um áraraðir tók hann á móti okkur opnum örmum hvem laugar- dag, í mjólkurgraut, svo og alla aðra daga. í raun var afí ekki bara afi okk- ar, heldur einnig okkar besti vinur. Afí var ekki ragur við að segja okk- ur til syndanna ef honum mislíkaði, en hann var líka óspar á hól og hvatn- ingu ef svo bar undir. Hann gerði aldrei ósanngjamar kröfur til okkar, því að hann vildi aðeins að maður gerði sitt besta. Þegar við vorum yngri var hann í huga okkar góðlegur afí, en þó nokkuð strangur. Hann átti fínasta bílinn í bænum að okkar mati, og ósjaldan var farið með okkur í bíl- túr. Þá var alltaf keyrt niður að Tanga þar sem ESSO tankamir og skrifstofan hans voru. Var það heil- mikið ævintýri. Á laugardögum eða sunnudagseftirmiðdögum var oft skriðið upp í fangið á afa og hvíslað hljóðlega í eyra hans: „Afí, viltu kaupa handa okkur ís?“ Og þegar maður hitti afa í bænum á Akureyri, klæddan í frakka, með skóhlífar og hatt á höfði þá benti maður vinum sínum á hann og sagði með stolti í röddinni: „Þetta er afí minn!“ Margar skemmtilegar minningar eigum við krakkamir líka þegar afí og amma komu úr sínum fjölmörgu utanlandsferðum, en þá lá ætíð viss dulúð og spenna í loftinu, vegna allra hinna framandi hluta sem þau höfðu í farteski sínu. Afi og amma hafa ætíð verið mjög samhent og komið okkur fyrir sjónir eins og ástfangnir unglingar. Þessi fallegu orð Einars Benediktssonar lýsa sambandi þeirra hjóna best: Maðurinn einn er ei nema hálfur með öðrum er hann meiri en hann sjálfur. Afí kvaddi þennan heim eins og hann hefði helst kosið sjálfur. Virðu- legur og með fullri reisn. Þannig munum við ávallt minnast hans. Aðeins sá, sem'drekkur af vatni þagn- arinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönpna. Og þegar jörðin krefst líkama þíns, muntu dansa í fyrsta sinn. (Kahlil Gibran. Úr Spámanninum) Bamabörn. í dag fer fram frá Akureyrar- kirkju útför Guðmundar Jónssonar, fyrrverandi deildarstjóra, sem lést hinn 21. júlí síðastliðinn. Hann fædist á Selá í Árskógs- strandarhreppi hinn 1. september 1914 og var því á 79. aldursári, þeg- ar hann lést. Foreldrar hans voru þau Jón Jónsson frá Arnarhóli, Dal- vík, og Guðrún Jónsdóttir frá Vall- holti á Árskógsströnd, og stóðu því að honum sterkir eyfirskir stofnar. Guðmundur ólst upp í Svarfaðar- dal. Hann stundaði frá unga aidri bæði landbúnaðarstörf og sjó- mennsku og síðar bifreiðarstjórn á Akureyri og gerðist hann þá fljótlega stöðvarstjóri Bifreiðastöðvarinnar Stefnis. Laust fyrir 1950 gerðist hann deildarstjóri Olíusöludeildar KEA, sem þá var ný af nálinni, og mótaði allt starf hennar í samráði við kaupfélagsstjóra, Jakob Frí- mannsson. Því starfi gegndi hann síðan til 1984, er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Munu allir, sem til þekkja, vera sammála um, að starf hans fyrir Olíusöludeildina hafí verið einstaklega vel rækt, enda sýndi vöxtur deildarinnar það. Jafnframt störfum sínum þamá gegndi Guð- mundur ýmsum eftirlitsstörfum fyrir Olíufélagið hf. svo sem eftirlitsstörf- um með eignum þeirra og ýmsum Orð lífsins, Grensásvegi 8 Vakningarsamkoma í kvöld kl. 20.30. Mikill söngur og beðið fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir! (íinhjólp Dagskrá Samhjálpar um versl- unarmannahelgina verður sem hér segir: í kvöld kl. 20.30: Almenn samkoma í Þribúðum. Mikill söngur. Vitnisburðir. Ræðumaður Kristinn Ólason. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Laugardagur 31. júlí: Opið hús i Þribúðum kl. 14-17. Lítið inn og rabbið um daginn og veginn. Heitt kaffi á könn- unni. Almennur söngur. Gunn- björg Óladóttir syngur einsöng. Leyninúmer. Takið með ykkur gesti. Allir velkomnir. Sunnudagur 1. ágúst: Dorkas-samkoma í Þríbúðum. Dorkas-konur annast samkom- una með söng og vitnisburðum. Gunnbjörg Óladóttir syngur ein- söng. Barnagæsla. Stjórnandi Ásta Jónsdóttir. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir i Þríbúðir, Hverfisgötu 42, um verslunar- mannahelgina. Þingvellir um verslunar- mannahelgina Laugardagur 31. júlí Kl. 13: Þjóðgarður - til hvers? Gönguferð: Þinggata, Flosagjá, Skógarkot, Sandhólastígur. Rætt um sögu þjóðgarða og hugað að náttúru Þingvalla. Um fjórar klst. Sigrún Helgadóttir. Kl. 14: Barnastund og brúðu- leikur: i Hvannagjá. Um klukku- stund. Fyrir 6 ára og eldri. Yngri börn verði í fylgd með fullorön- um. Hittumst við Hvannabrekku, sjá skilti. Kl. 17: Thingvellir - the sites of the old Parlament. Guiding in English. One hour. Starting behind the Thingvellir Church. Sunnudagur 1. ágúst Kl. 11: Barnaguðsþjónusta. I Hvannagjá. Kl. 13: Óbyggðin laðar. Um líf mannsins í mikilúðugri náttúru. Þjóðsöngur. Hittumst við Hof- mannaflöt, fariö um Biskupa- skarð og endað á Meyjarsæti. 2-3 klst. Kl. 14: Barnastund. Efri vellir við Furulund. Leikjasamvera fyrir börn eldri en 6 ára, Yngri komi í fylgd með fullorðnum. Liðlega klukkustund. Ath.: Þinghelgar- gangan, sem byrjar á sama tíma, tekur u.þ.b. jafn langan tíma. Kl. 14: Þinghelgin. Stutt göngu- ferð. Fjallað um sögu og náttúru Þingvalla. Farið frá Skáldareit við Þingvallakirkju. Liðlega klukkustund. Kl. 21: Helgistund. [ Þingvallakirkju. Mánudagur 2. ágúst Kl. 13: Hrauntún - Skógarkot. Gamlar leiðir, byggðasaga, handverk, líf f Þingvallasveit. Farið frá Þjónustumiðstöð. 4-5 klst. Athugið að gönguferöir og barnastundir verða aðeins ef veður verður skaplegt. Þátttaka í gönguferðum og barnastund- um er ókeypis. Allar upplýsingar og staðsetningar fást í Þjónustu- miðstöð. Tjald- og veiðileyfi fást keypt í Þjónustumiðstöð. Neysla áfeng- is er óheimil í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Vinsamlegast kynn- ið ykkur reglur þjóðgarðsins. Þjóðgarðsvörður. SmO auglýsingar FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Fjölbreyttar sumarleyfisferðir Ferðafélagsins 1. Sumardvöl I Þórsmörk. Ódýrasta sumarleyfið er sumar- dvöl í Skagfjörðsskála. Frábær gistiaðstaða fyrir unga sem aldna. Dvöl á milli ferða. Brottför sunnudagsmorgna, miðviku- dagsmorgna og föstudagskvöld og til baka sömu daga. (Auka- ferð verslunarmannafrídaginn 2. ágúst). 2. 04.-11.08: Lónsöræfin. Gist í Ferðafélagsskálanum nýja og glæsilega, Múlaskála í Nesi. Gönguferðir. 3. 05.-11.8: Snæfell - Lónsöræfi. Gist í skálum. Bakpokaferð. 4. 05.-08.08: Hvítárnes - Hveravellir. Gönguferð. Biðlisti. 5. 08.-17.08: Hornstrandir: Hlöðuvík - Hesteyrl. Enn eru laus pláss i húsi, annars tjöld. 6. 08.-17.08: Bakpokaferð: Hornvik - Fljótavík - Hesteyri. 7. 12.-17.08: Hesteyrl í Jökul- fjörðum. Hús eða tjöld. 8.12.-15.08: Núpsstaðarskóg- ar - Lómagnúpur. Tjaldferð. 9. 12.-15.08: Gönguferð frá Hvítárnesi til Hveravalla, auka- ferð. Gist í skálum F.í. 10. 18.-22.08: Litla hálendis- ferðin: Leppistungur - Hvera- vellir - Ingólfsskáli - Vonarskarð - Nýidalur. Ekið og gengið. 11. 18.-22.08: Hvítárnes - Hveravellir, gönguferð. 12. 16.-23.08: Grænlandsferð. Spennandi ferð á íslendinga- slóðir á Suður-Græniandi. Upplýsingablað á skrifstofunni. Takmarkað pláss. Uppselt í allar gönguferðirnar milli Landmannalauga og Þórs- merkur í júlímánuði og margar í ágúst. Ferðafélagsferðir um verslunarmannahelgina 30/7-2/8 Brottför föstudag kl. 20: 1. Landmannalaugar - Eldgjá. Gist í saeluhúsi F.l. 2. Yfir Fimmvörðuháls - Þórsmörk. 3. Þórsmörk. I ferðum 2 og 3 er gist í Skagfjörösskála, Langa- dal eða tjöldum. Hægt að koma heim á sunnudegi eða mánu- degi. 4. Lakagígar - Síðumanna- afréttur (100 ár frá rannsókna- ferð Þorvaldar Thoroddsen). Gist í Tunguseli. 5. Þverbrekknamúli - Lang jökull á skíðum. Brottför laugardag kl. 8: 6. Núpsstaðarskógar. Tjaldað við skógana. Gönguferðir í öllum ferðunum. Leitið upplýsinga á skrifstof- unni, Mörkinni 6, sfmi 682533. Ferðafélag Islands. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Kvöldferð fimmtud. 29. júlí: Kl. 20.00 Eldborg - Þríhnjúkar. Skemmtileg ganga um sérstaka náttúru Bláfjalla. Áætlaöur göngutími 2-3 klst. Verð kr. 800/900. Miðarviðrútu. Brottför frá BSÍ, bensínsölu. Ferðirum verslunarmannahelgi: Svarfaðardalur - Tungna- hryggur - Hólar í Hjaltadal. Ævintýraleg bakpokaferð um hrikalegt landssvæði Tröllaskag- ans. Núpsstaðarskógur. Skemmtilegar gönguferðir, m.a. að Tvílitahyl og Súlutindum. Básar við Þórsmörk. Fjölbreyttar gönguferðir um Goðalandið og Þórsmörkina með fararstjóra. Fimmvörðuháls. I tengslum við Básaferðina er farin dagsferð yfir Fimmvörðuháls. Fimmvörðuháls - Básar 31. júlf til 2. ágúst. Gengið frá Skógum á laugardag upp í Fimmvörðuskála og gist þar. Næsta dag gengið niöur í Bása og gist þar í skála. Nánari uppl. og miðasala á skrif- stofu Útivistar. Útivist. SKIÐASK 'OUNN / ; KERUNGM IFJOLLUM K 30. júlí—2. ágúst: Helgarferð. 2.-6. ágúst: Almennt námsk. 6.-8. ágúst: Helgarferð. 8.-11. ágúst: Almennt námsk. 11.-13. ágúst: Almennt námsk. 13.-15. ágúst: Helgarferð. 15.-18. ágúst: Unglnámsk. 18.-22. ágúst: Almennt námsk. 22.-25. ágúst: Almennt námsk. Lækkað verð í ágúst Upplýsingar og bókanlr: Ferðaskrifstofa fslands Skógarhlið 18, R. s.: 623300. Akranes: Bókav. Andr. Níelss. Akureyri: Umferðarmiðstöðin. Blönduós: Ingvi Þór Guðjónss. Bolungarv.: Margr. Kristjánsd. Borgarnes: Vesturgarður hf. Egilsst.: Ferðamiðst. Austurl. Flateyri: Björgvin Þórðarson. Grindavík: Flakkarinn. Húsavík: Ferðaskr. Húsavíkur. Hverag.: Ferðaþjón. Suðurl. Höfn: Hornagarður hf. Keflavfk: Umbskr. Helga Hólm. Sauðárkr.: EinarSteinsson. Selfoss: Suðurgarður hf. Skagastr.: Ingibjörg Kristinsd. Vestm.: Ferðaþjón. Vestmeyja. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Landsmót hvítasunnumanna hefst í Kirkjulækjarkoti, Fljóts- hlíð, íkvöld kl. 20.30 og stendur fram á mánudag. Allar samkom- ur helgarinnar falla því niður í Reykjavík og viö viljum hvetja sem flesta til að koma austur og njóta helgarinnar með okkur. VEGURINN k Kríst/ð samfétag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Dagana 30. júlí til 2. ágúst nk. verður Vegurinn k.s. með mót á Laugarvatni sem er öllum opiö. Boðið verður upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá fyrir alla fjölskylduna, m.a. góða kennslu, samkomur, íþróttamót fyrir alla aldursflokka, varðelda, bæði á laugardags- og sunnu- dagskvöldi o.fl. A tjaldstæðum verður góð salernisaðstaða. Aðstaða til útiveru er góð í alla staði og má þá þar nefna bátale- igu, seglbretti, mfnígolf, sund- laug, gufubað o.fl. Samkomurn- ar eru haldnar í iþróttahúsinu. Dagskráin er sem hér segir: Föstudagur: Kl. 21:00 Mótssetning. Laugardagur: Kl. 11:00 Samkoma og barna- kirkja. Kl. 14:00 (þróttamót fyrir alla aldursflokka. Grill að loknu íþróttamóti. Kl. 21:00 Samkoma. Kl. 23:30 Varðeldur og söngur. Sunnudagur: Kl. 11:00 Samkoma. Kl. 15:00 Fjölskylduhátfð. Kl. 21:00 Samkoma. Kl. 23:30 Varðeldur og söngur. Mánudagur: Kl. 11:00 Lokasamkoma - mótsslit. Allir hjartanlega velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.