Morgunblaðið - 29.07.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993
Þórhallur Sigjóns-
son — Minning
Fæddur 12. maí 1919
Dáinn 17. júlí 1993
Laugardaginn 17. júlí síðastlið-
inn andaðist Þórhallur Sigjónsson,
fyrrverandi vörubílstjóri, á Vífils-
staðaspítala eftir langvarandi veik-
indi, sem hann bar með sannri prýði
þótt vitað væri að hveiju stefndi.
Hann var 74 ára þegar hann andað-
ist, fæddur 12. maí 1919 á Skafta-
felli í Vestmannaeyjum. Faðir hans
var Sigjón Halldórsson vélstjóri og
smiður í Vestmannaeyjum og víðar,
sonur Halldórs Sæmundssonar
bónda á Stóra-Bóli, Mýrum, Aust-
ur-Skaftafellssýslu og konu hans
Guðríðar Sæmundsdóttur frá Efri-
Steinsmýri, Meðallandi, Vestur-
Skaftafellssýslu. Móðir Þórhalls var
Sigrún Runólfsdóttir húsmóðir,
dóttir Runólfs Ingvarssonar bónda
á Eystra-Hóli, Vestur-Landeyjum,
Rangárvallasýslu.
Kona Þórhalls, sem lifír mann
sinn er Ólöf Hannesdóttir, fædd 21.
september 1922 í Hnífsdal. Foreldr-
ar hennar voru Hannes Ólason,
verkstjóri og kona hans Valgerður
Björnsdóttir frá Hólum, Vestur-
Barðastrandarsýslu. Þau Þórhallur
og Ólöf eignuðust þrjú börn, tvær
dætur og einn son. Böm þeirra eru:
Edda Friðrika, fædd 12. mars 1945,
búsett í Kaliforníu; Birna Kristín,
fædd 12. ágúst 1946, húsmóðir, býr
í Vestmannaeyjum; Sigjón Rúnar,
fæddur 12. desember 1947, vél-
stjóri í Ólafsvík.
Þórhallur stundaði sjómennsku
og siglingar á árum fyrr, en lengst
af var hann bílstjóri á Vörubílastöð
Þróttar og starfsmaður Reykjavík-
urborgar hjá gatnamálastjóra, og
þar kynntumst við Þórhallur og
áttum gott og farsælt samstarf.
Hann var starfsmaður SVR og
vagnstjóri hjá Strætisvögnum
Minning
Gyða Thorlacius
Mig langar til að skrifa nokkur
kveðjuorð vegna fráfalls vinkonu
minnar Gyðu Thorlacius. Við kynnt-
usmt fyrir meira en 50 árum er við
vorum báðar meðlimir í fímleika-
deild Armanns undir stjóm Jóns
Þorsteinssonr. Þetta var hress hóp-
ur, sem hefur haldið saman öll þessi
ár. Gyða er sú þriðja sem fellur frá
á tæpu ári.
Vinátta okkar styrktist við það
að eiginmenn okkar voru starfs-
bræður og góðir vinir. Áttum við
margar góðar stundir saman. Gyða
og Hermundur Tómasson giftust
18. maí 1940 og áttu upp frá því
sitt heimili á Bústaðavegi 93 í
Reykjavík og þar bjó Gyða ein síð-
ustu 10 árin, en Hermundur lést
1983. Heimili þeira bar vott um
myndarskap og vandvirkni þeirra
hjóna og ekki má gleyma að nefna
garðinn, sem er fallegur svo af
ber. Hann var Gyðu sannkallaður
sælureitur. Þau hjónin eignuðust
þijú böm, Sigmund, Bergljótu og
Auði, sem er mesta dugnaðar- og
sómafólk, og það má einnig segja
um barnabörnin, sem em átta.
Einnig átti Gyða tvö langömmu-
börn.
Hún hafði mikinn áhuga á ferða-
lögum og náði á seinni árum að
ferðast talsvert sér tii skemmtunar
og fróðleiks. í nokkmm þessara
ferða vomm við hjónin ferðafélagar
hennar og eigum við mjög góðar
minningar fra þeim. Síðast fómm
við saman fyrir tæpum tveimur
árum til Spánar og þar héldum við
þijú upp á sjötíu og fímm ára af-
mæli hennar.
Eg vil svo fyrir mína hönd og
Hallgríms votta börnum hennar og
fjölskyldum þeirra samúð okkar.
Vigdís Jónsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
sonur og tengdasonur,
HELGI HJÁLMARSSON,
Granaskjóli 36,
lést á heimili sínu mánudaginn 26. júlí.
Berglind Sigurðardóttir,
Arnar Sigurður Helgason,
íris Alda Helgadóttir,
Helgi Steinar Helgason,
Margrét Guðmundsdóttir og Hjálmar Gislason,
Alda Jónsdóttir og Sigurður Gunnarsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SIGURBJÖRG PÉTURSDÓTTIR,
Skarðsbraut 15,
Akranesi,
áður Ránarstíg 2,
Sauðárkróki,
lést í Sjúkrahúsi Akraness 18. júlí.
Haukur Ármannsson, Sigrún Sigurðardóttir,
Sigurður Ármannsson, Edda Bolladóttir,
Sigþrúður Ármannsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar,
RAGNHILDUR DAGBJÖRT JÓNSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn
30. júlí kl. 13.30.
Jón Böðvarsson,
Vilhelmfna S. Böðvarsdóttir,
Valborg Sofffa Böðvarsdóttir,
Bjarni Böðvarsson,
Böðvar Böðvarsson,
Sigmundur Böðvarsson.
Jón Trausti Krist-
jánsson — Minning
Fæddur 1. júní 1928
Dáinn 21. júlí 1993
Reykjavíkur frá 1. maí 1966 til
ágústloka 1969, og ók þá leið sem
hét Austurhverfí, sem nú er aflögð
fyrir allnokkrum árum. Hræddur
er ég um að Þórhallur hafí ekki
verið sáttur við þær breytingar sem
nú eru fyrirhugaðar á starfsemi
Strætisvagna Reykjavíkur. Hann
taldi þær ekki til bóta.
Þórhallur var ræðinn maður og
fróðleiksfús, viðræðugóður og vin-
sæll af sínum samstarfsmönnum.
Hann hafði mikinn áhuga á stjóm-
málum og var einlægur stuðnings-
maður Sjálfstæðisflokksins og Mál-
fundafélagsins Óðins, sem er félag
launþega innan raða Sjálfstæðis-
flokksins. Hann unni mjög þjóðleg-
um fróðleik og alþýðlegum kveð-
skap.
Þórhallur var mikill og víðsýnn
ferðamaður, bæði hérlendis og er-
Iendis, skoðaði landið og kynnti sér
af eigin raun landshagi og rekstur
þjóðarbúsins.
Oft lágu leiðir hans á æskuslóð-
ir, til Eyja, í Landeyjamar og Með-
allandið, en þar er fegurst fjalla-
og jöklasýn á landi hér. Þórhallur
var vinur vina sinna, þeim trúr og
traustur bakhjarl og er hans saknað
af vinum og samstarfsmönnum,
sem minnast góðs félaga og vinar,
sem alltaf var glaður og reifur,
þótt á móti blési. Þess má geta að
hann var svo bamgóður að til var
tekið, og munu barnabörnin ekki
síst hafa notið þess.
Eg votta konu hans, börnum,
barnabörnum og öðrum vanda-
mönnum samúð. Góður maður er
genginn.
Pétur Hannesson.
Einum æskufélaganum færra.
Þannig er gangur þessa lífs. Þegar
árin færast yfír, hverfa félagamir
hver af öðmm niður í þá mold sem
þeir em komnir af. Ég sem þessar
línur rita, þekkti vel hinn látna,
sem ég geri tilraun til að minnast.
Orð era fátækleg þegar við stönd-
um andspænis dauðanum, sem
engu eirir.
Jón Trausti var hann skírður.
Falleg nöfn. Guðmundur Magnús-
son, rithöfundurinn góðkunni, tók
upp þetta nafn sem rithöfundar-
heiti. Hinn látni var raunar oftast
nefndur aðeins Trausti af þeim sem
þekktu hann persónulega.
Trausti var fæddur á Sjávarborg
við Sauðárkrók, en þar vora þá
foreldrar hans í húsmennsku. Það
vora hjónin Kristján Guðbrands-
son, dáinn 1943, um fertugt, og
Sigrún Jónsdóttir (f. 1904). Ekki
dvöldu þau lengi á Sjávarborg.
Heimilið leystist upp síðar og
Trausta var komið í fóstur. Hann
var heppinn þar, því að hjónin á
Efri-Mýram í Engihlíðarhreppi í
Austur-Húnavatnssýslu, tóku
hann upp á arma sína og ólu hann
upp frá fímm ára aldri. Bjarni
Óskar Frímannsson, bóndi og odd-
viti, og Ragnhildur Þórarinsdóttir
vora Trausta sem bestu foreldrar.
Hann hélt og tryggð við heimilið
á Efri-Mýram alla tíð og fólkið þar
við hann.
Snemma þótti Trausti duglegur
til allra starfa. Hann fór líka
snemma að vinna. Man ég hann
sem komungan dreng fara með
póstinn fram á Laxárdal, en Refs-
staðir var endastöðin þar. Mér
fannst hann vera orðinn fullþroska
mjög snemma. Vafalaust flýtir það
fyrir andlegum og líkamlegum
þroska að þurfa snemma að bera
ábyrgð. Trausti vann allt fram að
þeim tíma, að hann slasaðist í bíl-
veltu við Bakkasel í september
1987 og lamaðist upp að mitti.
Reiðarslag var það fyrir vin minn,
Trausta. Lengi var tvísýnt um líf
hans eftir þetta mikla slys, en hann
hlaut furðu góðan bata og þrótt,
svo að hann gat ekið sérhönnuðum
bíl um skeið.
Þegar Trausti varð sextugur, 1.
júní 1988, var hann til æfinga á
endurhæfíngardeild Borgarspítal-
ans. Haldið var upp á afmælið að
kvöldi afmælisdagsins í anddyri
spitalans. Ekki hef ég tekið þátt í
afmæli fyrr né síðar við slíkar að-
stæður. Trausti lék þar við hvem
sinn fíngur. Þetta gleymist ekki.
Þarna las ég ljóð til Trausta, þar
sem lífsbraut hans er rakin að
nokkra, svo og uppruni og uppeldis-
staður. Ekki mátti gleyma hjónun-
um á Mýrum, sem fyrr er getið:
Þar var engin eymd og kröm
úti á lífsins hjami.
Reyndust honum rausnarsöm
Ragnhildur og Bjami.
Trausti vann lengstaf við akstur
bifreiða. Lengi var hann mjólkur-
póstur um snjóasæla dali Austur-
-Húnaþings. Þótti hann oft sýna þar
mikinn dugnað og áræði. En síð-
ustu árin sá hann um dreifingu
pósts sem verktaki um meginhluta
Húnaþings austan Gljúfurár.
Ævistarfið: ökufór
eftir Húnaþingi
meður póst og mjólkurvör-
ur - maðurinn orkuslyngi.
Trausti var sem betur fór ekki
einn á báti í lífínu. Ungur kvæntist
hann henni Stellu Jóns, sem heitir
raunar fullu nafni Anna Guðbjörg
Jónsdóttir og er frá Blönduósi,
skólasystir mín frá Reykjaskóla.
Þeim fæddust fimm börn, sem öll
lifa
Hann sér ei til hugartjóns
hraktist einn á vegi.
Starfsöm konan, Stella Jóns,
áuddi á nótt sem degi.
Fæddust böm í búið þar,
blómgast náði hapr.
Áfram leið svo ævinnar
annasamur dagur.
Þessi minningarorð eru kveðja
frá gömlum æskuvini. Ég þakka
Trausta allt gamalt og gott og
votta fjölskyldu hans og öðrum
ættmennum innilega samúð við frá-
fall hans.
Auðunn Bragi Sveinsson
frá Refsstöðum.
Sigurborg Magnús
dóttir — Minning
Fædd 4. mars 1911
Dáin 21. júlí 1993
Þessi sumarmorgunn var ein-
staklega fallegur. Sólin skein á
Sogaveginum og borgin var rétt að
hrista af sér nóttina. Fuglasöngur-
inn hljómaði og upplagt fyrir Kela
kött að reyna í sér veiðieðlið eða
bara stríða fuglunum. Sennilega
hefur það síðarnefnda orðið fyrir
valinu, enda Keli köttur svo vel al-
inn hjá henni ömmu Boggu. Hún
hafði líka sagt að það skyldi nú
ekki standa upp á sig að fæða katt-
argreyið fyrst hann væri kominn
inn á hennar heimili.
Það sama gilti reyndar um alla
þá sem komu á Sogaveginn; þar
var alltaf hægt að fá skjól hjá henni
ömmu Boggu, í víðustu merkingu
þess orðs. Enda þótt fjölskyldan
væri dreifð um heiminn, börn í
Kanada og Danmörku og barnabörn
í Svíþjóð, vissu allir hvar lífæð fjöl-
skyldunnar og hjarta sló; á Soga-
veginum hjá ömmu Boggu og
Kidda. Einhvern veginn féllu öll
vötn þangað.
Á Sogaveginum sameinaðist fjöl-
skyldan til að deila sínum gleði- og
sorgarstundum. Þar var amma
Bogga miðpunkturinn í tilveranni
sem allir gátu treyst á. Það var
alltaf heitt á könnunni og kaffið
bragðaðist enn betur ef vísukom
fékk að fljóta með. Amma Bogga
átti nefnilega viðeigandi vísu við
hvert tækifæri, hversu hversdags-
legt sem það var. Hjá ömmu Boggu
var nær stöðugur gestagangur,
gestir sem rétt litu inn og þeir sem
komu til að dvelja lengur. Enginn
kom að læstum dyram á þeim bæ.
Reyndar furðaði maður sig oft á
því hve margir komust fyrir í litla
húsinu, en lærðist jafnframt að
gestrisni ræðst ekki af húsrými,
heldur hjartarými húsráðenda. Af
slíku var af nógu að taka hjá ömmu
Boggu.
Á meðan Keli köttur eltist við
fuglana fór amma Bogga á fætur.
Hún hellti auðvitað upp á könnuna
og las Moggann sinn eins og alla
aðra daga. Otrúlega margir höfðu
fundið að Sogavegurinn kallaði þá
til sin þessa síðustu daga og vikur.
Það má segja að það hafí verið
stanslaust ættarmót á Sogavegin-
um því fólk dreif að, börn, barna-
börn, bamabarnabörn óg vini.
Þennan fallega morgun endurómaði
allt húsið gleði þeirra stunda. Um-
vafin ánægjulegum minningum síð-
ustu daga og vikna dó hún amma
Bogga.
Ættingjar og vinir fjær og nær
vita að ekkert verður samt eftir
fráfall hennar. Sogavegurinn er all-
ur annar. Hjarta fjölskyldunnar
hefur misst úr takt. Saman verður
hún að feta áfram veginn og fínna
sér nýjan.
Þegar sárastu sorginni og sökn-
uðinum sleppir munu ljúfar minn-
ingar um ljúfa konu létta leitina.
Eitt ég hræðist, ef svo fer,
að ég kunni að gleyma þér,
þér sem gafst mér lífsins týndu trú.
Allt hið bezta, er á ég geymt,
allt sem mig hefur Ijúfast dreymt,
það er gleymt og týnt um leið, því það varet þú.
(Tómas Guðmundsson.)
Anna Sigrún Baldursdóttir.