Morgunblaðið - 29.07.1993, Page 31

Morgunblaðið - 29.07.1993, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 1993 31 Minning Petrína R. Guð mundsdóttir Fædd 10. september 1910 Dáin 22. júlí 1993 Það var sól og sumarylur þegar hún Peta amma kvaddi sæl í faðmi ástkærs eiginmanns síns. Þannig munum við ávallt minnast hennar, glæsileg kona á velli, með sterkan persónuleika, sem bar sterk áhrif og hlýju hvar sem hún fór. Petrína R. Guðmundsdóttir fæddist á Kvíabryggju í Grundar- firði 10. september 1910. Hún var dóttir Guðmundar Friðrikssonar sjómanns og Maríu Oktavíu Jó- hannsdóttur og var eina barn þeirra. Amma missti móður sína ung að árum, og sökum starfa föð- ur hennar var henni komið í fóstur. Hún var í fóstri hjá sæmdarhjónun- um Jóni Lárussyni og Helgu Gróu Sigurðardóttur á þeirra mikla menningarheimili Gröf í Grundar- firði sín uppvaxtarár, fermdist það- an og varð fyrir sterkum áhrifum frá þeim bæ. Á unglingsárunum lá leið hennar suður til Reykjavíkur, til ömmu sinnar. Hún stundaði nám og lauk frá gagnfræðaskóla ísleifs Jónsson- ar við Bergstaðastræti. Þaðan lá leiðin út á vinnumarkaðinn, og gerðist hún farstúlka á heimilum. Árið 1933 eignaðist hún son af fyrra hjónabandi,Jóhann R. Símon- arson, sem er skipstjóri, kvæntur Helgu Þ. Gunnarsdóttur, og eru þau búsett á ísafirði. Aftur lá leiðin á vinnumarkaðinn, nú sem starfsstúlka hjá Ríkisskip- um og var _hún þerna á Súðinni og Esjunni. Ávallt minntist amma þessa tíma með bros á vör, enda þótti henni ákaflega vænt um þetta starf. Seinna ferðaðist hún og eftir- lifandi eiginmaður hennar mikið sem farþegar með skipum félags- ins, og mikil var eftirvæntingin hjá okkur barnabörnunum og tignarleg var aðkoman þegar Gullfoss lagðist að bryggju á Isafirði með þau inn- anborðs. Upp úr 1940 kynntist amma ungum öðlingsmanni norðan af Siglufirði. Björgvin V. Færseth er verslunarmaður og var um langan tíma verslunarstjóri hjá Kron og Mjólkursamsölunni og opnaði síðan Hagabúðina við Hjarðarhaga. Petrína og Björgvin giftust 18. júlí 1942, og var einstaklega ástrikt og kært með þeim hjónum þau lið- lega fímmtíu og eitt ár sem þau áttu saman. Björgvin sýndi ömmu alveg einstaka hlýju og ástúð allt frá fyrstu kynnum þeirra fram á síðustu stundu. Hans fyrsta verk var að fá hana til að hætta vinnu og gerast heimavinnandi húsmóðir svo að þau mættu eiga sem flestar frístundir saman. Oftsinnis hvíslaði hún amma að okkur barnbörnunum, að hennar mesta gæfa í lifínu hafi verið að kynnast honum Venna sín- um. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. Brids var stór þáttur í lífí ömmu og Björgvins. Þau voru virkir spilar- ar í spilaklúbbum borgarinnar, og var amma félagi í Bridsfélagi kvenna í Reykjavík og með fremstu spilurum landsins. Þau hjónin spil- uðu fram undir það síðasta og víst er að erfitt verður að manna slíka stöð þar sem hún Petrína fór. Árið 1962 var stór þáttur í lífi þeirra hjóna. Þau, ásamt Andrési bróður Björgvins og Sigrúnu Eiríks- dóttur konu hans, festu kaup á jörð- inni Gilslaug í Fljótum. Þar áttu þau margar ánægjustundirnar og þaðan eru margar minningarnar. Ávallt þegar komið var að Gili eftir langa keyrslu, skoppuðum við krakkarnir út úr bílunum eins og kýr úr fjósi á vorin. Þegar útrásinni hafði verið fullnægt, færðist ró yfir menn og dýr, allir stóðu hljóðir. Kyrrðin, árniðurinn og fuglakvakið var svo dásamlegt að hlusta á, að jafnvel við ærslafengin börnin upp- lifðum dýrðina eitt andartak. Oft var veisla á Gili. Húsbóndinn fór niður að á með veiðistöngina og renndi fyrir bleikju og setti jafn- vel í lax. Á meðan arkaði húsmóðir- in með boxið sitt rétt upp fyrir . bæinn og tíndi bláber. Steikt bleikja og bláber með rjóma á borðum, og enginn fékk að standa upp fyrr en að hafa fengið nóg. Ein síðasta hugsun ömmu var, hvort þau hjónin kæmust nú í berin í sumar. Víst er að tómlegt verður á Gilslaug þegar húsmóðurina vantar. Þau hjón voru höfðingjar heim að sækja á heimili þeirra í Samtúni 20. Margt var skrafað og lærdóms- ríkt var fyrir okkur nútímabörnin að hlusta á lífssýn konu á jafn greindarlegan og rökfastan hátt og Peta amma flutti mál sitt. Aldrei var farið frá þeim hjónum án þess að sest hafi verið að dekkuðu borði og allir fengið nægju sína. Öll gullin sem amma gaf okkur krökkunum bera vott um þá um- hyggju og hjartahlýju sem hún sýndi okkur. Hennar verður sárt saknað af yngstu kynslóðinni sem hún var svo hjartahlý og góð en fékk að njóta hennar allt of stutt. Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu' og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Það hlýtur að vera sæla hvers deyjandi manns að njóta samvista við ástvini sína á dauðastundu. Hún Peta amma kvaddi þennan heim umvafin ást og umhyggju elskulegs eiginmanns síns. Elsku Björgvin, við systkinin Bjössi, Maja og Gummi og fjölskyld- ur okkar vottum þér okkar innilegu samúð og biðjum Guð að styrkja þig á þessari erfiðu stundu. Ömmu þökkum við fyrir árin sem við feng- um að njóta hennar. Blessuð sé minning liennar. Guðmundur Fr. Jóhannsson. Hún kvaddi þennan heim á heim- ili sínu á fögrum sumardegi, hún hafði átt við heilsuleysi að stríða um lengri tíma. Aldrei gaf hún þó upp vonina, að hún myndi hressast svo að þau hjónin mættu njóta sum- ardaga í sælureitnum þeirra í Gils- laug í Fljótum. Það fór á annan veg, hún fékk hægt andlát fimmtu- daginn 22. júlí, með elskulegan eig- inmann sinn sér við hlið. Þar með gat hann uppfyllt óskir hennar að fá að dveljast á heimili sínu sem lengst. Petrína giftist Björgvini Færseth 18. júlí 1942 og var það mikið gæfuspor svo umhyggjusamur sem hann reyrfdist henni alla tíð. Höfðu þau því gengið saman sinn æviveg í rúmlega 51 ár. Petrína var glæsileg kona, vel klædd og stórmyndarleg húsmóðir. Gestgjafahlutverkið var henni í blóð borið. Minnumst við vinir hennar \ t Ástkær unnusti minn, sonur, faöir, bróðir okkar, tengdasonur og mágur, HÖSKULDUR HEIÐAR BJARNASON, Bjarkargrund 36, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju föstudaginn 30. júlí kl. 11.00. ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 Unnur Sólveig Jónsdóttir, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Hafþór, Sandra Rós, systkini hins látna og aðrir vandamenn. Eríidr\kkjur (ilæsileg kaííi- Iilítðborð íiillegir Síilir og mjög gðð jljÓllllStíL Upplýsingar ísúna22322 + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdafaðir og afi, EINAR Þ. MATHIESEN, Litlubæjarvör 2, Bessastaðahreppi, er lést 25. júlí, verður jarðsunginn frá Bessastaðakirkju föstudaginn 30. júlí kl. 13.30. Erna S. Mathiesen, Jens G. Einarsson, Kristfn Ósk Þorleifsdóttir, Árni Sv. Mathiesen, Sigrún Ósk Sigurðardóttir, ÓlafurTr. Mathiesen, Ingibjörg Harðardóttir, Einar Þ. Mathiesen, Svanhildur Jóhannesdótttir, Svava E. Mathiesen, Ingvar Guðmundsson, Kristján Geir Mathiesen, Svava E. Mathiesen og barnabörn. heimsóknanna til þeirra hjóna hér í bæ og einnig í sumarhús þeirra í Gilslaug í Fljótum. Þar dvöldu þau hjónin á hveiju sumri og langt fram á haust, ef veður leyfði. Þar var þeirra unaðsreitur, enda fagurt landslag og blábetjalyngið náði al- veg heim að bæjardyrum. Ef ég komst ekki í heimsókn til þeirra hjóna komu þau bara fær- andi hendi með bláberin til mín. Eg, eins og aðrir vinir þeirra, á eftir að sakna samverustundanna með Petrínu og Björgvini og þakka alla vináttu og tryggð í minn garð, þann tíma er leiðir okkár lágu sam- an. Petrína var góður brids-spilari og virkur þátttakandi í Bridgefélagi kvenna hér áður fyrr. Þrátt fyrir heilsuleysi síðari ára þótti henni gaman að taka í spil og spilaði þá við kunningja sína ef heilsan leyfði. Petrína hélt andlegri reisn til hinstu stundar. Petrína eignaðist einn son, Jó- hann Símonarson, skipstjóra og mikinn aflamann, og gladdist hún yfír velgengni hans og fylgdist með störfum hans á sjónum. Jóhann er kvæntur Helgu Gunnarsdóttur og eiga þau fjögur börn, öll voru þau Petrínu mjög kær, og sýndi hún okkur vinum sínum myndir af þeim. Eg kveð Petrínu með þessum fátæklegu kveðjuorðum og er þá efst í huga þakklæti fyrir vináttu og tryggð hennar við mig. Innilegar samúðarkveðjur til ást- vina hennar allra. Blessuð sé minning hennar. Halla Bergþórsdóttir. Elsku Peta mín. Nú ert þú farin eitthvað langt í burtu. Mig langar til að hafa þig ennþá hjá mér, en ég veit að þér líður miklu betur þar sem þú ert núna. Nú þarftu aldrei að pústa þig eins og þú kallaðir það að taka astmalyfin. Kannski hittumst við aftur í himnaríki. Ég sé þig fyrir mér þar sem þú ert eitthvað að argast í honum Lykla-Pétri. Þá getum við sest niður í grasið sem er miklu grænna en grasið á jörðinni til þess að riíja upp allt það sem við sáum, hlustuðum á, töluðum um, fundum fyrir og gerðum saman. Manstu þegar við drukkum kaffi, borðuðum kandís og skoðuðum dönsku blöðin? Manstu þegar ég fór til Ameríku og þú hélst að ég kæmi aldrei til baka? Manstu þegar ég borðaði hafragrautshræring, en þverneitaði að borða skyr eins og Venni, af því að ég vildi gera alveg eins og þú? Manstu þegar við spiluð- um kasjón og ég fékk alltaf alla tvistana? Manstu, að við hreinsuð- um flugurnar úr gluggakistunni á Gilshaug með jókerum? Manstu þegar ég sofnaði hjá ykkur Venna, og hann hélt á mér yfir í íbúðina til pabba og mömmu, en þú komst á eftir með nammi vafið inn í eld- húsrúllubréf og settir á rúmstokk- inn minn? Manstu þegar við týndum ber í sveitinni? Manstu, að þú sagðir mér, Evu og Nonna, að við ættum að drekka nýmjólk, en ekki létt- mjólk af því að léttmjólk væri ekki nógu góð? Manstu þegar við héldum okkur í uppblásna bananann og lét- um okkur fljóta í lauginni á Gils- haug? Manstu, að ég vildi geyma „snýtibréf* í erminni eins og þú? Manstu þegar Eva systir braut róf- una á Felix ketti sem var uppi á píanóinu og pabbi límdi það vitlaust á? Manstu þegar þú leyfðir mér stundum að hlusta á ballerínuspila- dósina? Manstu þetta allt saman eins og ég? Þakka þér fyrir að hafa leyft mér að vera vinkona þín. Sigrún Erla. + Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, INGÓLFUR ÁSBJÖRNSSON, Byggðavegi 115, Akureyri, fyrrum bóndi í Stóra-Dal, sem lést í Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar 26. júlí, verður jarðsung- inn frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. ágúst kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeir, sem vildu minn- ast hins látna, láti Fjórðungssjúkrahús Akureyrar njóta þess. Maria Guðmundsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Ingi Jóhannesson, Sóley Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hjartkær eiginmaður minn, SÆVALDUR SIGURJÓNSSON, Grundargerði 15, rteykjavík, er lést 23. júlí sl., veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudag- inn 30. júlí kl. 15.00. Jóna Halldórsdóttir. + Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls móður okkar, tengda- móð ur, systur, ömmu og langömmu, JÓNU VILHJÁLMSDÓTTUR frá Vestmannaeyjum. Sérstakar þakkir færum við kvenfélaginu Líkn, Vestmannaeyjum, og Oddfellowreglunni í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Ásta Vigfúsdóttir, Adolf Óskarsson, Lára Vigfúsdóttir, Jóhann F. Guðmundsson, Soffia Vilhjálmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.