Morgunblaðið - 29.07.1993, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.07.1993, Qupperneq 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, YKJAVÍK )LF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 FIMMTUDAGUR 29. JULI 1993 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK. HEWLETT PACKARO IEI ; UMBOOIO HP Á (SLANOI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000 Frá mligulolka tll veruleika Væn síld í Jökuls- árlóni MIKIÐ af síld er nú í Jökulsár- lóni á Breiðamerkursandi og er hún mjög væn, að sögn Fjölnis Torfasonar, bónda á Hala II í Suðursveit. Hann segir að síldin hafi komið í lónið um mánaða- mótin júní-júlí og virðist þrífast vel þar. Fjölnir þekkir vel til í lóninu og segir að þetta sé í fyrsta sinn sem hann verður var við svona mikið af síld þar. Fjölnir segir að í lóninu sé mikið af mjög vænni demantsíld og sé meðalstærðin 32 til 35 cm. Síldin er um allt lónið og hefur gotið þar. Fjölnir segir að mikið sé af síldar- seiðum í lóninu og sé það líklega frá goti í fyrra. Hann segir að síld- in hafí fengist í silungsnet og þyki mörgum nýnæmi í henni. Þrífst vel Fjölnir sagði óvíst hvort síldin hefði sogast inn í lónið eða hvort hún hefði farið þangað sjálfviljug. Hann sagði að hitinn í lóninu væri 5 til 8 gráður og þrifist síldin vel við þann hita. Nokkuð hefur einnig verið af Ioðnu í lóninu en hún held- ur sig mest við jökulkantinn, að sögn Fjölnis. ♦ ♦ ♦ Ósk um 6% hækkun á sementi SEMENTSVERKSMIÐJA ríkis- ins á Akranesi hefur óskað eftir um það bil 6% hækkun á sements- verði. Verð á sementi er enn háð ákvörðun samkeppnisráðs. Tómas Runólfsson, deildarstjóri fjármáladeildar Sementsverksmiðj- unnar, sagði að meginhluti hækk- unarþarfarinnar væri vegna gengis- fellingarinnar í lok júní, eða um 4%. Sagði Tómas að meirihluti hráefna verksmiðjunnar og lána væri háður gengisþróun. Þar við bættist 2% hækkun sem fyrirtækið hefði sótt um áður. Ekki er vitað hvenær hækkunar- beiðnin verður tekin fyrir í sam- keppnisráði. Átta ára tvíburasystur bjarga vinkonu sinni frá drukknun í Sundlaug Þorlákshafnar Drógu hana á milli sín yfir í grunnu laugina „AFREKIÐ er stelpnanna. Þær eiga tvimæialaust mikinn heiður skilinn," segir Guðmundur Garðarsson, sjómaður og sundlaugargest- ur í Sundlaug Þorlákshafnar um það afrek 8 ára tvíburasystra úr Þorlákshöfn að bjarga 11 ára vinkonu sinni úr Hveragerði frá drukknun í lauginni í gær. Systurnar Erna og María Kristjánsdæt- ur köfuðu niður á laugarbotn í dýpri enda laugarinnar eftir Hall- dóru Ellertsdóttur, vinkonu sinni, þar sem hún iá meðvitundarlaus, drógu hana yfir í grynnri hlutann og gátu kallað á hjálp. Stúlk- unni, sem er á Landspítalanum, líður eftir atvikum vel og er hún talin úr lífshættu. Morgunblaðið/Kristinn Glöð á ný ERNA, María og Guð- mundur Þór, bróðir Halldóru, sem er í pöss- un hjá fjölskyldunni. Svana, móðir stelpn- anna, segir að þær hafi orðið fyrir miklu áfalli eftir björgunina en eft- ir að þær fréttu að Hall- dóra væri á batavegi hafi þær tekið gleði sína. A minni myndinni eru Guðmundur og Sig- urður. „Við vorum að leika okkur að kafa í djúpu lauginni þegar Erna tók eftir því að Halldóra lá á botn- inum og hreyfði sig ekki. Hún kallaði í mig og ég kafaði til henn- ar og reyndi að tosa hana upp en gat ekki meir og gafst upp. Eg kallaði í Ernu og hún náði höfðinu en ég fylgdi á eftir með fæturna út í grunnu laugina," sagði Mar- ía. Erna bætir við að því næst hafi María hlaupið eins hratt og hún gat til að láta sundlaugarvörð vita. Hann hafi hringt á sjúkrabfl. Mátti litlu muna Þegar stelpurnar komu að bakkanum sá Sigurður Marinós- son hvers kyns var og kallaði hann á Guðmund til hjálpar. „Hún var orðin blá og vatn og blóð gekk uppúr henni þegar ég kom að. Eg ætlaði þá að fara að beita blástursaðferðinni en í þann mund byijaði hún að anda og þess vegna nuddaði ég hana aðeins en við það kom mikið vatn uppúr henni,“ sagði Guðmundur. Síðan báru þeir Sigurður Halldóru inn á skrif- stofu og biðu þar eftir lækni og sjúkrabíl sem kom skömmu seinna. Guðmundur lagði áherslu á að tvíburasystumar hefðu unnið mikið afrek með björguninni. Hins vegar sagði hann alveg ljóst að meiri gæslu þyrfti við sundlaugina en verið hefði og ekki nægjanlegt að aðeins einn starfsmaður væri á vakt. Svana Ingólfsdóttir, móðir systranna, vildi fyrir hönd að- standenda Halldóru þakka öllum sem staðið hefðu að björguninni. Þess má geta að allar voru stúlk- urnar flugsyndar og eru orsakir slyssins ekki kunnar. Gengi jensins hefur hækkað um 57% á einu ári og dollarans 34% Gengishagnaður til ára- móta nemur 3 milljörðum Hlutfall útflutnings til Japans tvöfaldaðist og jókst um þríðjung til Bandaríkjanna GENGI jensins hefur hækkað um 57% gagnvart krónunni frá ágúst í fyrra og gengi dollarans hefur hækkað um 34% á sama tíma. Miðað við að útflutningur okkar til þessara landa verði sá sami frá júlí til desember og hann var á sama tíma í fyrra mun gengishagnaðurinn nema rúmlega 3 milljörðum króna í ár. Eiturefni skila sér ekki til eyðingar nema í litlum mæli AÐEINS lítill hluti af eiturefnum, sem flutt eru til landsins, skil- ar sér til eyðingar. Ágúst Sigurðsson, efnafræðingur hjá Holiustu- vernd ríkisins, segir að skil á framköllunarvökva hafi t.d. verið könnuð og innan við 10% af því magni sem flutt sé inn skili sér til eyðingar. Ef slíkum vökva er skilað tii Sorpu þarf að greiða allt að 88,50 kr. í skilagjald af hverju kílói. Ágúst segir að nú í sumar eigi að gera úttekt á starfsemi spilli- efnamóttöku Sorpu til að afla upplýsinga um hversu miklum hluta eiturefna sé í raun skilað inn. Þá muni verða haft samstarf við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að stuðla að betri skilum. „Menn eru að vakna til vitundar um það hversu skaðleg þessi efni eru og ekki er heldur svo langt síðan spilliefnamóttakan byrjaði. Þetta stendur hins vegar allt til bóta,“ segir Ágúst. \ Hjá Sorpu fengust þær upplýs- ingar að ef framköllunarvökva er skilað kostar það 55,50 krónur fyrir hvert kíló af vökvanum ef hann er í yfir 100 1 umbúðum. Þá kostar það 88,50 kr. fyrir kíló- ið ef umbúðimar eru minni. Þarf að borga mikið til að skila efnunum Ögmundur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Sorpu, segir að mjög léleg skil séu á eiturefnum úr atvinnulífinu. „Það þarf að borga mikið fyrir að skila eitur- efnum því þetta er sent til útlanda til eyðingar. Helsta ástæða þess að þetta skilar sér ekki til okkar er að fyrirtæki eru að horfa í kostnað," segir Ögmundur. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóð- hagsstofnun tvöfaldaðist hlutfall út- flutnings til Japans nærri því á tíma- Jóilinu janúar-apríl í ár miðað við sama tímabil í fyrra. Á tímabilinu janúar-apríl 1992 var hlutfall út- flutnings til Japans 8,8% mælt í verð- mætum en sömu mánuði í ár var hlutfallið komið í 15,4% af heildinni. Til Bandaríkjanna hækkaði þetta hlutfall úr 6,7% og í 9,4%. Á sama tíma dró verulega úr útflutningi til Evrópubandalagsríkjanna og féll hlutdeild hans úr 72% niður í rúm- lega 62% í ár. Hálfur annar milljarður Að sögn Benedikts Ámasonar hjá Þjóðhagsstofnun stefnir í að gengis- hagnaður vegna útflutnings til Jap- ans og Bandaríkjanna á milli síðustu sex mánaða ársins í fyrra og sama tímabils í ár nemi hálfum öðrum milljarði á hvort land. Utflutningur til Bandaríkjanna frá júlí til desember í fyrra nam 5,8 milljörðum króna á meðalgengi sem var 56,90 krónur fyrir dollarann. f dag er gengið 72 krónur og er hækk- unin á meðalgenginu fyrir þessa sex mánuði því 26,5%. Á Japansmarkað nam útflutning- urinn frá júlí til desember í fyrra alls 3,2 milljörðum króna á meðal- gengi sem var 0,45 krónur fyrir jen- ið. I dag er jenið skráð 0,67 sem þýðir 46,5% hækkun eða 1.496 millj- óna króna gengishagnað. „Þetta er hins vegar ekki öll sag- an,“ segir Benedikt, „því að flestar skuldir útflytjenda á þessa markaði eru í jenum eða dollurum þannig að þær hafa hækkað samhliða." í 2.-3. sæti HELGI Áss Grétarsson gerði jafn- tefli við Georgíumanninn Movas- esian í gær, er með sjö og hálfan vinning og er í 2.-3. sæti. Víet- naminn Deo Then er efstur á heimsmeistaramóti barna og ungl- inga í Bratislava með 8 vinninga. Helgi Áss á enn möguleika á að komast í fyrsta sæti. Dao Then næg- ir hins vegar jafntefli í síðustu um- ferð til að verða heimsmeistari. Síð- asta umferð verður tefld í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.