Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 Sölubann á heima- bakstur er ógilt ÚRSKURÐARNEFND sem starfar skv. lögnm um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit hef- ur fellt þann úrskurð að konu nokkurri í Reykjavík, sem stundað hefur heimabakstur á kökum, kleinum og skonsum, til sölu í Bónusverslunum á höfuðborgarsvæðinu, sé ekki skylt að sækja um leyfi heil- brigðisnefndar Reykjavíkur til þessarar starfsemi. Þá hefur nefndin ómerkt úrskurð stjórn- ar Hollustuverndar ríkisins í máli konunnar og fellt úr gildi sölubann sem heilbrigðisfull- trúi Reykjavíkur lagði á brauð- ið í verslunum. Brýtur gegn stj órnarskrárákvæði Kemst nefndin m.a. að þeirri niðurstöðu að aðgerðir heilbrigðis- eftirlits gegn konunni standist ek'ki gagnvart 69. grein stjórnar- skrár um atvinnufrelsi. Jón Sveinsson, lögmaður kon- unnar, segir að úrskurðurinn hafi mikla þýðingu fyrir húsmæður sem stunduðu starfsemi af þessu tagi, þar sem ekki þyrfti leyfi til, og ekki síður fyrir heilbrigðis- nefndir í landinu. „Reglugerðin brýtur í bága við bæði lög og stjórnarskrá. Framkvæmdavaldið hefur farið út fyrir þann ramma sem lögin setja því og sett miklu ítarlegri og strangari reglur í reglugerð en löggjafinn ætlaðist til,“ sagði Jón. Sjá einnig „Sölubann heil- brigðisfulltrúa á heima- bakstur..." á bls. 16. Banaslys á Sandskeiði á laugardag Morgunblaðið/Ingvar Á slysstað LÖGREGLA kannar ummerki á slysstað á Sandskeiði. Yélin spann þrjá hringi og hrapaði SEXTÍU og eins árs gamall maður lést þegar flugvél hans hrapaði til jarðar á Sandskeiði síðastliðinn laugardag. Talið er að maðurinn hafi látist sam- stundis. Hann hét Hörður Hjálmarsson, fæddur 16. febr- úar 1932, til heimilis að Lyng- haga 17 í Reykjavík. Hann læt- ur eftir sig eiginkonu og upp- komin börn. Karl Eiríksson, formaður Flug- slysanefndar, sagði að sjónarvott- ar hefðu séð vélina spinna þrjá hringi í loftinu áður en hún skall til jarðar. Hann sagði að rannsókn málsins^væri á byrjunarstigi. Flugvélin var svokölluð vélsvif- fluga, þ.e. hún tók á loft með vélarafli en var síðan flogið eins og svifflugu. Flugmaðurinn var reyndur svifflugmaður og hafði haft svifflugsskírteini í 25 ár. Skúli Jón Sigurðarson hjá Loft- ferðaeftirlitinu segir að ekkert afdráttarlaust bendi til þess hvað hafi komið fyrir. „Vélin stakkst Hörður Hjálmarsson. til jarðar og flugmaðurinn lést samstundis, en hver ástæðan er vitum við ekki enn,“ sagði Skúli Jón. SAS fiýgur ekki til Islands næsta vetur SAS hefur ákveðið að leggja niður flug sitt til og frá íslandi næsta vetur eða á tímabilinu frá 1. október til 26. mars. SAS hefur flogið milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar þrisvar í viku en Bryndís Torfadóttir sölustjóri SAS á íslandi segir að ákvörðun um að leggja flugið niður yfir vetrarmánuðina sé tekin af markaðsástæðum. Skrif- stofa SAS verður opin áfram á fyrrgreindu tímabili. hefur verið í hverri viku sé kl. 16.20 að deginum. Hins vegar fljúgi Flug- leiðir á sömu leið kl. 13.35 og því augljóst að of stutt sé á milli þess- ara áætlana til að bæði flugin geti borgað sig. Skrifstofan opin Eins og fyrr segir mun SAS eft- ir sem áður hafa skrifstofu sína hérlendis opna þótt flug liggi niðri. Aðspurð um hlutverk skrifstofunn- ar yfir vetrarmánuðina segir Bryn- dís að það sé óútkljáð mál og kom- ist ekki á hreint fyrr en f lok þessa mánaðar. Bryndís Torfadóttir segir að ákvörðun um að hætta flugi SAS yfir háveturinn sé vegna samstarfs- samningsins sem gerður var við Flugleiðir en með honum fljúga Flugleiðir tvisvar á dag til Kaup- mannahafnar ásamt tengiflugi það- an til Hamborgar í samvinnu við SAS. „Það liggur fyrir að Kastrup- flugvöllur í Kaupmannahöfn verður áfram aðaltengiflugvöllur Flugleiða fyrir áframhaldandi flug um allan heim,“ segir Bryndís. „Og mun SAS annast það flug.“ í máli Bryndísar kemur fram að flug SAS þá þrjá daga sem áætlun Geitungar fleiri en nokkru sinni MEIRA virðist vera um geitunga á höfuðborgarsvæðinu nú en nokkru sinni fyrr, að sögn Erlings Olafssonar, dýrafræðings hjá Náttúru- fræðistofnun. Því sem næst á degi hveijum er geitungabú fjarlægt, og eitthvað hefur verið um stungur. Uppúr miðjum mánuðinum má búast við að fólk fari að taka meira eftir geitungunum, því þá fara þemurnar úr búunum á stjá. Að sögn Erlings stendur geit- ungatímabilið nú sem hæst, og ekki verður lát á fyrr en í haust. „Það fer að koma lausung á þá þegar fer að líða á mánuðinn," sagði hann. „Þá fara þernurnar að þvælast um og hugsa um sjálfar sig og verða lausari í rásinni þegar líða fer á sumarið." Útbreiðsla geitunga er nú aðal- lega um sunnanvert landið, frá höf- uðborgarsvæðinu og austur undir Eyjafjöll. „Fyrir nokkrum árum var þetta mun víðar, en Jónsmessuhret- ið í fyrra fór illa með þá fyrir norð- an.“ Erling sagði rétt að varast geit- ungana, því stungumar væru óþægilegar þótt þær væru í sjálfu sér ekki hættulegar. Þó bæri að passa ung börn sérstaklega vel. Þiju íslensk rækjuskip við veiðar á Flæmska hattinum við Nýfundnaland Aflaverðmætíð samtals hátt í 200 milljónir kr. ÞRJÚ íslensk rækjuskip eru nú við veiðar á Flæmska hatt- inum, alþjóðlegu veiðisvæði fyrir utan lögsögu Nýfundna- lands. Aflabrögð hafa verið mjög góð og er aflaverðmæti þessara skipa nú hátt í 200 milljónir króna. Fjórða skipið bætist við eftir tvær vikur en það er Arnarnesið í eigu Þormóðs ramma. Þormóður rammi hefur stofnað dótturfyr- irtæki á Kýpur um rekstur skipsins og skráð það á St. Vincent-eyjum í Karabíska hafinu. Ekki er ljóst hvort áhöfn- in verður íslensk en öruggt er að allir yfirmenn verða Is- lendingar. ptoigmEfolaMfo í dag Færri í Buckingham-höll Færri komu í Buckingham-höll í London en búist hafði verið við, þegar höllin var opnuð 20 I^engsta sjúkraflugiö_______ Björgunarþyrlur og flugvél vam- arliðsins fóru í eitt lengsta sjúkra- flug frá landinu þegar sjómaður var sóttur norðaustur aflandinu 32 Elsta reiöhjóliÖ?___________ Elsta eða eitt elsta reiðhjólið ínotk- un er í Stykkishólmi 38 Leiðari Fjárveitingavaldið og fangelsismál 32 Fosteignir Þ- Einbýlishús - Ásmundarsalur - Veggfóður - Lagnafréttir - Grundvallaratriði fasteignavið- skipta - Viðurkenningar fyrir snyrtilegt umhverfi Skipin þijú sem nú eru við veiðar á Flæmska hattinum em Sunna, Pétur Jónsson og Hákon. Sunna, í eigu Þormóðs ramma, hefur verið þama um tveggja mánaða skeið. Heildarafli þess skips er nú um 400 tonn og aflaverðmætið ríflega 80 milljónir. Hin skipin tvö hafa verið skemur að eða frá því seinnihluta síðasta mánaðar. Pétur Stefánsson, eigandi Péturs Jónssonar, segir að á fimmtudag hafi skipið verið kom- íþróttir ► Rússneskur „sérfræðingur" bauð meisturum Akumesinga aðstoð sína - HSK bikarmeistari í frjálsíþróttum - Þijár „þrenn- ur“ í 1. deildinni í knattspymu ið með 60 tonn en hann taldi afla Hákons meiri því það hefði farið viku á undan á miðin. Heildarafla- verðmæti þessara þriggja skipa er því hátt í 200 milljónir. Ólafur Marteinsson, fram- kvæmdastjóri Þormóðs ramma, segir að aflabrögð skipanna þriggja séu með miklum ágætum eða 10-12 tonn á úthaldsdag hjá hverju skipi. Rækjan er seld til Japans og Evrópu en hluti af henni er sendur til íslands. Ólafur segir að um 40% af aflanum, eða stærsta rækjan, fari á Japansmarkað en hinsvegar fáist nokkuð minna verð fyrir hana þar en íslensku rækjuna þar sem hún sé ljósari á litinn. Arnarnesið gert klárt Fjórða rækjuskipið, Amarnesið, fer til veiða á Flæmska hattinum eftir tvær vikur. Þormóður rammi, eigandi skipsins, hefur stofnað dótt- urfyrirtæki um rekstur þess á Kýp- ur og búið er að skrá skipið á St. Vincent í Karabíska hafínu. Verið er að gera skipið klárt til veiða en Ólafur segir að ekki liggi endanlega fyrir hvort öll áhöfn þess verður íslensk. „Það er öruggt að allir yfír- menn um borð verða Islendingar en við eigum eftir að taka ákvörðun um undirmennina," segir Ólafur. „Helst hefðum við kosið að hafa eingöngu íslendinga um borð en þetta er spurning um kostnað." Helgi Sigurðsson. Lést í slysi í Grundarfirði MAÐURINN sem lést í vinnuslysi í Grundarfírði síðastliðinn föstudag hét Helgi Sigurðsson, til heimilis á Hlíðarvegi 12 í Grundarfírði. Hann var 37 ára að aldri, fæddur 1. des- ember 1955. Helgi lætur eftir sig eiginkonu og þijú ung börn. Tekinn á 106 km hraða ÖKUMAÐUR á fólksbifreið var tekinn í gærkvöldi á 106 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km á klukkustund. Lögreglan stöðvaði ökumanninn á ellefta tímanum í gærkvöldi á Stekkjarbakka í Breiðholti. Hann var sviptur ökuleyfínu á staðnum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.