Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 12
a2 MORGUNBJADfÐ: ÞRIBJIJDAGUR 10. ÁGÚST 1908 Fullmótaðar tillögur um Listaháskóla Islands eftir Björn Bjarnason Hugmyndir um æðra nám, há- skólanám, í listum hér á landi hafa verið til umræðu um nokkurt árabil. Ýmsar tillögur hafa verið gerðar í því efni. Samin hafa verið frumvörp til laga um Myndlistarháskóla ís- lands, Leiklistarháskóla íslands og Tónlistarháskóla íslands. Þá hefur nefnd skilað tillögum um forsendur þess að hefja hér kennslu í bygging- arlist. Samið hefur verið frumvarp til laga um Listaháskóla íslands sem hefðbundna ríkisrekna skólastofnun. Þessar tillögur eiga þær allar sam- eiginlegt, að þeim hefur ekki verið hrundið í framkvæmd. í janúar 1992 skilaði nefnd um listgreina- og list- fræðikennslu á háskólastigi skýrslu og var hún send til umsagnar sam- starfsnefndar háskólastigsins og Háskóla íslands. Af hálfu háskólar- áðs var því hafnað að samstarf yrði milli Háskóla íslands og Listahá- skóla íslands. Undir lok nóvember 1992 skipaði Ólafur G. Einarsson menntamála- ráðherra enn nefnd til að gera til- lögu um það, hvernig standa mætti að því að koma Listaháskóla íslands á fót. Var nefndinni meðal annars falið að kanna kosti þess og galla að mynduð verði sjálfseignarstofnun til að annast menntun í listum á háskólastigi. I þessari nefnd áttu sæti: Bjami Daníelsson, skólastjóri Myndlistar- og handíðaskóla íslands, Margrét Theódórsdóttir, skólastjóri Tjarnarskóla, Jón Nordal, tónskáld, fyrrverandi skólastjóri Tónlistar- skólans í Reykjavík, Gunnar Eyjólfs- son, leikari, formaður skólanefndar Leiklistarskóla íslands, Snævar Guðmundsson, viðskiptafræðingur, og greinarhöfundur, sem gegndi for- mennsku í nefndinni, en með okkur starfaði Þórunn J. Hafstein, deildar- stjóri í menntamálaráðuneytinu. Nefndin skyldi senda menntamála- ráðuneytinu tillögur fyrir 1. júní 1993 og er skilagrein nefndarinnar dagsett 27. maí síðastliðinn. Hafa hugmyndir nefndarinnar nú verið kynntar forystumönnum samtaka Iistamanna, einnig hefur verið efnt til blaðamannafundar um þær. Lyftistöng fyrir listsköpun í upphafi starfs síns fjallaði nefnd- in um kosti og galla þess að fella listmenntun á háskólastigi í eina stofnun. Voru nefndarmenn sam- mála um að kostirnir væru fleiri en gallamir. í fyrsta lagi vó þar þungt það mat að sameining íslensks listnáms í einni æðri menntastofnun efldi menningu og listsköpun og auðveld- aði að nýjar námsbrautir kæmu til sögunnar. Skólinn yrði vaxtarbrodd- ur í íslensku lista- og menningarlífi og Iyftistöng fyrir listsköpun þjóðar- innar. í öðru lagi má ætla að ná megi umtalsverðri hagræðingu í rekstri með sameiningu að minnsta kosti þriggja skóla sem fyrir eru, það er Myndlistar- og handíðaskóla íslands, Tónlistarskólans í Reykjavík og Leiklistarskóla íslands. Jafnframt lagði nefndin áherslu á að gera til- lögur sínar þannig úr garði, að Lista- háskóli íslands gæti auðveldlega þróast á þann hátt að hann byði æðri menntun í fleiri Iistgreinum. Þar koma einkum til álita listdans, byggingarlist og kvikmyndagerð. I þriðja lagi mun það tvímæla- laust styrkja stöðu listmenntunar gagnvart sambærilegum mennta- stofnunum erlendis að hér starfi ein stofnun á háskólastigi á þessu sviði. Nefndin minnir á að alþjóðasam- vinna á sviði mennta og rannsókna eykst nú verulega. Það auðveldar íslendingum að nýta sér þessa al- þjóðasamvinnu að Listaháskóli ís- lands komi til sögunnar. Sj álfseignarstof nun Nefndin kynnti sér lagabreytingar í Svíþjóð og Danmörku um breyting- ar á skipulagi æðri menntastofnana. Þar eru að þróast hugmyndir um fjárhagslegt sjálfstæði og ábyrgð skóla sem selji ríkissjóði og öðrum aðilum þjónustu sína. Einnig fékk nefndin upplýsingar um skipulag listaskóla í Hollandi. Þá kynnti hún sér reynslu sem fengist hefur við Verslunarskóla íslands_ og Sam- vinnuháskóla Íslands. Á grundvelli þessara athugana varð nefndin ein- huga um þá tillögu að Listaháskóli íslands yrði sjálfseignarstofnun. Telur nefndin að með því að reka. skólann sem sjálfseignarstofnun megi ná eftirtöldum markmiðum: Að veita aukið sjálfstæði í kennslu, stjórnun og rekstri; að auka gæði, hagkvæmni og skilvirkni í rekstri stofnunarinnar; að í rekstri stofnun- arinnar fari saman ábyrgð og ákvörðunarvald stjómenda; að stofnunin hafi fijálsar hendur við þróun listmenntunar og nýtingu hinna bestu starfskrafta á því sviði; að stofnunin fái svigrúm til þess að halda eftir eigin tekjum, styrkjum og óráðstöfuðum fjárveitingum til uppbyggingar, hagræðingar og þró- unar á eigin starfsemi; og að hvetja til virkrar þátttöku einstaklinga og fyrirtækja í starfsemi stofnunarinn- ar. í samræmi við þessa tillögu sína hefur nefndin samið drög að skipu- lagsskrá Listaháskóla íslands. Einn- ig gerir nefndin tillögu um sam- þykktir félags um Listaháskólann, sem á að vera listrænn, fjárhagsleg- ur og stjórnunarlegur bakhjarl skól- ans. Er hugmynd nefndarinnar að þetta félag kjosi þijá af fímm stjórn- armönnum Listaháskólans. Ein- staklingar, félög og fyrirtæki geta gengið í félagið um Listaháskólann gegn greiðslu árgjalds. Þjónustusamningiir Auk tillagna að skipulagsskrá Listaháskólans og að samþykktum félagsins um skólann samdi nefndin drög að samningi milli menntamála; ráðuneytisins og Listaháskólans. í samningnum er í senn fjallað um fjárútlát ríkissjóðs vegna skólans og hvaða þjónustu skólinn skal inna af hendi. Björn Bjarnason. „Fyrir löngu er tíma- bært aö taka af skarið um skipan æðri list- menntunar á Islandi. Nú liggja fyrir fullmót- aðar tillögur um hvern- ig það skuli gert. í til- lögunum felast einnig róttæk nýmæli um skólastarf er samrým- ast kröfum um fjár- hagslegt sjálfstæði, að- hald og einföldun allrar stjórnsýslu.“ Skólinn tekur að sér að veita kennslu á sviði leiklistar, tónlistar, myndlistar og skyldra greina. Kennslan á uppfylla kröfur sem gerðar eru til náms á háskólastigi og settar eru af menntamálaráðu- neytinu. Til að leggja mat á árangur og gæði skólastarfsins skal ráðu- neytið skipa nefnd sem hefur það hlutverk að gera reglubundnar at- huganir á námsárangri nemenda og aðgengi þeirra að erlendum háskól- um, námsskrá skólans borið saman við sambærilega skóla erlendis, menntun og hæfniskröfum sem gerðar eru til kennara og gæðakerf- um skólans. í tillögum nefndarinnar er ekki útilokað að skólinn geti veitt nemendum á framhaldsskólastigi listmenntun enda standist þeir list- rænar kröfur og samið verði um greiðslu kostnaðar. Að öðru leyti lít- ur nefndin þannig á að kennsla í myndmennt og tónlist sé eðlilegur liður á námsskrá framhaldsskóla. Menntamálaráðuneytið greiðir fyrir hvern námsáfanga sem lokið er. Námsáfangi er skilgreindur sem eitt námsár sem nemendur ljúka með fullnægjandi hætti. Ekkert er greitt fyrir námsáfanga sem nem- endur ljúka ekki. Ljúki nemendur ekki námi endurgreiðist það framlag sem veitt var vegna viðkomandi nemanda. Til viðmiðunar setur nefndin fram þá hugmynd að fyrir hvert námsár fái Listaháskólinn greiddar 981 þús- und krónur fyrir hvern leiklistar- nema, 518 þúsund fyrir hvern tón- listarnema og 524 þúsund fyrir hvern myndlistarnema. Með hliðsjón af núverandi nemendafjölda í skól- unum þremur áætlar nefndin að 298 nemendur yrðu í skólanum og yrðu heildargreiðslur hins opinbera til skólans á fyrsta starfsári hans því um 164 milljónir króna. 1992 voru alls 438 nemendur í skóiunum þrem- ur og runnu þá um 186 milljónir króna úr ríkissjóði og frá Reykjavík- urborg til Myndlistar- og handíða- skóla íslands, Tónlistarskólans í Reykjavík og Leiklistarskóla íslands. Nefndin gerir ráð fyrir að skólagjöld verði aldrei hærri en nemur 10% af árlegri greiðslu fyrir hvert námsár. Stjórn skólans ákveður skólagjöld. Þá gerir nefndin tillögu um árgjöld til félags um Listaháskólann, 10 þúsund frá einstaklingum og 300 þúsund frá fyrirtækjum. Nefndin slær því föstu að ríkis- sjóður standi við gefin fyrirheit um að afhenda Listaháskólanum full- búið húsnæði að Laugarnesvegi 91 ' (SS-húsið). Nefndin miðar hugmyndir sínar við það að Reykjavíkurborg haldi áfram svipuðum stuðningi og nú við ■ æðri listmenntun eftir að Lista- háskólanum hefur verið komið á fót og gerir ráð fyrir þjónustusamningi milli skólans og borgaryfirvalda, auk þess sem gengið verði til samninga við önnur sveitarfélög. • • Oflugri sveitarfélög - raun- hæfasta byggðastefnan eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson Hinn 20. nóvember nk. verður í fyrsta sinn á Islandi gengið til al- mennra kosninga um sameiningu sveitarfélaga. Kosið verður um til- lögur um nýja skiptingu hvers lands- hluta í sveitarfélög. Atkvæði verða talin sérstaklega í hveiju sveitarfé- lagi. Ef tillaga umdæmanefndar hlýtur meirihluta greiddra atkvæða hjá kjósendum þeirra sveitarfélaga, sem lagt er til að sameinist, skulu viðkomandi sveitarstjórnir taka ákvörðun um framkvæmd samein- ingar. Ef tillagan hlýtur stuðning í a.m.k. 2/3 hluta sveitarfélaganna, geta þau sameinast, ef landfræðileg- ar aðstæður hamla því ekki. Hér er því um fullkomlega lýðræðislega aðferð að ræða en hvorki offors né lögþvingun. Hvers vegna sameining? Það sem knýr á um stækkun sveit- arfélaga nú eru hin fjölmörgu verk- efni, sem sýnt er að takast verður á við í byggðarlögum landsins á næstunni. I því sambandi er nærtæk- ast að nefna málaflokk, sem í önd- verðu var meginverkefni sveitarfé- laganna, félagsmálin. Til að sveitar- félögin geti sinnt auknum kröfum á þeim vettvangi svo vel sé, þurfa þau „Niðurstaða kosning- anna er fyrst og fremst ákveðin vísbending um viðhorf sveitarstjórnar- manna og íbúa sveitar- félaganna til aukinnar sameiningar sveitarfé- laga en ekki spurning um það hverjir tapa eða sigra.“ að stækka og eflast. Það sama á við um ýmiss önnur verkefni, s.s. atvinnumál og umhverfismál. Samstarfsnefnd ríkis og sveitar- félaga hefur lagt til, að sveitarfélög- in taki að fullu við rekstri grunnskól- anna 1. ágúst 1995. Fulltrúaráðs- fundur Sambands íslenskra sveitar- félaga, sem haldinn var í febrúar sl., samþykkti þessa tillögu nefndar- innar og auk þess þá tillögu hennar, að hafín verði undirbúningur að flutningi annarra verkefna frá ríki til sveitarfélaga, aðallega heil- sugæslu og málefni aldraðra og fatl- aðra. Fundurinn lagði jafnframt áherslu á, að samhliða breyttri verkaskiptingu yrði samið um tekju- stofna eða tilfærslu fjármuna til sveitarfélaganna til að standa straum af auknum verkefnum og að samningar þar um milli ríkis og sveitarfélaga yrðu tryggðir með óyggjandi hætti. Fjölmörg málefni koma til umfjöll- unar, þegar rætt er um sameiningu sveitarfélaga, málefni sem ýmist vekja spurningar eða valda ágrein- ingi, m.a. misjöfn fjárhagsstaða sveitarfélaganna, staða einstakra grunnskóla, afréttarmál o.fl., o.fl. Oll þessi mál eru leysanleg, ef vilji er fyrir hendi. Það sem hinsvegar skiptir mestu máli er, að þýðingarmikil grurtdvall- aratriði séu ítarlega rædd í þeim til- gangi að glöggva sig á framtíð sveit- arstjórnarstigsins á íslandi. í mínum huga er mikilvægast að efla og styrkja sveitarfélögin sem stjórn- sýslustig, gera þau hæfari til að taka við fleiri verkefnum frá ríkinu, efla staðbundið vald og færa ákvarð- anatökuna nær þeim, sem þjón- ustunnar njóta. Síðast en ekki síst er nauðsynlegt að auka hagræðingu í rekstri og gera stjórnsýsluna skil- virkari. Heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði Stækkun og efling sveitarfélag- anna ásamt bættum samgöngum er forsenda fyrir öflugri byggð víða um land og auk þess fyrir samstarfí eða samruna atvinnufyrirtækja. Fjöl- Villvjálmur Þ. Vilhjálmsson breyttara og öflugra atvinnulíf á landsbyggðinni er besta leiðin til að koma á eðlilegu jafnvægi milli lands- byggðarinnar og höfuðborgarsvæð- isins. Slík þróun kæmi öllum íbúum landsins til góða. Færri og stærri sveitarfélög megna helst að sporna gegn fólksflutningum úr dreifbýli í þéttbýlið sunnanlands. Raunhæf byggðastefn.'i snýst um skipulega þróun byggðarinnar, betra sam- göngukerfi og stærri og öflugri þjón- ustusvæði. Lykilatriði í því sambandi er aukin samvinna opinberra sjóða og forsvarsmanna atvinnulífs og sveitarfélaga. Óhætt er að fullyrða, að samein- ing sveitarfélaga auðveldar upp- byggingu heildstæðari atvinnu- og þjónustusvæða og treystir byggð í landinu. Þegar á heildina er litið, yrði rekstur sveitarfélaganna hag- kvæmari og jafnframt betur staðið að ijárfestingu sveitarfélaga, fyrir- tækja og einstaklinga. Vegna sameiningar sveitarfélaga hefur sveitarfélögunum fækkað um 28 á sl. 10 árum. Við sameininguna hafa í mörgum tilfellum lítil og van- megnug sveitarfélög sameinast í eitt þróttmikið og öflugt sveitarfélag, sem með skllvirkari hætti gegnir mun betur skyldum sínum og þjón- ustu við íbúapa, styrkir byggðina og er jafnframt megnugra til að taka við nýjum og viðameiri verkefn- um. í því sambandi má t.d. nefna Reykhólahrepp, Hofshrepp, Eyja- fjarðarsveit, Skaftárhrepp og Djúpa- vogshrepp. í öllum höfuðatriðum hefur sameiningin gengið vel og engir sérstakir' örðugleikar komið upp. Reynslan af sameiningu sveit- arfélaga á undanförnum árum er góð og hvetur eindregið til þess að áfram verði haldið á þeirri braut, að efla og stækka sveitarfélögin. Hvert verður framhaldið? Aukin sameining sveitarfélaga er ekki deilumál milli ríkis og sveitarfé- laga. Tillögur um undirbúning og framkvæmd kosninga um samein- ingu sveitarfélaga hafa fyrst og fremst komið frá sveitarstjórnar- mönnum. Þeir vilja standa að þessu máli á sem lýðræðislegastan hátt, þannig að vilji íbúanna ráði. Hver svo sem niðurstaða kosninganna 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.