Morgunblaðið - 10.08.1993, Síða 36

Morgunblaðið - 10.08.1993, Síða 36
MORGUNBLAÖIÐ ÞRÍÐJUDÁGUR 10. ÁÖÚST 1993 m___,_______ Hjónaminning Astrid Eyþórsson og Benedikt Eyþórsson Astrid Fædd 10. ágúst 1903 Dáin 18. júní 1993 Benedikt Fæddur 23. júní 1902 Dáinn 24. apríl 1992 Enginn er tilbúinn að missa sína nánustu. í dag 10. ágúst 1993 hefði amma Astrid orðið níræð, en hún lést í Borgarspítalanum 18. júní síðastlið- inn eftir stutta en erfiða legu. Sama gildir um afa Benedikt, oftar nefnd- ur Skíða-Bensi, hann lést 24. apríl 1992. Okkur langar því að. minnast þeirra í dag, með þökk og virðingu fyrir allt sem þau voru okkur og gerðu fyrir okkur bömin, barna- börnin og barnabamabörnin. Amma Astrid og afi Benedikt giftust í Bergen 29. mars 1930 og áttu því rúm 60 ár í hjónabandi. Þau fluttust til íslands 1935. Ætluninn var að heimsækja Noreg annað hvert ár, en síðkri heimsstyrj- öld kom í veg fyrir það og sáu þau ekki Noreg aftur fyrr en 1946 og hafði bömum þeirra fjölgað úr einu í þijú. Ættir þeirra verða ekki taldar hér, en gefa má að amma átti mjög merka ætt ekki síður en afi, en það hafa fáir vitað um. Amma fæddist í Stord, lítilli eyju skammt frá Bergen, sem stundum er kölluð „Perla vesturstrandarinn- ar“ eða „Vestkystens perle“. Foreldrar hennar voru Johanne og Johan Leknæs. Hún ólst upp í Bergen í fjölmennum systkinahópi og var glaðværð mikil þrátt fyrir fátækt, enda Bergenserar þekktir fyrir orðhnyttni. Amma átti þijá bræður og þijár systur og eru að- eins tvö á lífi. Amma varð aldrei íslensk. Hún var rótlaus, því bæði löndin drógu í hana. Afi fæddist að Hamri í Ásum í Austur-Húnavatnssýslu. foreldrar hans voru Eyþór Árni Benediktsson og Björg Jósefína Sigurðardóttir. Afi átti einn bróður, fjórar systur og einn hálfbróður. Nú er aðeins yngsta systirin á lífi og uppeldis- systir hans. Amma var með stórt heimili á Laugavegi 42. Börnin voru þtjú: Björg, Jan og Frank, einnig bjuggu foreldrar afa hjá þeim og oft ein vinnukona. Það var gestkvæmt mjög, enda í alfaraleið og gott að skjótast inn og fá kaffibolla og nýbakaðar vöfflur. Amma Astrid var fyrirmyndar húsmóðir og kunni vel til verka. Stríðsárin voru ömmu og afa minnisstæð. Mikið af Norðmönnum sóttu þau heim á Laugaveginn. Þangað komu yfirmenn og óbreytt- ir hermenn og enginn mannamunur var gerður, allir skemmtu sér sam- an og afi naut þess ekki síður en amma, enda bjó hanni ellefu ár í Noregi, þar sem hann nam iðn sína, húsgagnasmíði. Eftir að þau flutt- ust til íslands fékk hann norskan mann, Falkanger að nafni, til að kenna sér skíðasmíðar og viðgerðir. Ófá eru þau skíði sem hann smíð- aði, bætti eða gerði við. Jöklasleða og sjúkrasleða smíðaði hann, og einnig vefstóla fyrir Húsmæðra- skólann í Reykjavík og ótal annað sem ekki verður talið. Afi var með verkstæði sem hét „Húsgögn og skíði“ og vann hann þar þangað til húsið var selt, þá hætti hann störfum. í sama húsi var félag ungra myndlistarmanna öðru nafni „Súmarar". Voru þeir tíðir gestir á verkstæðinu hjá afa, sem léði þeim afnot af vélum og öðrum verkfærum að ógleymdum símanum, þeir voru góðir vinir hans og mikið spaugað þeirra á milli. Nú er afi horfinn, Súmarar farnir en í stað komið Nýlistasafnið. Amma og afi áttu sumarbústað við Elliðavatn, Helluvatnsmegin. Hann var þeirra sælustaður á sumr- in. Bústaðinn byggði afi ásamt góð- um mönnum eins og til dæmis föð- ur sínum, sem var honum ómetan- leg hjálp. Afi vann þar allar sínar t Eiginmaður minn og faðir okkar, HÖRÐUR HJÁLMARSSON, Lynghaga 17, lést af slysförum 7. ágúst. Anna Sigmundsdóttir, Ingibjörg Harðardóttir, Edda Harðardóttir, Málfríður Harðardóttir, Rósa Harðardóttir. Ebba R. Ásgeirsdóttir, Sigurður R. Jónasson, Árni Ásgeir Ásgeirsson, Gunnhildur Magnúsdóttir, Ágúst Fr. Ásgeirsson, Aðalheiður Vilhjálmsdóttir, Helga Hrafnh. Ásgeirsdóttir, Sigurbjörn Búi Sigurðsson og barnabörn. t . Elskuleg móðir mín, fósturmóðir, tengdamóðir og amma okkar, JÓHANNA SÆBERG, siðast til heimilis á Sólvangi, lést í St. Jósepsspítala, Hafnarfirði, 8. ágúst. Stella Sæberg, Þórður G. Halldórsson, Jóhanna S. Guðbjörnsdóttir, Skúli Guðmundsson, og barnabörn. t Faðir okkar, EINAR MATTHÍAS EINARSSON frá Teigi, lést 5. ágúst sl. Hann verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju föstudaginn 13. ágúst kl. 14.00. Magnea Þóra Einarsdóttir, Tómas Pétur Einarsson, Einar Matthias Einarsson. + Elskuleg móðir okkar, VIGDÍS HÓLMFRÍÐUR INGIMARSDÓTTIR, Arahólum 2, andaðist á hjartadeild Landspítalans þann 5. ágúst. Jarðarförin auglýst slðar. Þór Ingimar Þorbjörnsson, Guðrún Ólöf Þorbjörnsdóttir. + Móðir okkar, EMELÍA LÁRUSDÓTTIR, Suðurgötu 24, Sauðárkróki, andaðist í Sjúkrahúsi Sauðárkróks 8. ágúst. Jarðarförin auglýst síðar. Börn hinnar látnu. + Móðir okkar og tengdamóðir, INGIBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR, Hofteigi 21, Reykjavik, lést aðfaranótt 9. ágúst. Sigrún Kristinsdóttir, Stefán Þór Bocchino, Aðalbjörg G. Ingólfsdóttir. Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. KAlrífW Oi<»ny Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. il S. HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 frístundir og ræktaði landið og gróðursetti. Þar var amma öll sum- ur með börnin en afi fór á milli til og frá vinnu. Þar var oft mann- margt, mikið sungið og spilað á gítar eða dansað. Amma var góð söngkona og kunni kynstrin öll af lögum og ljóð- um, mjög mikill tónlistarunnandi, bæði á klassíska tónlist og einnig af léttara taginu. Jónsmessukvöld héldu þau alltaf 23. júní að hætti Norðmanna. Þá var fengið leyfi hjá lögreglustjóra að kynda jónsmessubál. Alltaf var mikið um dýrðir þetta kvöld og óhemju gestkvæmt, það var bara að eiga nóg kaffi og brauð. Einnig voru dansaðir norskir þjóðdansar og sungið með. Á Hverfisgötu 116 var á stríðsár- unum það sem kallað var „Den norske kantrine", þar sóttu amma og afí norska þjóðdansa og leiddi það meðal annars til þess að þau dönsuðu í fyrstu uppfærslu á Pétri Gauti, sem sett var upp í Iðnó, af Gerd Greig. Þijú pör dönsuðu, tveir ungir menn úr norska hernum ásamt íslenskum stúlkum og svo amma og afi. Eftir að amma og afi fluttu af Laugavegi 42, reistu þau hús sitt í Njörvasundi 40, þar sem þau bjuggu til æviloka. Þau undu glöð við sitt og vildu hvergi annars stað- ar vera og er gott að hugsa til þess að þeim varð að ósk sinni. Við minningar hleypur maður gjarnan úr einu í annað og fáum lítið við því gert. Við viljum endi- lega minnast á Langholtssöfnuðj því amma var mjög trúuð kona. I Langholtssöfnuði fann amma góðan félagsskap og urðu miðvikudagarn- ir hennar ær og kýr og mátti engan dag missa úr þar átti hún sínar bestu stundir hin síðari ár. Hún minntist oft á Helgu, Sigríði, Mar- gréti og fleiri, að ógleymdum Oddi sem sótti hana og ók henni heim. Amma var lífsglöð, félagslynd og alltaf brosandi og þakklát fyrir allt sem vel var gert bæði við hana og aðra. Hún kunni svo sannarlega að samgleðjast öðrum. íslenskan háði henni, því að hún las og skildi, en gat ekki talað hana nógu vel. Þrátt fyrir ýmis erfið tjá- skipti fór amma að vinna úti, þá sextug að aldri. Hún vann i kjöt- vinnslu Búrfells í 20 ár og hætti rúmlega áttræð. Amma var alltaf samviskusöm og stundvís, sama gilti um afa samviskusemin og vandvirknin einkenndu verk þeirra hjóna. Að endingu viljum við öll þakka Önnu Danielsen fyrir frábæra vin- áttu og hjálpsemi í garð ömmu frá fyrstu kynnum uns yfir lauk. Hafi hún hjartans þökk og guðs blessun fyrir það. Hér hefur verið stiklað á stóru og tínt til það minnisstæðasta af frásögnum um ömmu og afa, enda upplifðum við sjálf heilmikið af gæsku þeirra og ástríki. Til ömmu og afa var alltaf gott að koma. Við söknum þeirra sárt, en ljúfar minn- ingar um þau eigum við öll og þökk- um þeim allar fagrar stundir. Fyrir hönd afkomenda ömmu Astrid og afa Skíða-Bensa. Guð blessi minningu þeirra. Auður og Sif. Blómastofa Friðfinm Suðuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Simi 31099 Opið öllkvöld til kl. 22,- einníg um helgar. Skreytingar við öll tllefni. Gjafavörur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.