Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 Biskup vísiterar Isafj ar ðarsýslur ísafirði. Heilsað upp á heimilisfólk BISKUPSHJONIN reyndu að koma sem víðast við i vísitasíu sinni um ísafjarðarsýslu. Hér heilsa þau upp á heimilisfólk á dvalarheimil- inu Hlíf á ísafirði. Við nýjakirkju HERRA Ólafur Skúlason og Ebba Sigurðardóttir ásamt sóknarprest- inum á Isafirði Magnúsi Erlingssyni skoða framkvæmdir við nýja ísafjarðarkirkju ásamt kirkjusmiðnum Einari Val Kristjánssyni. BISKUPINN yfir Islandi herra Ólafur Skúlason vísiteraði sókn- irnar í Isafjarðarsýslu og kaup- stöðunum tveim sem þar eru, ásamt Ebbu Sigurðardóttur biskupsfrú. Þau hófu heimsókn- ina í Þingeyrarprestakalli mið- vikudaginn 28. júlí og luku vísi- _£asíunni í sókn prófastsins séra Baldurs Vilhelmssonar, Vatns- fjarðarprestakalli. Séra Baldur fylgdi þeim allan tímann en við- komandi prestar sóknanna skipulögðu dagskrána í sinni heimabyggð. Séra Ólafur Jens Sigurðsson á Þingeyri leiddi þau um sína sókn. Messað var á Hrafnseyri og Þing- eyri og Hraunskirkja í Keldudal skoðuð fyrsta daginn. Á fímmtu- dag var síðan messað í Sæbóls- kirkju á Ingjaldssandi, Núpskirkju og Mýrakirkju. Á föstudag var séra Gunnar Björnsson í Holti í Önundarfirði sóttur heim. í hans sókn var messað á Flateyri og í Holti og skoðaðar kirkjurnar að Kirkjubóli í Valþjófsdal. Séra Sigríður Guðmarsdóttir á Suðureyri messaði með biskupi í Suðureyrarkickju auk þess sem kirkjuskoðun fór fram í Staðar- kirkju. Á sunnudag messuðu þau svo í Hólskirkju í Bolungarvík, en séra Sigríður hefur verið sett til að þjóna í Bolungarvík um tíma vegna leyfís sóknarprestsins séra Sigurðar Ægissonar. Óánægja var í Bolungarvík með þá ráðstöfun og ályktaði bæjarstjórn um að sett- ur yrði sérstakur prestur þar í vet- ur í stað séra Sigurðar. Biskupinn gerði ítrekaðar tilraunir til að fá fund með bæjarstjóm Bolungar- víkur til að ræða málin en án árangurs. Engin kirkja á ísafirði Séra Magnús Erlingsson fylgdi biskupshjónunum um ísafjarðar- prestakall, en þar háttar þannig til, að messað er á fjórum stöðum að jafnaði, en einungis í einni kirkju, í Súðavík. Auk þess er bændakirkja að Eyri í Seyðisfirði, sem lítið hefur verið notuð á seinni árum. Á Isafírði er engin kirkja, síðan ísaijarðarkirkja brann 1987, en messað er í þrem kapellum. Ein er í Framhaldsskóla Vestfjarða, önnur í Grunnskólanum í Hnífsdal og sú þriðja í Fjórðungssjúkrahús- inu á Isafírði. Nú er unnið af full- um krafti við smíði nýrrar kirkju á lóð þeirrar sem brann. Kirkjan verður steypt upp í haust, en stefnt er að því að messað verði þar um jólin 1994. Síðustu tvo daga vísitasíunnar voru biskupshjónin svo með séra Baldri Vilhelmssyni í Vatnsfirði, í prestakalli hans, en auk Vatns- fjarðarkirkju voru heimsóttar kirkjurnar í Ögri, á Nauteyri og í Unaðsdal á Snæfjallaströnd. í bændakirkju í Ögri er önnur tveggja bænda- kirkna í prófastsdæminu, en þær em nú fímm á landinu. Biskup sagði að þótt þær væru í eign við- komandi bónda væm þær notaðar af sóknamefndum. Hann sagði að þeim færi nú fækkandi enda er það ekki á færi einnar fjölskyldu lengur að halda úti kirkjum. Biskupshjónin voru afar ánægð með ferðina, sögðu að móttökur hefðu allstaðar verið góðar og safnaðarlíf í góðu horfi. Kirkju- garðar eru víðast orðnir vel hirtir, Fimm prestar em nú starfandi í prófastsdæminu, þár sem búa um 6.700 manns. Af þeim þjónar séra Magnús á ísafírði rúmum helmingi eða 3.700 og séra Sigríður á Suð- ureyri um 1.500 á meðan hún þjón- ar Sæði Suðureyri og Bolupgarvík. Úlfar. V estmannaeyjar Leitað að vitnum LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum leitar að vitnum að líkamsárás sem átti sér stað í Herjólfsdal á þjóðhátíðinni við litla danspallinn. Málsatvik eru þau að sögn kær- anda að hann var í hjólastól við „litla danspallinn" þegar þijár stúlkur réð- ust að honum. Ein þeirra hefði tekið í fótstigið á hjólastólnum og skellt stólnum aftur á bak þannig að kær- andinn lá ósjálfbjarga eftir. Þeir sem hugsanlega sáu ofan- greint atvik eru vinsamlegast beðnir að láta lögregluna í Vestmannaeyjum vita. Einnig er skorað á þær stúlkur sem áttu hlut að máli að gefa sig fram við lögreglu. pkeifunni 13 Auðbrekku 3 NorÖurtanga 3 fÞeykjavík Kópavogi Akureyri S(91) 68 74 99 (91) 4 04 60 (96) 2 66 62 AFSLATTUR W Einsíakt tækifáeri til að gera reyfarakaup! ^n'ar^Vö/a, KS- rúm * Tangagötu 1 Vestmannaeyjum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.