Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 3 Helgi Áss í 12. sæti í Gausdal * Afangi að alþjóðleg- um titli Gausdal. Frá Braga Kristjánssyni. HELGI Áss Grétarsson náði áfanga að alþjóðlegum meistara- titli þegar hann varð í 12. sæti á alþjóðlega skákmótinu í Gausdal í Noregi sem lauk um helgina. Helgi Áss vann rússneska al- þjóðameistarann Karpatsjev í síð- ustu umferð mótsins og tryggði sér áfangann með því. Hann hlaut 6 vinninga af 9 eins og 7 aðrir skák- menn, þar á meðal rússneski stór- meistararinn Razuvajev og alþjóð- legu meistaramir Gausel frá Noregi og Lyrberg frá Svíþjóð.. Sigurveg- ari varð Varavin frá Rússlandi með 7 vinninga. Árangur annarra íslendinga á mótinu varð þessi: Bragi Kristjáns- son varð í 26. sæti með 5 vinninga og Ólafur B. Þórsson varð í 34. sæti, einnig með 5 vinninga. Páll Agnar Þórarinsson, Matthías Kjeld og Magnús Örn Úlfarsson fengu 4'A vinning. Bragi Þorfinnsson fékk 4 vinninga, Bjöm Þorfinnsson og Einar Hjalti Jensson 3'/2 og Torfi Leósson 2 Vi vinning. Taflmennska nemenda Skák- skóla íslands vakti mikla athygli í Gausdal og þóttu þeir sýna góða taflmennsku miðað við ungan aldur. ----------» ♦-+---- Loðnan á norðurleið Hvalur veldur ónæði STÓRHVELI hafa valdið miklum truflunum á loðnumiðunum og oft hefur munað litlu að þau hafi lent í loðnunótum og skemmt þær. Loðnan gengur enn til norðurs og er megingangan um 260 mílur norður af Sléttu. Rúmlega 170 þúsund tonn hafa borist á land af loðnu á vertíð- inni en tæplega 530 þúsund tonn eru óveidd af loðnukvótanum. Að sögn Gríms Jóns Grímssonar, skipstjóra á Guðmundi VE, hefur hnúfubakur verið mjög áleitinn á loðnumiðunum og oft legið við að hann lenti í nótunum og ylli stór- skemmdum. Grímur sagðist hafa stundað loðnuveiðar í rúmlega tutt- ugu ár en aldrei séð svona mikið af hval á miðunum áður. Hann sagði að hvalurinn væri alveg óhræddur við skipin og þvældist mjög fyrir við veiðarnar. Sólarhrings sigling Um 25 skip stunda nú loðnuveið- ar. Rúmlega sólarhrings sigling er af miðunum til næstu hafna á Norð- Austurlandi og hefur það hægt á loðnuveiðunum hversu skipin eru lengi að sigla. Hvergi var löndunar- bið í gær enda eru litlar birgðir hjá verksmiðjunum þar sem mörg skip voru frá veiðum um og eftir verslun- armannahelgina. Áta fer nú minnk- andi í loðnunni og fitnar hún að sama skapi. V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! Siglingakeppni á Skerjafirði ÍSLANDSMÓT unglinga í siglingum var hald- ið um helgina á Skerjafirði og var það sigl- ingafélagið Ýmir í Kópavogi sem sá um keppnina. Um 26 unglingar voru skráðir í keppnina og var keppt á Optimist-, Topper- og Europe-bátum. Ekki var nógur vindur á laugardag og varð af þeim sökum m.a. að fella niður keppni í Optimist-flokki. Einnig varð að breyta fyrirhugaðri tvímennings- keppni í róðri á sömu bátum vegna logns. Keppnin gekk þó vel þrátt fyrir að skilyrði hefðu ekki verið sem best. ^ VERO, 3? y/s f/tom* r/'cnei/far*. {/arHf((nq[n.■. Fullkomin blanda af gómsætum ítölskum mat, letilífi á ströndinni, vönduðum skoðunarferðum og nýjustu tískuvörunum á Riccione. \ ij x (1 a ? a í 'i í ottlör }«• á?«Ú há flkuteMri o? Mavík. »frá. 37.875 kr. á mann miðað við Ijóra. ibuð, staðnreiU. Barnaatsláttur 6000 kr. , ua sting akstur tii og trá tlugvelli erlend.s, n"'"Sarte,a««Sa„Mar,1Slensk farastiórn, skattar og gjoia. Italska hausttískan er komin í verslanirnar og eftirvæntingarfullir kaupendur hvaðanæva að úr heiminum streyma að, enda er það nýjasta í ítalska tískuheiminum beinlínis „frumsýnt“ í verslunum tískumiðstöðvarinnar Riccione. Við bjóðum upp á þægilega íbúðagistingu, þriggja stjörnu hótel og íslenska fararstjórn. Skoðunarferð til San Marino er innifalin! Auk þess er boðið upp á þriggja daga ferð til Rómar* á frábæru verði og dagsferð til Feneyja. Það er varla hægt að hugsa sér blönduna betri! « Sl/Jiwf oxf {/atHlaoalni/ J i r r 11 t-mm B ítíSi mm K*iLa< r I mm msrn JiJJJJJJHJJ.^ JiJj:Jj XJj-J Vj:JLJúj Llda dl JbbdIo i>0. (/(/(/#{ - r». scþlc/nf)cn * Ótrúlegt verð á Rómarferðinni aga ferð, m.ðaö við mann í tvíbýll á Mflflia stjomu hóteUmeö morgonverfl. 30. ágúst: Flogið til Rimini. Gist í Riccione. 31. ágúst: Ekið til Gardavatnsins. Gist í 2 nætur. 1. sept.: Hringferð um Gardavatnið. 2. sept.: Skoðunarferð til Verona og Padova. 3. sept.: Ekið til ferðamannaparadísarinnar Lido di Jesolo, rétt norðan við Feneyjar. 4. sept.: Skoðunarferð til Feneyja. 5. sept.: Flogið heim frá Rimini. Fararstjóri: Guðný M. Emilsdóttir. Verð frá 54.600 kr. á mann í tvíbýli, staðgreitt. Innifalið: Flug, gisting á þriggja stjörnu hótelum með morgunverði, akstur milli staða, allar skoðunarferðir og íslensk farastjórn. GARDMIATN: 3-10 september UPPSELT 3.-10. sept. Aukalerð. * ’t“s 10.-17- september. UPPStu Samviiíinifepúip Líuulsi/ii / / r O j ' Cl J QATLAS/* EUROCARD. Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg S. 91 - 62 22 77 • Sfmbréf 91 - 62 24 60 HafnarfjBrður: Reykjavíkurvegur 72 • S. 91 - 511 55 Keflavík: Hafnargótu 35 • S. 92 - 13 400 • Simbréf 92 - 13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 - 1 33 86 • Símbréf 93 -1 11 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Símbréf 96-1 10 35 Vestmannoeyjar: Vestmannabraut 38 • S. 98 - 1 12 71 • Símbrét 98 - 1 27 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.