Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBtAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 1Ó. ÁGÚST 1993 13 Vegna þjónustusamninga skólans við menntamálaráðuneyti og Reykjavíkurborg leggur nefndin til að þessir aðilar skipi hvor einn aðila í stjórn skólans. Gengið til verks Þegar nefndin gerði menntamála- ráðherra grein fyrjr störfum sínum vakti hún sérstaka athygli hans á því, hve oft hefðu verið gerðar tillög- ur um háskólanám í listum án þess að þær yrðu annað en orð á blaði. Hvatti nefndin ráðherrann eindregið til þess að halda listaskólamálinu fram með þeim hætti að unnt yrði að ganga til þess verks að stofna skólann. Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefur síðan lýst eindregnum stuðningi við tillög- ur nefndarinnar og kynnt þær í ríkis- stjórn og fyrir fulltrúum listamanna. I kjölfar blaðamannafundar ráðherra um tillögurnar verða vonandi opin- berar umræður um þær og er grein þessi rituð í þeim tilgangi að auð- velda mönnum slíkar umræður. Um átak sem þetta þarf að skap- ast almenn samstaða. Eins og sagði í upphafi er stofnun skólans mikil- vægt skref í þróun íslenskrar list- sköpunar. Slíkt skref verður seint eða aldrei metið til fjár. Á hinn bóg- inn er nauðsynlegt að eyða öllum vafa um að fjárfesting í æðri list- menntun sé ekki aðrbær. Hvarvetna b’lasir við að náin tengsl eru milli grósku í liststarfsemi, landkynning- ar og skírskotunar til ferðamanna. Listköpun er einnig nátengd bylting- unni í fjöl- og upplýsingamiðlun. Sé notaður heimsmælikvarði renna nú um 40% fjárfestinga í fjárfestingar- vörum til framleiðslu sem tengist upplýsingatækni og boðskiptaiðnaði. Það krefst síður en svo flókinnar lagasetningar að skapa formlegar forsendur fyrir því að menntamála- ráðuneytið fái heimild til að gera þjónustusamning á borð við þann sem kynntur er hér að ofan. í skila- grein Listaháskólanefndar er að finna tillögu að stuttu og einföldu frumvarpi til slíkra laga. Fyrir löngu er tímabært að taka af skarið um skipan æðri listmennt- unar á íslandi. Nú liggja fyrir full- mótaðar tijlögur um hvernig það skuli gert. í tillögunum felast einnig róttæk nýmæli um skólastarf er samrýmast kröfum um fjárhagslegt sjálfstæði, aðhald og einföldun allrar stjórnsýslu. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. nóv. nk. verður, er ljóst að umræðan um þýðingu aukinnar sameiningar sveitarfélaga er komin á nýtt stig og æ fleiri gera sér nú grein fyrir mikilvægi málsins. Skiljanlega er ekki auðvelt að breyta umdæmamörkum sveitarfé- laga, sem flest hver hafa verið óbreytt í hundruð ára. Umræðan í tengslum við kosninguna, undirbún- ingur og síðan úrslit þeirra færa okkur mikilvæga reynslu og skýrir stöðu málsins betur en nokkru sinni fyrr. Niðurstaða kosninganna er fyrst og fremst ákveðin vísbending um viðhorf sveitarstjórnarmanna og íbúa sveitarfélaganna til aukinnar sameiningar sveitarfélaga en ekki spurning um það hvetjir tapa eða sigra. Það sem þó skiptir mestu máli er, að framhald verði á því að efla sveit- arfélögin sem sjálfstætt stjómsýslu- stig, er taki til sín fleiri verkefni. Höfundur er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opið á lauaardöqum kl. 11-16 8 i Rangfærslur formanns Heimdallar leiðréttar eftir Ólaf Þ. Stephensen Formaður Heimdallar, Kjartan Magnússon, ritar grein í sunnu- dagsblað Morgunblaðsins, sem svar við grein minni í síðasta laug- ardagsblaði. Þar fjallaði ég um það hvernig stjórn Heimdallar raðaði stuðningsmönnum Jónasar Fr. Jónssonar, frambjóðanda til for- mannsembættis Sambands ungra sjálfstæðismanna, í sæti fulltrúa Heimdallar á SUS-þingi. Stjórnin gekk með því framhjá fjölda fólks, sem lengi hefur starfað i félaginu og gegnt trúnaðarstörfum fyrir það og SUS, vegna þess eins að það styður mótframbjóðanda Jónasar, Guðlaug Þór Þórðarson formann sus. Sums staðar í grein formanns Heimdallar er réttu máli hallað og annars staðar eru hreinar rang- færslur. Ég sé mér ekki annað fært en að leiðrétta þetta. Hér eft- ir hyggst ég hins vegar ekki elta frekar ólar við rangfærslur for- mannsins eða annarra stjórnar- manna í Heimdalli. Farið eftir reglum 1989 Kjartan segir í grein sinni að stjórn mín í Heimdalli hafi árið 1989 ekki farið eftir reglum þeim um val fulltrúa á SUS-þing, sem samþykktar voru 1987. Þetta er rangt. Valið var á þingið eftir þess- um reglum. Eftir að stjórn Heim- dallar hafði samþykkt fulltrúalista, kom í ljós að einhverjir félagsmenn höfðu gleymt að tilkynna óskir um að komast á þingið. Þeirra á meðal voru Gunnar Jóhann Birgisson, Sigurbjörn Magnússon og Stefán Kalmansson. Stjórnin sá þá í gegn- um fingur við þessa félagsmenn, þótt frestur til að tilkynna þátttöku „Formanni Heimdallar getur ekki hafa dottið í hug, að jafnfreklegur yfirgangur af hálfu meirihluta stjórnar Heimdallar gagnvart eigin félagsmönnum yrði látinn óátalinn. Hann kaus sjálfur ófrið, og verður að sætta sig við að sitja undir mál- efnalegri gagnrýni.“ á þinginu væri liðinn. Öllum, sem þess óskuðu, var tryggt sæti á SUS-þinginu á Sauðárkróki 1989. Kjartan Magnússon getur ekki fært sönnur á annað. Þá segir formaðurinn að eftir viðræður sínar við mig og Amar Þórisson, stjórnarmann í SUS, síðastliðið fimmtudagskvöld hafí stjórn Heimdallar fallizt á að taka inn á þingið „sérstök nöfn sem þeir lögðu sérstaka áherzlu á“. Ein- hver, sem þetta les, kann að halda að stjórn Heimdallar hafi samþykkt allar óskir okkar í því efni. Við lögum sérstaka áherzlu á fimmtán nöfn, sem okkur þótti algerlega óverjandi, með tilliti til starfa við- komandi í þágu hreyfingar ungra sjálfstæðismanna, að fengju ekki að sitja SUS-þing. Með eftirgangs- munum féllst formaður félagsins á það — eftir átta klukkustunda þóf — að fimm af þessum fimmtán (þar á meðal fyrrverandi varafor- maður Heimdallar og formenn- máléfnanefnda SUS) yrðu fulltrúar á SUS-þingi. Eftir stendur hins vegar áð á þriðja tug fyrrverandi stjórnar- manna í Heimdalli, fulltrúaráðs- manna félagsins, fyrrverandi stjórnarmanna og varastjórnar- manna í SUS og nefndarmanna í málefnanefndum SUS, fá ekki að fara á þingið á Selfossi. Aftur á móti eru á fulltrúalista Heimdallar að minnsta kosti 40 manns, sem ekki eiga einu sinni sæti í fulltrúa- ráði félagsins. Ómerkingar orða okkar? Formaðurinn heldur því fram í grein sinni að við Arnar Þórisson höfum orðið ómerkingar orða okk- ar, þar sem handsalað hafi verið samkomulag um að efna ekki til ófriðar um niðurstöðu stjórnar Heimdallar á opinberum vettvangi. Kjartan segir okkur Arnar hafa brotið þetta „samkomulag" og gert „skipulagða aðför að stjórn Heim- dallar" í fjölmiðlum. Þetta er gróf- asta rangfærslan í greininni. Engar slíkar yfirlýsingar voru gefnar af Fjárstoó hf. Aðstoð og ráðgjöf fyrir einstaklinga og fyrir- tæki í greiðsluerfiðleikum. Samningar við kröfuhafa, skuldaskil o.fl. Skjót og ábyrg þjónusta. Lögfræðiráðgjöf. Borgartúni 18, sími/fax 629091. Við seljum ennþá varahluti f 1974 árgerðina af Honda. Það segir meira en mörg orð um endingu búamia og varahlutaþjónustu okkar. Við erum til þjónustu reiðubúnir í varahlutaverslun okkar frá kl. 9 á morgnana fram til kl. 6 síðdegis. Það sem við eigum ekki á lager útvegum við mnan örfárra daga. VATNAGÖRÐUM - SÍMI689900 -tilþjónustu reiðubúinn Ólafur Þ. Stephensen. okkar hálfu. Við lýstum okkur afar ósátta við vinnubrögð stjórnarinn- ar, enda voru þau í algjöru ósam- ræmi við yfirlýsingar formanns Heimdallar fyrr í sumar. Við hefð- um aldrei gert samkomulag um að sitja undir þvílíkum aðferðum. Formanni Heimdallar getur ekki hafa dottið í hug, að jafnfreklegur yfirgangur af hálfu meirihluta stjórnar Heimdallar gagnvart eigin félagsmönnum yrði látinn óátalinn. Hann kaus sjálfur ófrið, og verður að sætta sig við að sitja undir málefnalegri gagnrýni. Spyija má, hvað það hafi verið í vinnubrögðum stjórnar Heimdallar, sem ekki þoldi dagsljósið og formaðurinn taldi sig þurfa að semja um að kæmi ekki fyrir almennings sjónir. Höfundur er fyrrverandi formaður Heimdallar og situr í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna fyrir Reykjavík. vélar fyrir nútíma eldhúsið Þýskar úrvalsvélar sem metnaöur er lagður í. endingagóöar og þægilegar í alla staði. Eigum fyrirliggjandi vélar 50-60 sm. breiöar meö eöa án blástursofni Verð frá kr. Heimilistæki hf Nýbýlavegi 12, sími 44433. SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 ■ FAX 69 15 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.