Morgunblaðið - 10.08.1993, Qupperneq 20
20 -------— MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993
Almenningi boðið að skoða sali Buckingham-hallar í fyrsta skipti í 230 ár
Minni aðsókn en
vonast var eftir
London. Reuter. The Daily Telegraph.
FYRSTI dagurinn sem Buckingham-höll í London var opin al-
menningi einkenndist af vonbrigðum. Yfirmenn hallarinnar höfðu
búist að þegar dyr hennar yrðu opnaðar myndu þúsundir manna
streyma inn hina glæstu sali hennar. Raunin varð hins vegar
önnur. Einungis 900 manns stóðu í biðröðinni, sem hafði mynd-
ast fyrir utan, klukkan níu síðastliðinn laugardagsmorgun. Emb-
ættismenn höfðu vonast til að 7.500 gestir kæmu daglega. Þegar
hliðum Buckingham-hallar var lokað á ný síðdegis á laugardag
höfðu 4.314 borgað þær tæplega átta hundruð krónur (ódýrara
fyrir börn og ellilífeyrisþega), sem inna verður af hendi í aðgangs-
eyri, og renna til viðgerða á Windsor-kastala, sem brann í fyrra.
Var hinn mikli kostnaður við uppbyggingu Windsor ástæða þess
að Bretadrottning ákvað að opna höllina.
Aðeins fleiri gestir komu á
sunnudaginn, eða 5.202, ekki síst
vegna frétta af stuttum biðröðum
daginn áður, og var heildarfjöldi
helgarinnar því rétt rúmlega
9.500.
Þrátt fyrir að talsmenn Bucking-
ham-hallar vísi því á bug að þetta
hafi valdið vonbrigðum og segja
að talan 7.500 hafi verið hámarks-
fjöldi gesta, sem hægt væri að
taka á móti en ekki markmið, get-
ur konungsfjölskyldan vart talist
ánægð. Má þess geta til saman-
burðar að fjöidi gesta í Madame
Tussaud-vaxmyndasafninu um
helgina var 20 þúsund.
Gestirnir eyddu líka mun meiri
tíma í höllinni, en gert hafði verið
ráð fyrir, og hefur verið ákveðið
að selja ekki fleiri 4.500 miða héð-
an í frá til að forðast þrengsli í
hinum konunglegu vistarverum.
Sala á gjafavörum fór hins veg-
ar fram úr björtustu vonum og
eyddu flestir hallargestir miklum
tíma í minjagripabúðinni, þar sem
m.a. er boðið upp á tebolla, silki-
bindi og kristalsglös með myndum
af konungsfjölskyldunni og „krýn-
ingarsúkkulaði". Nemur sala slíkra
muna nú um 3,5 milljónum króna
á dag sem er nokkuð hærra en
tekjur af aðgangseyri. Er einn jap-
anskur gestur sagður hafa eytt
rúmlega hundrað þúsund krónum
í alls konar minjagripi um helgina.
„Herfileg höll“
íburður er gífurlegur í Bucking-
ham-höll en skiptar skoðanir eru
á því hversu smekklegar séu. Hafa
blaðamenn margra virtustu blaða
Bretlands, sem fengu að skoða
höllina áður en hún var opnuð al-
menningi, verið óragir við að láta
slíkar skoðanir í ljós. Kallaði einn
innviði hallarinnar „sjónræna mar-
tröð“. Núverandi útlit Bucking-
ham-hallar má rekja til þriðja ára-
tugs síðustu aldar er hún var gerð
upp undir stjórn arkitektsins Johns
Nash.
Richard Dorment, listagagnrýn-
andi The Daily Telegraph, segir
þannig að hallir gerist varla til-
komumeiri en Buckingham-höll,
þar sem er að finna risastóra salj,
þykka gullramma utan um lista-
verk, silkiveggteppi, kristallkrón-
ur, útskorin húsgögn og kílómetra
eftir kílómetra af rauðum teppum.
Buckingham-höll sé hins vegar
einnig „herfilegri en orð fá lýst“.
Skærum litum ægi saman og hús-
gögnin séu samblanda frá ólíkleg-
ustu tímabilum. Þrátt fyrir allan
íburðinn kemst að mati Dorments
ekkert herbergi í Buckingham-höII
í hálfkvisti við t.d. Windsor-kastala
hvað glæsileika varðar.
Listaverkin, sem hanga á veggj-
unum, séu hins vegar stórfengleg
og sé það ekki síst að þakka Ge-
org IV, sem þótti mjög örlátur á
fé er listin var annars vegar. Gefur
listagagnrýnandinn gestum því
það ráð að einbeita sér að myndun-
um í stað umhverfísins þegar þeir
ganga um sali. Er í höllinni meðal
annars að finna myndir eftir hol-
lensku meistarana Rembrandt,
Rubens og Van Dyck.
„Grey drottningin að þurfa að
búa í svona höll,“ segir Dorment.
„En hún hefur þó að minnsta kosti
myndirnar til að hugga sig við þar
til hún hefur efni á að skipta um
innréttingar."
Engin drottning sjáanleg
Þeir gestir, sem blaðamenn
ræddu við, virtust hins vegar flest-
ir vera yfir sig hrifnir af höllinni.
Einungis nokkrir lét sér fátt um
finnast. Það sem helst sætti gagn-
rýni var að Elísabet Bretadrottning
var hvergi sjáanleg. Drottningin
verður í fríi allan þann tíma sem
ferðamönnum er leyft að ráfa um
höllina og þegar höllin var opnuð
á laugardag var hún við útför
Baldvins Belgíukonungs. „Við
erum mjög svekkt yfir því að
drottningin hafi ekki verið í höll-
inni,“ sagði Ed Laird frá Kalifor-
níu. „Þegar við förum í Disneyland
er Mikki mús alltaf á staðnum."
Aðaltr öppurnar , ,
GESTIR í Buckinghamhöll fá að skoða vesturálmu hallarinnar og
koma fyrst að hinum glæsilegu aðaltröppum, þöktum purpurarauðu
teppi, þar sem myndir af konungsfjölskyldunni í gegnum tiðina
prýða veggi.
BUCKINGHAM-HOLL OPNUÐ ALMENNINGI
Buckingham-höll var opnuð almenningi í fyrsta skipti sl. laugardag og er búist við að hún verði einhver
vinsælasti viðkomustaður ferðamanna í Bretlandi. Elísabet Bretadrottning tók þá ákvörðun að opna höllina,
til að fjármagna enduruppbyggingu Windsor-kastala, sem brann á síöasta ári. Er áætlaö aö viögerðin kosti
40 milljónir punda.
Út til Buckingham
Palace Road
JARÐ-
HÆÐ
Bogasalur
Áætlaður fjöldi
gesta á dag 8.000
Gjald: 8 pund (um 800 krónur)
Áætlaðar tekjur: 1,75 millj. punda
Ljósmyndun bönnuð
REUTER
Stóri inngangurinn
Silki- Bláa við-
téppa- Mat- hafnarstolan
salur salur _
Buckingham-höll varkeypt
atGeorg III áriö 1762 og
varö aö heimili konungs-
Ijölskyldunnar I London er
Viktoria drottning tiutti i
höiiina áriö 1837.
Heimild: Buckingham-höll
Reuter.
Hásætissalurinn
MEÐAL íburðarmestu og glæsilegustu sala Buckingham-hallar er
Hásætissalurinn á fyrstu hæð.
Fjölskylda Viktoríu
MEÐAL þeirra listaverka sem prýða veggi í Buckingham-höll er
þessi mynd Frans Xaviers Winterhalters af Viktoríu drottningu og
fjölskyldu hennar. „Það er auðvelt að skynja þá hamingju sem ein-
kenndi fjölskyldulíf hinnar ungu Viktoríu á þessari fyrirgangssömu
fjölskyldumynd Winterhalters. Þegar maður sér hana í sama her-
bergi og mynd Van Dycks af Karli I verður manni hins vegar Ijós
hin langa hefð konunglegra portretta, sem Winterhalter starfaði
samkvæmt," segir listagagnrýnandi Daily Telegraph um myndina.