Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 21 Clinton hótar hefndum vegna árásar á gæsluliða í Sómalíu SÞ eykur liðsstyrk sinn í Mogadishu Washington, Nairobí, Mogadishu. Reuter. BILL Clinton, Bandaríkjaforseti, hótaði á sunnudag „viðeigandi ráð- stöfunum" eftir að fjórir bandarískir gæsluliðar Sameinuðu þjóðanna (SÞ) létu lífið þegar bíll þeirra ók á jarðsprengju í Mogadishu, höfuð- borg Sómalíu. Talsmenn hersveita stríðsherrans Aideeds hafa neitað því að þeir beri ábyrgð á dauða gæsluliðanna. Yfirmenn SÞ í Sómal- íu eru nú að endurskipuleggja og styrkja gæslusveitirnar. Talsmaður SÞ í Sómalíu greindi frá því að sex bifreiðar hefðu verið á leið frá flugvellinum við Mogadis- hu þegar ein þeirra ók á jarð- sprengju. Heiftarlegir skotbardagar fylgdu í kjölfarið. Fjórir gæsluliðar SÞ létust í árásinni. Egyfskir og pakistanskir gæsluliðar ásamt bandarískum herþyrlum komu til aðstoðar, en árásarmennimir kom- ust undan. Ekki hefur verið tilkynnt um mannfall í röðum Sómala. Nokkrir tugir brynvarinna vagna SÞ voru fluttir til Mog'adishu í gær, og er það liður í undirbúningi „viðeiganda ráðstafana" sem Clint- on sagði að gerðar yrðu vegna árás- arinnar. „Við munum gera allt sem við getum til þess að komast að því hver ber ábyrgðina og gera við- eigandi ráðstafanir,“ sagði hann. Bandaríkjamenn væru nú að bera saman bækur sínar við bandamenn sína innan SÞ, en ekki hefði enn verið staðfest hver hefði staðið að árásinni. Talsmaður Aideeds stríðsherra sagði í yfirlýsingu í gær, að herfylk- ing stjómmálasamtaka Aideeds neitaði því skilyrðislaust að hafa staðið að baki árásinni. Varaði tals- maðurinn við hefndaraðgerðum af hálfu Bandaríkjamanna, því slíkt gæti steypt landinu út i allsheijar styijöld. „Við hörmum það sem gerðist. Aðgerðimar voru ekki á okkar vegum, heldur manna sem eru andsnúnir stöðugleika og vilja breikka bilið milli okkar og SÞ.“ SÞ hafa verið gagnrýndar fyrir að stjórna Mogadishu aðallega úr lofti og hætta þannig á að óbreytt- ir borgarar falli og byssumenn geti þannig farið óáreittir ferða sinna á götum borgarinnar. Clinton varði aðgerðir SÞ og sagði að gífurlegri hungursneyð hefði verið afstýrt og að lífið í Sómalíu - sérstaklega utan höfuðborgarinnar Mogadishu - væri að komast í eðlilegt horf. „Við þurf- um ekki að vera að eltast við fólk, en ef einhverjir hópar stefna gæslu- sveitum SÞ í hættu og tmfla hjálp- arstarf þeirra hljótum við að vernda okkar fólk og reyna að sjá til að það geti sinnt hlutverki sínu,“ sagði Clinton. Reuter Hosokawa tekur við FORSÆTISRÁÐHERRA Japans, Morihiro Hosokawa (t.h.) tekur við embætti í höll keisarans í gær. Akihito keisari er til vinstri en í miðið stendur fráfarandi forsætisráðherra, Kiichi Miyazawa. Hosokawa birti ráðherralista sinn og sagði það verða forgangsverkefni stjómar sinnar að uppræta spillingu í landinu. Kínverjar skjalla Ólympíunefndina Peking. Reuter. YFIRVOLD í Kína reyna nú með ýmsu móti að sannfæra Alþjóða- ólympíunefndina um að velja Peking sem mótsstað fyrir leikana árið 20.00 og nýjasta áróðursbragðið ér að gefa út bækling um frí- merkjasafn forseta nefndarinnar, Juans Antonios Samaranchs. í bæklingnum er að fínna mynd- ir af frímerkjum sem á einn eða annan hátt tengjast Ólympíuleikun- um og Samaranch hefur safnað. Ritar hann einnig formála að útgáf- unni. Þegar er búið að senda eintak til Samaranchs og annarra meðlima Ólympíunefndarinnar, og verður bæklingurinn einnig seldur almenn- ingi að - sögn Xinhua, opinberu fréttastofunnar. Alþjóðaólympíunefndin kemur saman 23. september nk. og ákveð- ur hvort leikarnir verða haldnir í Peking, Sydney, Manchester, Berlín, Brasiliu eða Istanbúl. Tblisi. Reuter. BANDARÍSKUR sljórnarerind- reki var skotinn til bana í Georg- íu á sunnudagskvöld. Ekki er ljóst hvort morðið var af pólitísk- um toga, eða hvort um var að ræða árás af hálfu glæpaflokks. Stjórnarerindrekinn, Fred Wo- odruff, lést samstundis og tilræðis- maðurinn komst undan. Woodruff var farþegi í bíl á leið til höfuðborg- arinnar Tblisi, en bílstjórinn, yfir- maður öryggissveita Edúards She- vardnadze, leiðtoga Georgíu, slapp ómeiddur frá tilræðinu. Metsölublad á hverjum degi! Flutabuðin hf. við GuLLinbru býður 20% afdlátt frd 11. tiL 20. ágtjutt Ath.: Mikid úrvaL á lager af nýjum gólf- og veggflúmm. Engar vörur með hækkað verð vegna gengisfellingar Allar flísar á verði fyrir gengisfellingu Umboðsaðilar: Fit, Hafnarfiröi Litaval, Keflavík Reynisstaður, Vestmannaeyjum Teppahúsið, Akureyri Byggingahúsið, Akranesi llll / <5 p 1 m 5 n i □ M m GJ rni iijluu ÚSÉIÍilll LE L L □ Stórhöfða 17 við Gullinbrú, sími 67 48 44 UTSALAN HOFST KL. 7.05 Toppstórinn VELTUSUNDI • SÍMI 2 21212 Ath. Vörur frá STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.