Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 Fulltrúaval Heimdallar er fullkomlega eðlilegt Greinargerð frá stjórn Heimdallar Nokkrir stuðningsmenn Guð- laugs Þórs Þórðarsonar, frambjóð- anda til formanns Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS) á þingi þess um næstu helgi, hafa veist harkalega að stjórn Heimd- allar á opinberum vettvangi vegna fulltrúavals fyrir þingið. Stjórnin hefur verið sökuð um að hafa ekki gætt sanngirnissjónarmiða er þingfulltrúar voru valdir á stjórn- arfundi 5.-6. ágúst. Þá hafa fjöl- margir stuðningsmenn Jónasar Fr. Jónssonar, hins frambjóðandans, einnig gagnrýnt fulltrúavalið harðlega en minna hefur farið fyr- ir þeirri gagnrýni í fjölmiðlum. Hingað til hefur stjórnin kosið að ræða innanflokksmál ekki á opin- berum vettvangi en þessar ásak- anir eru svo harðar að undir þeim verður ekki setið þegjandi. Stjóm Heimdallar hefur því ákveðið að birta eftirfarandi greinargerð. Stjórn velur fulltrúa í byijun júní varð ljóst að tveir menn yrðu í framboði til formanns SUS á þingi þess um næstu helgi. Báðir frambjóðendur hafa öfluga sveit stuðningsmanna í kringum sig og kom brátt í ljós að mun fleiri myndu óska eftir því að verða þingfulltrúar en kvóti Heimdallar á þinginu leyfði. Á nokkrum stjórnarfundum í sumar var rætt um hvernig velja ætti fulltrúa á þingið en í lögum félagsins er ekki að fínna nein ákvæði um hvernig að slíku vali skuli staðið. Hins vegar er hefðin sú að stjóm- in sjái um það val. Rætt var um hvemig fulltrúar hefðu verið vald- ir á fyrri SUS-þing og barst talið þá meðal annars að starfsreglum, sem stjórn Heimdallar viðhafði við val fyrir SUS-þing 1987, og birtar vom í skýrslu stjómar það sama ár. Þær starfsreglur vom birtar eftir að þáverandi stjórn hafði verið gagnrýnd harðlega fyrir full- trúaval fyrir Borgarnesþingið 1987 og var hún meðal annars sökuð um að hafa samið reglurnar til þess að eiga hægar með að ív- ilna öðrum frambjóðandanum í formannskjöri á því þingi. Hér skal þó ekkert fullyrt um rétt- mæti þessara ásakana. í grein Ólafs Þ. Stephensens, sem birtist í Morgunblaðinu á laugardag, er með villandi hætti reynt að gefa í skyn að reglurnar frá 1987 séu enn í fullu gildi en í umræddri ársskýrslu kemur skýrt fram að þessar reglur skyldu gilda fyrir það þing enda höfðu þær ekkert lagagildi. Þegar Ólafur Stephensen var formaður Heimd- allar árið 1989 fór stjóm hans til dæmis ekki eftir þessum reglum þegar fulltrúar vom valdir á SUS- þingið á Sauðárkróki. Sem dæmi má nefna að Sigurbjörn Magnús- son, fyrrverandi formaður Heimd- allar og annar frambjóðandi til formanns SUS árið 1987, og Gunnar Jóhann Birgisson, fram- bjóðandi í formannskosningum í félaginu 1988, urðu að láta sér lynda að vera settir á varamanna- lista þess fyrir þingið. Er fulltmar vom valdir á SUS- þingið á ísafírði 1991 kom ekki til þess að gera þyrfti upp á milli umsækjenda vegna þess hve fáir sóttust eftir því að verða fulltrúar. Áður en sæti á þingið vom aug- lýst laus til umsóknar áttu sér eigi að síður stað nokkrar umræður innan stjómar Heimdallar hvernig velja skyldi á milli umsækjenda ef til þess kæmi. Voru stjórnar- menn þá almennt á því að sann- gjamt væri að miða fyrst og fremst við virkni umsækjenda og störf þeirra í þágu félagsins á þeim tíma, ekki síst þar sem mik- ill fjöldi nýrra félagsmanna hafði lagt af mörkum ómælda vinnu í alþingiskosningunum þá um vorið. Þáverandi stjómarmönnum þótti ekki sjálfgefíð að óvirkir félagar yrðu sjálfkjörnir á SUS-þing þótt þeir ættu sæti í fulltrúaráði eða hefðu einhvem tíma átt sæti í stjórn. Eins og áður sagði kom þó ekki til þess í þetta sinn að stjórnin þyrfti að gera upp á milli umsækjenda. Þingsæti auglýst opinberlega Ólafur segir að stjórnarmenn í Heimdalli hafi tjáð honum að fyrr í sumar hafi stjórn Heimdallar samþykkt að viðhafa sömu reglur við val fulltrúa á SUS-þing og vom notaðar árið 1987. Þetta er rangt. Á umræddum stjórnarfundi vom þessar reglur kynntar og rætt um að rétt væri að hafa þær að einhveiju Ieyti til hliðsjónar. Þegar ljóst varð að félaginu yrði úthlutað 144 þingsæti í samræmi við ijölda félagsmanna ákvað stjóm Heimdallar að auglýsa opin- berlega eftir umsóknum um þau og gefa þannig öllum félagsmönn- um kost á að sækja um þau. Tvær auglýsingar voru birtar í Morgun- blaðinu og auglýsti aðeins eitt annað af 39 félögum ungra sjálf- stæðismanna eftir þingfulltrúum með þessum hætti. 272 félagar sóttu um 144 sæti Þegar umsóknarfrestur rann út kom í ljós að 272 félagar óskuðu eftir því að verða þingfulltrúar en aðeins 144 sæti voru til ráðstöfun- ar. Stjóm Heimdallar varð því að takast á við það lítt eftirsókna- verða verkefni að gera upp á milli umsækjenda. Fulltrúavalið fór fram á tólf klukkustunda löngum stjórnarfundi 5.-6. ágúst síðastlið- inn. í upphafi fundarins komu fjór- ir stuðningsmenn Guðlaugs Þ. og kröfðust þess að fá að sitja fund- inn til að taka þátt í umræðum um val þingfulltrúa og færa fram rökstuðning fyrir réttmæti þess að ýmsir samheijar þeirra í form- annskjörinu ættu erindi til Selfoss sem fulltrúar Heimdallar. Tveir fjórmenninganna bmgðust ókvæða við þegar stjórn Heimdall- ar óskaði eftir því að þeir yfír- gæfu fundarsalinn svo hægt væri að ræða kröfu þeirra í friði og greiða atkvæði um hana. Voru jafnvel hótanir hafðar í frammi og sagði Ólafur Þ. Stephensen til dæmis að það yrði leiðinlegt að vera formaður Heimdallar ef krafa þeirra yrði ekki samþykkt. Kröfu fjórmenninganna var hafnað enda er það í verkahring stjómar að taka ákvörðun um fulltrúaval en ekki sjálfskipaðra fulltrúa fram- bjóðenda í formannskjöri til SUS. Stjórn Heimdallar er að sjálfsögðu hæfust til að dæma um hveijir sýna starfí félagsins mestan áhuga. Einnig stefndi í langan og strangan stjórnarfund og var ekki talið ráðlegt að lengja hann frekar með því að hafa hann opinn. Stjórnin bauðst hins vegar til að koma til móts við stuðningsmenn Guðlaugs Þ. með þeim hætti að yfirlýstur stuðningsmaður hans innan stjórnarinnar fengi að gera fundarhlé eins oft og hann kysi til að ráðfæra sig við stuðnings- mennina sem biðu fyrir utan. Þetta nýttu þeir sér óspart. Við val fulltrúa voru mörg at- riði höfð til hliðsjónar. Meðal ann- ars var miðað við virkni manna í félaginu og störf þeirra í þágu þess, ekki síst fyrir síðustu alþing- is- og borgarstjórnarkosningar. Þá voru nokkrar síðustu stjórnir sjálfkjörnar og einnig vóg það þungt ef menn áttu sæti í fulltrúa- ráði félagsins eða höfðu greitt fé- lagsgjöld. Þegar nokkuð var liðið á stjórnarfundinn kom krafa frá tveimur stuðningsmönnum Guð- Iaugs Þ. utan fundarins, þeim Amari Þórissyni og Ólafi Þ., um að ákveðnir einstaklingar yrðu valdir þingfulltrúar til viðbótar þeim, sem þegar hafði verið gerð tillaga um. Sumir þeirra höfðu ekki sést í starfi Heimdallar eða SUS svo árum skipti, aðrir vom nýkomnir inn í starfíð og jafnvel svo nýlega að blekið á inntöku- beiðnum þeirra hafði vart þornað. Ekki þótti stjórnarmönnum rétt að gera menn að þingfulltrúum fyrir það eitt að þeir ætluðu að kjósa ákveðinn frambjóðanda á þinginu en þó var ákveðið að gera samkomulag um að samþykkja nokkra menn í viðbót, sem Árnar og Ólafur Þ. gerðu kröfu um, ef það mætti verða til þess að ekki yrði efnt til ófriðar um fulltrúaval- ið á opinberum vettvangi. Þess má geta að eftir að þetta sam- komulag var handsalað voru fleiri yfirlýstir stuðningsmenn Guðlaugs Þ. samþykktir sem fulltrúar til viðbótar hinum, sem búið var að samþykkja, enda hafa þeir starfað með félaginu. Kom það því stjórn- armönnum Heimdallar algerlega í opna skjöldu þegar frétt á Stöð 2 var höfð eftir Arnari Þórissyni um hálfum sólarhring eftir að sam- komulagið var handsalað við hann. Ekki kom það síður á óvart að Ólafur Þ. skyldi einnig Iqosa að hefja deilur um málið opinberlega með grein í Morgunblaðinu á laug- ardag. í þeirri grein fullyrðir Ólaf- ur Þ. að af 144 þingfulltrúum fé- lagsins séu yfír 100 yfirlýstir stuðningsmenn Jónasar en yfir- lýstir stuðningsmenn Guðlaugs Þ. um það bil 22 talsins. Það skal dregið í efa að 100 þingfulltrúar af 144 séu yfirlýstir stuðnings- menn Jónasar og svo mikið er víst að fyrir stjórnarfundinn, er hófst að kvöldi 5. ágúst, hafði stjórnin ekki upplýsingar um hvort hinir 272 umsækjendur hefðu tekið af- stöðu til frambjóðendanna. Greini- legt er að Ólafur Þ. hefur telur sig hafa meiri vitneskju um það hvað einstakir þingfulltrúar ætla að kjósa og er honum auðvitað fijálst að spá í það. Hins vegar ætti það ekki að koma neinum á óvart þótt Jónas Fr. njóti meiri stuðnings meðal Heimdellinga en Guðlaugur Þ. þar sem Jónas gekk í félagið árið 1981 og hefur tekið virkan þátt í starfi þess síðan. Guðlaugur Þ. hefur hins vegar ekki verið félagsbundinn í Heimd- alli. Gagnrýni frá stuðningsmönnum Jónasar Fr. Stuðningsmenn Guðlaugs Þ. eru ekki hinir einu sem hafa gagnrýnt fulltrúavalið. Yfirlýstir stuðnings- menn Jónasar Fr. hafa ekki síður komið að máli við stjórnarmenn í Heimdalli um helgina og kvartað yfír því að þeir skuli ekki. hafa verið valdir þingfulltrúar. Eins og aðrir verða þeir að skilja að aðeins var hægt að gera rúmlega helming umsækjenda að þingfulltrúum en Opið bréf til formanns Heimdallar FUS í Reykjavík Hvers eru störf okkar fyrir unga sjálfstæðismenn nietin? Kjartan Magnússon, formaður Heimdallar. Við undirrituð, sem búsett erum í Reykjavík, höfum öll verið virk í starfi Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, eða í starfí Sambands ungra sjálfstæð- ismanna síðastliðin ár. Flest höfum við gegnt trúnaðarstörfum fyrir hreyfíngu ungra sjálfstæðismanna og Sjálfstæðisflokkinn. Flest höfum við líka setið fyrri SUS-þing. Það kom okkur því á óvart að nöfn okk- ar skyldu ekki vera á lista yfír full- trúa Heimdallar á sambandsþingi ungra sjálfstæðismanna, sem hefst í Arnessýslu um næstu helgi. Við óskuðum öll eftir að verða fulltrúar á þinginu, en stjóm Heim- dallar hafnaði þeim óskum okkar. Við erum afar undrandi á að okkur skuli vera hafnað, en annað fólk, sem engum trúnaðarstörfum hefur gegnt fyrir unga sjálfstæðismenn og lítið skipt sér af starfi þeirra, skuli fá að greiða atkvæði á SUS- þingi og hafa áhrif á stefnumótun og stjórnarkjör. Nöfn okkar eru þar að auki sett svo neðarlega á rúm- lega 120 manna varafulltrúalista félagsins að enginn möguleiki er á að við fáum að sitja þingið með atkvæðisrétti. Mörg okkar hafa að undanförnu starfað í málefnanefndum Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, sem hafa unnið að málatilbúnaði fyrir SUS-þingið og landsfund Sjálfstæð- isflokksins í haust. Við hljótum að spyija hvers vegna stjóm Heimdall- ar sjái ástæðu til að meina okkur að fylgja okkar eigin verkum eftir á sambandsþingi ungra sjálfstæðis- manna. Við spyijum einnig hveiju það eigi að sæta í fjöldaflokki eins og Sjálfstæðisflokknum, sem sækir styrk sinn fyrst og fremst í þrot- lausa vinnu almenns sjálfstæðis- fólks, að hafna þannig fólki sem lengi hefur lagt mikið á sig í þágu flokksins. Við mótmælum þessari ósvífnu framkomu stjórnar Heimdallar í okkar garð og vonum að yfirgangur af þessu tagi endurtaki sig aldrei í sögu félagsins. Svanbjörn Thoroddsen, í stjórn Heimdallar 1982-1984, í fulltrúaráði Heimdallar og.48. varafulltrúi Heim- dallar á SUS-þingi. Ragnar Guðmundsson, í stjóm Heimdallar 1987-1989, gjaldkeri Heim- dallar 1988-1989, í ljármálaráði SUS 1989-1990, formaður atvinnumálahóps Fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík 1989, í samgöngunefnd SUS og 47. varafulltrúi Heimdallar á SUS- þingi. Skúli Valberg Olafsson, í stjóm Heimdallar 1988-1989, ritstjóri Gjallar- homs 1988-1989 og 53. varafulltrúi Heimdallar á SUS-þingi. Jensína Finnbjarnardóttir, í stjóm Heimdallar 1986-1988, ritari 1987- 1988, í skóla- og fræðslunefnd Sjálf- stæðisflokksins frá 1987 og 59. vara- fulltrúi Heimdallar á SUS-þingi. Jakob Magnússon, í stjórn SUS 1989-1991, í undirbúningsnefnd SUS fyrir landsfund Sjálfstæðisflokksins 1991, í afmælisnefnd SUS 1989-1990 og 65. varafulltrúi Heimdallar á SUS- þingi. _ Ingi Tryggvason, varamaður í stjórn SUS, í laganefnd SUS, fyrrver- andi formaður Ása, klúbbs ungra sjálf- stæðismanna af landsbyggðinni í Reykjavík, og 54. varafulltrúi Heim- dallar á SUS-þingi. Andrés Pétur Rúnarsson, í full- trúaráði Heimdallar, [ fjáröflunarnefnd Heimdallar, í viðskiptanefnd SUS og 121. varafulltrúi Heimdallar á SUS- þingi. Helgi Jóhannesson, í einkavæðing- amefnd SUS, forsætisráðuneytisnefnd SUS, þingritari SUS-þings 1991 og 93. varafulltrúi Heimdallar á SUS-þingi. Hildur Hauksdóttir, auglýsinga- safnari Stefnis, tímarits SUS, frá 1985 og 60. varafulltrúi Heimdallar á SUS- þingi. Kristinn Már Gunnarsson, í við- skiptanefnd SUS og 98. varafulltrúi Heimdallar á SUS-þingi. Torfi Dan Sævarsson, hefur gegnt trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokk- inn síðan 1977, í iðnaðarmálanefnd S.US, í iðnaðamefnd Sjálfstæðisflokks- ins, í orkumálanefnd Sjálfstæðisflokks- ins og 20. varafulltrúi Heimdallar á SUS-þingi. Rúnar Guðjónsson, í samgöngu- nefnd SUS og 105. varafulltrúi Heim- dallar á SUS-þingi. Haraldur Kristjánsson, í stjórn SUS 1985-1989, ritari 1987-1988 og 51. varafulltrúi Heimdallar á SUS- þingi. Áshildur Bragadóttir, í mennta- málanefnd SUS og 76. varafulltrúi Heimdallar á SUS-þingi. Árni Þór Freysteinsson, í sjávarút- vegsnefnd SUS og 58. varafulltrúi Heimdallar á SUS-þingi. Atli Atlason, í menntamálanefnd SUS og 78. varafulltrúi Heimdallar á SUS-þingi. Ingi G. Ingason, í samgöngunefnd SUS og 67. varafuíltrúi Heimdallar á SUS-þingi. Árni Geir Pálsson, í samgöngu- nefnd SUS og 114. varafulltrúi Heim- dallar á SUS-þingi. Sigurður Bragi Guðmundsson, í iðnaðarnefnd SUS og 102. varafulltrúi Heimdallar á SUS-þingi. Hrund Hafsteinsdóttir, formaður umhverfísmálanefndar SUS, fulltrúi SUS á Norðurlandaráðsþingi æskunnar 1993, og ekki á fulltrúalista Heimdallar fyrir SUS-þing. Tryggvi Herbertsson, í mennta- málanefnd og sjávarútvegsnefnd SUS, í stjóm Félags sjálfstæðismanna í Vest- ur- og miðbæ og 65. varafulltrúi Heim- dallar á SUS-þingi. ' 4 C 4 4 4 4 I I I i 1 I 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.