Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 11
Fjórir konsertar ________Tónlist_________ Jón Ásgeirsson Bachsveitin í Skálholti stóð fyrir mikilli konsertaveislu sl. helgi og þar voru fluttir konsertar eftir ít- ölsku tónskáldin Corelli og Vivaldi undir stjórn hollenska fiðluleikar- ans Jaap Schröder. Á fyrri tónleikunum voru fluttir konsertar eftir Corelli og Vivaldi til skiptis en þessi tvö tónskáld, ásamt Alessandro Scarlatti og Gu- iseppe Torelli, höfðu mikil áhrif á gerð hljómsveitartónlistar, hver á sinn máta og má t.d. merkja sterk áhrif frá Hándel, sem beinlínis hafði Concerti grossi eftir Corelli sem fyrirmynd við gerð verka með sama heiti. Verk Corellis skiptast í tvo flokka: Eru þar rúmlega 60 fiðlusónötur mikilvægastar fyrir framþróun fiðluleiks og barokks- sónötunnar og Concerti grossi (tólf að tölu), sem gefnir voru út 1714, að Corelli látnum. Form konsert- anna er svipað og í síðustu sónötun- um, þ.e að ýmist er um að ræða kirkjusónötuform, þar sem kaflarn- ir víxlast á að vera hægir og hrað- ir og frekar alvarlegir að innihaldi og svo veraldlegu konsertarnir, þar sem formskipan svítunnar og fjör- legt innihald er ráðandi. Leiknir voru tveir konsertar eftir Corelli og hófust tónleikarnir á nr. 9, sem er af veraldlegu gerðinni (da camera), þar sem kaflaskipanin er: hægur inngangur (eins konar Preludio), Allemanda, Corrente, Gavotta og Minuetto. Konsertinn var mjög vel fluttur og var samleik- ur fiðlanna oft sérlega fallega út- færður, með mjúkum tóni ea þó helst til án þeirra andstæðna í styrk og hraða, sem marka oft innri formskipan kaflanna. Það er ein- mitt á þessu sviði, sem margir hafa leikið fijálslega og trúlega mótast túlkunin hjá Jaap Schröder eftir hugmynd hans um upprunalegan flutningsmáta. Sérkennilegt tóntak, sem trúlega á að hafa einkennt fiðluleik á tím- um Corellis og Vivaldis, var ráð- andi í smá sinfóníu í h-moll eftir Vivaldi, sem ber undirtitilinn A1 santo sepolchro (Við hina helgu gröf) og er sérlega alvarlegt verk með sterku túlkandi innihaldi, sem Vivaldi átti til að útfæra betur en nokkur annar af barokktónskáld- unum. Til er annar konsert með sama undirtitli (Sonata al Sancto Sepolchro), er sá í Es-dúr. Þriðja viðfangsefnið var konsert fyrir ein- leiksfiðlu og kammersveit, Stóri Mógúllinn, „Grosso Mogul“, eftir Vivaldi en þessi undirtitill er ekki tilgreindur í tónverkaskrá meistar- ans og líklega hefur einhver útgef- andinn valið konsertinum þetta nafn. Konsertinn er samkvæmt formúlunni, þriggja kafla verk og lék Jaap Schröder einleikinn mjög fallega og án þess að taka sig sér- staklega út, eins og tíðkast gjarnan hjá einleikurum Lokaverkefni tónleikanna var Concerto grosso nr. 3 eftir Corelli en hann er í kirkjuforminu (da chi- esa), þar sem kaflaskipanin er hraður-hægur, svona nærri því til skiptis. Flutningurinn var í alla staði mjög fallega mótaður og sér- lega hreinn og mjúkur hjá fiðlun- um. Það er auðheyrt að Schröder hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig á að leika ítalska barokk- tónlist og er það, hvað snertir blæ- mótun, setningaskipan og hraða, mjög í andstöðu við margar nú- tímauppfærslurnar. Mörgum kánn að virðast slíkur flutningur oft lit- laus og án þeirra andstæðna, sem einkennt hefur nútíma uppfærslur, þar sem fjölmennri strengjasveit er stefnt gegn einleikurum, í stíl við það sem tíðkaðist síðar í kon- serttónlist. í heild voru þetta ein- staklega fallega uppfærðir tónleik- ar og eins og fyrr segir var leikur fiðlanna sérlega hreinn og tónljúf- ur. ilii Grieg tónleikar í Borgarnesi í TILEFNI af því að 150 ár eru liðin frá fæðingu norska tón- skáldsins Edvards Grieg 15. júní sl. verða haldnir tónleikar í Borgarneskirkju miðvikudag- inn 11. ágúst kl. 20.30 þar sem Frá vinstri Jónína Erna Arnardóttir, Theodóra Þorsteinsdóttir og Ingi- björg Þorsteinsdóttir. eingöngu verða flutt verk eftir Grieg. Flytjendur á tónleikunum verða Jónína Erna Arnardóttir, píanó- leikari en hún flytur sex píanólög op. 43. Theodóra Þorsteinsdóttir sópr- an mun ásamt Ingibjörgu Þor- steinsdóttur píanóleikara flytja nokkur þekkt sönglög og að lokum leika Jónína Erna og Ingibjörg fjóra norska dansa op. 35 fjórhent á píanó. Nú er Þrefaldur l.vmningur Verður hann 100.000.000 kr.?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.