Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1993 Álagning tekjuskatts og útsvars einstaklinga frá árinu 1989 til 1993 Tekjuskattur til ríkissjóðs hækkaði um 5,7 milljarða kr. Húsnæðis,- vaxta og barnabætur hækkuðu um tæplega 1,5 milljarða ÁLAGÐUR tekjuskattur og útsvar einstaklinga vegna tekna á síðasta ári var 40,5 milljarðar króna, sem er um 9,3 milljörðum króna hærri skattar en lagðir voru á árið 1989 vegna tekna árs- ins 1988, framreiknað til núvirðis en þá námu álagðir tekjuskatt- ar rúmlega 31 milljarði kr. Alls hafa álagðir tekjuskattar og út- svar einstaklinga hækkað um 30% að raungildi á þessum fimm árum. Rúmlega 94 þúsund einstaklingar þurftu að greiða tekju- skatt árið 1992 en þeir voru rúmlega 90 þúsund 1988. Barnabæt- ur, vaxta- og húsnæðisbætur, sem dragast frá tekjuskattinum, voru rúmlega 5,9 miiyarðar kr. að núvirði árið 1989 en hafa hækkað í tæplega 7,4 milljarða skv. álagningu 1993 eða um rúm- lega 1.429 milljónir kr. Heildarupphæð bóta er þó ívið lægri í ár en á undanförnum þremur árum en árið 1990 námu bætumar samanlagt 7.436 miiy. kr. að núvirði, 7.789 árið 1991 og 7.387 árið 1992. Þrátt fyrir hækkun tekjuskatta og útsvars einstaklinga á undan- förnum árum lækkuðu gjöldin þó VEÐUR að raungildi í fyrsta sinn við álagn- ingu 1993 frá árinu á undan eða um tæplega einn milljarð króna sé miðað við heildarálagningu tekjuskatts og útsvars. Séu upplýsingár um álagningu tekjuskatts á árunum 1989-1993 vegna tekna áranna á undan, sem fengust í fjármálaráðuneytinu, framreiknaðar skv. hækkun fram- færsluvísitölu kemur í ljós að álagt útsvar í ár til sveitarfélaga hefur hækkað um tæplega tvo milljarða kr. frá álagningu árið 1990. Árið 1990 var álagt útsvar 14,3 millj- arðar samanborið við 16,2 millj- arða skv. álagningu árið 1993. Tekjuskattar sem renna til ríkisins (að frádregnum .bótagreiðslum) hafa hækkað um tæplega 5,8 millj- arða frá 1989. Tekjuskattar í ríkis- sjóð námu 11,1 milljarði kr. árið VEÐURHORFUR I DAG. 10. AGUST YFIRLIT: Um 600 km austnorðaustur af Langanesi er 985 mb lægð sem hreyfist lítið og fer að grynnast seint ó morgun. Yfir Grænlandi er 1.024 mb hæð. SPÁ: Norðanátt, víða allhövss um austanvert landið, kaldi eða stinnings- kaldi sunnanlands en aðeins gola eða kaldi vestast á landinu. Á norð- austurlandi og á Austfjörðum má búast við dálítilli súld eða rigningu, en bjartviðri sunnan- og vestanlands. Seint um daginn fer að lægja um landið austanvert. Hiti verður frá 4 stigum á annesjum norðaustanlands en upp f 14 stig á sunnanverðu landinu yfir hádaginn. I/EÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG: Fremur hæg vestanátt. Smá skúrir suðvest- an- og vestanlands, en þurrt og bjart annars staðar. Hití verður 5 til 11 stig. HORFUR A FIMMTUDAG OG FÓSTUDAG: Hæg norðanótt, eða hæg- viðri. Víða skýjað en að mestu úrkomulaust. Hiti 6 til 10 stig. Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. ■D Heiðskírt Léttskýjað r r r * / * r r * r r r r r * r Rigning Slydda & & Hálfskýjað Skýjað V $ Skúrir Slydduél * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað * V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. 10° Hitastig V Súld = Þoka riig.. FÆRÐA VEGUM: (Kl. 17.30 fgær) Þjóðvegir landsins eru nú flestir í góðu ástandi og greiðfaerir. Víða er unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri samkvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru einnig greiðfærir fjallabílum. Gæsa- vatna- og Dyngjufjallaleiðir eru ennþá ófærar vegna snjoa og sama er að segja um Hrafntinnusker. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vega- eftirliti í sima 91 -631500 og í grænni línu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti vaöur Akureyri 6 alskýjað Reykjevfk 8 léttskýjað Bergen 12 skýjað Helsinki 20 léttskýjað Kaupmannahöfn 18 skýjað Narssareeuaq 10 léttskýjað Nuuk 8 léttskýjað Osló 16 rignlng Stokkhólmur 21 skýjað Þórshöfn 8 alskýjað Algarve 26 helðsklrt Amsterdam 18 rigningogsúld Bartelona 27 helðsklrt Berlín 20 skýjað Chicago 18 skýjað Feneyjar 28 heiðskírt Frankfurt 22 skýjað Glasgow 16 rigning og súld Hamborg 18 skýjað London 19 rigning LosAngeles 18 skýjað Lúxemborg 18 skýjað Madrid 29 léttskýjað Malaga 28 mistur Mallorca 31 léttskýjað Montreal 19 helðskírt NewYork 23 mistur Orlando 26 léttskýjað París 20 alskýjað Madelra 23 skýjað Róm 28 hálfskýjað Vín 17 rigning Washington 22 þokumóða Winnipeg 16 léttskýjað 1989, 12,2 millj. árið 1990, 15,2 millj. 1991, 17,7 millj. 1992 og tæpum 17 millj. 1993, sem er rúm- lega 800 milljóna kr. minna en í fyrra. Barnabætur lækka- barnabótaauki hækkar Séu einstakir bótaflokkar skoð- aðir kemur í ljós að vaxtabætur hafa hækkað að raungildi ár frá ári frá því að þær voru teknar upp við álagningu árið 1990. Þá námu vaxtabætur samtals 1.636 milljón- um króna að núvirði. Árið 1991 námu þær 1,896 millj., árið 1992 námu þær 2.286 millj. og 2,493 millj. í ár. Húsnæðisbætur hafa aftur á móti farið stiglækkandi undanfarin ár eða úr 1.033 millj. árið 1989 í 638 millj. í fyrra og 549 millj. í ár. Barnabætur hækkuðu á árun- um 1989 til 1991 eða úr 3,7 millj- örðum í 3,9 millj. en lækkuðu síð- an í 2,6 milljarða árið 1992 og 2,5 milljarða í ár. Barnabótaauki hefur aftur á móti hækkað á þessu tímabili eða úr 1.183 millj. árið 1989 í 1.857 í fyrra og 1.817 millj. kr. á yfirstandandi ári. » ♦ «----- Tveir dreng- ir skemmdu fjórtán bíla TVEIR ellefu ára gamlir dreng- ir voru handteknir í Kópavogi í fyrrakvöld en þá höfðu þeir skemmt fjórtán bíla við verslun- armiðstöðina Hamraborg og brotist inn í nokkra þeirra. Að sögn lögreglu sóttust pilt- arnir aðallega eftir merkjum á bíl- unum en auk þess rispuðu þeir bílana. Einnig stálu þeir einhveiju úr nokkrum bílanna. Drengirnir voru handteknir á staðnum og gengust þeir við áthæfínu. Fríkirkjan gerð upp ÞESSA DAGANA er unnið við að fara yfir og bæta Frí- kirkjubygginguna í Reykja- vík. Skipt verður um klæðn- ingu, veggir einangraðir og gert verður við útveggi og gólfbita. Gluggarnir í húsinu verða endurnýjaðir. Turn kirkjunnar verður endur- bættur og gert við það sem þurfa þykir. Húsið er frá 1902 og er að meirihluta upprunalegt, engin einangr- un í veggjum og bárujárnið orðið nyög lélegt að sögn Einars Kristins Jónssonar, formanns Fríkirkjusafnað- arins í Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að við- gerð og klæðning byggingar- innar fari fram í sumar og ljúki snemma á haustmánuðum. Viðgerðin er afmælisgjöf „Kirkjan var vígð árið 1904 og hún á þess vegna 90 ára vígsluafmælí á næsta ári,“ sagði Einar Kristinn. Hann sagði að þess vegna væri nú kappkostað við að færa kirkj- una í ný föt og hafa það eins konar afmælisgjöf til hennar og safnaðarins, sem á 95 ára afmæli sama ár. Áætlað er að í sumar muni alls verða fram- kvæmt fyrir sjö til átta milljón- ir. Atvinnumiðlun námsmanna í sumar Tókst að útvega 30% færrí vinnu en í fyrra AÐALSTARFSEMI Atvinnumiðlunar námsmanna er nú lokið þótt enn sé hægt að sækja um störf hjá henni. í sumar tókst miðlun- inni að útvega 363 einstaklingum störf en þar af fengu 116 störf í gegnum Nýsköpunarsjóð námsmanna. Þrátt fyrir að störf í gegnum nýsköpunarsjóðinn hafi næstum tvöfaldast frá í fyrra hefur störfum í gegnum miðlunina fækkað um 30% en í fyrra voru þau 520. Auðun Guðmundsson, framkvæmdastjóri miðlunar- innar, segir að þessar tölur séu alls ekki viðunandi en árangurinn tengistbeintástandinuáatvinnumarkaðnum. Auðun segir það sífellt vera að aukast að fyrirtæki leiti til miðlun- arinnar eftir fagfólki, sem eru þá nemendur á efri árum náms síns. Erfitt ástand á vinnumarkaði Auðun segir að í fyrra hafi nokkurn veginn tekist að halda fjöldanum í horfinu frá því árið áður þrátt fyrir erfitt atvinnu- ástand á markaðnum en í ár hafi það skollið á atvinnumiðlunina af tvöföldum þunga. Þrátt fyrir að kynning á miðluninni hafi verið aukin töluvert með útvarpsauglýs- ingum og skjáauglýsingum hafi árangurinn ekki jafnast á við þann, sem var í fyrra. Fyrirtæki geta fengið styrk frá nýsköpunar- sjóðnum til að fá námsmann til sín til að vinna að nýsköpunar- verkefni og nýttu mörg fyrirtæki sér það að sögn Auðuns. Hlutastarfamiðlun á veturna Árið um kring er rekin á vegum Stúdentaráðs hutastarfamiðlun en hún sameinast Atvinnumiðlun námsmanna á sumrin. Hluta- starfsmiðlunin sér um að útvega námsmönnum starf með skólanum bæði hjá einstaklingum og fyrir- tækjum. Auðun segir að ríki og flest öll sveitarfélög á höfuðborg- arsvæðinu hafi stutt við bakið á miðluninni og segir hann þann stuðning hafa verið ómetanlegan til að geta haldið úti öflugri starf- semi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.