Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAPIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 17 Olafur Stefánsson gúrkuframleiðandi í Biskupstungum Rétt meðhöndlun upp- skerunnar er lykilatiiði Selfossi. „ÞAÐ ER mikið atriði að koma gúrkunum strax í kælingu eftir tínslu,“ sagði Ólafur Stefánsson, garðyrkjubóndi á Syðri-Reykj- um í Biskupstungum, sem er umfangsmikill gúrkuframleið- andi og leggur áherslu á að ná fram sem mestum gæðum. Ólafur hefur lagt mikla vinnu í að fá fram rétt afbrigði af gúrku- plöntum og notar nú það sem gaf besta raun í tilraunum sem hann gerði í vetur með sex afbrigði. Það afbrigði sem hann notar gefur gúrkur sem eru jafnar að stærð, bragðgóðar og safaríkar með góð- um lit og gott geymsluþol, sem Ólafur segir afar mikilvægt. Fræið frá Hollandi Ólafur fær fræið beint frá Hol- landi með póstinum. „Þeir senda fréttabréf frá fræfyrirtækjum í Hollandi en þar láta fyrirtækin bændur gera prófanir á afbrigðum úti í stöðvunum og fá hlutlausa ráðunauta til að dæma um ár- angurinn,“ sagði Ólafur. Hann vel- ur sér afbrigði eftir upplýsingum úr þessum fréttabréfum. Umhverfisvæn kæling Ólafur og fjölskylda hans leggja mikla áherslu á að meðhöndla gúrkurnar rétt. Hæfilegt magn er tínt í einu út úr húsunum, svona tíu fullar hjólbörur sem keyrðar eru að pökkunarvélinni. í henni er gúrkunum pakkað í plastfilmu sem leggst að þeim. Á filmunni eru örsmá göt sem gúrkan getur „and- að“ í gegnum. Strax eftir pökkun fara gúrk- urnar í kælingu. Við kælinguna notar Ólafur lindarvatn úr Torfa- staðaheiðinni og leiðir það inn á kæliblásara. Vatnið er svo kalt að unnt er að nota það á kælikerfið og losna við að nota freon-efni. Þegar hann síðan notar vatnið til að vökva þarf að hita það aðeins upp. 60-70 tonnáári Gúrkurækt Ólafs fer fram á 3 þúsund fermetrum undir gleri. Hann er eingöngu með gúrkurækt- un og fær 70-80 tonna uppskeru á ári. Sáning fer fram um áramót og fyrsta uppskera kemur á mark- að um miðjan mars. Um miðjan júní er skipt um plöntur í húsunum og síðari uppskera kemur á mark- að í lok júlí. Verðið of lágt „Ég spái því að með þessu verði, 80-90 krónum á kíló til framleið- enda, sé nær útilokað að nokkur rækti gúrkur fyrir það verð á næsta ári,“ segir Ólafur og er óhress með verðið sem fæst fyrir framleiðsluna. Hann telur menn of gagnrýna á verð til innlendra framleiðenda og bendir á að í vet- ur hafi amerískar gúrkur verið til sölu í verslunum á 700 krónur kíló- ið. Þá hefði ekki verið tálað um hátt verð. Það kvæði aftur á móti við annan tón þegar íslenska fram- leiðslan kæmi á markað þá fyndist mönnum verð til bænda of hátt. Gúrkur góðar með öllum mat Þegar rætt er við Ólaf um mögu- leika gúrkunnar á markaðnum segir hann gúrkuna hafa orðið dálítið útundan, einkum þegar fjallað er um meðlæti með grill- matnum sem vinsæll er á sumrin. Það stafi af því að hún sé ekki grilluð með kjötinu. Það segir hann aftur á móti alveg óþarft því gúrk- an sé mjög góð með öllum mat. Barbara, kona Óláfs, gaf eftir- farandi uppskrift að svalandi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Með nýtíndar gnrkur ÓLAFUR Stefánsson á Syðri-Reykjum með nýtíndar gúrkur. gúrkusalati: Skerið heila gúrku í sneiðar og setjið í skál. Stráið salti yfir svo að safinn komi úr gúrk- unni. Bætið sítrónusafa og sítrónu- pipar við eftir smekk. Síðan eru settar 3-4 teskeiðar af sykri saman við og svolítið af steinselju. Þetta er tilbúið eftir 10 mínútur, er ferskt og lystaukandi með öllum mat, ekki síst til að létta þungan grill- mat. Sig. Jóns. Óperukynning Heimsklúbbs Ingólfs 100 maims með klúbbn- urn að hlusta á Kristján Nærri eitt hundrað manns munu slást í förina með Heimsklúbbi Ing- ólfs til Verona á Ítalíu á næstunni að hlusta á Kristján Jóhannsson og fleiri heimssöngvara, s.s. Maríu Dragoni, Dolorra Zajick og Franco de Grandis í glæsilegustu óperu allra tíma, Aidu eftir Verdi, í gamla hringleikahúsinu frá dögum Róm- veija í Verona. Fyrri hópurinn legg- ur upp 13. ágúst og fer vítt um lista- slóðir Ítalíu, en hlustar á Kristján og hina heimsfrægu flytjendur hinn 15. ágúst. Seinni hópurinn leggur upp í 9 daga ferð til Norður-Italíu hinn 26. ágúst og hlustar á Aidu með Krist- jáni í hlutverki Radames daginn eftir, 27. ágúst. Að mati þeirra, sem heyrt hafa, liggur þetta hlutverk afar vel fyrir Kristján og allt ætlar um koll að keyra af hrifningu eftir hina þekktu aríu „Celeste Aida“. Arenan í Verona rúmar um 30 þús- und manns, og er það aðeins á færi bestu söngvara að láta rödd sína berast um allt svæðið. Engin óperuhátíð í heiminum vekur aðra eins athygli og sumarhátíðin í Ver- ona, sem dregur að áheyrendur hvaðanæva úr heiminum. Til undirbúnings fyrir óperuaðdá- endur efnir Heimsklúbbur Ingólfs til kynningar á óperunni Aidu á Hótel Sögu annað kvöld, miðvikud. 11. ágúst, kl. 20.30 í A/B sal í nýju álmu hótelsins, þar sem efni óperunnar er rakið með tóndæmum og saga hennar sögð. Ingólfur Guð- brandsson mun kynna óperuna og flytjendur hennar í Verona. Ferðin sem hefst 26. ágúst er farin að tilhlutan VISA á íslandi og býður auk óperusýningarinnar upp á dvöl í hinum fögru bæjum Sirmione við Gardavatn og vínbæn- um Bassano del Grappa í ítölsku ölpunum. Fáein sæti eru enn laus í þá ferð. Uppselt er á báðar þessar sýning- ar í Verona fyrir mörgum mánuð- um, en Heimsklúbburinn tryggði sér miða um síðustu áramót. Fréttatilkyilning:. V --------♦ ♦ ♦ ■ ÞINGVALLAGANGA Útívist- ar hefst sunnudaginn 15. ágúst. Þetta er raðganga í sjö áföngum. Annan hvern 'sunnudag verða gengnar fornar þingleiðir á Þing- velli og einnig götur í Þingvalla- hrauni. Hugað verður að örnefnum og rifjuð upp brot úr sögu staðar- ins. Göngunni lýkur sunnudaginn 7. nóvember með söguferð um þing- staðinn og næsta nágrenni. Þegar göngurnar verða í lengra lagi verður einnig boðið upp á styttri göngu sem hentar öllum. í fyrstu göngunni verður lagt af stað úr Reykjavík kl. 10.30 (ekki kl. 8 eins og auglýst var) og farið yfir Botnsheiði. Sú leið liggur úr Botnsdal um Leggja- brjót og niður á Langastíg á Al- -mannagjá. Einnig verður kl. 13 far- ið að Stíflisdal og gengin þaðan gamla leiðin um Kjósarheiði hjá Brúsastöðum og að Langastíg. Ótal skoðunarferðir í boði. Frábærir golfvellir á hverju strái. Fyrsta flokks hótel og lúxushótel með morgunverði á öllum áfanga- stöðum. SamviiMiiferúir Landsýn Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 69 10 10 • Innanlandsferðir S. 91 - 69 10 70 • Símbréf 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sögu við Hagatorg • S. 91 - 62 22 77 • Simbréf 91 - 62 24 60 Hatnarf jörður: Reykjavíkurvegur 72 • S. 91 - 511 55 Keflavík: Hafnargötu 35 • S. 92 - 13 400 • Símbréf 92- 13 490 Akranes: Breiðargötu 1 • S. 93 - 1 33 86 • Slmbréf 93-1 11 95 Akureyri: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Simbréf 96 - 1 10 35 Vestmannaeyjan Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Simbréf 98 -1 27 92 JZ>raumaferð ársins verður heim- sókn til Malasíu, lands dulúðar og töfra, ótrúlegrar náttúrufegurðar og sérstæðs andrúmslofts.Þar verður víða komið við í tæplega þriggja vikna ævintýri: • SlNGAPORE - kvöldverðarsigling um höfnina, fjölskrúðugt mannlíf og skemmtilegt næturlíf. • B0RNE0 - náttúruparadís, fljóta- sigling, ferð inn í elstu regnskóga heimsins og veiðar með innfæddum. • KUALA LUMPUR - glæsileg must- eri, fornar byggingar, fagrir garðar, frábærar verslanir og ótrúlega hag- stætt verðlag. • CAMERONHÁLENDIÐ — frumbyggja- þorp, hellamusteri, rósagarðar, jarðaberjaakrar og markaðir. • PENANGEYJA - perla austursins, drifhvit pálmaströnd, vatnaíþróttir, fiðrildabúgarður og snákamusteri. • LANGKAWI eyjaklasinn - ósnortin náttúra og heillandi menning.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.