Morgunblaðið - 10.08.1993, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 10.08.1993, Qupperneq 34
 Anika Sjöfn Bemd- sen — Minning Fædd 10. mars 1947 Dáin 1. ágúst 1993 Elsku Anika systir mín er dáin. Eftir að mér bárust þessi hræði- legu tíðindi eru sterkustu minningar mínar um hana frá því við vorum litlar stelpur í faðmi fjölskyldunnar á Smáragötunni. Ég er eins og gamla fólkið sem man betur æsku sína en tímann sem er að líða. Anika systir var óvenju atorku- samt barn. Venjulega var okkur komið á skikkanlegum tíma í rúm- ið, en svo kom fyrir kvöld og kvöld, að við vorum látnar passa yngri systur okk'ar og þá var auðvitað ekki neinn til að skipa okkur í rúm- ið. Ég var frekar kvöldsvæf og var oft búin að fá nóg eftir vinnu dags- ins, en Anika hafði nóga orku og ég vissi ekki af fyrr en ég var kom- in í alls konar stórframkvæmdir með henni, til dæmis kappdrykkju á þeim ágæta vökva, vatni, sem við drukkum úr mjólkurflöskum, saumaskap, koddaslag og fleiru skemmtilegu. Með reglulegu milli- bili fluttum við svo öll húsgögnin til, sem ég hafði reyndar ekkert sérstakt dálæti á, við fluttum þau jafnvel á milli hæða. Á sumrin, það var á þeim tíma þegar sólin skein alltaf í heiði og maður átti enga framtíð nema kannski næsta dag, því að þá lifði maður bara frá degi til dags. Já, eitt af því marga sem við aðhöfð- umst þá var -að halda sýningar í „skýlinu" undir svölunum. Við lék- um leikrit, lásum upp, sungum og mig minnir að við höfum líka „dans- að“ ballett. Fyrir hveija sýningu var Anika systir kófsveitt við að hræra út karamelludeig, sem við settum á eldspýtur og seldum síðan sýningargestum og líka poppkom, sem við poppuðum, svo að þeir syltu nú ekki heilu hungri á meðan á sýningum stóð. Mig minnir að að- gangseyrir hafi verið ein króna. Meðalaldur sýningargesta var fremur lágur því að það var auð- veldast að ná pollunum inn á sýn- ingamar. Á milli þess sem Anika var eins og þeytispjald í einhveijum stór- framkvæmdum þá las hún. Hún las og las, las allt sem hún náði í. Möttu Maju-bækurnar voru í miklu uppáhaldi hjá okkur systmnum um tíma. Við dáðumst mikið að aðal- söguhetjunni, sem var Matta Maja sjálf. Hún var alfullkomin. Við öf- unduðum hana líka dálítið því að við vissum að við gætum aldrei orðið eins og hún. Við gerðum þó eina heiðarlega tilraun til að líkjast henni dálítið: Ég, Anika systir og vinkonur okkar fóram snemma að sofa eitt kvöldið. Það átti að vera frjáls- íþróttaæfíng (í and^i Möttu Maju) í ERFIDRYKKJUR Verð frá kr. 850- P E R L A N sími 620200 Erfldrykkjur (ilæsileg kaíli- hlað!)on5 íidlegir stdir og m)ög gin) þjónustík Upplýsingar í súna 2 23 22 FLUGLEIDIR HÍTEL LIFTLEIIIIl garðinum okkar ki. 6.00 að morgni næsta dags. Hver okkar batt band- spotta um tána og lét spottann lafa út um gluggann niður að jörð. Sú sem fyrst vaknaði átti að kippa í spottann og vekja hinar. Við Ánika systir hrukkum upp með andfælum eldsnemma næsta morgun við sárs- auka í stórutánni. Við stukkum út í garð með nesti og nýja skó og hófum upphitun með því að hlaupa hringi í garðinum, næst var hástökk og síðan langstökk. Eftir það þurft- um við auðvitað að hvíla okkur og borða nestið. Að því loknu voram við eiginlega búnar að fá nóg, svo að hver fór heim til sín og skreið upp í hlýtt og notalegt rúmið sitt. Ég held þetta hafí verið eina tilraun okkar Aniku til að ná fullkomleika. Það hvarflaði aldrei að mér ann- að en að við Anika systir, og allar hinar systur mínar, myndum verða gamlar og hrukkóttar kellingar saman, léttkalkaðar. Aðaláhugamál barnabömin og kannski bama- barnabörnin og til hátíðarbrigða sérríflaska í „óhreinataustínunni", til að lífga upp á tilverana. Elsku Anika, við áttum svo margt órætt. Ég vildi óska þess að það væri hægt að spóla til baka. Lilla systir þín (Gerður Berndsen) Þegar veðrið var gott, sólin skein dag eftir dag og flestir á ferðalagi eða á útisamkomum um verslunar-- mannahelgina' kvaddi elskuleg mágkona mín, Anika, þennan heim. Það var líkt og kólnaði í veðri og sólin hætti að skína þegar okkur barst andlátsfregn Aniku, þar sem við vorum stödd á ferðalagi. Fjöl- skyldu minni er það mikill harmur að sjá á eftir Aniku og fá ekki að njóta hlýju hennar og góðmennsku lengur, þar sem hún lést langt um aldur fram. Foreldrar Aniku eru Áslaug Páls- dóttir og Pétur Bemdsen en hann lést 13. september 1990. Systur Aniku era: Gerður, Margrét, Sól- veig og Jóhanna Sigríður. Æsku- stöðvar systranna voru á Smára- götu 8 A, Reykjavík. Einnig átti Anika hálfsystur, Þrúði Pálsdóttur sem Áslaug Pálsdóttir átti í fyrra hjónabandi. Anika og Egill Guðmundsson gengu í hjónaband 30. nóvember 1973 og eignuðust yndislegt heim- ili í Lúxemborg, en Egill starfar þar hjá flugfélaginu Cargolux. Böm þeirra eru Áslaug Halldóra, Þórunn, Egill Guðmundur og Rúna. Á fallega heimilið þeirra Aniku og Egils var ávallt gott að koma, en vegna vinnu sinnar hjá Cargolux var Egill oft lengi í burtu frá heimil- inu og því reyndi mikið á Aniku við heimilishaldið í fjarlægu landi, sem hún sá um með miklum sóma. An- ika var mikil húsmóðir í sér, hugs- aði einstaklega vel um börnin og heimilið sem var ákaflega fallegt og smekklegt og bar vitni um elju- semi hennar og natni. Allt var í röð og reglu þar sem hún kom nálægt. Anika var mjög gestrisin og stjan- aði við alla gestkomandi. Öllum leið sérlega vel í návist Aniku, enda var hún mjög félagslynd og oftast hrók- ur alls fagnaðar hvar sém hún kom. Hún var mjög söngelsk og kunni ótal söngtexta. Aniku leið best með margt fólk í kringum sig. Þeir voru ófáir ættingjar og vinir sem heim- sóttu Aniku og Egil til Lúxemborg- ar ár eftir ár og nutu einstakrar gestrisni hennar eins og þeir væru komnir á fimm stjörnu hótel án þess að hún ætlaðist til nokkurs í staðinn. Eftir margra ára búsetu í Lúxem- borg ákváðu Anika og Egill árið 1990 að festa kaup á íbúð í Árbæ í Reykjavík til þess að böm þeirra misstu ekki öll tengsl við ættjörðina og til að vera nær ættingjum sínum. Flutti Anika með börnin til íslands þar sem þau ganga nú í skóla, Þór- unn í Versló, Mummi í MR og Rúna í Árbæjarskóla, en Egill hefur síðan komið til íslands í öllum sínum fríum frá fluginu til að vera með fjölskyldu sinni á íslandi. Elsta dótt- ir þeirra, Áslaug Halldóra, er gift Leifi Hansen og búa þau og starfa í Lúxemborg. Þau eiga eina dóttur, Jennýju, sem var sólargeislinn hennar ömmu sinnar. Ég bið góðan guð að styrkja bróður minn, Egil, og börnin, Ás- laugu, Þóranni, Egil og sérstaklega hana Rúnu sem er aðeins 15 ára og missir svo mikið. Einnig votta ég Áslaugu, móður Aniku, og systr- um hennar og ættingjum samúð mína og bið guð almáttugan að varðveita og styrkja ykkur öll. Böðvar Guðmundsson. Mágkona mín er látin, aðeins 46 ára gömul. Alltaf er erfitt að sætta sig við dauðann, en þegar kona í blóma lífsins deyr svo snögglega, þá er sorgin óbærileg. Anika og Egill bróðir minn bjuggu nánast allan sinn búskap í Lúxemburg, en þar hefur Egill unn- ið í fjölda ára. Þau giftu sig fyrir 20 árum og eignuðust þijú yndisleg böm saman, sem öll era á unglings- aldri. Áður hafði Anika eignast dóttur, sem býr í Lúxemborg ásamt eiginmanni og dóttur og gekk Egill henni í föðurstað. Ávallt hefur ver- ið mjög kært með þeim. Fyrir u.þ.b. 3 áram ákváðu þau að Ánika flytti heim með bömin, svo þau misstu ekki tengsl við land- ið sitt. Egill hefur komið heim eins oft og kostur er. Þau eignuðust yndislegt heimili í Árbænum, þar sem gott var að koma og húsmóðir- in hugsaði um heimilið og börnin af einstakri umhyggju. Ég heimsótti þau tvisvar þegar þau bjuggu í Lúxemborg og minn- ist þess með miklu þakklæti hversu þessi fallega og hlýja kona vildi bókstaflega allt fyrir mig gera. Ég bið Guð að blessa Egil, börnin og barnabam, einnig Áslaugu, móður Aniku, og systurnar, en einstakt og náið samband hefur verið með þeim systram og móður þeirra. Ég votta ykkur öllum mína dýpstu sam- úð. Blessuð sé minning Aniku Sjafn- ar Berndsen. Ágústa og fjölskylda. Elsku Anika frænka mín er dáin og mig langar til að kveðja hana. Sterkustu minningar mínar um Aniku eru hve barngóð hún var og hversu sætan og smitandi hlátur hún hafði. Ég fór í fyrstu utanlandsferð mína, níu ára gömul, ásamt ömmu minni til Lúxemborgar þar sem ég dvaldi hjá Aniku og íjölskyldu henn- ar i mánuð. Hún tók mér ofsalega vel og var svo góð við mig að ég gleymdi næstum að sakna foreldra minna. Mig langar að þakka henni sérstaklega fyrir þennan tíma. Ég finn innilega til með Agli manninum hennar, Áslaugu elstu dóttur hennar, sem býr úti í Lúxem- borg ásamt Jennýju litlu og eigin- manni, og Þóranni, Mumma og Rúnu, sem hafa búið hér á íslandi með mömmu sinni síðustu árin. Takk fyrir allt. Þín frænka Ragnheiður. Elsku Anika er farin frá okkur og ég veit að hversu heitt sem víð óskum þess kemur hún ekki til baka. Það eru erfiðir tímar fram- undan hjá öllum þeim sem elskuðu hana og ég finn það meira núna en nokkurn tímann áður, hvað það er dýrmætt að vera í stórri fjöl- skyldu sem stendur saman og styrk- ir hvert annað. Anika var ein af systram hennar mömmu og vegna þess hve þær voru allra duglegar að hittast með börnin sín á ég margar skemmtilegar minningar um Aniku frænku. Anika var alltaf í miklu uppá- haldi hjá mér alveg frá því ég var lítil stelpa. Hún var alltaf svo hlý og notaleg og undantekningarlaust tók hún á móti mér með bros á vör og kærleik í augum. Mér er það mjög minnisstætt þegar ég fór í heimsókn til Aniku og Egils í Lúxemborg. Það var yndislegur tími þar sem ég fékk að vera í faðmi góðrar fjölskyldu í kringum uppáhaldsfrændsystkini mín. Þar var allt gert til þess að gera dvölina mína þar sem þægileg- asta. Anika var sérlega gjafmild og öll af vilja gerð til þess að gera manni Iífíð sem skemmtilegast. Hún lagði mikið upp úr því að gefa fal- legar gjafir en það var fátt nota- legra en að fá pakka frá Lúxem- borg, með notuðum fötum af íjöl- skyldunni vegna þess að það var alltaf svo sérstök og góð lykt af fötunum. Ég bað mömmu mína oft um að kaupa alveg eins þvottaefni og hún Anika notaði en það fékkst ekki á Islandi. En það var ekki bara góð lykt af þvottaefninu sem hún Anika notaði, heldur var hún alltaf svo hreinleg og snyrtileg með sjálfá sig og allt sitt í kringum sig. Hún lagði alltaf mikið upp úr því að hafa fallegt heimili fyrir sig og fjölskyldu sína og hafði hún mjög nærat auga fyrir fallegum hlutum. Ég fékk oft að heyra frá mömmu minni hvað Anika væri dugleg og kraftmikil og góð í flestum íþrótt- um. Það er ekki lengra síðan en í' júní að fjölskyldan hittist uppi í sumarbústað þar sem amma Áslaug hélt upp á afmælið sitt. Þar fórum við í marga leiki og skemmtum okkar vel. Ég man hvað Anika naut sín þar og var ánægð með að geta tekið þátt í öllu þessu með okkur þrátt fyrir veikindin sem hún átti við að stríða. Anika skilur eftir sig eiginmann og Ijögur yndisleg börn og ég veit að það er ekkert mikilvægara en móðurhlutverkið sem hún tók mjög alvarlega. Anika kveður þennan heim með göfugt hlutverk að baki. Ég vona að fölskylda hennar eigi eftir að finna einhvern innri styrk. Sérstaklega vil ég biðja góðan guð um að gefa ömmu minni styrk þar sem hún horfir á eftir barninu sínu svona ungu. Bryiya frænka. Mig langar til að minnast elsku- legrar konu með örfáum orðum. Hjartahlýrri og göfugri mannesku var ekki hægt að finna. Viðkvæm var hún og mátti ekkert aumt heyra eða sjá án þess að taka það mjög nærri sér. Það er sárt að sjá á eft- ir Aniku í blóma lífsins en ég trúi að hennar bíði eitthvað annað og meira í guðssölum. Elsku vinkona, ég sé þig fyrir mér svífandi á englavængjum, bros- andi bjarta og fallega. Vertu sæl, minningin um þig mun lifa sterkt í hjarta mínu. Elsku Egill, Áslaug, Þórunn, Mummi og Rúna, guð blessi ykkur og styrki. Jóhanna. Ó hve létt er þitt skóhljóð og hve leingi ég beið þín, það er vorhret á glugga, napur vindur sem hvín, en ég veit eina stjömu, eina stjömu sem skín, og nú loks ertu komin, þú ert komin til mín. (Halldór K. Laxness, Maístjaman.) Mig langartil að kveðja elskulega systur mína, Aniku, með nokkrum fátæklegum orðum. Hún var mikið fyrir íslensk sönglög og var Maí- stjarnan eitt af hennar uppáhalds- lögum. Það var gaman að syngja með henni því að hún kunni alltaf alla texta svo þá var um að gera að standa sem næst henni þegar lagið var tekið ef maður var ekki með textann á hreinu. Æskustöðvar okkar voru á Smáragötunni. Það var gott um- hverfi að alast upp í. Allir í götunni voru eins og stór fjölskylda og mundum við eftir öllum sem bjuggu þar. Það er margs að minnast úr stórum systkinahópi. Við systurnar vorum mjög samrýndar og töluðum oft um það hvað við ættum gott að vera svona margar og gátum við ekki ímyndað okkar hvernig líf- ið væri án hver annarrar. Við voram á svipuðum aldri og áttum þess vegna margt sameiginlegt. Við töluðum alltaf mikið saman og reydnar stundum allar í einu og þá oftar en ekki ofan í hveija aðra. Anika og ég vorum sammála í svo mörgu eins og sést á makavali okk- ar því að við giftumst bræðram. Bömunum okkar fannst oft gaman til þess að hugs að þau væru næst- um eins og hálfsyskin. Þegar Anika flutti út til Lúxem- borgar tókum við systurnar þátt í eftirvæntingunni og öllu því sem fylgir að flytja búferlum milli landa. Við ákváðum þá, að þrátt fyrir að hún byggi svo langt í burtu mynd- um við gera allt til þess að missa ekki samband. Svo sáum við að það var allt of langt milli okkar og við systurnar fóram ekki eins oft til hennar og við ætluðum okkur. An- ika kom þá bara til okkar og var það undravert hvað hún var dugleg að ferðast milli landa með börnin sín og allan þann farangur sem fylgir ungum börnum. Þá var nú glatt á hjalla hjá ömmu Áslaugu þar sem barnabörnin hennar skemmtu sér konunglega. Frá því að við systurnar giftumst og áttum börnin okkar var aðalsamkomu- staðurinn heima hjá henni mömmu. Anika systir dvaldi alltaf hjá henni þegar hún kom heim í sínum fríum. Síðan Anika flutti heim til okkar var það ein af okkar bestu stundum þegar mamma og við systurnar fór- um í búðarráp og stunduðum kaffi- húsin. Því má ekki gleyma, að hún mamma er eins og ein af okkur systrunum og okkar besti vinur. Eftir að Anika og börnin fluttu heim var gaman að fylgjast með því hvað þau vora öll dugleg að aðlagast öllu því sem var nýtt fyrir þeim. Hún var stolt af öllum börn- unum sínum. Eiga þau margs að minnast um góða móður. Ég kveð Aniku systur mína með söknuði og þakka henni fyrir allt og allt. Hún var yndisleg mann- eskja, hjartahlý og góð. Minningin um yndislega systir lifír áfram. Ég vil biðja góðan guð að styrkja móður mína og okkur öll við þennan mikla missi. Elsku Egill minn, Áslaug, Þór- unn, Mummi, Rúna, Leif og Jenný, ég bið algóðan guð að vernda ykk- ur og styrkja um alla framtíð. I lokin má ég til að setja hér eitt lítið ljóð eftir Stein Steinar, eitt af mörgum sem pabbi fór oft með fyrir okkur stelpurnar. Hér hvílast þeir, sem þreyttir göngu luku, í. þagnar brag. Ég minnist tveggja handa, er hár mitt struku einn horfinn dag. Ó, guðir þér, sem okkur örlög vefið svo undarleg. Það misstu allir allt, sem þeim var gefið, og einnig ég. Og ég, sem drykklagt drúpi höfði yfír dauðans ró, hvort er ég heldur hann, sem lifír, eða hinn, sem dó? Margrét (Systa)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.