Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 39
MORGUN'BLAÐÍÐ ÞKlÐJL’DAGUtt 10. ÁGúS’í1199
m
EFTIRLAUNAALDUR
Barbara og
George Bush njóta lífsins
Nágrannar Barböru og George Bush í bænum Kennebunkport bjuggu
til miða sem á stóð: „Varið ykkur, nýr ökumaður í bænum!“ þegar
Barbara hafði endurnýjað ökuskirteini sitt.
Fyrrverandi forsetahjón Banda-
ríkjanna Barbara og George
Bush virðast blómstra eftir að þau
yfirgáfu Hvíta húsið, enda kominn
tími til að taka lífinu með ró, hann
69 ára og hún 68 ára. Bush hefur
nú nægan tíma til að leika golf og
Barbara hefur ýmist dvalist í Houst-
on eða í sumarhúsi þeirra í Kenne-
bunkport. Einkum hún virðist njóta
þess að eiga svolítið einkalíf og
hefur sagt að haldi fólk að það sé
erfitt að aðlagast venjulegu lífi eft-
ir að hafa verið 30 ár í sviðsljósinu
sé það rangt. Það sé dásamlegt.
Tók bílpróf að nýju
Ýmsu þarf þó að venjast eins og
að keyra bíl. Það er af sem áður
var og enginn einkabílstjóri. Bar-
bara lét það ekki á sig fá, dreif sig
í ökutíma og endurnýjaði ökuskír-
teinið. Nú ekur hún um eins og
herforingi á nýja Mercury Sable bíl
þeirra hjóna.
Sonur Bush-hjónanna, Marvin,
segir að það sem foreldrar hans
kalli að setjast í helgan stein þýði
til dæmis fyrir föður hans, að fara
í þriggja klukkustunda veiðiferð,
skokka í hálftíma, spila síðan tenn-
is eða golf og enda daginn annað
hvort með því að lesa í bók eða
horfa á kvikmynd.
Fyrir utan tómstundirnar hafa
þau hjónin eytt tíma sínum í vor
og sumar við að lagfæra húsið sitt
í Kennebunkport, sem fór illa vegna
veðurs. Þá eru þau að byggja nýtt
hús í West Oaks í Houston og verð-
ur það tilbúið í haust.
Nágrannar þeirra í Houston eru
flestir ánægðir með Bush-hjónin,
en sumir hafa þó haft á orði að
aukin umferð sé óþolandi. Þar eru
á ferðinni ferðalangar sem vilja sjá
hvernig fyrrverandi forseti landsins
býr.
Skrifa bækur
Þá herma sögur að forsetahjónin
fyrrverandi séu bæði í útgáfuhug-
leiðingum, þ.e.a.s. George Bush
ætli að skrifa bók um utanríkismál
í samvinnu við Brent Scowcroft
fyrrverandi öryggisráðgjafa, en
Barbara hafi skrifað undir 2,2 millj-
óna dollara samning fyrir að skrá-
setja minningar sínar.
HIBYLI
Svona býr Whitney
Söngkonan Whitney Houston ólst
ekki upp við neitt bruðl né
íburð. Hún er dóttir leigubílstjóra
og var heimilið því afar venjulegt.
Sjálf hefur hún unnið sér inn óheyri-
lega háar upphæðir með söng sínum
og nú síðast kvikmyndaleik. Hluta
þessarar upphæðar, eða 1,5 millj-
arða króna, hefur hún sett í einbýl-
ishús sitt. Eða ætti kannski heldur
að segja höll?
Fimm ár hefur tekið að byggja
húsið sem nú er að verða fullbúið.
Flytja Bobby Brown og Whitney
að öllum líkindum fljótlega úr húsi
sínu í Los Angeles og inn í höllina.
Heyrst hefur að þau hjón hafí ráðið
sér 12 manns til að gegna hinum
ýmsu störfum á heimilinu.
Iðnaðarmenn og sérfræðingar
hafa séð um byggingu og innrétt-
ingu hússins, nema herbergið sem
dóttirin Bobbi fær. Það hefur
Whitney alfarið séð um sjálf.
HöIIin sem Whitney og Bobby hafa látið byggja er sérkennileg með
öllum sinum bogadregnu línum.
ÍBÚÐ OG
SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI
TIL LEIGU
Höfum húsnæði til leigu á eftirtöldum stöðum:
Við Austurstræti:
U.þ.b. 200 m2 skrifstofuhúsnæði.
A sama stað eru einnig til leigu þrjú 25-45 m2 skrifstofuherbergi
sem leigjast út saman eða sitt í hvoru lagi.
Við Klapparstíg:
U.þ.b. 140 m2 íbúð á efstu hæð.
í sama húsi er einnig 35 mr skrifstofuherbergi.
Nánari upplýsingar:
Gjaldskil sf.
Lágmúla 7, Reykjavík
sími 681915
milli kl. 08 og 16 virka daga
UTSALA 20-60% AFSLATTUR
»hummel”S
SPORTBÚÐIN
Ármúla 40 ■ Símar 813555 og 813655
íbróttaskór, íbróttagallar, bolir, sundfatnaður, dúnúlpur, regnfatnaður o.fl,