Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKim/aVINNUIÍF ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 Tölvur Þrjú fyrirtæki í samstarf um Concorde-hugbúnað FYRIRTÆKIN Hugur, HP á íslandi og Tæknival hafa hafið með sér samstarf um markaðssetningu á Concorde XAL viðskiptahugbúnaði frá danska fyrirtækinu Damgaard Data. Með þessum hugbúnaði er unnt að bjóða fyrirtækjum af öllum stærðum heildarlausn í tölvuvæð- ingu með ýmsum eiginleikum sem fram til þessa hefur verið að finna í mun stærri og dýrari hugbúnaðarkerfum, að sögn Gunnars Ingi- mundarsonar, framkvæmdastjóra Hugar. Hann segir að undanfarin ár hafi fyrirtækið verið að vinna á ýmsum sérsviðum hugbúnaðar, t.d. í framleiðslu- og birgðastýringu og tíma- og verkskráningum. Með Concorde XAL hafi Hugur hins vegar komið til móts við óskir fyrirtækja um að hafa allan hugbúnað undir sama hatti í stað margra stakra eininga sem ekki séu samtengdar. Þegar hafa á fjórða tug fyrirtækja keypt þennan hugbúnað frá því hann var fyrst í boði um mitt sl. ár. Concorde XAL er staðlaður við- skiptahugbúnaður sem nær yfir öll svið í rekstri fyrirtækja, bæði fjár- málaleg verkefni og framleiðslu- og verkbókhald. Hugbúnaðurinn er þannig úr garði gerður að hann má aðlaga að þörfum hvers fyrir- tækis og auðvelt er að bæta við verkefnum. Með honum er hægt að vinna á nánast öllum stýrikerfum og tölvum þ.m.t. einmenningstölv- um og næmetum en einnig á tölvum Verslun m Zimsen með Curver- Rubbermaid umboðið JES Zimsen hf. hefur tekið við einkaumboði fyrir Curver-Rubber- maid hér á landi en það er eitt af þekktari vörumerkjum í plastvör- um hér á landi. Þetta gerðist eftir gjaldþrot Miklagarðs sem hefur flutt inn þess^r vörur um langt árabil ásamt Jes Zimsen. Var fyrir- tækið valið úr hópi sjö innflutningsfyrirtækja sem sóttust eftir umboð- inu. Curver-Rubbermaid framleiða m.a. kælibox, vaskaföt, þvottabala og verkfærakassa. Hér er um að ræða tvö fyrirtæki, Curver í Hol- landi og Rubbermaid í Bandaríkjun- um, sem hafa sameinað sölukerfi sitt. Hið fyrrnefna sér um söluna í Evrópu en Rubbermaid annast söl- una í Bandaríkjunum, Kanada og Suður-Ameríku. í frétt frá Jes Zimsen segir að reynt verði bjóða upp á alla fram- leiðslulínu fyrirtækjanna á hverjum tíma. Jes Zimsen hf. verslanimar eru á tveimur stöðum, Hafnar- stræti 21 og Ármúla 42. sem nota Unix stýrikerfið. Meðal núverandi notenda em P. Samúels- son, Prentsmiðjan Oddi, Nói-Síríus, íslenska útvarpsfélagið og Tölvus- amskipti. Frosti Bergsson, framkvæmda- stjóri HP á íslandi, segir að hér á landi hafi vantað úrval nútímalegs viðskiptahugbúnaðar sem nýti til fullnustu þann vélbúnað sem Hew- lett Packard hafi í boði og skapi fyrirtækinu ákveðna sérstöðu. Þar sé fyrst og fremst átt við hugbúnað sem vinni í svokölluðu biðlara/miðl- ara umhverfi með Unix stýrikerfi. Fyrst nú bjóðist fyrirtækjum raun- hæfur valkostur við hefðbundnar millitölvur. Hann bendir á að for- ráðamenn stærri íslenskra fyrir- tækja hafi margir hveijir verið hik- andi við að leggja allt sitt traust á PC-hugbúnað, talið hann hvorki nægilega öruggan né afkastamik- inn og því haldið að sér höndum. Concorde XAL sé hins vegar bæði öflugur og sveigjanlegur og byggi á mjög öflugum gagnagmnni þann- ig mikils sé að vænta af þessu sam- starfi. Tæknival hefur sem kunnugt er einkum sérhæft sig í sölu einmenn- ingstölva og næmeta. Fram að þessu hefur fyrirtækið einbeitt sér að hugbúnaði fyrir fiskvinnslu og útgerð og skipta notendur búnaðar- ins hundmðum. Rúnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri Tæknivals, segir að eins og víðar hafi vantað í sjávar- útvegi hugbúnaðarkerfi sem taki til allra þátta í rekstrinum. Með því að samtvinna hugbúnað fyrirtækis- ins við Concorde XAL sé unnt að bjóða fyrirtækjum heildarlausn þannig að þau fái á einum stað alla Aðeins kr. Uno.. arcac Fiat Uno býðst nú á frábæru verði. 748.000 á götuna - ryðvarinn og skráður. Ath. Gerið verðsamanburð við aðra bíla! UNO 45 3D er sérbúinn fyrir norðlægar slóðir: Styrkt rafkerfi - Stærri rafall - Sterkari rafgeymir - Öflugri startari - Bein innspýting - Betri gangsetning - Hlifðarpanna undir vél - Öflugri miðstöð - Aukin hljóðeinangrun - Ný og betri 5 gíra skipting. Komiö og reynsluakið Frábær greiðslukjör Urborgun kr. 187.000 eða gamli bíllinn uppí. Mánaðargreiðsla kr. 20.094 í 36 mánuði með vöxtum og kostnaði auk verðtryggingar. ITALSKIR BILAR HF. Skeifunni 17 • 108 Reykjavík • sími (91)677620 Morgunblaðið/Þorkell SAMSTARF — HP á íslandi, Hugur og Tæknival hafa tek- ið höndum saman um að markaðssetja Concorde viðskiptahugbúnað hér á landi og geta boðið bæði smáum og stóram fyrirtækjum heildar- lausn við tölvuvæðingu. Á myndinni em þeir Rúnar Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Tæknivals, Gunnar Ingimundarson, framkvæmdastjóri Hugar og Frosti Bergsson, framkvæmdastjóri HP á íslandi. þjónustu bæði fyrir hugbúnað og vélbúnað. Hér sé því ekki um að ræða hefðbundið bókhaldskerfí heldur alhliða upplýsingakerfí. Nýlega var gengið frá samningi milli Tæknivals og eins af stærstu Jlhoro Steypa - VIÐGERÐARSTEYPA - ÞURRSTEYPA - PERLUSTEYPA - FLOTSTEYPA - SÉRSTEYPA Allar geröir af steypublöndum I pokum og fötum. ■I steinprýði Stangarhyl 7, simi: 672777. sjávarútvegsfyrirtækjum á lands- byggðinni sem felur í sér að fyrir- tækið mun nota sjávarútvegshug- búnað Tæknivals tengt Concorde XAL auk nýs vélbúnaðar. Delta með allt að 35% afslátt BANDARÍSK flugfélög hafa ákveðið að lækka fargjöld á tíma- bilinu 15. sept. til 15. desember um allt að 35% en afslátturinn fer nokkuð eftir því hvenær farmiðinn er keyptur. Það, sem fyrir flugfélögunum vakir, er auðvitað að auka viðskiptin eftir að sumarönnunum lýkur. Það var Delta Air Lines, sem reið á vaðið, og Continental Air Lines kom strax í kjölfarið. Gildir tilboðið innan Bandaríkjanna og Kanada, til Alaska, Hawaii, Puerto Rico, bandarísku Jómfrúreyja, Bermuda og Bahama, og er þannig, að 35% afslátur er á farmiðum, sem keyptir eru fyrir 17. ágúst, 30% til 31. ágúst og 25% til 15. septemb- er. Búist er við, að þetta sé aðeins byijunin á verðstríði milli flugfélag- anna og önnur félög, til dæmis American Airlines, era að búa sig undir að svara þessari áskorun. vrmrr Rit um samkeppnis■ reglur EB og EES FÉLAG íslenskra iðnrekenda hefur gefið út rit eftir Stefán Má Stefánsson prófessor um samkeppnisreglur. Er þar gerð grein fyrir þeim reglum, sem gilda um þessi efni innan Evrópu- bandalagsins og á Evrópsku efnahagssvæði, auk þess sem ís- lensku samkeppnislögunum eru gerð skil. í ritinu er gerð grein fyrir megin- atriðum samkeppnisreglna Evrópu- bandalagsins. Fjallað er um ákvæði Rómarsáttmálans og gildissvið þeirra, auk þess sem vikið er að helstu sjónarmiðum varðandi túlk- un reglna af þessu tagi. Nokkur atriði eru tekin til sérstakrar um- fjöllunar svo sem ólögmætt samráð fyrirtækja, misnotkun á markaðs- ráðandi stöðu, sammni og yfírtaka fyrirtækja, hópundanþágur, ríkis- styrkir og undirboð. Þá er sagt frá reglum um eftirlit með því að regl- um á þessu sviði sé fylgt og meðal annars gerð grein fyrir hlutverki framkvæmdastjórnar Evrópu- bandalagsins í þeim efnum. I ritinu em samkeppnisreglum Evrópska efnahagssvæðisins einnig gerð skil, en þær em nánast sam- hljóða reglum Evrópubandalagsins. Þá er sérstakur kafli um íslensku samkeppnislögin, sem gildi tóku 1. mars síðastliðinn, en þau tóku mið af því, að aðild að EES hafði verið samþykkt á Alþingi. Bókin Samkeppnisreglur er 170 blaðsíður að stærð. Höfundur henn- ar, Stefán Már Stefánsson, er pró- fessor í lögum við Háskóla íslands. Umsjón með útgáfu hafði Jón Stein- dór Valdimarsson. Flugfélög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.