Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIE)JUDA(3UR 10, ÁGIJST 1993 32 Áslaug Þorsteins dóttir — Minning Fædd 29. desember 1975 Dáin 2. ágúst 1993 Kveðja frá systkinum í dag kveðjum við stóru systur okkar Aslaugu. Ekki datt okkur í hug þegar við kvöddum þig þann 11. júlí áður en þú lagði af stað til Svíþjóðar að við fengjum aldrei að sjá þig aftur. Það er svo margt sem fer um hug okkar nú og margt sem við skiljum ekki. En þú, elsku systir, varst okkur svo kær og kenndir okkur svo margt sem við munum ávallt geyma með okkur. Alltaf gastu gefið okkur bros og oft léstu okkur brosa í gegnum tárin. Alltaf gafst þú þér tíma fyrir okkur þó að við vissum að heilsan leyfði það ekki. Þú lifir ávallt í minningum okkar og við gleymum aldrei því sem þú kenndir okkur, elsku systir. Við viljum þakka öllu starfsfólkinu á deild 12E og á föndurstofunni fyr- ir alla þá umhyggju og styrk sem það gaf stóru systur. Elsku systir, við kveðjum þig með sárum söknuði og vitum að Guð geymir þig. Minning um þá mildu sprund af mér er flutt á sorgarstund. Gegn sjúkdómi er burt loks bar barist var án uppgjafar. Þótt aðrir sæju svarta slóð með sönnu brosi við hlið þeim stóð. Bjartsýni í bijósti bar og birtu færði allstaðar. /. ó \ Ekki datt okkur í hug þegar sím- inn hringdi að morgni 2. ágústs að fá þessa harmafregn að Áslaug okk- ar væri öll. Hún sem hafði bundið svo miklar vonir við þá aðgerð sem framundan var. Þessi fallega brosmilda stúlka sem gaf svo mikið af sér, aðeins 17 ára og allra hugljúfi er nú sofnuð í faðmi Guðs sem nú gætir hennar þar til við hittumst aftur á ný. Vertu sæl, vor litla, hvíta lilja, lögð í jörð með himnaföður vilja, leyst frá lífi nauða, ljúf og björt í dauða, lést þú eftir litla rúmið auða. Gráttu, móðir, gjöfina Drottins friðu, gráttu þá með djúpri hjartans blíðu. Sérðu’ ei sigurbjarma? Sérðu’ ei líknarvarma breiða sig um barnsins englahvarma? Því til hans, sem bömin ungu blessar. Biðjum hann að lesa rúnir þessar, heyram, hvað hann kenndi: Hér þótt lífið endi, rís það upp í Drottins dýrðarhendi. Vertu sæl, vor litla ljúfan blíða, lof sé Guði, búin ertu’ að striða. Upp til sælu sala, saklaust bam án dvala. Lærðu ung við engla Guðs að tala. (M. Jochumsson) Elsku Ellen mín megi Guð styrkja þig og Gunnar á þessum mikla missi og systkini hennar sem sakna hennar svo sárt. Guð blessi ykkur öll. Amma og afi, Melgerði. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðasta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar gönpm vér nú héðan, fylgjum þér, vinur, far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum, þér síðar fylgja í friðarskaut. (V. Briem.) Elsku Áslaug. Ég þakka Guði fyr- ir okkar samverustundir og þó að þær yrðu ekki eins margar og við hefðum viljað voru þær góðar. Ég mun ætíð minnast þín. Elsku Ellen, Hrefna og Gunnar, guð gefi ykkur styrk í þessari miklu sorg. Arndís. Við viljum minnast yndislegrar frænku minnar Áslaugar með örfá- um orðum. Hún stóð sig svo vel í veikindum sínum að enginn vildi trúa hve veik hún var. Alltaf var hún brosandi þó hún væri mikið lasin. Gekk ég að sænginni signdi þitt lík mitt sætasta, ljómandi yndi! Ljós mitt var dáið og lífsvonin rik liðin sem fokstrá í vindi. (Matt. Jochumsson) Elsku Ellen, Gunnar, Hrefna, Gunnar litli og Aila, ykkar missir er mikill. Við sendum ykkur og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Dagný og Sveinn. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Þegar við kvöddum Ásu áður en hún hélt af stað til Svíþjóðar, vorum við aldrei í vafa um að hún kæmi heim aftur þótt við vissum auðvitað eins og allir aðrir að það gæti brugð- ið til beggja vona. En nú verður hún ekki framar með okkur nema í andanum, hún tekur ekki framar þátt í áramóta- gleði okkar og afmælum og við heyr- um ekki glaðværan smitandi hlátur hennar berast um húsið — nema í endurminningunni. Við kynntumst þessari blíðu og glaðlyndu stúlku þegar vinátta tókst með henni og dóttur okkar. Frá byij- un varð hún ein af okkur heima á Marbakkabraut, ef ég má orða það svo. Veikindi sín bar Ása aðdáunar- vel af svo ungri stúlku að vera og bar sig á engan hátt öðru vísi en aðrir unglingar, enda aldrei í vafa um að allt færi vel. En nú er Ása gengin á vit fegurra lands og eftir stendur minningin um góða og brosmilda stúlku. Elsku Ellen, Gunnar, systkini og aðrir vandamenn, megi hugljúfar minningar um Ásu vera ykkur styrk- ur í hinni miklu sorg ykkar. Elín og Birgir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. (V. Briem.) Tíminn stöðvaðist eitt augnablik þegar mér barst fregnin um lát Ás- laugar vinkonu minnar: Það getur ekki verið satt, góði Guð, láttu það ekki vera satt! En það var satt og í dag kveðjum við hana hinstu kveðju. Það var um mitt sumar 1988 að ég fluttist með fjölskyldu minni í Kópavoginn frá Danmörku og þekkti engan. Ég var fljótt svo lánsöm að kynnast Áslaugu sem síðar varð besta vinkona mín og trúnaðarvinur. Minningarnar eru margar og góðar. Það voru ófáar stundirnar þar sem við gátum talað um alla hluti, sung- ið með tilþrifum, hlegið og gert að gamni okkar. Veikindi sín bar Ása ótrúlega vel og kvartaði aidrei. Þar af leiðandi var hún aldrei öðruvísi en við hinir krakkarnir. Lífsgleði hennar var rík og sterk og það var alltaf gott að vera í návist hennar. Síðustu mánuði var Ása á Land- spítalanum og beið eftir að komast út í aðgerð sem breytt gæti lífi henn- ar. Þótt þetta væri mikil og áhættu- söm aðgerð var hún aldrei í vafa um að hún kæmi heim aftur. Því trúðum við hin líka. Daginn áður en Ása hélt út í hina örlagaríku ferð fékk hún tveggja tíma útivistarleyfi. Við Börkur fórum með henni í Tívolí og ókum um bæ- inn. Þá sagðist hún hlakka til farar- innar, svo bjartsýni hennar var óbug- uð allt til síðustu stundar. Þá óraði okkur ekki fyrir því að við myndum ekki sjást framar. Minning um kæra vinkonu mun lifa björt og fögur eins og hún var sjálf. Elsku Ellen, Gunnar, Aðalheiður, Hrefna og Gunnar yngri, ég votta ykkur mína dýpstu samúð og bið Guð að styrkja ykkur í sorginni. Hrafnhildur Birgisdóttir. Bless og góða nótt Áslaug, við sjáumst, var það síðasta sem ég sagðl við þig á Sahlgrenska ájúkrahúsinu hinn 1. ágúst. Þú skildir við um nótt- ina. Þú varst orðin svo hress á sunnu- dagskvöldið, byijuð að fíflast og lékst á alls oddi eins og þú varst vön að vera. Sænska setningin sem þú sagðir svo oft „vad menar du?“ Það var ekki hægt að sjá á fallega brosinu þínu og góða skapinu hvað þú varst með veikt hjarta og lungu. Þú áttir svo sterkar rætur, Áslaug mín. Mótlætið er sem vindurinn. Hann blæs mismikið á sum tré. Rætur mínar eru minn innri maður og sál. Þær eru sterkar svo að vindurinn feyki mér ei um koll. Við fáum ekki ráðið við móður náttúru. Við spyijum því oft, því blæs vindurinn svo mikið á sum tré. Ég hef svo margt að minnast um þig, allar góðu samverustundirnar sem við áttum saman. Biðjum við, mamma og Eva, guð almáttugan að gefa ástvinum Áslaugar styrk í þess- ari miklu sorg. Guð geymi þig. Þín frænka. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir. Dóttir, í dýrðar hendi drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir í góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgrímur Pétursson) Okkur langar í örfáum orðum að minnast Áslaugar bekkjarsystur okkar úr grunnskóla. Við kynntumst henni í 1. bekk Ölduselsskóla og var hún með okkur í bekk allan grunnskólann. En leiðir okkar skildust þegar hún flutti í Kópavoginn og byijaði í öðrum skóla. Þetta er í annað skiptið sem ein af bekkjarsystrum okkar deyr í blóma lífsins. Áslaug var lífsglöð og glaðlynd og lét ekki bera á veikindum sínum. Þess vegna var þetta mikið áfall fyr- ir okkur að frétta af andláti hennar. Við votturn aðstandendum og vin- um hennar okkar dýpstu samúð og vonum að Guð styrki þau í sorg sinni. Laufey, Sólveig, Guðríður Halldóra og Linda. Mig langar til að minnast hennar Áslaugar Þorsteindóttur með örfáum orðpm. Ég kynntist Áslaugu fyrir rúmu ári en okkar kynni urðu nánari er hún hóf nám hjá Námsflokkum Reykjavíkur í janúar á þessu ári. Ég dáðist að þessari ungu lífsglöðu stúlku sem stundaði nám sitt við skólann af miklum dugnaði og elju- semi, þó að veikindi hennar gerði henni erfítt fyrir, þannig tók hún síðasta prófið á Landspítalanum. Einkunnir hennar voru ágætar og var hún bæði ánægð og hreykin yfir árangri sínum. Glaðværð var það sem einkenndi Áslaugu og hversu gefándi persóna hún var. Minningar þær sem ég á með Áslaugu eru allar góðar og já- kvæðar því að neikvæðni þekkti hún ekki. Oft spurði hún mig um skokkið sem ég stundaði og vorum við ákveð- in í að skokka saman eftir aðgerð- ina. Nú eru þau áform ekki til leng- ur, en ég veit í hjarta mínu að einn daginn munum við skokka saman þó ekki verði það hér í þessari jarð- vist. Systkini Áslaugar, þau Hrefna og Gunnar, sjá nú eftir stóru systur yfir móðuna miklu. Veit ég að sökn- uður þeirra er mikill og bið ég Guð að styrkja þau í þeirri miklu sorg. Einnig sendi ég samúðarkveðjur til Ellenar og annarra ástvina. Kveðja frá Pétrí og Frantza. Okkur langar að minnast með ör- fáum orðum frænku okkar, Áslaug- ar, sem nú er farin á annað tilveru- stig, þar sem við trúum að henni líði vel. Hún Áslaug okkar sýndi einstak- an dugnað og mikla bjartsýni og hreif okkur með sér í þeirri vissu að bati og betra líf bíði hennar eftir aðgerðina sem til stóð að gera í HEILSUBOTARDAGAR Á REYKHÓLUM Við bjóðum ykkur velkomin í 7 daga hvíldar- og hressingardvöl í ógúst. Þar verða kynntar leiðir til að bæta heilsuna og öðlast meiri lífsgleði og frið. Tímabilið er 15.-22. ágúst - nokkur pláss laus Við bjóðum: • Heilsufæði (fullt fæ&i) • Fræ&sluerindi • Rúmgó& 2ja manna herbergi • Uppskriftir s • Líkomsæfingar, jóga • Tónleika I • Gönguferðir • Nudd |. • Hugkyrrð, slökun | Sérstakir fyrirlesarar og tónlistarmenn verða ó hverju námskeiði. Á staðnum er glæsileg sundlaug og nuddpottur. Nánari upplýsingar veita Sigrún og Thor í síma 93-47805. Sigrún Olsen ^ær kveÓja ^or ftarðcjai Gautaborg en æðri máttarvöld stýrðu þessu á annan veg. Það hlýtur að vera ákveðinn tilgangur með því að taká þessa ungu lífsglöðu stúlku frá okkur. Það er þó huggun harmi gegn að við vitum að amma hennar og nafna tekur henni nú opnum örmum. Við kveðjum þið elsku Áslaug og þökkum öll brosin þín og geymum björtu minningarnar í hjörtum okkar. Lát gróa sorgarsár Lát sorgar þorna tár Lát ástarásjón þína mót öllum þjáðum skína. (H.H.) Sigrún Pálsdóttir og börn. Fyrrverandi nemandi okkar Ás- iaug Þorsteinsdóttir lést i Sahl- grenska sjúkrahúsinu í Gautaborg 2. ágúst síðastliðinn. Áslaug lauk grunnskólaprófí vorið 1992 frá Kópavogsskóla. Henni kynntumst við vel því að hún var glaðlegur og hress unglingur. Hún bar sig vel þótt heiisan væri ekki alltaf góð. Hún stundaði skólann eins vel og hún hafði tök á og tók virkan þátt í félagslífi nemenda þar sem hún naut sín vel ásamt sínum fjölmörgu vinum sem hún eignaðist á skólaá- rum sínum. Við hittum hana nokkrum sinnum eftir að hún útskrifaðist frá skólan- um og alltaf var viðmót hennar hlý- legt og ánægjulegt og við hlökkuðum til að fylgjast með henni áfram. En lífið er hverfult og það er sársauka- fullt að sjá á eftir ungu fólki í blóma lífsins. Einhver hlýtur tilgangurinn að vera þó að við þekkjum hann ekki. Minningin lifir um fallega og trygga stúlku sem lifði lífinu eins vel og henni var unnt þrátt fyir þær byrðar sem á herðar hennar voru lagðar. Við kveðjum Áslaugu og þökkum henni fyrir þær stundir sem við áttum saman bæði innan veggja skólans sem utan hans. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim Guðs blessunar í þeirra miklu sorg. Sumir eiga sorgir, og sumir eiga þrá, sem aðeins í draumheimum uppfyllast má. (Davíð Stefánsson) Sigurður Þorsteinsson og Valdís Þorkelsdóttir, kennarar við Kópa- vogsskóla. Okkur langar með fáum orðum að minnast bekkjarsystur okkar og félaga, Ásu, sem lést svo ung, þegar okkur hinum finnst lífið vera rétt að byrja. Þrátt fyrir veikindi sín var Ása alltaf mjög jákvæð og var til í allt sem við krakkarnir tókum upp á. Hún naut mikilla vinsælda og átti auðvelt með að kynnast fólki enda var hún alltaf eldhress. Þrátt fyrir að við vissum hversu veik hún var, datt engu okkar í hug að hún ætti eftir að fara svo fljótt. Því veltum við því fyrir okkur hversu heppin við erum að halda heilsu og eigum erfitt að sætta okkur við að dauðinn knýi svo fljótt að dyrum. Um leið og við kveðjum þennan frábæra félaga, viljum við votta fjöl- skyldu og aðstandendum hennar okkar dýpstu samúð. Tíundi bekkur Kópavogsskóla. Haustið 1991 hóf hópur ung- menna nám við Starfsdeild Kópa- vogs. Þau höfðu yfirgefið öruggt umhverfi heimaskóla sinna til að tak- ast á við nám í nýjum skóla, nám sem er að mörgu leyti erfiðara og kröfuharðara en það sem þau áður höfðu stundað. Til að gera slíkt þarf kjark og vilja, sem þessi hópur hafði til að bera. Þau komu frá mörgum skólum úr 4 sveitarfélögum og þekktust því ekkert í byijun. A skömmum tíma varð hópurinn ótrú- lega samheldinn og sterk vináttu- bönd mynduðust. Þetta var ekki síst að þakka ungri stúlku, sem ævinlega var hress og ákveðin, til í allt og ekki hrædd við neitt. Ef gera átti eitthvað nýtt sem virtist ef til vill svolítið ógnandi mátti heyra í Ásu: „Svona krakkar, það gerir ekkert til að prófa, þetta verður ábyggilega gaman.“ Lífsgleði, kjarkur og áhugi eru orð, sem lýsa Ásu vel. Við vissum vel að hún gekk ekki heil til skógar, en það var mál sem henni var ekki ljúft að ræða og þoldi illa ef reynt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.