Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.08.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1993 Friðrik Sophusson fjármálaráðherra á fundi um atvinnumál með bæjarráði Akureyrar Ætlunin að lækka skuldir Slippstöðvar- innar um 200 millj. Lægsta tilboði tekið í framkvæmdir hafnasamlagsins Stöðumælaverðir til starfa á morgun STARFSMENN Akureyrarbæjar taka á morgun, miðvikudaginn 11. ágúst við eftirliti með bifreiðastöðum á gjaldskyldum stæðum og ann- ast álagningu og innheimtu gjalda vegna brota á reglum sem um þau gilda og hið sama gildir einnig um stöðvunarbrot sem framvegis verða einnig á vegum Akureyrarbæjar. Frá sama tíma breytast reglur um notkun á gjaldskyldum stöðureitum þannig að hún styttist frá því sem nú er og verður frá kl. 10 til 17.30 alla virka daga nema laugardaga. Þessar breytingar hafa í för með sér að starfsmenn á vegum Akur- eyrarbæjar yfirtaka allt eftirlit með bifreiðastöðum á gjaldskyldum stæð- um og annast álagningu og inn- heimtu gjalda vegna brota á reglum sem um þau gilda. Til þessa verks hafa verið ráðnir tveir stöðuverðir, hvor í hálft starf. Á sama tíma og gjaldskylda er í stöðumæla munu stöðuverðir jafn- framt annast eftirlit með ýmsum öðrum stöðubrotum á miðbæjar- svæðinu og annast álagningu gjalda vegna þeirra. Lögreglumenn munu þó eftir sem áður annast allt eftirlit með stöðubrotum annars staðar í bænum og á miðbæjarsvæðinu utan vinnutíma stöðuvarða. Stöðumælasektin 700 krónur Upphæð gjalds vegna vanrækslu greiðslu á gjaldskyldum stæðum hef- ur verið ákveðin 700 krónur, en veitt- ur verður afsláttur ef greitt er innan þriggja virkra daga frá álagningu gjaldsins og þar þá að greiða 300 krónur. Upphæð gjalds vegna ann- arra stöðubrota verður 1.000 krónur. Stálþilið kostar 40 milljónir Ólafsfirði. STJÓRN hafnasamlagsins nýja við utanverðan Eyjafjörð hefur samþykkt að taka tilboði Valfells hf. I gerð stálþils í höfnunum á Arskógssandi og Ólafsfírði. Valfell hf. átti lægsta tilboðið í þessar fram- kvæmdir, samtals 41 milljón króna. Eru framkvæmdir í Ólafsfjarðarhöfn þegar hafn- ar. Á Árskógssandi verður ramm- að niður stálþil og gerður við- legukantur, en framkvæmdir í Ólafsfjarðarhöfn eru umfangs- meiri. Þar verður að fjarlægja tvær bryggjur til að rýmka til í höfninni og loks verður rammað niður stálþil og gerð viðlegu- bryggja. Verklok í desember tækið, en gengið hafi verið út frá því þegar bærinn lagði fram nýtt hlutafé í fyrra að sú aðgerð myndi duga fyrirtækinu. Hann sagði ekki hægt að segja af eða á um hvort bærinn myndi leggja fram hlutafé að nýju. Það myndi fara eftir þeim árangri sem næðist í endurskipulagn- ingu fyrirtækisins og hvort hægt yrði að sýna fram á rekstrargrund- völl. ÞEIRRI stefnu ríkisins að selja hlut sinn í Slippstöðinni Odda er enn fylgt og segir Friðrik Sophusson fjármálaráðherra ekki sjálfgefið að ríkið komi með nýtt fé inn í fyrirtækið, en málið yrði skoðað í sam- hengi við það sem væri að gerast í atvinnulífinu í bænum. Vilji væri þó fyrir því að liðka fyrir því að sjóðir og bankar hjálpuðu fyrirtæk- inu að komast á réttan kjöl. Fjármálaráðherra var á ferðinni á Akur- eyri í gær og ræddi við heimamenn um atvinnumál og aðgerðir stjórn- valda í þeim efnum. Á fundi Ijármálaráðherra með for- ráðamönnum Slippstöðvarinnar Odda í gærmorgun var farið yfir stöðuna 'og sagði Friðrik að fyrir lægju hugmyndir um að lækka skuld- ir fyrirtækisins um 200 milljónir. „Það er ljóst að til að ná því fram verður að koma til aðild opinberra sjóða,“ sagði Friðrik, en stærstu lán- ardrottnar fyrirtækisins eru Iðnlána- sjóður, Iðnþróunarsjóður og Lands- banki íslands. „Mér sýnist augljóst að þeir hljóti í sameiningu að reyna að finna þá lausn sem dugir til að þetta fyrirtæki megi starfa áfram, en til viðbótar þarf að koma nýtt hlutafé", sagði Friðrik. Ríkið jók hlutafé sitt í Slippstöð- inni Odda um 35 milljónir króna þeg- ar fjárhagur þess var endurskipu- lagður á síðasta ári. „Þótt við sjáum núna að svo kunni að vera- að þetta hlutafé sé að verulegu leyti glatað, þá er enn fylgt þeirri stefnu að ríkið selji hlut sinn í fyrirtækinu." Ekkert sjálfgefíð Fjármálaráðherra sagði ekki sjálf- gefið að ríkið legði fyrirtækinu til nýtt hlutafé, „það eru önnur fyrir- tæki starfandi í sömu grein og þau horfa á hvað ríkið gerir ti! að styrkja fyrirtæki í greininni og telja sig þá eiga samskonar rétt til ríkisins." Halldór Jónsson sagði enga um- ræðu hafa farið fram um hugsanlega aðild Akureyrarbæjar hvað varðar að leggja fram nýtt hlutafé í fyrir- Valfell hf. sér einungis um framkvæmdir við stálþil og við- legubryggju en áður hefur verið samið við Tréver hf. í Ólafsflrði um að fjarlægja bryggjurnar sem eiga að fara og er það verk haf- ið fyrir nokkru. Verklok vegna þessara framkvæmda eru áætluð um miðjan desember næstkom- andi. SB Morgnnblaðið/Svavar B. Magnússon Stálþil rekið niður UMFANGSMIKLAR framkvæmdir standa yfir við Ólafsfjarðar- höfn, en þar er nú verið að ramma niður stálþil. Morgunblaðið/Golli Atvinnumálin rædd RÁÐHERRA og ráðuneytismenn á fundi með bæjarstjóranum á Akureyri, f.v.: Steingrímur Ari Arason aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Halldór Jónsson bæjarstjóri, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra og Magnús Pétursson ráðuneytissljóri. Ríkið getur ekki vikist undan að taka á málum FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra telur að ekki sé með sann- girni hægt að segja að Akureyrarbær fái minna en aðrir af milljarð- inum svokallaða, sem ríkisstjórnin úthlutaði á dögunum til atvinnu- skapandi verkefna. Halldór Jónsson bæjarstjóri á Akureyri segist ekki sáttur við að fá 20 milljónir af milljarðinum til verkefna í bænum. Að frumkvæði fjármálaráðherra voru í gær haldnir fundir með bæjarráði þar sem farið var yfir ýmis málefni er varða ráðu- neytið og Akureyrarbæ og eins átti ráðherra fund með forráðamönn- um Slippstöðvarinnar Odda. Rætt var um veikleika í atvinnumálum og sagði Friðrik að ríkið, sem ætti aðild að sumum fyrirtækjanna er glímdu við erfiðleika gæti ekki vikist undan að taka á ýmsum málum og vera með í að Ieysa vanda þeirra. Á fundi fjármálaráðherra með bæjarráði Akureyrarbæjar var m.a. rætt um ástand og horfur í atvinnu- málum í bænum og aðgerðir stjórn- valda í atvinnumálum sem m.a. fel- ast í auknum framkvæmdum og viðhaldsverkefnum á vegum ríkis- ins. Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði ýmsa veikleika í at- vinnulífinu á Akureyri hafa komið upp síðustu misseri og nefndi nýleg dæmi af Slippstöðinni Odda sem er í greiðslustöðvun, íslenskan skinna- iðnað sem varð gjaldþrota fyrr í sumar og ullariðnaðarfyrirtækið Foldu sem reist var úr rústum Ála- foss. Ríkið kaupir Amarohúsið Opinberar framkvæmdir á Akur- eyri voru ræddar á fundi fjármála- ráðherra með bæjarráðsmönnum, m.a. við Fjórðungssjúkrahúsið, á sviði skólamála og kaup og innrétt- ing á húsnæði Heilsugæslustöðvar. Friðrik sagði að fyrir lægi munnlegt samkomulag milli fjármálaráðu- neytis og eigenda Amarohússins við Hafnarstræti um kaup á hluta húss- ins undir starfsemi Heilsugæslu- stöðvarinnar, en það væri með fyrir- vara um samþykki ríkis og bæjar um ýmsa þætti er varða rekstur stöðvarinnar. Ríkið mun væntan- lega kaupa fjórar af sex hæðum Amarohússins sem auka mun rými stöðvarinnar verulega. Friðrik sagði unnið af fullum krafti við hönnun nýrrar álmu við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri og verklegar framkvæmdir hæfust á næsta ári. Þá var á fundinum rætt lauslega um hugmynd sem fram hefur komið um hugsanlega samvinnu RARIK og Rafveitu Ak- ureyrar, en ef af yrði myndu höfuð- stöðvar Landsvirkjunar flytjast norður til Akureyrar. Á fundinum var einnig rætt um framtíð skinnaiðnaðar og sagði Friðrik að útttekt sem Iðnþróunar- félag Eyjafjarðar hefði unnið væri athygliverð, „heimamenn hafa unn- ið þessar fyrstu tillögur vel og ég tel sjálfsagt að skoða þær,“ sagði fjármálaráðherra, en í úttekt fé- lagsins um endurreisn skinnaiðnað- arfyrirtækis er gert ráð fyrir að ríkið komi inn í dæmið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.