Morgunblaðið - 19.08.1993, Side 2

Morgunblaðið - 19.08.1993, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1993 Stokkhólmur hugsanlega fundarstaður Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra sagði að tilhögun samn- ingafundarins hefði ekki verið ákveðinn. Hann yrði væntanlega haldinn á þriðjudag og sagði Þor- steinn ekki ólíklegt að íslendingar myndu stinga upp á Stokkhólmi sem fundarstað. Ráðherramir taka báðir þátt í viðræðunum ásamt starfsbræðrum þeirra frá Noregi en ekki er ákveðið hvaða embættis- menn fara með þeim. Þorsteinn sagði að sjávarútvegsráðuneytið myndi bjóða fulltrúum helstu hags- munaaðila að vera samráðsaðilar í viðræðunum. Hann sagði ekki frá- gengið hveijum yrði boðið að senda fulltrúa en nefndi LÍÚ, Sjómanna- sambandið og Farmanna- og físki- mannasambandið. Lenti á vegriði Morgunblaðið/Ingvar HARÐUR árekstur varð á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar laust eftir kl. 9 í gær- kvöldi. Bifreið fór yfír á rauðu ljósi, lenti á öðrum bíl og stöðvaðist loks uppi á vegriði eftir að hafa farið yfír umferðareyju. Engan sakaði við áreksturinn en að sögn lögreglu er ökumaður bflsins sem árekstrinum olli grunaður um ölvun við akstur. Laun landverkafólks í Alþýðusambandi Islands á fyrsta ársfjórðungi 1993 Hagsmunaaðilum boðið til viðræðna SJÁVARÚTVEGS- og utanríkisráðherra hittust á fundi síðdegis í gær til að ræða efni og tilhögun viðræðna þeirra við starfsbræður þeirra í Noregi um veiðar íslenskra skipa í „Smugunni" í Barents- hafi. Málin skýrðust, að sögn sjávarútvegsráðherra, en ekki hefur verið ákveðið hvað lagt verður fyrir Norðmenn. Fundurinn verður á þriðjudag og er líklegt að íslendingar stingi upp á Stokkhólmi sem fundarstað. Kaupmáttur heildarlauna jókst um 1% frá síðasta ári Bréfastafli KASSARNIR tveir sem bárust forsætisráðuneytinu með bréfum frá fólki víða um heim. Tveir kass- ar af mót- mælabréfum SKRIFSTOFA Simon Wiesen- thal-stofnunarinnar í ísrael hef- ur sent Davíð Oddssyni forsætis- ráðherra yfir 6.000 mótmælabréf þar sem krafist er ákæru á hend- ur Edvald Hinrikssyni. Að sögn Alberts Jónssonar deildarsljóra í forsætisráðuneytinu hafa bréf borist ráðuneytinu frá því í maí en á þriðjudag bárust síðan tveir kassar í einu með bréfum. Bréf þau sem hér um ræðir eru öll eins og útbúin af Simon Wiesen- thal-stofnuninni en síðan skrifar fólk nafn sitt undir. Aðspurður segir Albert að ráðu- neytið muni svara þessum bréfum, að vísu ekki hveiju fyrir sig því slíkt væri of mikið mál. „Við höfum ekki tekið endanlega ákvörðun um hvemig við svömm þessu en vænt- anlega verður skrifað bréf til Wies- enthal-stofnunarinnar. “ GREITT tímakaup hjá landverkafólki innan Alþýðusambands ís- lands hafði hækkað meira á fyrsta ársfjórðungi þessa árs en umsam- in 1,7% hækkun kauptaxta skv. kjarasamningum sem gerðir voru vorið 1992. Þannig hækkaði greitt tímakaup í dagvinnu um 3% frá fyrsta ársfjórðungi 1992 til sama tímabils í ár. Á því tímabili hækk- aði hins vegar framfærsluvísitalan einnig um 3% þannig að kaup- máttur greidds tímakaups í dagvinnu er óbreyttur. Þetta kemur fram í Fréttabréfi Kjararannsóknamefndar um mat á launum á fyrsta ársfjórðungi 1993. Fram kemur í fréttabréfinu að hækkunin aðallega rakin til hærri greitt tímakaup hjá verkakonum bónusgreiðslna í fískvinnslu, þar hækkaði mest eða um 5% og er sem bónus er nú þriðjungur af Ný fimm manna stjórn Tímans kosin Steingrímur verður í sljóm Mótvægis HLUTHAFAFUNDUR í Mótvægi, hinu nýja félagi um rekstur dag- blaðsins Tímans, kaus nýja stjóra fyrir félagið í gærdag. Jafnframt var ákveðið að auka hlutafé í 30 milljónir en vilyrði eru komin fyrir 25 milljónum króna og þar af búið að ganga frá tæpum 20 milljón- um. Steingrímur Hermannsson formaður Framsóknarflokksins var meðal þeirra sem kosnir voru í hina nýju stjórn. Steingrímur segir að hann hafí farið með umboð fyrir hlut Fram- sóknarflokksins á fundinum en það hafí ekki verið ætlun sín að leita eftir sæti í stjóminni. Hins vegar hafi ekki náðst samkomulag um uppstillingu í stjórnina og því hafi þetta orðið niðurstaðan. Hin nýja stjóm kemur saman á föstudag til að kjósa sér formann og segir Stein- grímur að ekki komi til greina af hans hálfu að taka það embætti að sér. Hann sagði starfí sínu lausu sem formaður fyrri stjómar á fundinum. Fjallahjól Islendingur stefnir á þátttöku í heimsmeistaramótinu 7 liUMrtðm á Holidayhm? onjEJvrrzgrr?: ~r,- rr.-j.-;.- 2£"i&2£s3& Stofuun rekstrar- ftíaga uudirbáiu '2S Bell-þyrlur Stjórnvöldum standa til boða tvær notaðar Bell-þyrlur 16 Valsmenn unnu Valur sigraði Mypa 47 frá Finn- landi í fyrri leik liðanna í Evrópu- keppninni 51 Leiðarí Samstarf þjóðanna á norðurslóðum 26 Viðskipti/Atvinnulíf Dagskrá ► Softís semur um Louis - Hörku- samkeppni á poppmarkaði - Gagnrýnin á Evrópubankann áttí sér jákvæðar hliðar - Hamagang- ur á vatnsmarkaði í Bretlandi ► Fréttamenn í fremstu víglfnu - Stjama Marilu Henner rís hátt - Óklæðileg klipping i tisku í Hollywood - Útlaginn með Clint Eastwood greiddu tímakaupi verkakvenna í fiskiðnaði. Greitt tímakaup iðnað- armanna hækkaði um 3,9%, verka- karla um 3,2%, afgreiðslukvenna um 2,9% en um 1,9% hjá af- greiðslukörlum. Hjá skrifstofukon- um hækkaði greitt tímakaup um 1,2% en dróst saman um 0,3% hjá skrifstofukörlum frá fyrsta árs- fjórðungi. Lengri vinnuvika Mánaðarlaun landverkafólks í fullu starfí hækkuðu um 4% frá fyrsta ársfjórðungi 1992 eða að meðaltali úr 106 þús. kr. á mánuði í 111 þús. Þar sem verð á vöru og þjónustu hækkaði um 3%, jókst kaupmáttur heildarlauna um 1% á tímabilinu. Hækkuðu tekjurnar mest hjá verkafólki en Kjararann- sóknarnefnd segir ástæðu þess að heildarlaun verkafólks hækkuðu meira en tímakaup þess í dagvinnu sé að leita í lengri vinnudegi og meiri yfirvinnu en á fyrsta árs- fjórðungi á síðasta ári. Að meðal- tali lengdist vinnuvika landverka- fólks um hálfa klukkustund á tíma- bilinu. Vinnuvikan lengdist mest hjá verkakonum eða um rúmlega eina klukkustund að meðaltali. Slasaðist í bílveltu í Skötufírði STÚLKA slasaðist alvarlega þeg- ar bíll fór út af í botni Skötufjarð- ar við ísafjarðardjúp síðdegis í gær. Þrennt var í bílnum. Oku- maður og farþegi í framsætí hlutu minniháttar meiðsl og fengu að fara heim eftir skoðun á sjúkra- húsinu á ísafirði. Stúlkan sem slasaðist sat í aft- ursæti bifreiðarinnar og var ekki í bílbelti. Hún var flutt á Borgarspítal- ann í Reykjavík eftir að læknar á qúkrahúsinu á ísafirði höfðu kannað meiðsl hennar. Ökumaðurinn missti vald á bílnum í lausamöl með fyrr- greindum afleiðingum. Með Steingrími í stjórninni eru Jón Sigurðsson kennari, Steingrímur Gunnarsson leiðsögumaður, Bjarni Þór Óskarsson lögfræðingur og Bryndís Hlöðversdóttir lögfræðingur ASÍ. Aðspurður hvort til greina komi að kvennablaðið Vera sameinaðist hinu nýja félagi segir Steingrímur að hann hafi ekki heyrt slíkt. Hins vegar hafí margar kvennalistakonur sýnt málinu áhuga og gerst hluthaf- ar. Hann fagni samstarfí við þær. Ný þjónusta í Morgunblaðinu Kjarabót fyrir lesendur blaðsins í tengslum við neytendaumfjöll- un Daglegs lífs í Morgunblaðinu er lesendum boðið upp á nýja þjónustu í dag, svonefnda „kjarabót“. Á bls. 23 bjóða 15 fyrirtæki lesendum afslátt af vöru og þjónustu. Yfir- skrift síðunnar með 15 afsláttarm- iðum er „Klipptu út kjarabót". Af- sláttarmiðamir eru í líkingu við það sem erlendis er nefnt „kúbonar" en hafa í blaðinu hlotið heitið kjarabót. Til að geta nýtt sér afsláttinn sem er i boði þarf lesandinn að klippa út miðana og afhenda við kaup á vörunni eða þjónustunni. Afsláttur- inn er ýmist í formi króna eða pró- senta. í blaðinu í dag er boðinn afsláttur af kvenreiðhjólum, golf- pokum, skólatöskum, pizzum, skyrtum, ís, geisladiskum, bíómið- um, ljósatímum, bílaþvotti, sturtu- klefum, gróðurmold, vítamíni, hjólabarða- og smurþjónustu og raftækjum. Stefnt er að því að lesendur geti gengið að kjarabótinni vísri á fímmtudögum og geta þeir sem áhuga hafa á að bjóða lesendum rm* gH* j|]U Morgunblaðsins afsláttarkjör á vöru sinni eða þjónustu haft samband við starfsfólk auglýsingadeildar. Sjá bls. 23: „Klipptu út kjarabót“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.