Morgunblaðið - 19.08.1993, Page 4

Morgunblaðið - 19.08.1993, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. AGUST 1993 Hönnunarsamkeppni um nýtt Hæstaréttarhús Um helmingur tillagna utan auglýstrar línu RÚMLEGA helmingur alls 40 tillagna sem bárust í samkeppni um nýtt hús fyrir Hæstarétt íslands liggur utan byggingarlínu samsíða vesturgafli Landsbókasafns, sem áður hafði verið auglýst á vegum borgarskipulags og skipulagsstjórnar ríkisins. Fimm af sex tillögum sem verðlaunaðar voru liggja utan línunnar, þar á meðal verðlauna- tillagan, að sögn Þorvaldar S. Þorvaldssonar, forstöðumanns borgarskipulags. Þorvaldur sagði jafnframt að skrýtið væri ef arkitektar hefðu tekið til greina þessa línu við gerð tillagna sinna, þar sem skýrt væri tiltekið í samkeppnislýsingu að nýta mætti alla lóðina. Þorvaldur sagði að áður en ákveðið hafí verið að fara út í sam- keppni um byggingu Hæstaréttar- húss hafi Ingimundur Sveinsson, arkitekt, verið fenginn til að gera tiliögur um byggingu á lóðinni, á vegum dómsmálaráðuneytisins. í framhaldi af því hafi verið ákveðið að auglýsa samkvæmt skipulags- lögum og lýst eftir ábendingum í sambandi við byggingu á lóðinni. Þar hafi verið sett inn umtöluð byggingarlína, í línu við vesturgafl Safnahússins. Frestur til athugasemda rennur út um helgina Þorvaldur sagði frest til að koma á framfæri sjónarmiðum vegna auglýsingarinnar renna út nú um helgina. Frá upphafi hafi hins veg- ar verið gert ráð fyrir að úrslit samkeppninnar lægju fyrir áður en fresturinn væri úti, svo hægt væri að nota samkeppnina til að ákvarða staðsetningu hússins. Þess vegna hafi umrædd lína hvergi verið nefnd eða sýnd í sam- keppnislýsingu. Steindór Guðmundsson, yfir- maður framkvæmdadeildar Inn- kaupastofnunar ríksins og formað- ur dómnefndar í samkeppninni, sagði nefndina hafa vitað af um- ræddri línu. Tilgangurinn með samkeppninni hafi meðal annars verið sá, að arkitektar fengju til- lögurétt um staðsetningu bygging- arinnar á lóðinni, og síðan yrðu gögnin send borgaryfirvöldum. „Ráðgjafar dómnefndar voru borg- arverkfræðingur og forstöðumaður borgarskipulags, þannig að þeir komu að málinu allan tímann,“ sagði hann. VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 19. AGUST YFIRLIT: Um 150 km SV af Reykjanesi er 979 mb lægð sem þokar norð- austur og síðar austnorðustur. Heldur vaxandi hæðarhryggur er yfir norð- austur Grænlandi, en minnkandi hæðarhryggur er yfir Englandi. SPÁ: A- og SA, 4-6 vindstíg. Rigning eða súld með köflum um allt S- vert landið, en bjart með köflum N-lands. Er kemur fram á daginn gengur vindur smám saman I NA 5-7 vindstig NV-lands, en með kvöldinu i öðrum landshiutum. Hiti verður um 11 stig S-lands, en sumsstaðar yfir 15 stig fyrir norðan. Með NA-áttinni fer að kólna og blotna um N-vert landið, en S-lands léttir til. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: N-strekkingur um allt land. Súld eða rigning á N- og A-landi en nokkuð bjart veður S- og V-lands. Hiti 5-8 stig N-til en allt að 14 stig syðra. HORFUR Á LAUGARDAG: NV átt, nokkuð stif NA-til en hæg V-lands. Súld NA-lands en yfirleitt þurrt annars staðar. Afram svalt, einkum N- og A-lands. HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg breytileg eða NV átt. Smáskúrir víð NA- ströndina en annars þurrt og víða léttskýjað. Heldur hlýnandi veður. Nýir veðurfregnatimar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30, 22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfreqnir: 890600. o Heiöskírt r r r r r r r r Rigning ÍM Léttskýjað * r * * / r * / Slydda & Hálfskýjað * * * ♦ * * * * Snjókoma Á Skýjað Alskýjað V V Skúrir Slydduél V Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaörirnar vindstyrk, heil fjööur er 2 vindstig. 10° Hitastig Súld = Þoka stig.. FÆRÐÁ VÉGUM: (Kl. 17.30 ígær) Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiðfærir. Vtða er þó unnið að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri samkvæmt merkingum þar. Hálendisveglr erufærirfjallabilum, Gæsavatna- og Dyngju- fjallaleiðir ennþá ófærar vegna snjóa sama er að segja um Hrafntinnusker. Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og t grænnilínu 99-6315. Vegagerðin. VEÐUR VIÐA kl. 12.00 í UMHEIM ísl. tíma hitl veftur Akureyri 16 okýjað Reykjavík 11 súld Bergen 13 skýjað Helainki 11 rigníng Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Narssarssuaq 9 akýjað Nuuk 6 skýjað Osló 18 léttskýjað Stokkhólmur 16 skýjað Þórshöfn 12 skýjað Algarve 23 skýjað Amsterdam 17 skýjað Barcelono 28 léttskýjað Berlín 17 skýjað Chlcago 28 mistur Feneyjar 27 skýjað Frankfurt 24 skýjað Glasgow 15 mistur Hamborg 16 hálfskýjað London 22 léttskýjað Los Angeles 22 mistur Lúxemborg Madrkl 23 35 léttskýjað skýjað Malaga 27 alskýjað Msllorca 27 léttskýjað Montreal 24 skýjað NewYork 23 skúrá sið.klst. Orlando 34 léttskýjað París 26 léttskýjað Madelra vantar Róm 27 heíðskírt Vín 22 léttskýjað Washington 29 mlstur Wlnnlpeg 22 léttakýjað V fDAG kl. 12.00 Heimild: Veöuretofa islandc (Byggt á veðurapá kl. 16.15 i gmr) Á tölti REYNIR og Skúmur eru við þröskuldinn á A-úrslitum í tölti T 2, en hann hafnaði í 6. sæti. Heimsmeistaramótið í Hollandi Hiiirik stendur vel að vígi í skeiðinu Spaarnwoude. Frá Valdimar Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. HINRIK Bragason og Eitill frá Akureyri standa nú vel að vígi eftir tvo fyrstu sprettina af fjórum í 250 metra skeiði er þeir náðu besta tíma 22,4 sek. Eitill lá ekki fyrri sprettinn. Aðalkeppi- nauturinn, Vera Reber, Þýskalandi, á Frosta frá Fáskrúðabakka, kom næst á 22,7 sek. og Magnús Lindquist, Svíþjóð, á Hrammi frá Akureyri og Sigurbjörn Bárðarson á Höfða frá Húsavík eru jafnir í þriðja til fjórða sæti á 23,4 sek. Heimsmeistarinn í grein- inni Ulf Lindgren, Svíþjóð, á Hrafnkatli frá Sauðárkróki, og Thomas Haag, Sviss, á Klaka frá Schloss Neubronn, eru £vo jafnir í fimmta sæti á 23,7 sek. Reynir Aðalsteinsson hafnaði í sjötta sæti á Skrúmi frá Geirshlíð í tölti T 2 sem er fyrir fimmgangs- hesta. Þetta þýðir að hann á góða möguleika á að komast í A-úrslit því sjötti hestur í B-úrslitum vinn- ur sér rétt til þátttöku þar. Atli Guðmundsson keppti einnig í þessari grein og hafnaði í 13. sæti. Einnig fór fram forkeppni í hlýðni og varð þar efst Sandra Feldmann, Þýskalandi, á Glampa frá Erbeldingerhof. Enginn Is- lendingur keppti í þessari grein en úrslit fara fram á sunnudag og mæta þá tíu efstu keppendur til leiks. Seinni umferð í 250 metr- unum fer fram á laugardag. Flugstöð Leifs Eiríkssonar í Keflavík Tekinn með 8.000 töflur af sterum Keflavík. TÆPLEGA þrítugur líkamsræktarmaður sem búsettur er á höfuðborg- arsvæðinu var tekinn með liðlega 8 þúsund töflur af steralyfjum í flug- stöð Leifs Eiríkssonar á þriðjudagskvöldið. Um var að ræða 8.167 töfl- ur sem bera heitið „Methanbrstenolone" og virðast eiga uppruna í Sovétríkjunum eftir merkingum að dæma og kom fram hjá manninum að lyfið gengi undir nafninu „rússneskur boli“. Innflutningur steralyfja sem slíkra hefur ekki verið ólöglegur hér á landi. Matthías Halldórsson aðstoðarland- læknir sagði að embættið hefði lagt að fjármálaráðuneytinu að herða reglur og torvelda þannig innflutning þessara efna en það hefði ekki geng- ið eftir. Óvissa um aðgerðir Samkvæmt upplýsingum tollgæsl- unnar á Keflavíkurflugvelli byggðust aðgerðimar gegn manninum í fyrra- kvöld á því að í tollareglugerð sé ferðamönnum heimilt að flytja inn „hæfilegt magn“ af lyfjum en hér hafði augljóslega verið um óhæfílegt magn fyrir einstakling að ræða. Að sögn Einars Birkis, deildar- stjóra hjá tollgæslunni, verður málið sent sýslumanni til afgreiðslu og kvaðst hann ekki geta fullyrt um hvort lagt yrði hald á lyfín eða hvaða viðurlög maðurinn sem flutti þau inn ætti yfir höfði sér. Morgunblaðið/Bjöm Blöndal „Rússneskur boli“ STERALYFIN sem tollgæslan fann í fórum ungs manns við komuna til landsins. Maðurinn var að koma frá Amsterdam og hafði falið steralyfin kyrfilega í farangn sínum, en skarpskyggn tollvörður uppgötvaði þau. Mokveiði á loðnumiðum MOKVEIÐI var á loðnumiðunum í gær eftir nokkuð tregan afla að undanförnu. Hvergi er lönd- unarbið enda tefur löng sigling á miðin mjög veiðarnar. Um 210 þúsund tonn af loðnu hafa borist á land á vertíðinni. Þórshamar GK landaði á Þórs- höfn í nótt. Að sögn Péturs Sæ- mundssonar skipstjóra hefur loðnan verið dreifð að undanförnu en tók að þéttast í fyrrinótt og var góð veiði í gær. Loðnan veiddist á tveim- ur svæðum, 330 mflur út af Norður- landi og 60 mílum sunnar. Rúmlega 30 klst. sigling er á miðin og tefur það mjög veiðamar. Spáð er brælu á loðnumiðunum næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.